Skagafjörður

Kiddi spáir Stólunum bikarmeistaratitlinum

Keppni í Domino´s-deildinni í körfubolta hefst í kvöld og sækja Tindastólsmenn lið ÍR heim í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Á árlegum blaðamannafundi KKÍ og Domino's nú í vikunni var síðan kunngerð spá fyrirliða og forráðamanna liðanna og var liði Tindastóls spáð öðru sæti í deildinni.
Meira

Bleikur október

Krabbameinsfélag Skagafjarðar hefur frá byrjun tekið þátt í árveknisátaki októbermánaðar og lýst hinar ýmsu byggingar bleikar. Í ár er Heilbrigðisstofnunin, Sauðárkrókskirkja og Ólafshús lýst bleik. Auk þess býðst fólki að fá bleika filmu hjá félaginu ef það vill lýsa sín hús.
Meira

N4 á Bændadögum

Eins og Feykir hefur greint frá var að vanda líf og fjör í Skagfirðingabúð á Skagfirskum bændadögum. Voru þeir nú haldnir í sextán sinn og hefur umfangið aukist ár frá ári. Sjónvarpsstöðin N4 var á staðnum og ræddi við Árna Kristinsson verslunarstjóra og kokkinn Árna Þór Arnórsson.
Meira

Fyrirmyndarfrumkvöðlar í loftið í vikunni

Á fimmtudaginn fara í loftið nýir netþættir á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Eru þeir framleiddir af Feyki og Skottu kvikmyndafjelagi, sem njóta styrkjar frá Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra til þáttagerðarinnar.
Meira

Kardimommubærinn frumsýndur á laugardaginn

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á laugardaginn barnaleikritið Kardimommubæinn eftir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Þýðandi söngljóða er Kristján frá Djúpalæk og leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Smábarnadeild verður opnuð til bráðabirgða

Foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi boðuðu til opins fundar í Menningarhúsinu Miðgarði á mánudagskvöld. Margir komu á fundinn og sköpuðust góðar umræður um húsnæðisvanda leik- og grunnskólans í Varmahlíð. Leikskólastjóri Birkilundar sendi frá sér neyðarkall, sem birt var í Feyki, í síðustu viku og sagði starfsemina komna yfir þolmörk.
Meira

Kveðin ljóð kvenna

Á föstudaginn kemur, 16. október kl. 20:00 verður haldin dagskrá í sal Versins þar sem akureyskir kvæðamenn kveða, undir rímnalögum, vísur og ljóð eftir íslenskar konur. Dagskráin er vegum vegum hins nýstofnaða kvæðamannafélags Gnár í Skagafirði. Aðgangseyrir er 1500 krónur og ekki er hægt að greiða með korti. Vakin er athygli á því í augýsingu að gengið er inn að vestan í salinn.
Meira

Haustlitir í Fljótum

Það var fagurt um að litast í Fljótum í gær morgun og haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta þegar blaðamaður Feykis átti leið þar um í gær. Kyrrðin í náttúrunni er einstök á svona dögum, eins og myndirnar bera með sér.
Meira

Baldri og Alla dugar sjötta sætið

Næst komandi laugardag fer fram fimmta og síðasta umferð ársins í Íslandsmótinu í rallý. Eknar verða fjórar sérleiðir í nágrenni Langjökuls, það er á Skjaldbreiðarvegi og Kaldadal, og má búast við hörku keppni þar sem staða í Íslandsmótinu er mjög jöfn í öllum flokkum.
Meira

Festist í vegakanti á Þverárfjallsvegi

Strætó festist í vegakanti á Þverárfjallsvegi í gærkvöldi. Að sögn vegfaranda var umferð var hleypt framhjá og urðu því engar tafir vegna óhappsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra hafði bílstjóri hópbifreiðarinnar gleymt að skila af sér farþega og ætlaði að snúa við er hann festist í vegakantinum.
Meira