Skagafjörður

Listakonan Gyða Jónsdóttir frá Sauðárkróki

Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.
Meira

Ísjaki á stærð við Hallgrímskirkju

Eins og komið hefur fram í fréttum eru borgarísjakar víða lónandi á sjónum undan Norð-Vesturlandi og sumir verulega myndarlegir. Landhelgisgæslan fór í könnunarflug á miðvikudaginn og sá þó nokkuð af ís. Af bar þó risa jaki sem þeir fundu norður af Hornbjargi. Af þessu segir á facebook síðu Gæslunnar:
Meira

Lukkan var ekki með Stólakonum.

Tindastóll spilaði við Víking í Bestu deild kvenna í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Er skemmst frá því að segja að Tindastóll sá aldrei til sólar utan smá kafla í byrjun seinni hálfleiks. Leikurinn endaði 1- 5 fyrir Víking. Fyrr í sumar höfðu Tindastóls konur unnið Víking 1- 4 í Víkinni.
Meira

Haustboðinn ljúfi

Haustboðinn er ekki eingöngu göngur og réttir, kornþreskingar og sláturtíð heldur er kannski aðal haustboðinn að skólarnir byrja aftur, börnin fara aftur í skólann eftir sumarfrí „árinu eldri. “ Hjá yngstu bekkjum grunnskólans er spennan í hámarki og ætli sé ekki hægt að fullyrða að unglingadeildin sé aðeins minna spennt, á þess þó að vera með alhæfingar. 
Meira

Björgunarsveitir stóðu hálendisvaktina að Fjallabaki

Tólf félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu og björgunarsveitunum Húnum úr Húnaþingi vestra, Skagfirðingasveit úr Skagafirði, Kili frá Kjalarnesi og Dalbjörgu úr Eyjafirði tóku þátt í hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar dagana 10.-17. ágúst síðastliðinn. Útköll voru fá að þessu sinni og því gafst björgunarsveitarfólki tími til að ferðast um svæði og njóta þess sem Fjallabak hefur upp á að bjóða, eins og segir á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira

Sinfó stuð í sundi

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að framundan væri skemmtilegur viðburður en það er Sinfó í sundi. Tilefnið er 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skagafjörður og Blönduós taka þátt í viðburðinum og verður tónleikunum útvarpað í sundlaugunum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Blönduósi.
Meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Fjölbreytt dagskrá hjá Fornverkaskólanum á næstu vikum

Óhætt er að segja að það verði nóg um að vera hjá Fornverkaskólanum nú síðsumars en á döfinni eru þrjú námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki og málþing um torfarfinn. Fornverkaskólinn er verkefni á vegum Byggðasafns Skagfirðinga sem hefur það að markmiði að miðla fróðleik og halda utan um námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki. 
Meira

Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands

Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst. 
Meira

Sæla á Svaðastöðum

Sveitasæla, Landbúnaðarsýning og Bændahátíð verður haldin í og við reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 – 17. Í fréttatilkynningu segir: Á meðan á sýningu stendur er dýragarðurinn opinn, básar fyrirtækja inni og sýningarsvæði úti, handverk og matur beint frá býli, veitingasala, andlitsmálning, veltibíll, tónlist og fjör. Búast má við ýmsum óvæntum uppákomum á Sveitasælunni.
Meira