Benný Sif segir frá á Héraðsbókasafni Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður
08.10.2025
kl. 13.38
Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, heimsækir Héraðsbókasafnið á Króknum fimmtudagskvöldið 9. október kl. 20 og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Skáldsögur Bennýjar eru örlagasögur fólks úr íslenskum veruleika, höfundur tvinnar haganlega saman sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með. Þess má geta að Benný Sif hefur einnig skrifað þrjár barnabækur.
Meira
