Skagafjörður

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.
Meira

Friðarganga Árskóla í myndum

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Veðrið var stillt, jólalögin hljómuðu allt um kring og mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans. Í hugum margra bæjarbúa markar þessi skemmtilega hefð upphaf aðventunnar og finnst mörgum ómissandi að fylgjast með ljóskerinu ganga á milli barnanna, sem mynda samfellda keðju upp kirkjustíginn, þar til hann kemur að krossinum og á honum kviknar ljós.
Meira

Slökkviliðsmenn heimsækja skólana í Skagafirði

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er í eldvarnaátaki um þessar mundir í samstarfi við öll slökkvilið landsins. Þá heimsækja slökkviliðin öll börn í 3. bekk og fræða þau um eldvarnir heimilanna og eru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar búnir að heimsækja alla skólana í Skagafirði.
Meira

Við erum búin að endurheimta Stólana okkar!

Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Keflvíkingar voru reyndar fullir af sjálfstrausti og spiluðu á köflum glimrandi körfubolta en í kvöld voru það heimamenn í Tindastóli sem bitu betur á jaxlinn þegar mestu máli skipti. Lokatölur 97-91.
Meira

Rótarýmenn bjóða á jólahlaðborð

Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks munu nk. laugardag bjóða til Jólahlaðborðs í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í þriðja sinn sem ráðist er í þetta verkefni sem hefur notið mikilla vinsælda og vakið athygli víða um land og erlendis.
Meira

Jólablað Feykis er komið út

Jólablað Feykis er komið út. Blaðið er 44 litprentaðar síður og er því dreift ókeypis inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Efni blaðsins er að vanda fjölbreytt og komið víða við. Forsíðumynd blaðsins er eftir Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er á þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra að Staðarskála og áfram yfir Holtavörðuheiði, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá eru hálkublettir á Þverárfjalli og víða í Húnavatnssýslum. Aðrar leiðir í Skagafirði og á Skaga eru greiðfærar.
Meira

Ellert og Sigvaldi í undanúrslitum Voice annað kvöld

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland í beinni útsendingu annað kvöld.
Meira

Skagfirðingar lýsa spennuþrungnu andrúmslofti í Brussel

Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið gildandi í Belgíu vegna hryðjuverkaógnar sem hefur vofað yfir í höfuðborginni Brussel undanfarna daga. Víðfeðm leit hefur farið fram af hryðjuverkmanninum, Saleh Abdeslam, sem tók þátt í hryðjuverkaárásinni í París þann 13. þessa mánaðar, en án árangurs. Skagfirðingarnir Guðrún Rögnvaldardóttir og Hildur Þóra Magnúsdóttir hafa verið í Brussel undanfarna daga og lýsa spennu þrungnu andrúmsloftinu þar fyrir Feyki.
Meira

Ari og Alladin fengu góðar viðtökur

Á sunnudaginn var haldin í Miðgarði söngskemmtun sem bara yfirskriftina „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Þar komu fram ýmsir skagfirskir söngvarar og sungu vinsæl barnalög frá ýmsum tímum, við góðar undirtektir rúmlega 250 gesta á ýmsum aldri.
Meira