Nemanda Varmahlíðarskóla veitt verðlaun á Bessastöðum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
02.12.2015
kl. 09.43
Ása Sóley Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Varmahlíðarskóla, hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Á vef Varmahlíðarskóla kemur fram að henni hafi verið boðið af því tilefni til síðdegisboðs á Bessastöðum, ásamt fjölskyldu og skólastjóra. Verðlaunin voru veitt fyrir að leysa netratleik en sex nemendum tókst verkið, þremur grunnskólanemendum og þremur framhaldsskólanemendum.
Meira
