Skagafjörður

Ný plata væntanleg frá Geirmundi

Hinn ástsæli tónlistarmaður Geirmundur Valtýsson vinnur nú að útgáfu hljómplötunnar Skagfirðingar syngja. Líkt og nafn plötunnar gefur til kynna hefur Geirmundur fengið til liðs við sig fjölda skagfirskra tónlistarmanna.
Meira

Fundað um vegaúrbætur sem eru brýnar að mati heimamanna

Markaðsstofa Norðurlands er orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Af því tilefni var boðað til funda um vegamál um allt Norðurland. Þann 1. október voru fundir haldnir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga og voru ferðaþjónustuaðilar og sveitarstjórnarfólk hvatt til að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Meira

Opinn fundur foreldra í Miðgarði í kvöld

Foreldrar barna á biðlista á leikskólanum Birkilundi hafa boðað til opins fundar í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld og hefst fundurinn hefst kl 20:30. „Skorum við sérstaklega á fulltrúa sveitarstjórna sem hafa með þessi mál að gera til að koma og svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.
Meira

Söngur og gleði í Miðgarði

Það er óhætt að fullyrða að menn hafi tekið á honum stóra sinum á sviðinu í Miðgarði í gærkvöldi. Þar voru samankomnir norðlensku tenórararnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson og sungu þeir og skemmtu, ásamt Jónasi Þóri undirleikara, fyrir fullu húsi. Það var Viðburðaríkt sem stóð fyrir tónleikunum.
Meira

Stórkostlegt sjónarspil í háloftunum

Þau voru ótrúlega falleg norðurljósin sem blöstu við íbúum Norðurlands vestra í vikunni, eins og meðfylgjandi myndir frá Blönduósi, Lýtingsstöðum í Skagafirði, Skagaströnd og Víðidalstungu bera með sér. En Norðurljósin sáust með afbrigðum vel.
Meira

Rakelarhátíð á sunnudag

Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 11. október kl. 14:00. Sr. Hjálmar Jónsson flytur hátíðaræðu. Nemendur Grunnskólans og Tónlistarskólans sjá um fjölbreytt skemmtiatriði. Dana Ýr Antonsdóttir tekur nokkur lög.
Meira

Gefa filmu í tilefni af bleikum mánuði

Krabbameinsfélag Skagafjarðar tekur þátt í árveknis- og fjáröflunarátaki um krabbamein og konur. Í tilefni af bleika mánuðinum býður félagið bleika filmu frítt fyrir þá sem hafa áhuga á að lýsa hús sín bleik.
Meira

Nemendur Árskóla dansa af lífi og sál

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla lauk um hádegisbil í gær en þá höfðu ungmennin dansað sleitulaust í 26 klukkutíma. Sérstök danssýning var í íþróttahúsinu á miðvikudag en þar dönsuðu allir nemendur Árskóla undir stjórn snillingsins Loga danskennara.
Meira

Ársþing SSNV á Blönduósi 16. október

23. ársþing SSNV verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 16. október nk. Þingið sækja 30 fulltrúar sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, stjórn SSNV, stjórnendur sveitarfélaganna og gestir.
Meira

„Hlakka til að koma heim og syngja í Miðgarði“

Á laugardaginn kemur, þann 10. október, verða stórtónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þegar Norðlensku tenórarnir, Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson, stíga saman á svið. „Það er svakalegur heiður að fá að syngja með Kristjáni og Óskari. Þeir eru báðir mínir uppáhalds tenórar,“ sagði Árni Geir í samtali við Feyki.
Meira