Sandra, Jón Daníel og Alda taka við Sauðá
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
03.05.2023
kl. 10.57
Þegar leið á aprílmánuð fór að kvisast út að veitingastaðurinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki hefði skipt um eigendur. Ekki er langt síðan húsinu, sem oftast hefur gengið undir nafninu Gamla hlaðan, var gjörbylt og byggt við það en það opnaði sem nýr og forvitnilegur veitingastaður þann 22. júlí 2021. Nú hafa semsagt nýir eigendur tekið við keflinu en það eru reynsluboltarnir Sandra Björk Jónsdóttir, Jón Daníel Jónasson og Alda Kristinsdóttir, sem síðast ráku Gránu Bistro og þar á undan Kaffi Krók um árabil.
Meira