Skagafjörður

Við þurfum fjölbreyttara atvinnulíf og sterkari innviði

Feykir greindi fyrr í dag frá þungum áhyggjum stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra af neikvæðri og óhagstæðri þróun í bæði íbúafjölda og fjölda ríkisstarfa í landshlutanum. Það megi ljóst vera að staða landshlutans sé grafalvarleg og að þróuninni verði að snúa við. Var framkvæmdastjóra SSNV falið að óska eftir fundi með forsvarmönnum ríkisstjórnarinnar til að ræða stöðu landshlutans. Skagfirðingurinn Einar E. Einarsson er formaður stjórnar SSNV og forseti sveitarstjótnar Skagafjarðar og hann svaraði spurningum Feykis varðandi málið.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra fá rúma 3,7 milljarða króna í jöfnunarframlög

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlanir fyrir árið 2026 um almenn jöfnunarframlög, almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla og framlög vegna sérþarfa fatlaðra barna. Í frétt Húnahornsins um málið segir að um sé að ræða fyrstu áætlun samkvæmt nýju úthlutunarlíkani sem tekur við af útgjaldajöfnunarframlagi, tekjujöfnunarframlagi og fasteignaskattsframlagi.
Meira

Sigríður Ellen Arnardóttir tekur við starfi Mannauðs- og fjármálastjóra hjá Steinull hf.

Sigríður Ellen er með B.Sc. próf í viðskiptafræði, frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með Cand. Oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og löggildingu í endurskoðun frá 2022.
Meira

Fækkun opinberra stöðugilda á Norðurlandi vestra veldur áhyggjum

Á fundi stjórnar SSNV í síðustu viku var lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun um miðjan síðasta mánuð varðandi þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefin út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024. Það vekur athygli að á meðan ríkisstörfum fjölgaði um 538 á landsvísu á árunum 2023-2024 þá fækkaði þeim á sama tíma um tíu á Norðurlandi vestra.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni á Króknum 2. október

Hin árlega kvöldopnun í Aðalgötunni á Sauðárkróki verður fimmtudaginn 2. október frá kl. 20-22. Fyrirtækin í götunni verða með opið hjá sér með skemmtilegri kvöldstemningu og er tilvalið að kíkja á röltið og hafa gaman.
Meira

Sögusmiðir létu til sín taka í Árskóla

Svakalega sögusmiðjan heimsótti Árskóla á Sauðárkróki fyrir helgina. Það voru þær Eva Rún og Blær sem sögðu frá ýmsu skemmtilegu í sambandi við sögugerð og hvernig hægt er að virkja ímyndunaraflið í gerð bæði myndar og texta.
Meira

Ríkið skerðir vísvitandi lífskjör íbúa á Norðurlandi vestra

Stjórn SSNV kom saman til fundar á Skagaströnd þriðjudaginn 23. september sl. Meðal mála á dagskrá voru breytingar á akstursplani Strætó á Norðurlandi vestra. Samkvæmt nýrri tímatöflu fækkar ferðum Strætó milli Reykjavíkur og Akureyri úr 26 ferðum í 14 eða um 54%. Ný tímatafla tekur gildi 1. janúar nk og þá verður aðeins ein ferð á dag milli þessara stærstu þéttbýliskjarna landsins. Stjórn SSNV harmar mjög þá miklu skerðingu sem verður á almenningssamgöngum í landshlutanum með þessari fækkun ferða.
Meira

Drottning stóðréttanna dró til sín fólk allsstaðar að

Laufskálaréttarhelgin hafði sama aðdráttaraflið og undanfarin ár. Mikið var um að vera víðsvegar um fjörðinn, opin hesthús á föstudeginum stórsýning í Svaðastaðahöllinni um kvöldið þar sem mikil stemning var í fólki og hestum. Talið er að það hafi verið um 600 manns sem mættu þangað og skemmtu sér fallega. Einhverjir héldu áfram fram í nóttina á Kaffi Krók þar sem Sæþór hélt uppi stuðinu eða skelltu sér fram í sveit á hótelið í Varmahlíð þar sem Logi og Gummi spiluðu fram eftir nóttu.
Meira

Sr. Margrét Rut sett í embætti og er að koma sér fyrir á Skagaströnd

Innsetningarmessa var í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis setti þa sr. Margréti Rut Valdimarsdóttur inn í embætti prests í Húnavatnsprestakalli. Margrét Rut lauk námi í vor og var vígð þann 24. ágúst sl. Hún er þriðji presturinn í Húnavatnssýslum og býr á Skagaströnd. Feykir náði smá spjalli við hana í morgun.
Meira

Fyrsti Evrópuleikurinn á morgun

Það eru ofurpeppaðir leikmenn Tindastóls - mfl. karla í körfubolta sem eiga flug seinnipartinn í sinn fyrsta leik á morgun í ENBL deildinni á móti BC Slovan Bratislava í Slóvakíu.
Meira