Skagafjörður

Sandra, Jón Daníel og Alda taka við Sauðá

Þegar leið á aprílmánuð fór að kvisast út að veitingastaðurinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki hefði skipt um eigendur. Ekki er langt síðan húsinu, sem oftast hefur gengið undir nafninu Gamla hlaðan, var gjörbylt og byggt við það en það opnaði sem nýr og forvitnilegur veitingastaður þann 22. júlí 2021. Nú hafa semsagt nýir eigendur tekið við keflinu en það eru reynsluboltarnir Sandra Björk Jónsdóttir, Jón Daníel Jónasson og Alda Kristinsdóttir, sem síðast ráku Gránu Bistro og þar á undan Kaffi Krók um árabil.
Meira

Fyrsti leikurinn að Hlíðarenda á laugardag

Þá er ljóst að Valsmenn verða andstæðingar Tindastóls í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og snéru einvígi sínu við Þór Þorlákshöfn við eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Meiðsli settu sannarlega strik í reikninginn hjá liðunum en Valsmenn voru án Acox til að byrja með en veikindi og meiðsli nokkurra lykilmanna Þórs urðu þeim erfið í síðustu leikjunum. Liðin spiluðu oddaleik að Hlíðarenda í gærkvöldi og Valsmenn unnu leikinn, 102-95.
Meira

„Fæddist á enda regnbogans,“ segir María Carmela Torrini sem sýnir litrík verk sín í Safnahúsi Skagfirðinga

Á setningu Sæluvikunnar sl. sunnudag var opnuð litrík myndlistarsýning hinnar ungu listakonu Maríu Carmelu Torrini. Fallegar myndir og frumlegar sem efalaust hreyfa við áhorfandanum.
Meira

Þrjár stúlkur frá júdódeild Tindastóls á Íslandsmeistaramóti JSÍ

Þann 29. apríl síðastliðinn fór fram Íslandsmeistaramót fyrir aldursflokkana 11 til 20 ára, sem haldið var hjá Ármanni í Reykjavík. Alls mættu 56 keppendur, 46 strákar og 10 stelpur, frá sjö félögum til leiks – þar af þrjár stelpur frá júdódeild Tindastóls.
Meira

Elín og Jóhannes á Torfalæk fengu Landstólpa Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Fosshótel Húsavík á dögunum, var hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, afhentur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar fyrir árið 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Allt upp á tíu og rúmlega það :: Upplifun í leikhúsi – Á svið

Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum í gær, renndu í næstu sýslu á frumsýningu Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks Á svið og urðu ekki fyrir vonbrigðum, allt upp á tíu og rúmlega það.
Meira

Úrslit Vísnasamkeppni Safnahússins á Sæluviku 2023

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 30. apríl voru úrslit í vísnasamkeppni Sæluvikunnar gerð heyrinkunnug en höfundar glímdu við að botna nokkra fyrriparta og einnig yrkja um tíðar sólalandaferðir íslendinga, skoðun Seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati. Þátttaka var mikil og góð en alls sendu 16 höfundar inn vísur, sumir botnuðu allt, aðrir sumt, og einhverjir sendu inn marga botna við sama fyrripartinn.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Hljómsveitin Herramenn rigga upp tónleikum :: „Vonumst til þess að okkar fólk mæti“

Í ár eru 35 ár síðan safnplatan Bongóblíða kom út en þar átti hin fornfræga hljómsveit af Króknum, Herramenn, fjögur lög, þau fyrstu sem þeir tóku upp og gáfu út. Bandið var ekki í slæmum félagsskap því aðrar landsþekktar hljómsveitir áttu lög á plötunni líkt og Greifarnir, Stuðkompaníið, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Jójó frá Skagaströnd.
Meira