Skagafjörður

Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.
Meira

Israel Martin og Hlynur Freyr taka við Stólastúlkum í körfunni

Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls kemur fram að deildin hefur samið við Israel Martín Concepción um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna og honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Króksarinn Hlynur Freyr Einarsson. Þetta eru aldeilis jákvæðar fréttir fyrir Tindastólsfólk og það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Stólastúlkum berjast í Subway-deildinni næsta vetur.
Meira

Byggðastofnun hefur lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna

Þann 19. júní var Kvennréttindadagurinn sem er hátíðs- og baráttudagur kvenna á Íslandi sem haldið hefur verið upp á frá því að konur fengu fullan kosningarétt til jafns á við karla. Á heimasíðu Byggðastofnununar var birt frétt í tilefni dagsins en þar segir að á síðustu tíu árum hefur stofnunin lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna í landsbyggðunum í gegnum sérstakan lánaflokk, “Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna”.
Meira

ÓB-mótið komið á fullt og tónleikar í Aðalgötu í kvöld

Nú um helgina fer fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar koma saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og eru um 116 lið skráð til keppni og eru þvi rúmlega 700 keppendur sem hlaupa nú sér til hita í norðanátt og bleytu. Reyndar er veðrið skaplegra núna því það hefur stytt upp og samkvæmt upplýsingum Feykis er stemningin á vellinum ágæt miðað við aðstæður.
Meira

Sólarhrings ævintýraferð út í Drangey | Gunnar R. Ágústsson vélamaður skrifar

Það mun hafa verið vorið 1964 eða 65 sem ég fór í ævintýraferð út í Drangey ásamt fleirum. Ég punktaði þessa ferð hjá mér í stórum dráttum einhverjum árum seinna því mér þótti þetta skemmtileg ferð og þess verð að varðveita hana. Svo fór hún ofan í skúffu með öðru textadrasli. Var ég nú á dögunum að taka til og blaða í skúffunni og þá birtist þessi grein. Ég las hana yfir og bætti í hana því sem mér þótti vanta. Kannski hafa einhverjir gaman af því að lesa hana.
Meira

Lið Tindastóls í sjötta sæti eftir fyrri umferð Íslandsmótsins

Það var mikilvægur leikur í botnbaráttu Bestu deildar kvenna í gær en þá mættust lið Keflavíkur og Tindastóls í sannkölluðum sex-stiga-leik. Pakkinn í kjallara deildarinnar er þéttur og fyrir leik munaði einu stigi á liðunum, Stólastúlkur með sjö stig en heimastúlkur sex. Þegar til kom var lið Tindastóls mun sterkari aðilinn og skapaði sér mýmörg færi og Jordyn nýtti tvö þeirra og drógu Stólastúlkur því þrjú stig með sér heim í heiðardalinn.
Meira

Grilluð hörpuskel og pastasalat

Matgæðingar vikunnar í tbl 28 í fyrra voru Steinunn Gunnsteinsdóttir og Jón Eymundsson en þau búa í Iðutúninu á Króknum. Þau eiga þrjú börn og Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón hjá K-Tak.
Meira

Hretið virðist ekki hafa skaðað æðarvarpið að ráði

Æðarvarpið á Hrauni var gengið í vikunni um leið og fært var eftir hretið sem virtist ekki hafa skaðað að ráði. Í færslu á Facebook segir Gunnar Rögnvaldsson að fuglinn hafi verið spakur og dúnninn ekki blautur umfram venju.
Meira

Úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra segir að Byggðarráð samþykkti úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir árið 2024 á 1216. fundi sínum sem fram fór þann 19. júní sl. Alls bárust fjórar umsóknir í sjóðinn. Samtals var óskað eftir kr. 5.519.500. Til úthlutunar voru 2 milljónir.
Meira

Jónsmessuhátíð FHS í Árgarði

Hin árlega Jónsmessuhátíð Félags harmonikuunnenda í Skagafirði verður haldin um helgina í félagsheimilinu Árgarði og byrjar fjörið á dansleik í kvöld kl. 20:00. Hljómsveit félagsins, Norðlensku molarnir, spila fyrir dansi bæði í kvöld og á morgun, laugardag, ásamt gestahljómsveitum.
Meira