Skagafjörður

Stólastúlkur verða stolt Norðurlands í Bónus deild kvenna

Kvennalið Þórs frá Akureyri mun ekki taka þátt í efstu deild körfunnar næsta vetur en stjórn félagsins hefur ákveðið að draga liðið úr keppni. „Við alla vega verðum með lið í efstu deild,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann út í áætlanir Tindastóls. Það verður því þannig næsta vetur að lið Tindastóls verður eina liðið af Norðurlandi til að halda upp merki Norðlendinga í Bónus deild kvenna.
Meira

Fjórir sóttu um skólastjórastöðu Árskóla

Eins og komið hefur fram verða stjórnendaskipti í bæði Árskóla og FNV í vor. Ekki hefur verið tilkynnt hver verður skólameistari FNV, en Kristján Bjarni Halldórsson verið ráðinn skólastjóri Árskóla. Kristján hefur starfað sem áfangastjóri FNV, um árabil en færir sig nú norður fyrir Sauðána.
Meira

Aðstæður í Fljótum farnar að líkjast ástandinu í fyrra

Það ýmist rignir eða snjóar þessa fyrstu daga júnímánaðar. Fljótin verða oft illa úti þegar svona viðrar og Feykir hafði því samband við Halldór Gunnar Hálfdansson á Molastöðum í Fljótum í morgun og forvitnaðist um hvort veðrið léki Fljótamenn illa. „Þetta er orðið ansi mikið og farið að líkjast ástandinu í fyrra,“ sagði Halldór.
Meira

Veður með versta móti og gleðiganga Árskóla slegin af

Það er leiðindaveður á Norðurlandi vestra en þó sennilega sýnu verst í Skagafirði þar sem norðanáttin nær sér vel á strik og það hellirignir. Reikna má með svipuðu veðri fram eftir degi og dregur varla úr úrkomu og vindi fyrr en líða fer á miðvikudaginn. Allir vegir eru færir en snjór og krap var á heiðum í morgun sem og í Langadalnum og Hrútafirði.
Meira

Schengen er sannarlega vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrt var í grein Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, í Morgunblaðinu á dögunum að aðild Íslands að Schengen-svæðinu ætti ekki sök á því ófremdarástandi sem verið hefur viðvarandi á landamærum landsins að öðrum aðildarríkjum svæðisins. Sú fullyrðing stenzt hins vegar enga skoðun. Til að mynda er engin tilviljun að vandamálin í þeim efnum eru svo gott sem eingöngu gagnvart Schengen-svæðinu en ekki ríkjum utan þess.
Meira

Á sama tíma að ári...

Gul viðvörun tók í gildi í fjórðungnum klukkan tíu í morgun og er í gildi til fram yfir hádegi á morgun þriðjudag.
Meira

Sagan hans Kidda

Kristinn Freyr Briem Pálsson, gjarnan kallaður Kiddi, er fæddur þann 26. mars 1999 „og er undan Steinunni Valdísi Jónsdóttur og Páli Briem en ég bý einnig svo vel að hafa Sigurð Inga Ragnarsson einnig í föðurhlutverki.“ Kiddi á þrjú systkini þau Brynjar Loga, Ingu Sólveigu og Veigar Þór einnig er hann í sambandi með Kristínu Lilju Gunnarsdóttur. Kiddi er björgunarsveitarmaður og húsasmíðameistari að mennt og vinnur fyrir K-Tak á Sauðárkróki. Kristinn Freyr greindist með krabbamein í byrjun maí á síðasta ári og sléttum níu mánuðum eftir að hann hóf lyfjameðferð hefur hann fengið þær fréttir að hann er laus við meinið. Blaðamaður hafði samband við Kidda og bað hann að segja okkur söguna sína. Við gefum Kidda orðið…
Meira

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.
Meira

Nýr singull frá Andra&FarmerJohn

Mexíkrókska ofursveitin Andri&FarmerJohn hefur setn frá sér nýtt lag en höfuðpaurinn Andri Már Sigurðsson, búsettur í Mexíkó, sagði lesendum Feykis frá nýju hljómsveitinni sinni í ítarlegu viðtali síðla vetrar. Nýja lagið kallast Sleeping Pill Steve og er eins konar óður til kántrýtónlistarinnar en í textanum er fjallað um tíma Andra í San Miguel de Allende, spilandi á börum með hljómsveitinni sinni 3-4 sinnum í viku.
Meira

Þriðji tapleikurinn í röð hjá Tindastólsmönnum

Það er eitthvað bras á Tindastólsmönnum í 3. deildinni í knattspyrnu þessa dagana. Eftir fína byrjun á mótinu hafa nú tapast þrír leikir í röð en 5. umferðin var spiluð í gær. Þá héldu Stólarnir í Fífuna í Kópavogi þar sem sterkt lið Augnabliks beið þeirra. Líkt og í Mosó um daginn var fyrri hálfleikur Stólanna slæmur og það fór svo að heimamenn unnu leikinn 4-1. og skutluðu gestunum ofan í neðri hluta deildarinnar. Já og Pétur var á bekknum.
Meira