Skagafjörður

Ólsarar höfðu betur á Laugardalsvellinum

Tindastóll og Víkingur Ólafsvík mættust í gærkvöldi í útslitaleik Fótbolta.net bikarsins og var leikið á Laugardalsvelli. Það má kannski segja að helgin hafi verið knattspyrnufólki í Tindastóli nokkuð erfið en það fór svo að Ólsarar höfðu betur í leiknum og í dag varð það síðan ljóst að kvennalið Tindastóls fellur um deild eftir að vinir okkar í Fram unnu sinn leik gegn FHL.
Meira

Það er dásamlegt að vera komin aftur

Í Laugartúninu á Sauðárkróki er fimm manna fjölskylda búin að vera að koma sér fyrir eftir að hafa verið „að heiman“ í ein sextán ár. Inga María Baldursdóttir er flutt aftur heim og Feykir bauð hana velkomna.
Meira

Ítalskt pizzadeig og gelato | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 24 fengu áskorun frá Guðbjörgu Einarsdóttur, kennara í FNV, en það eru þau Lilja Gunnlaugsdóttir, matreiðslukennari í Árskóla, og Valur Valsson, starfsmaður HMS á brunavarnasviði. Lilja og Valur búa í Áshildarholti rétt fyrir utan Sauðárkrók og voru á þessum tíma nýkomin heim frá Ítalíu. Þau skelltu sér að sjálfsögðu á námskeið í þessari ferð þar sem þau lærðu að gera pizzu og gelato og þá er tilvalið fyrir þau að deila þeim uppskriftum með lesendum Feykis.
Meira

Hágangur fallinn

Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum er fallinn. Hann var orðinn 28 vetra sem þykir ansi hár hesta aldur. Hágangur þótti einhver einn sá mesti öðlingur í röðum stóðhesta og einhverjir sem muna eftir því að hafa sé hann sýndan á mótum af kornungum eiganda sínum. Eigandi hans var Ingunn Ingóflsdóttir frá Dýrfinnustöðum og hefur hún átt hann alla sína ævi en Ingunn fædd aldamótaárið 2000. Blaðamaður heyrði í Ingunni og tók stöðuna á henni eftir að hennar mesti og besti hestur féll en Hágangur var bara orðin gamall og betra að leyfa honum að leggjast til hinstu hvílu í stað þess að horfa uppá hann missa heilsu.
Meira

Framlenging í Síkinu í gærkvöldi

Tindastóll lagði Þór í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 118-114 eftir æsispennandi leik sem endaði í framlengingu. 
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira

Líflegar umræður á kynningarfundi Landsmóts

Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur Landsmót hestamanna á Hólum næstkomandi sumar stóð fyrir kynningarfundi í félagsheimili sínu, Tjarnarbæ, í vikunni þar sem farið var yfir skipulag mótsins og undirbúning þess. Á fundinum fór Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, yfir helstu verkefni sem snúa að undirbúningi auk þess að segja frá þeim framkvæmdum á mótssvæðinu sem farið hafa fram í sumar.
Meira

„Allir vilja spila þennan leik!“

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að karlalið Tindastóls er á leiðinni á Laugardalsvöllinn í dag til að etja kappi við lið Víkings frá Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta-punktur-net bikarsins. Andstæðingarnir eru deild ofar en lið Tindatóls en það er gömul lumma og ólseig að allt getur gerst í bikarkeppni. Hefur einhver heyrt um Grimsby? Feykir heyrði örlítið í Konna þjálfara sem er farinn að hlakka til leiksins.
Meira

Nú er það svart

Kvennalið Tindastóls fór norður á Akureyri í gær og mætti þar liði Þórs/KA í Boganum. Staða Tindastóls var þannig að það var eiginlega lífsnauðsynlegt að næla í sigur en sú varð nú ekki raunin. Lið heimastúlkna sem hefur verið í tómu tjóni frá því um mitt tímabil náði forystunni snemma leiks og lið Tindastóls náði aldrei að svara fyrir sig. Lokatölur 3-0 og útlitið svart hjá okkar liði.
Meira