Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
03.09.2024
kl. 12.38
Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma.
Meira