Skagafjörður

Leikflokkur Húnaþings vestra er framúrskarandi verkefni á sviði menningar 2023

Í byrjun janúar á þessu ári óskaði SSNV eftir tilnefningum í framúrskarandi verkefni á árinu 2023 á Norðurlandi vestra í tveimur flokkum. Á sviði atvinnu og nýsköpunar hlaut Kaffibrennslan Korg í Skagafirði viðurkenninguna en á sviði menningar var það Leikflokkur Húnaþings vestra sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því.
Meira

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu

Á vef SSNV segir að út sé komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Meira

Leikdagur og Bikarstóllinn er kominn út

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla á móti Álftanesi í VÍS bikarnum og ekki seinna vænna en að fara að gíra sig upp fyrir átökin því leikurinn byrjar á slaginu 17:15 í Laugardalshöllinni. Þeir sem ætla á leikinn eru vonandi farnir af stað frá Króknum en við hin sem þurfum að vinna fylgjumst með í gegnum TV-ið, ekki satt! Þeir sem geta hins vegar ekki unnið af spenningi geta gluggað í gegnum nýja BikarStólinn sem Körfuknattleiksdeildin gaf úr í morgun en þar er margt skemmtilegt eins og t.d. viðtöl við nokkra leikmenn og fólkið bak við tjöldin. Þá er Ágúst Ingi Ágústsson með smá innslag um fyrsta körfuboltaleik Tindastóls og margt margt fleira.
Meira

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?

Tindastuð 2024 verður haldið í fjórða skiptið, næstkomandi laugardag 23. mars. Hér er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Kaffibrennslan Korg í Skagafirði er framúrskarandi verkefni á sviði atvinnu og nýsköpunar árið 2023

Á vef SSNV má sjá að Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hlutu viðurkenninguna fyrir kaffibrennsluna Korg fyrir framleiðslu á kaffi. Uppbygging er hafin á kaffibrennslu á Páfastöðum 2 í Skagafirði en kaffibrennslan Korg hefur það markmið að flytja inn ferskar kaffibaunir í háum gæðum og auka þannig úrval af gæða kaffi á Íslandi, sérstaklega á Norðurlandi vestra.
Meira

Stella í Orlofi aftur á svið

Gleðifréttir fyrir þau ykkar sem misstuð af Stellu í Orlofi í uppsetningu unglingastigs Grunnskólans austan Vatna. Því miðvikudaginn 20. mars kl. 20:00 gefst ykkur tækifæri til að sjá þessa frábæru uppsetningu. 
Meira

Lulla fer í leikhús..

Síðastliðið föstudagskvöld brá ég mér í leikhús og sá uppfærslu Leikfélags Fjallabyggðar á farsanum Beint í æð eftir konung farsanna Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Gestir streymdu inn í salinn og greina mátti tilhlökkun gesta og á móti manni tók stílhrein og flott leikmynd. Eina sem mér fannst mögulega vanta upp á var að hafa smá tónlist í salnum áður en sýningin hófst.
Meira

Frábært veður fyrir Tækjamótið sl. helgi

Hið árlega Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar var haldið á laugardaginn í Skagafirði og nágrenni af sveitum á svæði 9 og 10 sem eru björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Um 260 manns voru skráðir á mótið og gríðarmagn af tækjum fylgdi þeim. Veðrið var frábært og ekki skemmdi fyrir að vel bætti í snjóinn á föstudeginum.
Meira

Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk úr húsafriðunarsjóði

Alls bárust 241 umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2024. Veittir voru styrkir til 176 verkefna. Úthlutað var 297.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,3 milljarð króna. Sautján verkefni frá Norðurlandi vestra fengu styrk og var heildarupphæðin 27.2 millj. kr. hæsti styrkurinn fór til Skagafjarðar en það var Silfrastaðakirkja (fjórar millj.) sem hefur verið í uppgerð á Sauðárkróki síðan í október 2021. Næst hæsti styrkurinn var 3 m.kr., Sýslumannshúsið við Aðalgötuna á Blönduósi og verkefnin Torfhús í Húnavatnssýslum og Fornverkaskólinn: viðhald handverkshefða fengu bæði 2,5 m.kr.
Meira

Íslenskur matur

Bændur verða að tryggja að íslensk matvæli verði betur merkt því flestir neytendur vilja velja íslenskt vegna gæða og hreinleika. Við upprunamerkingar og innihaldslýsingar innfluttra matvæla eigum við ekki að hrökkva sem fullvalda þjóð, heldur setja okkur betri löggjöf í eigin landi. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiðenda matvæla, neytenda, stjórnvalda og ekki síður verslunarinnar og innflutningsaðila, að bæta merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna þeirra, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif.
Meira