Skagafjörður

Minnstu bæjarfélögin hrópa út í tómið | Ólafur Adolfsson skrifar

„Hækkunin sem fylgir þessari skattlagningu er of mikil til að þessi minnstu fyrirtæki geti rekið sig réttum megin við núllið. Það er mat Óðins að þessi fyrirtæki, sem hafa fjölda manns í vinnu, fari að hverfa eitt af öðru um mitt næsta ár. Ríkisstjórnin reyndi í uppfærslu á frumvarpinu að koma til móts við minni útgerðir en samt sem áður er staðan svona. Þetta sýnir bara hversu hroðvirknislega þetta var unnið frá upphafi,“ segir Ólafur Adolfsson í aðsendri grein.
Meira

Iðnmenntun í uppnámi

Morgunblaðið birti þann 29.5 umfjöllun um húsnæðismál verknámsdeildar FNV. Undir fyrirsögninni: Verknámshúsið löngu sprungið. Þar er vitnað til skólaslitaræðu fráfarandi skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur:
Meira

Gleðilega hátíð sjómenn

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um komandi helgi og hófust hátíðarhöld á Skagaströnd með golfmóti á Skagastörnd í gær fimmtudag. Íbúar Skagastrandar hafa einnig verið hvattir til þess að skreyta húsin sín og verða vegleg verðlaun fyrir best skreytta húsið. Frábær dagskrá verður síðan alla helgina en hátíðin heitir því fallega og viðeigandi nafni Hetjur hafsins. Meðal þess sem í boði verður eru,  BMX brós, VÆB bræður, vatnsfótbolti, skrúðganga, skemmtun á bryggjunni, tónlistarbingó og dansleikur með hljómsveitunum Skandal og Steinliggur svo það er óhætt að segja að það verður margra daga sjómannadagsstuð á Skagaströnd alla helgina. 
Meira

Myndasyrpa frá brautskráningu FNV

Það var hinn merkilegasti brautskrárningardagur við Fjölbrautaskola Norðurlands vestra í gær eins og sagt var frá hér á Feykir.is í dag. Að venju var viðburðurinn myndaður í bak og fyrir, þrír ljósmyndarar mættir á svæðið og um 1800 myndir sem þarf að rúlla í gegnum. Hér má finna smá bragð af deginum í snefilmagni.
Meira

161 nemandi brautskráðist frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátiðlega athöfn miðvikudaginn 28. maí. Frá skólanum brautskráðust 161 nemandi af öllum brautum skólans. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari, og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari, stýrðu athöfninni. Þau sérstöku tímamót verða við skólann að loknu þessu skólaári að þrír stjórnenda skólans; Ingileif skólameistari, Keli aðstoðarskólameistari og Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, láta af störfum.
Meira

Sjómenn til hamingju! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt.
Meira

Farskólinn óskar eftir að ráða verkefnastjóra

Þau leiðu mistök urðu í auglýsingu Farskólans í Sjónhorninu sem kom út í dag að óskað var eftir að ráða skólastjóra til starfa en raunin er að Farskólinn leitast eftir að ráða verkefnastjóra. Í auglýsingunni segir að Farskólinn leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi/einstaklingum til að takast á við lifandi og fjölbreytt starf verkefnastjóra í símenntun. Náin og þétt teymisvinna starfsfólks er ríkjandi í verkefnum Farskólans. Til greina kemur að ráða í fleiri en eina stöðu og starfshlutfall og vinnutími getur verið umsemjanlegur.
Meira

Arney og Lydía hlutu viðurkenningar á Hólum

Síðastliðinn laugardag fór fram reiðsýning brautskráningarnema til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum. Tíu nemendur útskrifast frá skólanum með BS próf í reiðmennsku og reiðkennslu nú í vor. Brautskráning fer fram miðvikudaginn 6.. júní í hátíðarsal skólans.
Meira

Emma og Júlía gera gott mót í Sandefjord

Tveir keppendur frá badmintondeild Tindastóls tóku í vikunni þátt í Sandefjord Open mótinu sem fer fram í bænum Sandefjord í Noregi. Keppendur á mótinu eru 360 talsins en mótið stendur yfir í þrjá daga. Systurnar Emma Katrín og Júlía Marín tóku þátt í sex greinum, náðu í eitt gull, eitt silfur og eitt brons.
Meira

Allir með

UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Meira