Skagafjörður

Pétur hlakkar til að sjá fulla höll af vínrauðum treyjum

Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Jú, það er úrslitaleikur í VÍS bikarnum á morgun og Stólarnir verða þar þrátt fyrir hálfgerða þrautagöngu í vetur. Mótherjarnir eru lið Keflavíkur sem hafa verið ansi sterkir upp á síðkastið og sitja í 3.-4. sæti Subway-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Feykir tók púlsinn á Pétri Rúnari Birgissyni, fyrirliða Tindastóls, og spurði hvort honum finndist Stólarnir vera að ná sér á strik eftir góðan leik gegn liði Álftaness í undanúrslitum VÍS bikarsins.
Meira

„Mjög ánægður með framför i spilamennsku liðsins“

Bestu deildar lið Tindastólskvenna hefur sýnt góða takta í Lengjubikarnum síðustu vikurnar en liðið spilaði fjóra leiki; tapaði venju samkvæmt gegn liðum Vals og Breiðabliks, gerði jafntefli við Fylki en lagði Selfoss að velli. „Síðasti leikurinn mun ekki spilast svo Lengjubikarinn er búinn í ár,“ tjáði Donni þjálfari blaðamanni Feykis þegar forvitnast var um hvenær síðasti leikurinn færi fram þar sem lið Keflavíkur átti að heimsækja Krókinn.
Meira

Mikil spenna fyrir VÍS bikarnum

Það er bikarúrslitalaugardagur framundan og það verður norðlensk sveifla í Laugardalshöllinni með dassi af keflvískum hljómagangi. Leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitunum karlamegin hefst á slaginu 16 en klukkan 19 mætir sprækt lið Þórs Akureyri sterkum Keflvíkingum kvennamegin. Það má því reikna með rífandi stemningu í Höllinni og vonandi hörkuleikjum. Fyrirpartý stuðningsmanna Tindastóls hefst á Ölveri kl. 13 og þar verður eflaust gaman.
Meira

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024 til febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.
Meira

Vonskuveður og ófærð á Norðurlandi vestra

Það verður áfram vont óveður í dag og víða á Norðurlandi vestra eru vegir ófærir eða akstursskilyrði erfið. Bæði Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokuð sem og Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði og þá er ófært fyrir Vatnsnesið og Siglufjarðarvegur er ófær frá Hofsósi en þar er stórhríð. Reikna má með vonskuveðri í allan dag, snjókomu og hvassviðri, og því skynsamlegt að bíða af sér veðrið þurfi það að skjótast milli sýslna.
Meira

Söfnunardagur Bernharðs Leós fékk frábærar viðtökur

Í gær stóðu þau heiðurshjón, Árni Björn og Ragga, á Hard Wok Café á Króknum fyrir söfnunarátaki til styrktar fjölskyldu Bernharðs Leós, ungs baráttumanns úr Hjaltadal, sem hefur mátt glíma við sjaldgæfan og erfiðan sjúkdóm. Öll sala gærdagsins á Hard Wok rann til styrktar fjölskyldunni og þegar upp var staðið höfðu selst 782 hamborgarar og safnast 1.955.000 krónur. Sannarlega frábært framtak og sömuleiðis frábærar viðtökur.
Meira

FermingarFeykir kominn út

FermingarFeykir kom út í gær og er nú á leið inn um bréfalúgur áskrifenda. Venju samkvæmt er FF stútfullur af alls konar efni tengdu fermingum og spjallað er við bæði verðandi og fyrrverandi fermingarbörn. Þá má finna í blaðinu lista yfir fermingarbörn á Norðurlandi vestra og hina ómissandi verðlaunakrossgátu sem Palli Friðriks útbjó af alkunnri snilld.
Meira

Öflugur kappi í markið hjá Stólunum

Nú í vikunni var nýr markvörður kynntur til leiks hjá 4. deidar liði Tindastóls í knattspyrnu. Það er Nikola Stoisavljevic, 26 ára gamall Serbi, 192 sm á hæð, sem skrifaði undir tveggja ára samning en hann lék með liði KFA í 2. deildinni í fyrrasumar og var þá valinn markvörður tímabilsins í deildinni.
Meira

Skagfirsk sveifla á Frjálsíþróttaþingi um síðastliðna helgi

Frjálsíþróttamenn héldu sitt 64. þing í Skagafirði um helgina sem leið. Um var talað hve heimamenn í UMSS tóku vel á móti þingfulltrúum allsstaðar að af landinu í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Þingið var sérlega starfssamt en fyrir því lágu 29 tillögur um hin ýmsu málefni frjálsíþrótta. Þar á meðal voru margar tengdar hlaupum og eflingu hlaupa, þar sem FRí fer með æðsta vald og ábyrgð.
Meira

Syngjandi sveifla í Hörpu

Þann 6. apríl næskomandi verður „Syngjandi sveifla“ í Eldborgarsal Hörpu þegar landslið tónlistarmanna stígur á svið til heiðurs Geirmundi Valtýssyni og syngur brot af því besta sem sveiflukóngur Skagafjarðar hefur samið.
Meira