Skagafjörður

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Fornverkaskólinn kennir torfhleðslu

Fornverkaskólinn hefur frá 2007 boðið upp á námskeið í gömlu byggingahandverki og hefur áherslan verið á torfhleðslu, grindarsmíði/timburviðgerðir og grjóthleðslu. Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum.
Meira

Munu Erlendur, Freyja, Hörður og Ari Þór dúkka upp?

„Glæpakviss er fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa glæpasögur og hafa eitthvað fylgst með íslenskri glæpasagnaútgáfu. Svo er auðvitað ekki verra að hafa gaman af spurningakeppni,“ segir Fríða Eyjólfsdóttir hjá Héraðsbókasafni Skagfirðinga en hún og Siva Þormóðsdóttir hyggjast spyrja þátttakendur spjörunum úr í Glæpakvissi sem fram fer í Gránu á Sauðárkróki fimmtudaginn 5. september og hefst kl. 17:00. Feykir yfirheyrði Fríðu stuttlega um málið.
Meira

Góður árangur skagfirskra pílukastara

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram um helgina og sendi Pílukastfélag Skagafjarðar fullmannað lið til keppni í karlaflokki. Leikið var bæði laugardag og sunnudag. Byrjað var á tvímenning og komust tvö af fjórum liðum upp úr riðlum, Arnar Már og Þórður Ingi duttu út í 16 liða úrslitum en Arnar Geir og Jón Oddur voru slegnir út í 8 liða úrslitum.
Meira

Vilja hefja framkvæmdir við Fljótagöng árið 2026

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til fundar í dag vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur á Siglufjarðarvegi. TIl fundarins voru boðaðir fulltrúar Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar. Niðurstaða fundarins var að markmiðið verði að gerð jarðganga undir Siglufjarðarskarð geti hafist árið 2026 og verkinu ljúki á fjórum árum.
Meira

Félagsmót Skagfirðings

Félagsmót Skagfirðings fór fram sunnudaginn 1.september þar sem keppt var í gæðingakeppni og skeiði. Á Facebooksíðu Skagfirðings voru úrslit en það voru þau Dís frá Ytra-Vallholti og Bjarni Jónasson sigruðu B-flokk, Rosi frá Berglandi 1 og Guðmar Freyr Magnússon unnu A flokkinn og Drottningabikarinn í ár fékk Eind frá Grafarkoti og knapi hennar Bjarni Jónasson en hann er veittur efstu hryssunni í A-flokki gæðinga Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir og Sprækur frá Fitjum unnu barnaflokkinn, Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann unglingaflokkinn á Hnjúk frá Saurbæ, A- og B-flokk ungmenna vann Björg Ingólfsdóttir.
Meira

Kynning á nýrri nálgun í leikskólamálum í Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Fræðslunefnd Skagafjarðar boðar ykkur á kynningarfund til að kynna niðurstöður spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og þær breytingar sem framundan eru. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 2. september kl. 17:00.
Meira

Frá Skagafjarðarveitum

Í tilkynning frá Skagafjarðarveitum til notenda austan þjóðvegar við Varmahlíð, í Hólminum og Akrahreppi. Vegna tenginga við stofnlögn verður lokað fyrir heita vatnið á þessu svæði þriðjudaginn 3. sept. frá kl. 9 og fram eftir degi.
Meira

Vel heppnaðir Nýnemadagar á Hólum

Feykir rak augun í að í síðustu viku voru Nýnemadagar hjá Háskólanum á Hólum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Hólmfríði Sveinsdóttur rektor hvernig til hefði tekist. „Nýnemadagar tókust með eindæmum vel í ár. Mætingin var mjög góð og dagskrá daganna var vel skipulögð,“ sagði hún.
Meira

Tala eingöngu um vextina

Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Raunar eru vextirnir það ekki heldur enda engan veginn birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar.
Meira