Skagafjörður

Búið að opna fyrir skráningar á námskeiðin á Prjónagleðinni

Það styttist í Prjónagleðina sem haldin verður í Húnabyggð helgina 30. maí - 1. júní og nú er loksins búið að opna fyrir skráningar á námskeiðin sem verða í boði. Í tilkynningunni frá skipuleggjendum segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin fara að mestu leyti fram í Húnaskóla þetta árið en þó eru námskeið sem haldin eru í Kvennaskólanum og Textíl Labinu.
Meira

Beint streymi úr æðarvarpi frá Hrauni á Skaga

Það er eitt og annað sem vekur áhuga fólks fyrir framan skjáinn. Á dögunum var sagt frá því a Svíar fylgjast af áhuga með hreindýrum vaða ár á leið sinni milli svæða í Svíaríki. Gísli Einars var frumkvöðull í þessu svokallaða Slow TV og leyfði þjóðinni að fylgjast með sauðburði hjá Atla og Klöru á Syðri-Hofdölum fyrir fáeinum árum. Nú geta áhugasamir fylgst með beinu streymi úr æðarvarpi á Hrauni á Skaga.
Meira

Dimitrios dæmdur í eins leiks bann

Það voru sannarlega læti í öðrum leik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sl. sunnudag. Tveimur leikmönnum Stólanna var vikið út úr húsi, Arnari Björnssyni og Dimitrios Agravanis. Í dag ákvað aganefnd KKÍ að Dimitrios skuli sæta eins leiks banni en Arnar fékk áminningu.
Meira

SSNV til liðs við verkefnið Öruggara Norðurland vestra

Þann 9. maí síðastliðinn var haldinn þriðji fundur Öruggara Norðurlands vestra í Ljósheimum í Skagafirði. Í frétt á vef SSNV segir að fundurinn hafi verið vel sóttur og áhersla lögð á farsæld barna og ungmenna þar sem meðal annars var rætt um sameiginlega forvarnaáætlun svæðisins, FORNOR.
Meira

Stólastúlkur hefndu ófaranna í gærkvöldi

Það er skammt stórra högga á milli í Garðabænum þessa dagana. Nú voru það Stólastúlkur sem sóttu lið Stjörnunnar heim í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu. Liðin mættust fyrir skömmu í Bestu deildinni á Króknum og þá rændu Garðbæingar stigunum en í dag máttu þær þola 1-3 tap í framlengdum leik gegn skynsömu og skipulögðu liði Tindastóls sem fékk nánast öll færin í leiknum. Það má því kannski segja að Skólastúlkur hafi hefnt fyrir ófarir körfuboltastrákanna okkar í Garðabænum í gærkvöldi.
Meira

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Meira

Tindastólsliðið tuskað til í Umhyggjuhöllinni

Tindastóll heimsótti lið Stjörnunnar í Garðabæinn í kvöld en þar fór fram annar leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það varð fljótlega ljóst að Stjörnumenn voru einbeittari og ákafari og voru lengstum með yfirhöndina í leiknum. Aðeins einu stigi munaði þó í hálfleik en í síðari hálfleiknum fóru öll hjólin undan Stólarútunni. Er nokkuð ljóst að Benni þjálfari þarf að endurræsa hugbúnaðinn hjá sínum mönnum. Lokatölur 103-74 en staðan í einvíginu 1-1 og næsti leikur verður í Síkinu á miðvikudag.
Meira

Tindastólsmenn á góðu róli

Lið Sindra frá Hornafirði mætti á Krókinn í dag og lék við lið Tindastóls í 2. umferð 3. deildar karla í knattspyrnu. Bæði lið höfðu unnið leiki sína í fyrstu umferðinni sem spiluð var um síðustu helgi. Það voru Stólarnir sem kræktu í stigin þrjú sem í boði voru og unnu góðan 2-0 sigur
Meira

Eins og að smala köttum að koma Herramönnum saman

Hljómsveitin Herramenn stefnir á tónleikahald í Ljósheimum nú um miðjan maí. Hljómsveitin er skipuð nokkrum snillingum úr '69 árgangnum á Króknum, byrjaði sem skólasveitin Bad Boys, síðan Metan og loks Herramenn. Menn hafa komið og farið en kjarninn er og hefur alltaf verið þeir Árni Þór Þorbjörnsson á bassa, Birkir Guðmundsson á hljómborð, Karl Jónsson á trommur og Svavar Sigurðsson á gítar. Og punkturinn yfir i-ið er alltaf söngvarinn en þar finnum við fyrir Kristján Gíslason.
Meira

Kári Viðarsson handhafi Landstólpans 2025

Kári Viðarsson, Frystiklefanum á Rifi, er handhafi Landstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var afhentur í fjórtánda sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Breiðdalsvík 8. maí sl. en Landstólpinn er veittur árlega einstaklingum, fyrirtækjum og hópum sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum.
Meira