Skagafjörður

Krakkarnir á Barnabóli á Skagaströnd glaðir með nýja útieldhúsið

Í fréttaskoti sem Sveitarfélagið Skagaströnd sendi frá sér á dögunum var krúttleg frétt frá leikskólanum Barnaból á Skagaströnd. Fyrir stuttu síðan var nefnilega tekið í notkun nýtt og glæsilegt útieldhús sem hefur vakið mikla lukku hjá krökkunum. Foreldrafélag Barnabóls styrkti framkvæmdina og á það skilið miklar þakkir fyrir. Börnin hafa notið þess að leika sér í eldhúsinu í góða veðrinu sem hefur glatt Skagstrendinga síðustu misseri. Þá óskar leikskólinn eftir því að ef einhver á eldhúsáhöld sem gætu nýst í þessu fína eldhúsi fyrir krakkana þá tekur leikskólinn vel á móti slíkum búnaði. 
Meira

Kleinubakstur til að safna fyrir æfingaferð á USA CUP

Sú hefð hefur skapast hjá 3. flokki, hjá Knattspyrnudeild Tindastóls, að ferðast erlendis í æfingaferð. Þetta árið er komið að 3. flokki karla og munu drengirnir ásamt fararstjórum ferðast til Minneapolis þann 13. júlí nk. Þar munu þeir taka þátt í USA CUP sem er risastórt knattspyrnumót með u.þ.b. 16.000 keppendum. Gist er á heimavistum háskóla á svæðinu og mun þeim gefast tækifæri til að skoða sig aðeins um á meðan á mótinu stendur. Af þessu tilefni hafa þeir verið í fjáröflun frá síðasta vori, þeir hafa selt krydd, aðstoðað við flutninga, selt blóm, sett upp fyrir jólahlaðborð Rótarý og nú er komið að kleinubakstri.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Nú er vor í lofti og víða farinn að sjást aur á afvegum. Einu sinni boðaði það byrjun Sæluviku og svo verður um ókomin ár. Nú sem fyrr leitum við til ykkar vísnasmiðir um land allt og förum þess á leit að þið botnið nokkra fyrriparta. Ég efast ekki um árangurinn.
Meira

Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli

Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Kórinn var stofnaður 6. janúar árið 2000 af fámennum hópi Skagfirðinga í stofunni á Syðstu-Grund. Þeirra á meðal var Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri sem stjórnaði kórnum til ársins 2002.
Meira

Bláa boðinu frestað !

Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta bláa boðinu sem átti að vera miðvikudaginn 27. mars að Löngumýri.
Meira

Sóttu tuttugu og fimm kindur í Staðarafrétt

Farið var til eftirleita í Staðarafrétt sl. laugardag og náðust tuttugu og fimm kindur, sem voru víða af upprekstrarsvæðinu. Flestar voru kindurnar úr Hegranesi, eða níu talsins, sjö voru af Reykjaströnd, fimm úr Gönguskörðum, tvær af Langholti, eitt lamb frá Sauðárkrók og eitt úr Húnavatnssýslu.
Meira

Rokkkórinn heimsækir þrjú sveitarfélög

Nú næstu daga stendur mikið til hjá Rokkkórnum þegar hann verður með þrenna tónleika í þremur mismunandi sveitarfélögum. Fyrst verða tónleikar í Lindakirkju í Kópavogi þann 22. mars. nk., því næst verða tónleikar í Miðgarði í Skagafirði 27. mars og að lokum í Félagsheimilinu Hvammstanga 29. mars.
Meira

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Meira

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tekur við sem tímabundinn framkvæmdastjóri

Sagt var fá því í frétt fyrr í dag að Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Meira

Nýjung á heimasíðu safnsins

Fyrir þau sem hafa í hyggju að bjóða Byggðasafni Skagfirðinga grip geta nú nálgast eyðublað á heimasíðu safnsins þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um gripinn.
Meira