Skagafjörður

Opið fjós á Ytri-Hofdölum

Á Ytri-Hofdölum í Hofstaðaplássi hefur risið stór myndarlegt fjós. Húsið er 1030fm2. Legubásar eru fyrir 65 kýr og svo er aðstaða fyrir kvígu uppeldi. Einn mjaltaróbóti er á staðnum. Þórdís og Þórarinn Halldórsbörn erum bændur á bænum
Meira

Leik og sprell á Króknum

„Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-13 ára. Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella,“ segir í tilkynningu á Facebook. Námskeiðið verður í boði á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst frá kl. 9-12.
Meira

Formaðurinn skoraði í sigurleik á Króknum

Það verður ekki annað sagt en að Fótbolti.net bikarinn er hið besta uppbrot fyrir neðri deildar liðin í boltanum. Bikarkeppnir eiga það til að bjóða upp á óvænt úrslit og kannski enn frekar þegar komið er í neðri deildirnar. Í kvöld tóku Tindastólsmenn, sem eru um miðja 3. deild sem stendur, á móti einu af toppliðunum í 3. deild, Þrótti úr Vogum. Og já, Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hörkuleik og eru því komnir í átta liða úrslit.
Meira

Arkís arkitektar urðu fyrir valinu með hönnun á menningarhúsi á Króknum

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í morgun var lagt fram bréf frá matsnefnd sem fór yfir tillögur þeirra bjóðenda sem tóku þátt í útboðinu „Menningarhús í Skagafirði – Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði“ ásamt yfirliti yfir mat á tillögum bjóðenda. Tillaga matsnefndar var að á grundvelli matsins verði gengið til samninga við Arkís arkitekta ehf., sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs fyrir verðtilboð og gæðaþætti.
Meira

Það er örugglega allt þokunni að þakka

Í fréttum í vikunni var sagt frá því að varað væri við bikblæðingum um land allt. Þegar umferðarkort Vegagerðarinnar er skoðið þá lítur út fyrir, í það minnsta í dag, að engar bikblæðingar geri ökuþórum lífið leitt á Norðurlandi vestra. Eingöngu er varað við steinkasti í Blönduhlíðinni í Skagafirði en þar hefur verið unnið að því að leggja klæðingu á smá kafla á þjóðvegi 1.
Meira

Stólarnir spila í Bikarkeppninni í kvöld

16 liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum! Norð-vesturliðin verða vonandi á skotskónum.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni!

Það stefnir í óvenjulegan og áhugaverðan vetur hjá karlaliði Tindastóls í körfunni en Stólarnir hafa skráð sig til leiks í European North Basketball League (ENBL) í vetur. Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að 27 lið séu skráð til leiks í keppnina sem leika í einni deild en hvert lið leikur átta leiki, það eru því fjórir heimaleikir og fjórir útileikir sem liðið spilar á tímabilinu frá október til febrúar. Eftir það er svo úrslitakeppni.
Meira

„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Meira

Fraktsiglingar milli norðurs og suðurs í uppnámi

Eim­skip hætt­ir á næst­unni strand­sigl­ing­um til hafna á Vest­fjörðum og Norður­landi. Þetta ger­ist jafn­hliða því að starf­semi kís­il­verk­smiðju PCC á Bakka við Húsa­vík stöðvast, að minnsta kosti tíma­bundið, nú síðar í sum­ar.
Meira

Alls urðu 35 af 131 frumvarpi að lögum

Þá eru þingmenn loks komnir í sumarfrí en eftir að forseti Alþingis virkjaði kjarnorkuákvæðið sl. föstudag var samið um þinglok og var þingfundum 156. löggjafarþings því frestað í gær, þann 14. júlí. Þingið var að störfum frá 4. febrúar til 14. júlí 2026. Á síðasta degi var veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar atvinnuvegaráðherra loks samþykkt en um það hefur staðið mikill styr eins og hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni.
Meira