Skagafjörður

Er sumarið loksins komið?

Um síðustu helgi var skipt úr sumri yfir í vetur á almanakinu. Ríkjandi veðurguð virðist hins vegar hafa nokkuð gaman að því að fikta í styllingum, eins og barn sem fær að sitja frammí í fyrsta skipti, þannig að eftir frekar kalda viku er nú skipt yfir í sunnanátt og rigningu – í það minnsta í dag og reyndar gerir Veðurstofan ráð fyrir sæmilegasta hita út vikuna miðað við árstíma.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl

Rétt í þessu kom tilkynning á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þess efnis að Þverárfjallsvegur (73) væri  lokaður vegna eldsvoða í bíl. Unnið er að slökkvistarfi og rannsókn á vettvangi. Óvíst er hvenær vegurinn opnar aftur.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira

Eyjólfur Ármannsson í oddvitasæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Meira

Leikur Stólakattarins að Hattarmúsinni

Tindastóll fékk lið Hattar frá Egilsstöðum í heimsókn í fimmtu umferð Bónus deildarinnar nú í kvöld. Reikna mátti með að lið gestanna vildi svara fyrir slæm töp í síðustu tveimur leikjum en það var nú öðru nær – þetta reyndist leikur kattarins að músinni. Það var fín stemning í Síkinu og sungið og trallað allan leikinn en það var engin spenna, leikurinn nánast búinn eftir þrjár mínútur en þá var staðan 11-0 og gestirnir náðu hreinlega aldrei kafla þar sem þeir hótuðu endurkomu. Lokatölur 99-59 og fjórði sigur Stólanna í röð staðreynd.
Meira

Hagur allra að samningar náist sem fyrst

Verkföll eru eins og áður hefur komið fram í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en í Ársölum eru alls 65 starfsmenn á launaskrá og af þeim eru 26 í verkfalli. 
Meira

Ný brunavarnaáætlun Skagafjarðar tekur gildi

Skagafjörður samþykkti þann 23. október síðastliðinn nýja brunavarnaáætlun sveitarfélagsins til næstu fimm ára og er þetta önnur stafræna brunavarnaáætlun landsins. Brunavarnaáætlunin er nú aðgengileg á vefsíðu viðkomandi sveitarfélags en einnig er hún birt á vef HMS.
Meira

Lið Þórs með grobbréttinn á Norðurlandi

Lið Þórs og Tindastóls mættust í Höllinni á Akureyri í gærkvöld en um 220 áhorfendur mættu og fengu að sjá fjörugan leik og bæði lið sýndu fínan sóknarleik. Bæði lið frumsýndu erlenda leikmenn og var stuðningsfólk Tindastóls sérlega ánægt með það sem Mélissa Diawakana hafði fram að færa. Lið Þórs hafði yfirhöndina frá upphafi til enda en náði þó aldrei að hrista lið Tindastóls af sér. Sex stigum munaði þegar innan við mínúta var eftir en Stólastúlkur komust ekki nær sterku Þórsliði þar sem Maddie Sutton reyndist erfið. Lokatölur 102-95.
Meira

Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.
Meira