Skagafjörður

Sölvi Sveinsson kynnir bók sína Dagar handan við dægrin

Útgáfuhátíð verður haldiin á Kaffi Króki laugardaginn 3. október kl. 14–16. Þar mun Króksarinn Sölvi Sveinsson kynna bók sína, Dagar handan við dægrin, lesa úr henni og spjalla við gesti.
Meira

Útgáfufagnaður bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa

Föstudaginn 9. október verður útgáfu bókarinnar Fljót er nóttin dag að deyfa fagnað í Hótel Varmahlíð. Bókin hefur að geyma úrval lausavísna Sigurðar Óskarssonar, Sigga í Krossanesi (1905-1995) í Vallhólmi í Skagafirði.
Meira

Heilbrigðisþjónusta í Skagafirði kemur okkur öllum við

Góð og örugg heilbrigðisþjónusta skiptir Skagfirðinga sem og aðra landsmenn gríðarlega miklu máli. Í raun má segja að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ráði miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um börn og barnafólk sem og eldri borgara okkar sem gjarna á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Við höfum átt því láni að fagna hér í Skagafirði að við Heilbrigðisstofnunina vinnur frábært starfsfólk. Hinsvegar höfum við því miður þurft að horfa á bak heilu þjónustusviðunum frá Heilbrigðisstofnunni vegna niðurskurðar og skipulagsbreytinga á landsvísu. Í þeim hremmingum höfum við einnig misst vel menntað og hæft starfsfólk.
Meira

Himneskt ofurópal

Eftir frekar lúalegt sumar fengum við Norðlendingar ágætan september-mánuð. Nú síðustu vikuna, og kannski rétt rúmlega það, hefur haustið þó hrifsað frá okkur ylinn og sætan sumarilminn og sett í þeytivinduna. Rok, rigning og lækkandi hitastig er það sem skömmustulegir veðurfræðingar bjóða upp á og einhverstaðar rétt handan við hornið bíður veturinn.
Meira

Myndir af nýrri göngubrú í Sauðárgili

Nú fyrr í sumar var skipt um göngubrú yfir Sauðána rétt neðan við stífluna í Sauðárgili. Nýja brúin er hin glæsilegasta og aðgengi að henni eins og best verður á kosið og ætti því ekki að vera vandamál að taka fínan göngutúr.
Meira

Framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun á fullu

Í haustblíðunni í dag skaust ljósmyndari Feykis einn rúnt um Krókinn og nágrenni. Meðal þess sem bar fyrir linsu voru framkvæmdir við Gönguskarðsárvirkjun en þar er nú unnið á öllum vígstöðvum.
Meira

Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.
Meira

Ferðabæklingur Skagafjarðar fyrir árið 2016 er kominn út

Ferðabæklingur Skagafjarðar fyrir árið 2016 kom út nú um miðjan september enda ekki seinna vænna að kynna það sem er í boði fyrir væntanlegum ferðamönnum og -skrifstofum. Það er stórt ár framundan í ferðamennskunni í Skagafirði en það er að sjálfsögðu Landsmót hestamanna sem verður á Hólum sem er þar fyrirferðarmest.
Meira

Af gefnu tilefni

Þar sem Feykir er til umræðu á öðrum stað í blaðinu vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum og svara gagnrýni sem fram kemur í aðsendri grein Arnar Ragnarssonar framkvæmdastóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Meira

„Gaman að eiga stefnumót við gamla tíma“

„Þetta byrjaði þannig að árið 1995 fór ég að gefa út pésa eða smákver með minningum sem ég sendi vinum mínum í staðinn fyrir jólakort. Ég hef haldið þeim sið síðan og mörg af þessum kverum eru með æskuminningum mínum af Króknum. Það sem ég gerði núna var að ég tók þessa pésa og er búinn að breyta þeim talsvert, stytta sumt og sumstaðar hef ég bætt heilmiklu við. Svo hef ég skrifað nokkra nýja þætti og tengt þetta allt saman í nýja heild,“ útskýrir Sölvi Sveinsson sem var að gefa út bókina Dagar handan við dægrin – Minningarmyndir í skuggsjá tímans. Í bókinni fjallar hann um minningar sínar frá uppvaxtarárunum á Króknum. Sölvi settist niður með blaðamanni Feykis og sagði frá tilurð bókarinnar.
Meira