Skagafjörður

Nemanda Varmahlíðarskóla veitt verðlaun á Bessastöðum

Ása Sóley Ásgeirsdóttir, nemandi í 10. bekk Varmahlíðarskóla, hlaut verðlaun síðastliðinn laugardag fyrir verkefni Forvarnardagsins. Á vef Varmahlíðarskóla kemur fram að henni hafi verið boðið af því tilefni til síðdegisboðs á Bessastöðum, ásamt fjölskyldu og skólastjóra. Verðlaunin voru veitt fyrir að leysa netratleik en sex nemendum tókst verkið, þremur grunnskólanemendum og þremur framhaldsskólanemendum.
Meira

Geirmundur með tvenna útgáfutónleika á sunnudaginn

Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri.
Meira

Ævintýraleg jól í Austurlöndum fjær

Í desember á síðasta ári fóru félagarnir Hallgrímur Eymundsson frá Saurbæ í Skagafirði og Rúnar Björn Herrera frá Sauðárkróki, ásamt Önnu Dóru kærustu Rúnars, í ógleymanlega skemmtiferð til Asíu þar sem þeir eyddu hátíðunum. Þau ferðuðust til Bangkok, Hua Hin og Chiang Mai í Norður Tælandi, og einnig til Kambódíu. Undirbúningurinn fyrir ferðina tók um hálft ár en þau voru erlendis í einn mánuð, heimsóttu ótal staði og héldu stífa dagskrá, milli þess sem þau nutu lífsins. Blaðamaður Feykis tók félagana tali og fékk að heyra ferðasöguna.
Meira

Strengjatónleikar í Sauðárkrókskirkju

Stúlkurnar í Skagfirskum strengjum munu halda tónleika í Sauðárkrókskirkju á morgun, miðvikudag kl. 16:30. Leikin verða jólalög í bland við aðra tónlist sem æfð hefur verið í hljómsveitum og hópastarfi á haustönninni.
Meira

Þrjár frá Tindastóli í æfingahóp yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.
Meira

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöldið. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.
Meira

Bilun í dælumótór í Reykjarhóli

Vegna bilunar í dælumótor í Reykjarhóli munu Skagafjarðarveitur þurfa að loka fyrir heita vatnið á veitusvæði Varmahlíðarveitu eftir hádegi í dag. Búast má við truflunum á rennsli í Varmahlíð og sunnan Varmahlíðar að Krithóli, Blönduhlíð, Langholti og Staðarsveit, Sæmundarhlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi.
Meira

Jólakvöldi í Kvosinni á Hofsósi frestað um viku

Jólakvöldi sem vera átti í Kvosinni á Hofsósi annað kvöld hefur verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Verður það því haldið þriðjudagskvöldið 8. desember.
Meira

Ráðherra skipar í vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra

Þann 23. nóvember sl. skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra fulltrúa í Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra. Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra 2015-2019 skipa eftirtaldir aðalfulltrúar:
Meira

Þóranna Ósk og Daníel Frjálsíþróttafólk UMSS 2015

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin í Miðgarði sl. laugardag, þann 28. nóvember. Þar var það frjálsíþróttafólk Skagafjarðar sem skarað hefur fram úr þetta árið heiðrað í öllum flokkum.
Meira