Skagafjörður

Innviðaskuld ríkisstjórnarflokkanna

Það er tæplega ofsagt að sumarið sem nú er á enda er það versta til heyskapar og útiveru í manna minnum. Rigningar, rok, kuldi, úrhelli, þoka og súld munu koma upp í hugann um ókomin ár þegar þessa árs verður minnst. Bændur hafa átt í stórkostlegum vandræðum með að komast um tún til heyskapar og víða hefur spretta ekki verið næg vegna of mikillar bleytu í jarðveginum. Þá hafa ekki gefist mörg tækifæri til að njóta útiveru öðruvísi en í regngalla og stígvélum.
Meira

Spennandi málþing í Kakalaskála

Á morgun laugardaginn 31.ágúst er afar spennandi málþing í Kakalaskála, sem staðsettur er á  bænum Kringlumýri í Blönduhlíð Skagafirði. Málþingið hefst klukkan 14 og er öllum opið. 
Meira

Réttalistinn 2024

Með aðstoð frá Bændablaðinu birtum við hjá Feyki réttalistann í Skagafirði og Húnavatnssýslum 2024. Það er bara núna um helgina sem gangnamenn leggja af stað á heiðar og fyrstu réttir um aðra helgi eða 6. september. Við óskum smalamönnum haustsins góðs gengis ósk um sæmilegt veður við smalamennskuna svo ekki sé minnst á góðar heimtur af fjalli. 
Meira

Fimmtán ungir og efnilegir golfarar á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hófst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og er lokadagurinn á sunnudaginn. Keppt er á þremur völlum, á Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Sveinskoti hjá Golfklúbbnum Keili. Á ferðinni fyrir hönd GSS eru 15 ungir og efnilegir krakkar sem skipa þrjú lið í mismunandi styrkleikadeildum, tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit.
Meira

Væru ekki sauðfjárbændur ef þau væru ekki bjartsýn

Áfram tökum við stöðuna á bændum og nú eru það hjónin Ingveldur Ása og Jón Ben eru bændur á Böðvars-hólum í Húnaþingi vestra og búa þar ásamt börnum sínum þrem Margréti Rögnu, Klöru Björgu og Sigurði Pétri. Þau hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri og Ingveldur er líka þroskaþjálfi. Þau eru sauðfjárbændur og reka hundahótel og vinna þau bæði utan bús Jón við verktöku og Ingveldur vinnur í leik og grunnskólanum á Hvammstanga.
Meira

Bjarni Jóns boðar til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd vegna Siglufjarðarvegar

Siglufjarðarvegur um Almenninga hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga en veginum var lokað í nokkra daga í kjölfar mikils vatnsveðurs og skriðufalla. Komið hefur fram í fréttum að vegurinn hafi færst fram um 14 sm í regnveðrinu. Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað sérstakan fund í nefndinn nk. mánudag um alvarlegt ástand Siglufjarðarvegar og þá stórhættu sem þar hefur skapast og ennfremur stöðu undirbúnings nýrra jarðgangna.
Meira

Framtíðin björt á Syðsta-Mói

Feykir setti sig í samband við nokkra bændur og tók stöðuna á hvernig búskapurinn gengi í tíðinni og Kristófer Orri Hlynsson sem býr á Syðsta-Mói í Fljótum ásamt Söru Katrínu konunni sinni og tveimur dætrum er fyrstur til svars. Þau erum með um 300 fjár nokkrar holdakýr og hross. Samhliða búskapnum starfar Kristófer á kúabúinu Hlíðarenda í Óslandshlíð og Sara í útibúi KS Ketilási, en hún er í fæðingarorlofi þessar stundir.
Meira

Ríkisstjórnin fundaði með fulltrúum Norðurlands vestra í Gránu í gær

Sveitarfélögin Húnabyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður og Skagaströnd auk Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ræddu við ríkisstjórnina um stöðu og þróun samfélagsins á Norðurlandi vestra á fundi í gær sem haldinn var í Gránu á Sauðárkróki. Aðspurður sagði Einar Eðvald Einarsson frá Skörðugili að samtalið hafi verið jákvætt. „Eg er sannfærður um að þau fara héðan fróðari um okkar stöðu og okkar sjónarmið en þau voru áður,“ sagði Einar en nánar er rætt við hann í fréttinni.
Meira

Telur að flestir eigendur Búsældar muni taka tilboði KS

Stjórnarformaður Búsældar ehf., sem fer með eignarhlut bænda í kjötiðnaðarfyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska (KN), telur að flestir þeirra selji hlut sinn til Kaupfélags Skagfirðinga, sem í byrjun júlí gerði yfirtökutilboð í félagið. Héraðsmiðilinn Austurfrétt segir frá því að formaðurinn treysti á að skilyrði í búvörulögum tryggi að kaupin verði bæði bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira

Eimur vex til vesturs | Fréttatilkynning

Bakhjarlar Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undirrituðu í dag samkomulag um inngöngu samtakanna í Eim. Eimur hefur það meginmarkmið að bæta nýtingu auðlinda með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Nú spannar starfsvæði félagsins allt Norðurland.
Meira