Skagafjörður

Samið við Víðimelsbræður um stækkun Sauðárkrókshafnar

Á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna er sagt frá því að skrifað var undir samning í dag við Víðimelsbræður ehf um fyrsta hluta af stækkun Sauðárkrókshafnar. Nýr 310 m langur brimvarnargarður norðaustan við Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn, ásamt uppúrtekt sandfangara á um 90 m kafla og endurröðun efnis og sjóvörn annars vegar og Útgarð hins vegar.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira

Íslandi allt!

Feykir sendi rúmlega tvær spurningar á Palla Friðriks í Póllandi í morgun en leikur Frakka og Íslendinga er nú í gangi og útlit fyrir stóran – risastóran – rassskell því þegar þetta er skrifað er þriðji leikhluti að klárast og Frakkar búnir að skora um helmingi fleiri stig en strákarnir okkar. Palli er spámannlega vaxinn og fyrir leik var hann bjartsýnn á góð úrslit og átti von á að Arnar Björns sýndi takta. Palli spáði reyndar líka sigri Íslendinga gegn Slóvenum en eitthvað klikkaði þar líka. Rétt að spyrja hann út í það til að byrja með...
Meira

Söguleg vigt horfin af sínum stað

Blaðamaður hnaut um færslu á Facebook eins og sennilega fleiri þess efnis að gamla vigtin sem fylgt hefur Verslun Haraldar Júlíussonar frá upphafi er ekki lengur á sínum stað á hillunni fyrir ofan hurðina. Í Skagfirðingabók frá árinu 2016 prýðir vigtin forsíðu og um hana er sagt að Haraldur Júlíusson hafi keypt vigtina 1919 áður en hann opnaði búðina og notað fram til 1941 og í bókinni segir að vigtin sé með sínum hætti konungleg. Feykir heyrði í Guðrúnu dóttir Bjarna og systkinin höfðu þetta að segja um málið;
Meira

Vonast til að dragi til tíðinda upp úr áramótum

Feykir forvitnaðist um stöðuna á fyrirhuguðum húsnæðismálum Háskólans á Hólum á Sauðárkróki en eins og sagt hefur verið frá þá er stefnt að því að byggja upp rannsókna- og kennsluhúsnæði fyrir lagareldiskennslu við Borgarflöt 35. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum segir að nú standi yfir vinna við deiliskipulag og gera megi ráð fyrir að henni ljúki um áramótin. Þá sé mikilvægt að vinna við gerð útboðsgagna hjá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum haldi áfram þannig að ekki verði óþarfa frestun í janúar.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Dagana 30. ágúst-1. september sl. var haldið torfhleðslunámskeið á Minni-Ökrum. Í færslu á Facebook-síðu Fornverkaskólans segir að viðfangsefni námskeiðsins hafi verið að halda áfram með torfvegg sem byrjað var að hlaða upp á námskeiði fornverkaskólans í fyrra.
Meira

Bjarni og Soffía til liðs við knattspyrnudeild Tindastóls

Í tilkynningu frá barna og unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastól segir að nú hafi borist liðsauki við það frábæra fólk sem fyrir starfar við deildina en það eru þau Bjarni Stefán og Soffía Helga sem eru mætt aftur í fjörðinn og kominn til starfa.
Meira

Stefnt á að vegaframkvæmdum í Hjaltadal verði lokið fyrir mánaðamót

Um mitt sumar ákvað ríkisstjórnin að spýta í lófana varðandi vegaframkvæmdir og meðal annars lofaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að ráðist yrði í lagfæringar á veginum í Hjaltadal í Skagafirði sem var að margra mati hreinlega hættulegur. Átti framkvæmdum að vera lokið áður en Landsmót hestamanna yrði flautað á næsta sumar. Feykir spurðist í morgun fyrir um hvort einhver hreyfing væri á málum og sagði Stefán Öxndal Reynisson, vegtæknir hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki að sannarlega væri komin hreyfing á málin.
Meira

Nóg um að vera hjá Skagfirðingasveit og nýr formaður

Það var nóg um að vera hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit um helgina en helgin hófst á afmælishátið sveitarinnar sl. föstudag. Upphaflega planið var þó að halda hátíðina í vor en vegna veikinda varð lítið úr störfum afmælisnefndar og því frestaðist viðburðurinn. Daginn eftir afmælisveisluna hélt sveitin svo með veltibílinn á Sveitasæluna í reiðhöllina Svaðastaði við mjög miklar vinsældir gesta sælunnar. 
Meira