Skagafjörður

„Mikil tækifæri í áframhaldandi starfsemi Háskólans á Hólum“

Í gær undirrituðu Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. „Bæði HVIN ráðuneytið [Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið] sem og Háskóli Íslands sjá mikil tækifæri í áframhaldandi starfsemi Háskólans á Hólum í Skagafirði,“ segir m.a. í viljayfirlýsingu, sem undirrituð er af Háskólanum á Hólum, Háskóla Íslands og ráðuneyti háskólamála.
Meira

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.
Meira

Hvalreki á fjörur Tindastóls

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að enski körfuknattleiksmaðurinn Callum Lawson, sem gert hefur garðinn frægan hérlendis með Val og þar áður Þór Þorlákshöfn, leiki með Tindastóli á komandi keppnistímabili íslenska körfuboltans.
Meira

Hátíð gleði og þakkargjörðar

Hin árlega Hólahátíð fór fram dagana 12.-13. ágúst á Hólum í Hjaltadal. Boðið var upp á fjölbreytta menningardagskrá alla helgina og lauk henni með athöfn og hátíðardagskrá í Hóladómkirkju. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar, vígslubiskups á Hólum, var ágætis mæting. „120 manns voru í messukaffinu á sunnudag sem var á milli messu og hátíðardagskrár. Hátt í fjörtíu manns voru í útgáfuhátíð sálmabókanna á laugardag. Tveir gengu upp í Gvendarskál,“ sagði Gísli þegar Feykir leitaði frétta.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira

Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Daníel Gunnarsson hlaut silfurverðlaun á Heimsmeistaramóti

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er nú afstaðið og stóðu Íslendingar sig vel á mótinu, hlutu 16 gull og þrjú silfur.
Meira

Kornuppskeran líklega ónýt eftir næturfrost í Vallhólmi

Aðfaranótt miðvikudags mældist frost í Vallhólmi í Skagafirði og í frétt á mbl.is var haft eftir Bessa Vésteinssyni, bónda í Hofsstaðaseli sem hefur umsjón með kornökrunum á svæðinu, að uppskeran sé líklegast ónýt og því fylgi mikið fjárhagslegt tjón.
Meira