Skagafjörður

Nýir tímar, ferskir vindar og nóg af sól að sjálfsögðu! | Pétur Arason skrifar

Þá er sveitarfélagið Húnabyggð orðið stærra og öflugara eftir að íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu þann 22. júní í íbúakosningu að sameina sveitarfélögin. Eins og nefnt hefur verið þá býr þetta til ýmiss konar samlegðaráhrif sem koma öllum á svæðinu til góða. Það mun að sjálfsögðu taka tíma að keyra þetta saman og eins og allir vita stendur Húnabyggð út í miðri á með þá sameiningu sem tók gildi við stofnun Húnabyggðar. Það verður því í aðeins fleiri horn að líta á meðan þessi formlega sameining gengur yfir og ekki ólíklegt að það taki allt kjörtímabilið að slípa hlutina saman í stjórnsýslunni og rekstrinum hvað þessar tvær sameiningar varðar.
Meira

Það vantar enn prest í Skagafjörð

Enn hefur ekki verið ráðinn prestur í Skagafjörð í stað sr. Döllu Þórðardóttur sem lagði kragann á hilluna þann 1. desember síðastliðinn. Feykir hafði samband við nýjan prófast í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Sigríði Gunnarsdóttur, og sagði hún að ástandið mætti vera betra í prestamálum í Skagafirði en séra Bryndís Svavarsdóttir hefur þó verið ráðin fram til áramóta.
Meira

Skráning hafin á Vatnsdalshólahlaupin sem fara fram 16.-18. ágúst

Vatnsdalshólahlaupin eru hluti af dagskrá Vatnsdæluhátíðar sem fer fram helgina 16.-18. ágúst í Húnabyggð. Á þessari hátíð verða dagskrárliðir víða í Vatnsdal, Þingi og á Blönduósi en hlaup og skemmtidagskrá verður í Vatnsdalshólunum, einkum í Þórdísarlundi sem er trjálundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík og er í jaðri Vatnsdalshóla.
Meira

Fornleifauppgröftur á Höfnum á Skaga gengur vel

Vinna við fornleifauppgröft í viku þrjú á Höfnum á Skaga gekk vel en þar hafa fornleifafræðingar og starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga unnið við björgunarrannsóknir á aldagömlum minjum sem eru við það að hverfa í hafið. Í frétt á síðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að veðrið í síðustu viku hafi ekki alveg vitað hvernig það átti að vera og blés stundum hressilega. „Það stöðvaði ekki starfsfólkið við störf sín – einungis drónann við myndatökur,“ segir í fréttinni.
Meira

Húnasjóður auglýsir eftir umsóknum

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Vilt þú eignast félagsheimili í Skagafirði?

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja söluferli félagsheimilisins í Hegranesi, Ljósheima og Skagasels. Í tengslum við þá vinnu býður byggðarráð Skagafjarðar íbúum sem áhuga hafa á til samtals um fyrirhugaða sölu.
Meira

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira