Skagafjörður

Hefur bæði spilað með Tindastól og Gimle í Bergen

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ein af íþróttagoðsögnum Skagafjarðar er (nú kemur fullyrðing án heimilda) sú eina sem bæði hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og Noregsmeistari í körfubolta sama árið. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í dag. Blaðamaður fékk ábendingu með hvaða liði Dúfa var að spila í Noregi þegar hún varð Noregsmeistari en það var einmitt lið Gimle sem væntanlegt er á Krókinn á þriðjudaginn næsta til að leika á móti mfl.karla í körfunni í Evrópukeppninni. Dúfa er því sennilega sú eina sem hefur spilað bæði með Tindastól og Gimle.
Meira

Frumsýning Óvita í kvöld

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í kvöld leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Mikill spenningur er í leikhópnum enda alltaf gaman að frumsýna eftir stífar æfingar undanfarið. 
Meira

Um fornleifarannsóknir á Höfnum á Skaga | Ásta Hermannsdóttir skrifar

Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Meira

Stólarnir með öruggan sigur á Keflvíkingum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá karlaliði Tindastóls í Bónus deildinni fór fram í gærkvöldi. Það voru Keflvíkingar sem mættu spriklandi fjörugir til leiks og voru skarpir og skírir framan af leik. Lið Tindastóls hrökk hins vegar í gírinn fyrir hálfleik og var ómótstæðilegt í síðari hálfleik. Lokatölur 101-81.
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira

Efnt til kvennaverkfalls 24. október

RÚV segir frá því að ákveðið hefur verið að efna til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þá eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan konur lögðu niður störf árið 1975 til að krefjast sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vekja athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár og staðið fyrir fjölda viðburða í ár.
Meira

Samfylkingin fengi þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi

RÚV kynnti í vikunni nýjan þjóðarpúls Gallup þar sem mælt var fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgið var meðal annars skoðað eftir kjördæmum en meginniðurstaðan er sú að Samfylking mælist með langmest fylgi bæði á landsvísu og í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum fékk Samfylking einn mann kjörinn í NV-kjördæmi en fengi þrjá nú miðað við niðurstöður þjóðarpúlsins.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Ungmennaþing SSNV fór fram á Blönduósi

Árlegt Ungmennaþing SSNV var haldið þriðjudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Ungt fólk mótar Norðurland vestra“. Fulltrúar frá öllum sjö skólum landshlutans tóku þátt í þinginu, sex grunnskólum og einum framhaldsskóla. Sagt er frá því á vef SSNV að alls voru 40 ungmenni á aldrinum 13–18 ára. Markmið dagsins var að gefa unga fólkinu rödd og tækifæri til að móta hugmyndir að aðgerðum í landshlutanum. Þau unnu í hópum og höfðu val um þrjá flokka: útivist og samgöngur, viðburðir og afþreyingarsvæði. Afrakstur vinnunnar voru tíu fjölbreyttar hugmyndir sem nú verða teknar til frekari úrvinnslu og kynntar viðeigandi aðilum.
Meira

Sigur á Stjörnustúlkum í æsispennandi leik

Það var hart barist í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Stjörnunnar. Lið Tindastóls var nokkuð laskað þar sem hvorki leikstjórnandinn Alejandra Martinez né Rannveig voru á skýrslu og því aðeins átta leikmenn til taks hjá Israel. Sem betur fer var hin spænska Marta Hermida í banastuði og gerði 49 stig í 95-92 sigri og þar á meðal fjögur síðustu stig leiksins.
Meira