Víða hálka eða snjóþekja á vegum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.10.2025
kl. 08.44
Það er töluverð norðanátt á Norðurlandi vestra þennan morguninn. Talað var um í fréttunum á RÚV að það snjóaði mikið á Norður- og Austurlandi en það á nú kannski ekki við á okkar svæði. Engu að síður eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á flestum vegum í umdæminu og þar sem margir eru enn á sumardekkjunum þá er vissara að kynna sér aðstæður áður en land er lagt undir fót og fara varlega.
Meira
