Skagafjörður

Þriðji tapleikurinn í röð hjá Tindastólsmönnum

Það er eitthvað bras á Tindastólsmönnum í 3. deildinni í knattspyrnu þessa dagana. Eftir fína byrjun á mótinu hafa nú tapast þrír leikir í röð en 5. umferðin var spiluð í gær. Þá héldu Stólarnir í Fífuna í Kópavogi þar sem sterkt lið Augnabliks beið þeirra. Líkt og í Mosó um daginn var fyrri hálfleikur Stólanna slæmur og það fór svo að heimamenn unnu leikinn 4-1. og skutluðu gestunum ofan í neðri hluta deildarinnar. Já og Pétur var á bekknum.
Meira

Benni Gumm kveður Stólana eftir eitt ár í brúnni

Í tilkynningu frá körfunknattleiksdeild Tindastóls nú í kvöld segir að deiildin hafi komist að samkomulagi við Benedikt Guðmundsson um að hann haldi ekki áfram þjálfun meistaraflokks karla hjá félaginu. „Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þakkar Benedikt fyrir hans störf og framlag til skagfirska körfuboltasamfélagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni,“
Meira

„Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt og spennandi“

„Sko, það er smá saga að segja frá því. Ég er búinn að vera með Norðurslóðablæti frá því ég var púki vestur á Fjörðum og heyrði í veðurfréttum veðurskeyti frá Narsarsuaq á Grænlandi og fannst eins og það hlyti að vera draumastaður. Sem reyndist svo ekki vera, hef komið þar nokkrum sinnum,“ segir Magnús Hinriksson sem svona hversdags er starfsmaður Skagafjarðarveitna en leiðsögu- og ævintýramaður þegar færi gefst. Feykir hnusaði örlítið á Facebook og sá myndskeyti frá Magga nú nýlega þar sem hann var staddur í nágrenni við ísbirni á Svalbarða. Það var því bara eðlilegt að spyrja kappann hvað hann sé eiginlega að pæla og hvernig standi á þessu brölti í nágrenni Norðurpólsins.
Meira

Gul veðurviðvörun á fyrsta degi júnímánaðar

Það hefur varla verið neitt tilefni til að stunda þjóðaríþróttina að kvarta undan veðrinu síðustu vikurnar. Það er jafnvel hætt við því að fólk sé alveg komið úr æfingu en þeir sem hafa saknað þessarar iðju þurfa ekki að örvænta því í næstu viku er allt útlit fyrir að fólk geti rifjað upp gamla takta. Annað kvöld snýst í norðanátt og þegar líður á mánudaginn kólnar verulega, hiti nálgast frostmark og gera má ráð fyrir slyddu eða jafnvel snjókomu.
Meira

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Iðnmenntun í uppnámi

Morgunblaðið birti þann 29.5 umfjöllun um húsnæðismál verknámsdeildar FNV. Undir fyrirsögninni: Verknámshúsið löngu sprungið. Þar er vitnað til skólaslitaræðu fráfarandi skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur:
Meira

Gleðilega hátíð sjómenn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um komandi helgi og hófust hátíðarhöld á Skagaströnd með golfmóti á Skagastörnd í gær fimmtudag. Íbúar Skagastrandar hafa einnig verið hvattir til þess að skreyta húsin sín og verða vegleg verðlaun fyrir best skreytta húsið. Frábær dagskrá verður síðan alla helgina en hátíðin heitir því fallega og viðeigandi nafni Hetjur hafsins. Meðal þess sem í boði verður eru,  BMX brós, VÆB bræður, vatnsfótbolti, skrúðganga, skemmtun á bryggjunni, tónlistarbingó og dansleikur með hljómsveitunum Skandal og Steinliggur svo það er óhætt að segja að það verður margra daga sjómannadagsstuð á Skagaströnd alla helgina. 
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira