Skagafjörður

Skagfirska mótaröðin farin af stað

Fyrsta mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram 11. febrúar á þriðjudaginn og var einstaklega gaman að sjá hversu góð skráning var og gaman að sjá allt fólkið í stúkunni á þessu fyrsta móti vetrarins segir á Facebook-síðu Hestamannafélagsins Skagfirðingi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins. 
Meira

Leikur í kvöld !

Í kvöld fimmtudaginn 13. febrúar er ekki bara verið að frumsýna Rocky Horror í Bifröst, heldur tekur mfl. karla Tindastóll á móti Þór Þorlákshöfn í Síkinu.
Meira

Karólína í Hvammshlíð fær styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt

Matvælaráðuneytið úthlutaði nýverið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og níu í garðyrkju.
Meira

Forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.
Meira

Tekur einn dag í einu með tímann að vopni

Skagfirðingurinn Björn Sigurður Jónsson frá Fagranesi eða Böddi eins og hann er oftast kallaður skrifaði færslu á Facebooksíðu sína sem hefur heldur betur vakið athygli í samfélaginu, fyrir þær sakir sérstaklega að hann líkt og svo margir Íslendigar væri einfaldlega ekki á lífi í dag ef Reykjavíkurflugvöllur hefði ekki verið. Böddi byrjar færsluna sína á því að segja okkur sína hlið á því að vera í lífshættu. Blaðamaður spjallaði við Bödda í gær sem bar sig ótrúlega ,þrátt fyrir að vera búin að vera í ansi kröppum lífsdansi undanfarið.
Meira

Mannslíf í húfi og ekki rými til tafa eða ábyrgðarleysis

Það hefur ekki farið fram hjá neinum umræðan um lokun austur/vestur flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli þar sem tré í Öskjuhlíð eru orðin það hávaxin að þau ógna öryggi flugs um völlinn. Var brautinni lokað um síðustu helgi sem er afar bagalegt og þá sér í lagi vegna sjúkraflugs. Á fundi sínum í gær mótmælti sveitarstjórn Skagafjarðar harðlega því aðgerðarleysi sem átt hefur sér stað hjá Reykjavíkurborg með þeim afleiðingum að búið er að loka brautinni.
Meira

Lambakórónur og sítrónumús | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 32, 2024, voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir og Halldór Halldórsson en það voru þau Lóa og Muggur sem skoruðu á þau hjón. Ragnheiður starfar sem deildarstjóri á yngsta stigi í Árskóla og Halldór er héraðsdómari á Sauðárkróki.
Meira

Skáksamband Íslands gaf Húnaskóla taflsett og skákklukkur

Skáksamband Íslands kom færandi hendi í Húnaskóla þriðjudaginn var en heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Skáksambandsins sem verður þann 23. júní í Húnabyggð. Það voru þeir Gunnar Björnsson og Björn Ívar Karlsson sem komu fyrir hönd Skáksambandsins með tíu taflsett og tíu skákklukkur sem nemendur skólans geta nú notað í frítíma sínum í skólanum.
Meira

Myndasamkeppni Húnaþings vestra

Húnaþing vestra óskar eftir myndum til að birta í kynningarefni, á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Markmið keppninnar er að auka flóru myndefnis sem birt er í skýrslum, fréttum og öðru á vegum Húnaþings vestra. Frestur til að senda inn er til 28. febrúar 2025 og er því um að gera að fara yfir bæði gamlar og nýjar myndir eða taka upp myndavélina og byrja að mynda strax í dag. 
Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund um næstu mánaðamót. Það má búast við spennandi fundi enda munu Sjálfstæðismenn velja sér nýjan formann þar sem Bjarni Benediktsson hyggst ekki gefa kost á sér og hefur þegar látið af þingstörfum. Tveir frambjóðendur eru um hituna þegar hér er komið sögu en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Meira