Skagafjörður

Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-2015 - Örstutt gláp á tölur

Fyrir töluótt fólk getur verið fróðlegt að glugga í íbúatölur enda kemur margt athyglisvert í ljós þegar þær eru skoðaðar betur. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 2001-15 er hér til lauslegrar skoðunar, skipt niður eftir þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Íbúaróunin er eitthvað misjöfn innan landshlutans en almennt fækkar íbúum á öllu svæðinu. Alls um 850 manns á 15 árum eða rúm 10%. Slík fækkun íbúa er væntanlega verðugt umhugsunarefni.
Meira

Hátíðarvinastundir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - uppfært myndskeið

Haldnar voru hátíðarvinastundir á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki sl. föstudag í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Að sögn Önnu Jónu Guðmundsdóttur leikskólastjóra var farið þess á leit við leikskóla og aðrar skólastjórnendur í landinu að finna leið til að minnast þessa viðburðar fyrir 100 árum með eftirtektarverðum hætti á árinu 2015, eftir umhugsun og vangaveltur varð niðurstaðan sú að gera söngdagskrá fyrir vinastund þar sem sungin yrðu lög við texta eftir konur.
Meira

Skagfirðingar á verðlaunapalli Bikarmóts IFBB

Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness fór fram um helgina. Um 90 keppendur kepptu á mótinu sem fór fram í Háskólabíói, þar á meðal voru tveir Skagfirðingar sem komust á verðlaunapall, þeir Gunnar Stefán Pétursson og Elmar Eysteinsson.
Meira

Fyrirspurn um land undir hjólhýsastæði í Varmahlíð

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku var lögð fram fyrirspurn frá Varmahlíðarstjórn um land undir fastastæði fyrir hjólhýsi í Varmahlíð.
Meira

Úrslit helgarinnar í körfunni hjá yngri flokkum

Það var mikið um að vera í körfuboltanum um helgina. Stúlknaflokkur mætti Haukum á Sauðárkróki og biðu lægri hlut fyrir gestunum, 51:71. Unglingaflokkur kvenna tók á móti Þór Akureyri og þar biðu heimastúlkur einnig lægri hlut, 61:73. Þá var törnering hjá 7. flokki stúlkna þar sem þær léku með Þór Akureyri.
Meira

Netverslanir með tískufatnað á Íslandi

Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira

Nýtt nafn komið á sameinað hestamannafélag í Skagafirði

Sameininganefnd Skagfirsku Hestamannafélaganna fundaði í gær og samkvæmt vef Léttfeta var farið var yfir atkvæðagreiðslu á nafni hins nýja félags. Niðurstaðan sú að nafnið Fluga fékk flest atkvæði og mun hið nýja félag því bera nafnið Fluga.
Meira

Lesið úr nýútkomnum bókum

Miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20:00 verður upplestur á bókasafninu á Sauðárkróki. Eyþór Árnason, Hjalti Pálsson, Ingibjörg Hafstað og Ingibjörg Hjartardóttir lesa úr nýútkomnum bókum.
Meira

Landsnet tilbúið til viðræðna um orku fyrir álver á Hafurstöðum

Ágætur gangur er í viðræðum um orkuöflun fyrir álver á Hafursstöðum í Skagabyggð, að því er haft er eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf. í Morgunblaðinu í dag. Einnig kemur fram í fréttinni að Landsnet sé tilbúið til viðræðna við sveitarfélögin á svæðinu, svo skýra megi flutningsþörf raforku og þar með staðsetningu háspennulína.
Meira

Kaffi Krókur, Mælifell og Ólafshús skipta um eigendur

Gengið hefur verið frá sölu á veitinga- og skemmtistöðunum Kaffi Krók, Mælifelli og Ólafshúsi á Sauðárkróki. Það eru þau Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal sem kaupa staðina af Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni, en fyrirtæki þeirra, Vídeósport, hefur rekið þessa staði um árabil. Fyrir eiga þau Selma og Tómas Arctic Hotels á Sauðárkróki.
Meira