Skagafjörður

Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum

Fyrir skemmstu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Þetta kemur fram á vef Mast. 
Meira

Æfingaleikir í kvöld!

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn, mfl kk í Síkinu í kvöld, leikurinn hefst eins og venjan er kl. 19:15. Miðaverð: 1000 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu Indriði verður á svæðinu frá kl 18:15 fyrir þau sem vilja aðstoð með árskort, sæti eða stæði.
Meira

Söngur úr norðri og suðri

Sunnudaginn 5. október næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Helga Rós Indriðadóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson halda stórtónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Með þeim á píanó leikur Matthildur Anna Gísladóttir. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög og dúettar úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Francesco Paolo Tosti, Franz Lehár og fleiri. Miðasala verður við innganginn og miðaverð er 4.900 kr. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00  
Meira

Hressileg veðurspá fyrir morgundaginn

Það er ansi hressilega verðurspáin fyrir morgundaginn þegar ein haustlægð gerir vart við sig, spáin á verdur.is fyrir Strandir og Norðurland vestra er svo hljóðandi - sunnan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira

„Á meðan þetta er séns munum við aldrei gefast upp!“

Viðbótarkeppnin í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld þegar Tindastólsstúlkur skjótast norður á Akureyri þar sem lið Þórs/KA bíður þeirra í Boganum. Það má eiginlega slá því föstu að lið Tindastóls þarf að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni. Andstæðingarnir eru hin þrjú liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar, Þór/KA, Fram og FHL – allt lið sem Stólastúlkur hafa sigrað í sumar þannig að það er allt mögulegt. Feykir tók púlsinn á Donna þjálfara.
Meira

Bland í poka hjá Óskari Péturs

Skagfirðingurinn og yngsti Álftagerðisbróðirinn, Óskar Pétursson, ætlar að bjóða upp á draumafernu um mánaðamótin október-nóvember. Þá stefnir látúnsbarkinn og skemmtikrafturinn á tónleikahald í Miðgarði, Hofi og Hörpu. Miðar á tónleikana eru löngu komnir í sölu, þegar er uppselt á fyrri tónleikana í Hofi og miðarnir hreinlega rjúka út.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi opnar eftir viðhald

Nú hefur sundlaugin á Hofsósi verið opnuð aftur eftir lokun v/viðgerðar og viðhalds. Eflaust margir fastagestir sem fagna þessu enda sundlaugin búin að vera lokuð síðan 8. september.
Meira

Miðasala á leikinn í Laugardalnum hafin og Skagafjöður býður í rútuferð

Það er alltaf stemmari í því að klára tímabil í sportinu á risaviðureign. Eftir töluvert basl í neðri deildum á liðnum árum er þetta þó það knattspyrnupiltarnir í liði Tindastóls fá að upplifa nú á föstudaginn þegar þeir reima á sig fótboltaskóna á föstudaginn og fá að sýna listir sínar á sjálfum þjóðarleikvangi Íslands, Laugardalsvellinum. Tilefnið er úrslitaleikur í neðrideildarbikar Fótbolta.nets.
Meira

KS vill byggja sjálfvirka bílaþvottastöð á Sauðárkróki

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 18. september síðastliðinn var tekin fyrir ósk frá Kaupfélagi Skagfirðinga um að fá úthlutað lóð við Borgarflöt 33 á Sauðárkróki. Hugðist KS koma upp á lóðinni sjálfvirkri bílaþvottastöð sem nýtast mundi fyrirtækinu og almenningi. Skipulagsnefnd samþykkti samhljóð að hafna umsókninni á þeim forsendum að umrædd lóð hafi ekki verið stofnuð né auglýst laus til úthlutunar.
Meira

Flæðar á Sauðarkróki | Tillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 41. fundi sínum þann 17. september 2025 að auglýsa tillögu á vinnslustigi fyrir „Flæðar á Sauðárkróki“ í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Vinnslutillagan er sett fram á uppdrætti nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Meira