Skagafjörður

Varnargarður á Skarðseyri lagaður fyrir haustið

Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróki síðastliðinn vetur þegar ítrekað flæddi yfir sjóvarnargarða á Eyrinni í þeim miklu óveðrum sem riðu yfir landið. Stefnt er að því að hækka garðana um allt að einum metra til að þeir standist vond veður og sjólag. Áætlað er að framkvæmdir á Skarðseyri sem stefnt er að í ár kosti allt að 50 milljónum króna en það eru Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að þeim.
Meira

Aðalfundur Tindastóls – Breytingar á skipun stjórnar

Vel var mætt á aðalfund Tindastóls sem haldinn var þann 18. maí sl. í Húsi frítímans. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf en bornar voru upp tillögur að lagabreytingum sem voru teknar fyrir og niðurstaða fékkst sem leiddi til þess að kosningu í stjórn aðalstjórnar Tindastóls var frestað. Stærsta breytingin er hvernig aðalstjórn skuli skipuð og kosið í hana.
Meira

Stefnt að stækkun verknámshúss FNV

Áform um fyrirhugaða stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa nú verið kynnt sveitarfélögunum á svæðinu. Samkvæmt teikningum sem lagðar hafa verið fram er um að ræða 1200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna.
Meira

Átta ný störf verða til á Sauðárkróki í átaki á sviði brunamála

Í dag var haldinn kynningarfundur í höfuðstöðvum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) við Ártorg 1 á Sauðárkróki þar sem kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á bruna- og eiturefnavörnum á Íslandi. Frá og með deginum í dag munu bætast við um átta ný stöðugildi á sviðið brunaeftirlits og brunavarna hjá HMS á Sauðárkróki.
Meira

Stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls

Fimmtudaginn 4. júní klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur rafíþróttadeildar Tindastóls þar sem rafíþróttadeildin verður formlega stofnuð og stjórn kosin.
Meira

Háskólinn á Hólum með sumarnám í viðburðastjórnun og ferðamálafræði

Sumarið 2020 býður Ferðamáladeild Háskólans á Hólum upp á sumarnám í völdum námsgreinum á sviði viðburðastjórnunar og ferðamálafræði. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld svo áhugasamir ættu að drífa sig í að skrá sig. Öll námskeiðin eru kennd í fjarnámi en staðbundnar lotur geta verið hluti námsins.
Meira

Viljayfirlýsing um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði undirrituð í dag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreifbýlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
Meira

Gleðiganga Árskóla

Hin árlega gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag í ekta íslensku vorveðri, sunnan roki og rigningu á köflum. En það var ekki að sjá á andlitum grunnskólanemanna að veðrið væri ekki eins og best væri á kosið þar sem flestir voru skælbrosandi og glaðbeittir enda um gleðigöngu að ræða.
Meira

Stytta Jóns Ósmanns skemmd eftir málningarsprey

Hún var óskemmtileg aðkoman við útsýnisstað Jóns Ósmanns við Vesturós Héraðsvatna á dögunum en búið var að skemma styttuna af Ósmann með málningarspreyi, sem erfitt getur reynst að laga án mikils tilkostnaðar.
Meira

Morgunmatur 10. bekkjar

Nú líður að skólalokum þessa einkennilega skólaárs. Í morgun mættu 10. bekkingar eldsnemma og snæddu morgunmat í skólanum með foreldrum sínum. Að honum loknum tóku þau höfðinglega á móti starfsfólki skólans er það mætti til vinnu, með lófaklappi, rauðum dregli, söng, og blómum, svo vel að fagnaðarlætin heyrðust víða um bæinn.
Meira