Skagafjörður

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðhald

Nú hefur sundlaugin á Hofsósi verið opnuð aftur eftir lokun v/viðgerðar og viðhalds. Eflaust margir fastagestir sem fagna þessu enda sundlaugin búin að vera lokuð síðan 8. september.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

KS vill byggja sjálfvirka bílaþvottastöð á Sauðárkróki

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 18. september síðastliðinn var tekin fyrir ósk frá Kaupfélagi Skagfirðinga um að fá úthlutað lóð við Borgarflöt 33 á Sauðárkróki. Hugðist KS koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast mundi fyrirtækinu og almenningi. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóð að hafna umsókninni á þeim forsendum að umrædd lóð hafi ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar.
Meira

Flæðar á Sauðarkróki | Tillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 41. fundi sínum þann 17. september 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Vinnslutillagan er sett fram á uppdrætti nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Meira

Opinn kynningarfundur vegna Landsmóts hestamanna

Það styttist í Landsmót hestamanna á Hólum 2026 og af því tilefni fer fram opinn kynningarfundur fer fram í Tjarnarbæ á morgun, miðvikudaginn 24. september 2025 kl 18:00. Boðið verður upp á súpu og áætlað er að fundurinn taki rúma klukkustund.
Meira

Hjólhýsabrakið væntanlega fjarlægt af Holtavörðuheiðinni í dag

Sennilega hafa flestir þeir sem átt hafa leið yfir Holtavörðuheiði síðustu vikurnar furðað sig og jafnvel hneikslast á draslinu sem liggur við vegkantinn. Um miðjan ágúst gerði talsvert hvassviðri og splundruðust þá tvö hjólhýsi á sama kaflanum ofarlega í norðanverðri heiðinni samkvæmt upplýsingum Feykis. Brakið hefur ekki verið fjarlægt en í frétt á mbl.is í gærkvöldi var sagt frá því að Vegagerðin hyggst láta hendur standa fram úr ermum og ganga í málið í dag.
Meira

Söfnun fyrir Píeta gekk mjög vel

Tindastóll lék á laugardag tvo æfingaleiki í Síkinu á Sauðárkróki gegn Ármanni. Allt er þetta partur af því að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Bónus deildum karla og kvenna sem hefjast í kringum næstu mánaðarmót. 
Meira

Húsbrot og eldsvoði til rannsóknar á Sauðárkróki

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa farið inn í hús og bifreiðar á Sauðárkróki og valdið eldsvoða í hjólhýsi, sem stóð fyrir utan íbúðarhús. 
Meira

Fullt af frábærum námskeiðum á haustönn hjá Farskólanum

Undanfarin ár hefur Farskólinn boðið upp á allskonar skemmtileg og fræðandi námskeið bæði á vorönn og haustönn og er engin undantekning á þeirri reglu þetta haustið. Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvað yrði í boði og í tbl. 34 í Sjónhorninu voru námskeiðin kynnt. Þarna eru bæði vefnámskeið, sem hægt er að sækja heima í stofu í kósý ef fólk kýs það, og svo staðnámskeið. Staðnámskeiðin eru svo yfirleitt kennd í öllum fjórum bæjarfélögunum, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Alltaf bætist í flóruna og ætli ég geti ekki fullyrt að þau hafi aldrei verið jafn mörg og fjölbreytt og nú og gott er að taka það fram að þau eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar.
Meira

Hljóp í 33 klukkustundir

Bakgarðshlaupið í Heiðmörk var ræst sl. laugardag 20. september á slaginu klukkan níu og er hlaupinn 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Hringurinn er ræstur á heila tímanum og ræðst hvíld keppanda eftir því hvað þú ert fljótur að hlaupa hringinn.
Meira