Skagafjörður

SSNV óskar eftir þátttakendum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leita að áhugasömum íbúum og fulltrúum hagaðila til að skrá sig í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Markmiðið er að tryggja breiða og fjölbreytta aðkomu að stefnumótun og framgangi áætlunarinnar á komandi árum.
Meira

Tveir fjölskylduvænir réttir | Feykir mælir með...

Erum við ekki alltaf að leita að einhverju nýju til þess að hafa í matinn? Eitthvað sem stórir sem smáir borða vel af en tekur ekki langan tíma að útbúa? Þessir réttir eru báðir algerlega fullkomnir þar sem þeir sameina þetta tvennt og Feykir mælir að sjálfsögðu með að þið prufið. Báðir réttirnir koma úr smiðju gottimatinn.is.
Meira

Netanál verður saumnál

Blaðamaður Feykis fékk símtal frá Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki í vikunni og fékk að vita að stóra riddarateppið hans Kára Steindórssonar væri tilbúið. Ég hitti Kára síðast í Dagdvölinni í nóvember 2023 þegar hann hafði nýlokið við að sauma Litla Riddarateppið. Við Kári spjölluðum um lífið á sjónum og hvernig stóra netanálin breyttist í saumnál og hvernig gamli fléttusaumurinn hefur yfirtekið daga Kára þar sem hann vaknar alla daga og situr við og saumar út sem nemur eins og nokkurn veginn heilum vinnudegi.
Meira

Ólsarar höfðu betur á Laugardalsvellinum

Tindastóll og Víkingur Ólafsvík mættust í gærkvöldi í útslitaleik Fótbolta.net bikarsins og var leikið á Laugardalsvelli. Það má kannski segja að helgin hafi verið knattspyrnufólki í Tindastóli nokkuð erfið en það fór svo að Ólsarar höfðu betur í leiknum og í dag varð það síðan ljóst að kvennalið Tindastóls fellur um deild eftir að vinir okkar í Fram unnu sinn leik gegn FHL.
Meira

Það er dásamlegt að vera komin aftur

Í Laugartúninu á Sauðárkróki er fimm manna fjölskylda búin að vera að koma sér fyrir eftir að hafa verið „að heiman“ í ein sextán ár. Inga María Baldursdóttir er flutt aftur heim og Feykir bauð hana velkomna.
Meira

Ítalskt pizzadeig og gelato | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 24 fengu áskorun frá Guðbjörgu Einarsdóttur, kennara í FNV, en það eru þau Lilja Gunnlaugsdóttir, matreiðslukennari í Árskóla, og Valur Valsson, starfsmaður HMS á brunavarnasviði. Lilja og Valur búa í Áshildarholti rétt fyrir utan Sauðárkrók og voru á þessum tíma nýkomin heim frá Ítalíu. Þau skelltu sér að sjálfsögðu á námskeið í þessari ferð þar sem þau lærðu að gera pizzu og gelato og þá er tilvalið fyrir þau að deila þeim uppskriftum með lesendum Feykis.
Meira

Hágangur fallinn

Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum er fallinn. Hann var orðinn 28 vetra sem þykir ansi hár hesta aldur. Hágangur þótti einhver einn sá mesti öðlingur í röðum stóðhesta og einhverjir sem muna eftir því að hafa sé hann sýndan á mótum af kornungum eiganda sínum. Eigandi hans var Ingunn Ingóflsdóttir frá Dýrfinnustöðum og hefur hún átt hann alla sína ævi en Ingunn fædd aldamótaárið 2000. Blaðamaður heyrði í Ingunni og tók stöðuna á henni eftir að hennar mesti og besti hestur féll en Hágangur var bara orðin gamall og betra að leyfa honum að leggjast til hinstu hvílu í stað þess að horfa uppá hann missa heilsu.
Meira

Framlenging í Síkinu í gærkvöldi

Tindastóll lagði Þór í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 118-114 eftir æsispennandi leik sem endaði í framlengingu. 
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira