Skagafjörður

Óöryggi og hræðsla greip um sig í borginni

Hryðjuverkaárásirnar í París á föstudaginn fyrir rúmri viku hafa ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með fréttum. Hjón búsett á Sauðárkróki, Margréti Björk Arnardóttur náms- og starfsráðgjafi og Ragnar Þór Einarsson múrari, voru stödd í París þessa helgi að heimsækja ættingja. Margrét deildi upplifun þeirra með blaðamanni Feykis.
Meira

Ljósakrossar í Sauðárkrókskirkjugarði

Fyrir jólin er góður og fallegur siður að tendra ljós á leiðum ástvina. Á þessari aðventu mun Steinn Ástvaldsson aðstoða fólk við uppsetningu ljósakrossa í kirkjugarðinum á Sauðárkróki. Hann verður í garðinum dagana 1.-6. desember kl.13-15 og er fólk beðið að koma með sína krossa á þeim tímum. Hægt er ná í Stein í síma 891 9174.
Meira

Heimismenn hafa aldrei verið fleiri

Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira

Skagfirðingarnir Ellert og Sigvaldi komnir í átta liða úrslit í The Voice Ísland

Tveir Skagfirðingar, þeir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson, komust áfram í keppninni The VoiceÍsland á Skjá einum í fyrrakvöld. Þátturinn var sá fyrsti af þremur sem sýndir eru í beinni útsendingu og komust átta keppendur af sextán áfram á föstudagskvöldið. Ellert og Sigvaldi voru báðir valdir áfram með símakosningu.
Meira

Fjögur lið frá Sauðárkróki í Metabolicleikunum

Laugardaginn 14. nóvember hittust yfir 100 Metabolic iðkendur af landinu öllu á Selfossi og kepptu í líkamlegu hreysti og sendi Þreksport á Sauðárkróki fjögur lið til leiks. Á vef Þreksports segir að Metabolic æfingakerfið hafi verið kennt í Þreksport á Sauðárkróki um allnokkurt skeið undir handleiðslu þjálfaranna Guðrúnar Helgu og Friðriks, og njóti mikilla vinsælda.
Meira

Jörð farin að hvítna allhressilega

Eftir fádæma langt haust má segja að veturinn sé loksins kominn, alla vega á Norðurlandi vestra. Daníel Kristjánsson á Skeiðfossi í Fljótum tók þess mynd fyrir Feyki í morgun en á henni sést heim að bænum Þrasastöðum í Stíflu.
Meira

Sigvaldi og Ellert á svið í kvöld í Voice Ísland

Skagfirðingarnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Jóhannsson, nú búsettur í Grindavík, taka þátt í Voice Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir úr Víðidal datt hins vegar út í eingvíginu, eftir aldeilis frábæra frammistöðu í þáttunum. Fyrir þáttinn í kvöld eru eftir fjórir keppendur í jafnmörgum liðum, en aðeins helmingur þeirra kemst áfram eftir kvöldið. Í kvöld má þjóðin kjósa og það er því um að gera að styðja sína keppendur.
Meira

Knattspyrnuiðkendur hjá Tindastóli klæðast endurskinsvestum

Nú eru fótboltaiðkendur á Sauðárkróki farnir að huga að næsta sumri og æfingar komnar á fullt. Æfingar eru víðsvegar og t.d. er töluvert um útihlaup. Í fréttatilkynningu frá Tindastól segir að VÍS á Sauðárkróki og knattspyrnudeild Tindastóls hafa sammælst um að allir iðkendur noti endurskinsvesti í þessum hlaupum, enda birtan ekki upp á það besta á þessum tíma.
Meira

Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi - sjötti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í sjötta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson , einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gelmottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann.
Meira

Stólarnir náðu ekki að stela stigunum í Stykkishólmi

Tindastóll tapaði fjórða leik sínum í Dominos-deildinni í gærkvöldi þegar strákarnir lutu í parket í Stykkishólmi. Snæfellingar náðu undirtökunum strax í byrjun og Stólarnir voru að elta skottið á þeim það sem eftir lifði leiks. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Tindastólsmenn höfðu ekki erindi sem erfiði, lokatölur 94-91.
Meira