Skagafjörður

Bless bless Rauður

Þessa dagana fara fram á Hólum í Haltadal tökur á sjónvarpsþáttum sem kallast „Bless bless Blesi.” Þættirnir eru framleiddir af ACT4 í samstarfi við RUV og NEW8 (New8 er sam­starf allra nor­rænu sjón­varps­stöðvanna, DR, SVT, NRK, YLE, RÚV auk ZDF í Þýskalandi, NPO í Hollandi og VRT í Belg­íu) Bless bless Blesi, fjall­ar í stuttu máli um keppnis knap­ann Auð sem mæt­ir á Lands­mót hesta­manna með stóðhest­inn Blesa. Þeir sýna snilld­ar­takta og Blesi er sig­ur­strang­leg­asta hrossið í A-flokki gæðinga fyr­ir lokaum­ferðina. En að morgni keppn­is­dags­ins finnst Blesi dauður í hest­hús­inu. Lög­regl­an í sveit­inni neit­ar að rann­saka málið enda ekki um morð að ræða þegar hest­ur er drep­inn. Auður ákveður upp á eig­in spýt­ur að rann­saka sam­fé­lag ís­lenskra keppn­is­hesta­manna í leit að hrossamorðingj­an­um.
Meira

Hlutdeildarlán verða að virka

Í samráðsgátt stjórnvalda er til kynningar áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál er varðar fyrirkomulag hlutdeildarlána. Umsagnarfrestur er til og með 08.08. 2025. Byggðaráð Skagafjarðar ályktaði um málið á fundi 23.7:
Meira

Sushi skál og páskaungakökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 11 var Hrafnhildur Eiðsdóttir en hún fékk áskorun frá vinkonu sinni, Helgu, sem var í tbl. 9. Hrafnhildur er fædd og uppalin á Grundarstígnum á Króknum, er kennari og kennir leirmótun við Menntaskólann við Sund. Hrafnhildur er gift Einari Arnarsyni kaupmanni í Hókus Pókus og eiga þau samtals sex börn og þrjú barnabörn.
Meira

Fljótahátíð 2025 um verslunarmannahelgina

Fljótahátíð verður haldin í þriðja skiptið í ár á Ketilási í Fljótunum. Reikna má með að Fljótamenn fari ekki úr sparibuxunum á meðan að hátíðin stendur. Það er sumar fagurt í Fljótum og því góð hugmynd að eyða þessari fínu helgi þar.
Meira

Lífsmottóið breytt með barneignum | Velkomin heim

Agnes Skúladóttir kann að hafa klippt hár einhverra lesenda Feykis þegar hún átti og rak hárstofuna Móðins í Aðalgötunni á Sauðárkróki. Það má því kannski segja að Agnes sé ekki að flytja heim í fyrsta skipti síðan hún flutti burt úr firðinum fagra. Agnes er dóttir þeirra Ernu Hauksdóttur og Skúla Halldórssonar og á einn bróður, hann Hauk Skúla. Agnes er nú mætt í fjörðinn með manni sínum, Þóri Rúnari Ásmundssyni, og sonum þeirra Ásmundi og Sigurði.
Meira

Ljómarallý er í fullum gangi í Skagafirði

Fyrsti bíll var ræstur frá Vélavali í Varmahlíð kl. 8:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal og tvær um Vesturdal. Birting úrslita verður við Vélaval kl. 17:00.
Meira

Sumarstarfið blómstrar á Löngumýri

Á Löngumýri neðan Varmahlíðar rekur Þjóðkirkjan kyrrðar og fræðasetur. Staðurinn er einnig leigður út fyrir fundahöld og ýmsa mannfagnaði. Vinsælt er að halda ættarmót á Löngumýri. Eldri borgarar víða af landinu hafa komið í orlofsdvöl á Löngumýri til margra ára. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn á dögunum og hitti þar að máli Gunnar Rögnvaldsson staðarhaldara og Margréti Gísladóttir fyrrum forstöðukonu og núverandi orlofsgest.
Meira

Danni Gunn á leið til Sviss

Daníel Gunnarsson á Miðsitju sem er félagi í hestamannafélaginu Skagfirðingi hefur verið valinn í íslenska landliðið í hestaíþróttum sem er á leið á heimsmeistarmótið í Sviss sem hefst 4. ágúst. Daníel mun keppa þar í skeiðgreinum með hryssuna Kló frá Einhamri. Daníel er ekki ókunnur heimsmeistaramótum því hann keppti á síðasta móti í Hollandi með hryssuna Einingu frá Einhamri þar sem þau lentu í 2.sæti í 250m. skeiði.
Meira

Bríet frábær í Gránu

Tónlistarkonan góðkunna Bríet hélt tónleika á Króknum í gærkvöldi ásamt meðspilurum sínum þeim Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari. Heimamaðurinn Atli Dagur hitaði upp.
Meira

Fjórhjól fyrir Magga

Ungmennafélagið Neisti á Hofsósi ætlar halda utan um skemmtilegan og nauðsynlegan viðburð 14. ágúst. Viðburðurinn kallast: Hjólað um Skagafjörð-Áheitasöfnun.
Meira