Skagafjörður

Tindastóll - Þróttur í dag í Bestu deild kvenna

Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Meira

„Gott silfur er gulli betra”

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í BirmensTorf í Sviss lauk á sunnudaginn 10. ágúst. Vel fór um menn og hesta þó að hitinn væri meiri en alla vega Íslendingar eru vanir en hann var 25-35 gráður allan tímann. Talið er að um það bil 10 þúsund gestir hafi mætt á mótið.
Meira

Brekkukotshraðlestin lögð af stað

Rétt í þessu var Magnús Jóhannesson að leggja í áheitaferð sína hringinn í Skagafirði. Hann fór frá Sauðárkróki kl. 8:30 og stefnir hraðbyr fram í Varmahlíð. Þaðan fer hann yfir Vötn og síðan út Blönduhlíð og svo alla leið á Hofsós. Honum fylgir fríður flokkur og eiga sjálfsagt fleiri eftir að slást í hópinn. Magnús er að safna fyrir rafmagns fjórhjóli sem er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Blaðamaður Feykis náði í skottið á Magga við Bergstaði og var hann brattur að vanda og sóttist ferðin vel. Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.
Meira

Hrafney Lea valin í æfingahóp U15 landsliðsins

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp 34 stúlkna sem mun koma saman til æfinga dagana 20. og 21. ágúst. Um er að ræða leikmenn fædda árið 2011. Tindastóll á einn fulltrúa í hópnum en það er Hrafney Lea Árnadóttir.
Meira

Afurðaverð endurspeglar ekki væntingar bænda

Í frétt á Húnahorninu er sagt frá því að bændur hafi orðið fyrir vonbrigðum með afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi sauðfjársláturtíð. „Í verðskrám Kjarnafæðis Norðlenska, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhúss KVH á Hvammstanga er vegin hækkun frá síðasta árið 1,6%, samkvæmt útreikningi Bændasamtaka Íslands. Í grein á vef Bændablaðsins segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum að verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafi verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi til framtíðar,“ segir í fréttinni.
Meira

Silla borgarar til styrktar Stólastúlkum – koma svo!

Feykir var búinn að nefna það í byrjun vikunnar að hinn margverðlaunaði Silli kokkur mætir á Krókinn í dag og selur hamborgara til styrktar kvennaliði Tindastóls í Bestu deildinni. Það kostar nokkra aura að halda úti liði í efstu deild og sannarlega stórmagnað framtak hjá Silla að standa þétt við bakið á liðinu okkar.
Meira

Frumkvöðlar á landsbyggðinni fá sviðsljósið: Startup Landið fer af stað

Hugmynd sem fæddist við eldhúsborðið gæti orðið næsta stóra fyrirtæki. En hvernig fer maður af stað? Það er spurning sem margir sem ganga með hugmynd í maganum hafa líklega spurt sig – og svarið gæti nú leynst í nýju verkefni sem fer af stað í haust: Startup Landið, viðskiptahraðall sérstaklega ætlaður frumkvöðlum utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Byggðarráð vill að ráðherra taki togveiðar á Skagafirði til skoðunar

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 23. júlí sl. að hvetja atvinnuvegaráðherra til að taka togveiðar á Skagafirði til skoðunar og opna fyrir faglega og gagnsæja umræðu um framtíðarskipulag veiða með dragnót við Íslandsstrendur, með áherslu á verndun vistkerfa og sjálfbæra nýtingu.
Meira

Hólahátíð verður helgina 16.-17. ágúst 2025

Hin árlega Hólahátíð verður um næstu helgi en nú er bryddað upp á þeirri nýbreytni að hátíðin hefst á laugardeginum með Hólahátíð barnanna. Þar verður dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 14.00. Skátafélagið Eilífsbúar sér um dagskrána og verður farið í ýmsa leiki og þrautir úti, auk skógargöngu.
Meira

Arnar setti niður átta þrista gegn Póllandi

Það styttist óðum í að Evrópumótið í körfubolta skelli á og eflaust eru einhverjir hér á svæðinu sem ætla að skella sér til Póllands. Íslenska landsliðið er á fullu í undirbúningi fyrir mótið og þar stefna menn á fyrsta sigurinn á stórmóti. Fyrir nokkrum dögum lék landsliðið æfingaleik gegn Pólverjum og tapaðist leikurinn með tveimur stigum, 92-90. Þar fór Tindastólsmaðurinn Arnar Björnsson á kostum og var stigahæstur íslensku leikmannanna. Tölfræði hans í þeim leik var til fyrirmyndar.
Meira