feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
09.09.2025
kl. 09.06
oli@feykir.is
Alls voru 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í júlí og var það svipaður fjöldi og mánuðina á undan. Í yfirferð á síðu LNV segir að júlí sé gjarnan mikill ferðamánuður, veður hafi veirð með besta móti og tvær bæjarhátíðir; Húnavaka og Eldur í Húnaþingi ásamt minni hátíðum, hafi verið haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.
Meira