Fjölmennum í Síkið í boði K-Taks
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.12.2024
kl. 08.36
Kvennalið Tindastóls í körfubolta hefur spilað afar vel það sem af er tímabili, spilað skemmtilegan körfubolta og sýnt það að þær gefast aldrei upp. Í kvöld, þriðjudag, hefst seinni umferðin í Bónus-deild kvenna þegar Aþenukonur koma í heimsókn. Frítt er á völlinn í boði K-Taks og því um að gera að fjölmenna á völlinn, sýna kvennaliðinu þann stuðning sem þær eiga skilið og senda skýr skilaboð um það hversu stolt við erum af þessum frábæru íþróttakonum.
Meira