Skagafjörður

Fljótahátíð hefur farið vel fram

Lokasprettur Fljótahátíðar er í kvöld. Kl: 20 er brekkusöngur með Dósa og svo verður kveikt í brennu kl: 21. Síðan hefst tryllt fjör með DJ Helga Sæmundi og Sprite Zero Klan fram eftir nóttu. Aðeins hefur blásið í Fljótunum í dag en hlýtt og bjart.
Meira

Enn bætir Tindastóll í

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við spænsku körfuknattleikskonuna Mörtu Hermida um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta er mikill fengur fyrir Tindastól og spennandi tímabil framundan hjá kvennaliðinu.
Meira

Ferða og gleði helgin mikla

Upp er runnin verslunaramannahelgi. Nú þeytist landinn landshorna á milli fullur eftirvæntingar um botnlaust stuð. Það var þétt setið bílaplanið við Olís Varmahlíð um kl:16 í dag. Það hefur verið mikil umferð síðustu daga og virðist flestum liggja mikið á.
Meira

Það verður góð stund á Ábæ

Hin árlega Ábæjarmessa verður á Ábæ í Austurdal sunnudaginn 3. ágúst kl. 14:00. Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Sönghópurinn Vorvindar glaðir leiða söng við undirleik Friðriks Þórs Jónssonar. Fólk er hvatt til að taka með sér nesti og eiga saman góða stund eftir messu í einstöku umhverfi. Veðurspáin fyrir sunnudaginn er ágæt, hlýtt og þurrt, svo fegurð Austurdals ætti að njóta sín.
Meira

Sögur af hestum og mönnum

Stefán Hrólfsson á Keldulandi á Kjálka var þjóðsagna persóna í lifandi lífi. Af honum gengu sögur, sannar og lognar. Þær gátu verið af snjöllum tilsvörum eða sérstökum athöfnum. Hér segir Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili frá grenjaleit sem Stefán og Sigurður Ingimarson á Flugumýri fóru í.
Meira

Norð-vestlensku liðin áttu góðan dag í gær

Kormákur/Hvöt skruppu á Akranes og spiluðu við Kára í 2. deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 – 3. K/H komst í 2-0 með mörkum frá Abdelhadi Khalok El Bouzarrari og Goran Potkozarac. Börkur Bernharð Sigmundsson minkaði muninn fyrir Kára en Abdelhadi Khalok El Bouzarrari kom K/H í 3-1. Sigurjón Logi Bergþórsson klóraði aðeins í bakkann í restina en leikurinn endaði því 2-3 fyrir Kormák/Hvöt og sitja þeir núna í 6. sæti í deildinni.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir meistaraflokks hópinn

Davíð Leó Lund, 18 ára bakvörður hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil. Hann kemur á láni frá Völsungi þar sem hann hefur spilað upp alla yngri flokka.
Meira

Bjarni Jónasson og Eind frá Grafarkoti skeiða til Sviss

Bjarni Jónasson tamningamaður á Sauðárkróki mun sýna gæðingshryssuna Eind frá Grafarkoti í kynbótadómi á heimsmeistaramótinu í Sviss sem stendur yfir vikuna 4.-10. ágúst. Hvert aðildarland Feif, sem eru samtök landa þar sem Íslandshestamennska er stunduð, meiga senda 1. hryssu og 1. stóðhest í hverjum aldursflokki til þátttöku í kynbótadómum Heimsmeistaramóts.
Meira

Spennandi Íslandsmót í straumkajak fór fram um helgina

Íslandsmótið í straumkajak fór fram í Tungufljóti í Biskupstungum um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem haldið er Íslandsmót í straumkajak. Þrír keppendur úr Skagafirði voru mættir til leiks en það voru þau Eskil Holst, Freyja Friðriksdóttir og Máni Baldur Mánason. Þau kepptu undir merkjum Ungmennafélagsins Smára.
Meira

Graskerssúpa og ofureinfaldar hafraköku | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 12 var Pála Margrét Gunnarsdóttir en hún fékk áskorun frá frænku sinni Malen Áskelsdóttur sem var í tbl. 10. Pála Margrét er gift Sveinbirni Traustasyni sem er ættaður frá Flateyri og Skálholtsvík í Hrútafirði og saman eiga þau tvær dætur, Signýju Rut, þriggja ára, og Bergdísi Lilju, eins árs. Til að svala ættfræðiþyrstum einstaklingum þá er Pála Margrét elsta dóttir Guðnýjar Guðmunds og Gunna Gests í Eyrartúninu á Króknum.
Meira