Vakin er athygli á að opið er fyrir umsóknir um styrki úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til 31. júlí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.07.2025
kl. 08.35
Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og lögð er sérstök áhersla á verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag fyrirtækisins, sem landshlutinn okkar sannarlega er. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári.
Meira