Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
25.09.2025
kl. 14.05
Fyrir skemmstu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Þetta kemur fram á vef Mast.
Meira
