Skagafjörður

Thai kjúklingaréttur og Toblerone-mús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 17, 2024 voru Guðrún Sonja Birgisdóttir og Magnús Eyjólfsson. Guðrún og Magnús eru eigendur af Retro Mathús sem þau reka á sumrin á Hofsósi en á veturna starfar Guðrún í Vörumiðlun og Mangi bæði múrar og flísaleggur. Guðrún er uppalin í Skagafirði, bæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, en Magnús ólst aðallega upp í Svíþjóð en þau eru búsett á Hofsósi í dag.
Meira

Opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar

Starfsmenn leikskólans Ársala, sem ekki eru í verkfalli, hafa sent opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar. Þar er meðal hnykkt á því að óvissan yfir því hversu langt verkfallið geti orðið sé þeim erfið en tekið skýrt fram að þeir standi algjörlega með kennurum í þeirra kjarabaráttu.
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun í rúman sólarhring

Í gær spáði Veðurstofan vonskuveðri í dag og á morgun og er fastlega reiknað með að spáin gangi eftir. Það má því reikna með að um kl. 15 í dag verði orðið bálhvasst en þá tekur appelsínugul veðurviðvörun yfir á Norðurlandi vestra og er spáð vonskuveðri á öllu landinu þegar líður að kveldi. Lögreglan leggur að fólki að koma lausamunum í skjól, fylgjast vel með veðurspám, færð á vegum og skyggni.
Meira

Tvær að koma og tvær að fara

Þau tíðindi eru í körfunni á Sauðárkróki að tvær nýjar hafa komið til liðs við kvennalið Tindastóls í Bónus deildinni en á móti hafa tvær yfirgefið liðið.
Meira

Dalasetur með toppeinkunn frá gestunum

Dalasetur fékk skemmtileg skilaboð í vikunni frá Booking að þeir hefðu unnið 2025 Traveller Review Award, en þessi viðurkenning er samansafn af umsögum og endurgjöfum frá gestum Dalaseturs sem dvalið hafa þar. Feykir hafði samband við Daníel Þórarinsson í Dalasetri og heyrði í honum hljóðið.
Meira

Fuglainflúensa greindist í ref í Skagafirði

Þann 30. janúar bárust Matvælastofnun niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á sýnum sem tekin voru úr ref sem aflífaður var í Skagafirði. Íbúi sá refinn og tók eftir að hann var augljóslega veikur; mjög slappur, hreyfði sig lítið og var valtur á fótunum. Tilkynnt var um refinn til Matvælastofnunar, reyndar refaskyttur voru fengnar til að aflífa hann, hræið sent til rannsókna á Keldum og greindist hann með fuglainflúensu af gerðinni H5N5. Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi.
Meira

Ásta Ólöf heldur áfram að láta gott af mér leiða

Ásta Ólöf sem nýverið var valinn Maður ársins á Norðurlandi vestra heldur áfram að láta gott af sér leiða. Þetta kemur fram Facebooksíðu Skagafjarðar.
Meira

Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölbreytt í janúar

Á heimasíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að alls voru á fimmta hundrað mál skráð hjá embættinu í janúarmánuði og eru verkefni lögreglunnar á landsbyggðinni oft æði fjölbreytt, allt frá því að flagga íslenska fánanum á nýársdag að því að leita að týndu barni.
Meira

Tveir sérar ráðnir í afleysingu

Liðsauki í Skagafjarðarprestakall annars vegar og Húnavatnsprestakall hins vegar. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja presta til afleysingaþjónustu í prestaköllunum frá byrjun febrúar og næstu mánuði.
Meira

Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin

Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira