Skagafjörður

Ríflega 200 starfsmenn tóku þátt í Stóra sýslumannadeginum

Föstudaginn 3. október sl. stóðu sýslumenn fyrir sameiginlegum vinnudegi starfsfólks embættanna. Saga sýslumanna er löng en þetta er aðeins í annað skipti sem starfsfólk allra sýslumannsembættanna kemur saman. Vinnudagurinn fór fram á Akureyri og tóku 203 starfsmenn 9 sýslumannsembætta þátt. Megináhersla var lögð á framtíðarsýn og samvinnu milli embættanna. Fulltrúar frá Háskóla Íslands stýrðu vinnustofum þar sem fjallað var um lykilþætti farsælla breytinga, forystu og mikilvægi samvinnu í umbótastarfi.
Meira

Óvitar í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks æfir nú af krafti leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Verkið er ofboðslega skemmtilegt á margan hátt þar sem börn leika fullorðna og öfugt. Við fáum innsýn í hvernig börn líta á okkur fullorðna fólkið og sjáum hluti sem við kannski gerum okkur ekki alltaf grein fyrir. Við fáum að upplifa fallegan og góðan vinskap sem varð frekar óvænt til vegna mikilla erfiðleika. Þetta er fjörug sýning með djúpa meiningu og er svo sannarlega fyrir alla fjölskylduna,“ segir Eysteinn Ívar leikstjóri verksins. Feykir tók tal að Eysteini sem er búinn að standa í ströngu, því nú styttist í frumsýningu en hún er áætluð 10. október nk. Miðasalan er farin á fullt og um að gera að næla sér í miða, nú þegar er orðið uppselt á fyrstu tvær sýningarnar. 
Meira

Benný Sif segir frá á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, heimsækir Héraðsbókasafnið á Króknum fimmtudagskvöldið 9. október kl. 20 og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Skáldsögur Bennýjar eru örlagasögur fólks úr íslenskum veruleika, höfundur tvinnar haganlega saman sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með. Þess má geta að Benný Sif hefur einnig skrifað þrjár barnabækur.
Meira

Stólastúlkur mæta Stjörnunni í kvöld

Önnur umferðin í Bónus deild kvenna í körfubolta er komin af stað og hófst með þremur leikjum í gær þar sem Suðurnesjaliðin þrjú unnu öll sína leik. Í kvöld lýkur umferðinni með tveimur leikjum; nýliðar KR taka á móti Íslandsmeisturum Hauka og lið Tindastóls tekur á móti Stjörnunni í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Fræðsluviðburðir um sniglarækt

Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.
Meira

Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.
Meira

Aukatónleikar Jólin Heima komnir í sölu

Uppselt er orðið á kvöldtónleika Jólin Heima sem fram fara þann 6. desember í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Tónleikahaldarar hafa því dottið niður á þá snilldarhugmynd að bæta við aukatónleikum og hefjast þeir kl. 17:00 og að sjálfsögðu verður sama sjóið í boði á aukasýningunni – full keyrsla og allir í jólastuði!
Meira

IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll

Dagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.
Meira

Dregið í VÍS bikar

Dregið hefur verið í  32 liða úrslit VÍS bikars karla. Leika á dagana 19.-20. október en þegar ljóst var að Höttur tæki á móti Tindastól kom það fram að leikur skyldi fara fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.  
Meira

Hálka á heiðum

Það var nánast tími fyrir hið alíslenska föðurland í morgun, jaðraði við að það væri slydda í byggð og hiti víðast hvar rétt ofan við frostmark hér á Norðurlandi. vestra. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður svalt fram yfir hádegi en þá mjakast hitamælirinn upp á við og sólin hrekur úrkomuna burtu. Ferðalangar ættu að hafa það í huga að hálka er á fjallvegum og jafnvel éljagangur ef ekki hreinlega snjókoma.
Meira