Skagafjörður

Inga Valdís Tómasdóttir látin

Ein af drottningum Sauðárkróks, Inga Valdís Tómasdóttir, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki þann 9. september síðastliðinn, þá nýorðin 88 ára gömul. Inga Valdís var gift Helga Rafni Traustasyni sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést árið 1981, langt fyrir aldur fram. Útför Ingu fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 6. október og hefst klukkan 13.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Miðasalan hafin á Jólin heima

Nú fyrir stundu hófst miðasalan á jólatónleikana Jólin heima hér hjá okkur á  feykir.is. Í fyrra seldist upp svo nú er um að gera að tryggja sér miða og missa ekki af þessari tónlistarveislu. 
Meira

Væri til í að syngja Shallow með Bubba Morthens | RAGNHILDUR SIGURLAUG

Nú er það stúlkan sem söng fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor sem svarar Tón-lystinni. Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir frá Grænumýri í Blönduhlíð er fædd snemma árs 2007 og þar bjó hún alveg þar til hún fór í framhaldsskóla. „En svo býr kærastinn minn, Elvar Már, í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni og þar bý ég allavega núna í sumar,“ segir Ragnhildur Sigurlaug.
Meira

„Það hefur gengið rosalega vel“

Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni er Hrafney Lea Árnadóttir sem býr á Hólaveginum á Króknum. Hún er fædd árið 2011 og hefur búið í Noregi, Reykjavík, á Skagaströnd og nú á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Árni Max Haraldsson og Inga Jóna Sveinsdóttir. Hrafney Lea á þrjú systkini; Sævar Max 20 ára, Jóhönnu Dagbjörtu 7 ára og Harald Max 4 ára.
Meira

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira

Stígurinn upp á Nafir lagfærður

Þau eru mörg og margvísleg verkin sem þarf að vinna. Nú í byrjun september stóðu starfsmenn Þ. Hansen verktaka í ströngu við að endurgera stíginn upp á Nafirnar norðan við heimavist fjölbrautaskólans.
Meira

Rúta brann í Blönduhlíð

Eldur kviknaði í rútu við minnisvarða Hermanns Jónassonar við bæinn Syðri-Brekkur í Blönduhlíð í Skagafirði í gærkvöldi.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira