Skagafjörður

Hólahátíð um helgina

Pílagrímaferðir, endurútgáfufagnaður sálmabóka, helgistund, kvöldverður, morgunstund í Hóladómkirkju, hátíðarmessa þar sem biskupar Íslands þjóna og hátíðardagskrá þar sem Ásgeir Seðlabankastjóri og Kammerkórinn koma fram, eru á meðal dagskrárliða á hátíðinni í ár.
Meira

Markalaust jafntefli í botnbarráttuslag

Tindastólskonur tóku á móti Selfoss í botnbarráttuslag í Bestu deild kvenna á Sauðárkróksvelli í gær. Tindastóll hafði þar dauðafæri á að slíta sig frá neðstu liðunum í deildinni um stund en mistókst það og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Eva Rún áfram með Tindastól!

Eva Rún lék 23 leiki fyrir Tindastól í fyrstu deild kvenna á síðasta tímabili og skilaði þar að meðaltali 10.4 stigum, 14 í framlagi, 6.5 fráköstum og 5.9 stoðsendingum í leik.
Meira

Stefnt að malbikun þriggja gatna í Varmahlíð í ár

Malbikunarframkvæmdir eru hafnar í Varmahlíð en Norðurbrún hefur þegar verið malbikuð. Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra Skagafjarðar stendur einnig til að Laugavegur verði malbikaður í ár sem og lenging Birkimels í Varmahlíð að hluta. Fyrir tveimur árum féll aurskriða úr Norðurbrún og niður á Laugaveg og mildi að ekki fór verr og ýmislegt sem huga hefur þurft að á svæðinu í kjölfarið.
Meira

Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.
Meira

Tindastóll fer til Eistlands

Nú í hádeginu var dregið í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll sem var í styrkleikaflokki þrjú dróst þar í C-riðil ásamt BC Pärnu Sadam frá Eistland úr styrkleikaflokki eitt og BC Trepca frá Kósóvó úr styrkleikaflokki tvö.
Meira

Glötuð úrslít í kökuskreytingakeppni ULM 2023

„Þetta var geggjað havarí og svakalegt stuð. Aðsóknin var rosaleg en allir skemmtu sér vel og fóru glöð út með flottar kökur. Ég er rosalega stoltur af því hvað þetta tókst vel,‟ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson, sem var sérgreinarstjóri í keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.
Meira

Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira

Vel lukkuð Fljótahátíð í bongóblíðu

Fljótahátíð var haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum með viku fyrirvara eftir að flestar útihátíðum landsmanna höfðu verið blásnar af vegna Covid-19 – já, það er ekki lengra síðan! Þá tók Stefanía Gunnarsdóttir sig til, eða Steffý eins og hún er vanalega kölluð, og hóaði í sitt helsta stemningsfólk og blés til lítillar útihátíðar á sínum æskuslóðum.
Meira