Félagsleg samheldni eða firring? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
22.05.2025
kl. 18.27
Félagsheimilin í Skagafirði eru ekki bara hús, þau eru minnisvarðar um samstöðu, sjálfboðavinnu, vilja og þrótt samfélagsins. Þau voru byggð upp af fólkinu fyrir fólkið. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti sölu á félagsheimilunum í Rípurhreppi og Skagaseli nýverið. Íbúar í Hegranesi hafa sýnt harða andstöðu við söluna, enda er þar vaxandi samfélag sem vill halda áfram að nota húsið sem fyrirrennarar þeirra byggðu í sjálfboðavinnu til að gleðjast og syrgja.
Meira