Skagafjörður

Stólarnir ættu loksins að vera á leiðinni heim

„Við áttum flug á fimmtudagskvöld og þegar þetta er skrifað er laugardagskvöld og við í flugvél sem vonandi fer af stað,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls upp úr kl. 6 í kvöld en strákarnir urðu strandaglópar í Munchen í Þýskalandi á leið heim frá glæstum sigurleik í Bratislava í Slóvakíu en leikurinn var spilaður á miðvikudagskvöldið. Aðspurður hvað hægt var að eyða tímanum í í Munchen sagði Pétur liðið hafa tekið eina æfingu. „En annars var bara reynt að skoða aðeins hvað Munchen hefur uppá að bjóða,“ sagði fyrirliðinn.
Meira

„Í mínum augum var jafn sjálfsagt að læra að sauma föt og að elda mat“

Sigurveig Dögg, kölluð Siva er frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Ísland sárið 1998, flutti þá á Sauðárkrók og var svo heppin að finna þar lífsförunaut sem heitir Jóhann Sigmarsson. Saman eiga þau unglingspiltinn Sigmar Þorra og heimili sem inniheldur takkaskó, bómullargarn, fótbolta, lopa, fótboltabúninga, útsaumsgarn, java, körfuboltaskó, saumavél, dómarabúninga, tvinna, keppnisbúninga, efni, fótboltasokka… og var búið að segja garn?
Meira

Það sem afi minn vildi aldrei tala um | Eyþór Árnason skrifar

Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því má svara með annarri spurningu: Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.
Meira

Stoltust að vera á undan KS að eima vín úr mysu

Það er hægt að komast þannig að orði að það sé full vinna að fylgjast með Brúnastaðafjölskyldunni í Fljótum. Það er óhætt að segja að þar er nýsköpun, framkvæmdir og hugmyndaflæði aðeins meira en gengur og gerist annarsstaðar. Nýjasta afurðin frá Brúnastöðum er að líta dagsins ljós en það eru snafsar unnir úr geitamysu.
Meira

Spjall um spjöll á spjalli | Leiðari 37. tölublaðs Feykis

Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Meira

ATH breyttur leikdagur!

Til stóð að Valur tæki á móti Tindastól á Hlíðarenda á morgun en hefur leikurinn verið værður fram á mánudag. 
Meira

Góðir gestir heimsóttu Drangey SK 2

Síðastliðinn þriðjudag fengu 16 nemendur og sex kennarar leiðsögn um Drangey SK 2 í Sauðárkrókshöfn. Í frétt á vef FISK Seafood segir að hópurinn, sem samanstóð af nemendum og kennurum frá Íslandi, Tékklandi, Spáni og Póllandi, sé að vinna verkefni á vegum Erasmus+ sem fjallar um alþjóðlegar upplýsingatæknikeppnir til að efla gæði framhaldsskólamenntunar.
Meira

Ásgeir Trausti með tónleika í desember

Það er farið að styttast í aðventuna og þið vitið hvað gerist þá... jebb, jólatónleikar. Nokkuð er síðan miðar á Jólin Heima fóru í sölu og er nánast uppselt á þá. Samkvæmt upplýsingum Feykis ætla JólaHúnar að taka sér frí þessa aðventuna en í Hörpu verða jólalögin hans Geira, Í syngjand jólasveiflu, tekin í Norðurljósasalnum. Þá verður Ásgeir Trausti á ferðalagi um landið einn síns liðs og verður með tónleika í Hvammstangakirkju og Sauðárkrókskirkju um miðjan desember.
Meira

Ingibjörg Davíðs sækist eftir sæti varaformanns Miðflokksins

Landsþing Miðflokksin fer fram um aðra helgi í Reykjavík og útlit er fyrir að einhver slagur verði um sæti varaformanns flokksins en væntanlega má slá því föstu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé gulltryggður sem formaður flokksins. Í morgun barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Davíðsdóttur, oddvita Miðflokksins og fjórða þingmanns Norðvesturkjördæmis þar sem fram kemur að á hana hafi verið skorað og hún hefur í kjölfarið ákveðið að sækjast eftir embættinu.
Meira

Landsmót SAMFÉS fer fram á Blönduósi um helgina

Dagana 3.–5. október verður Landsmót Samfés haldið á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins má búast við að um 360 ungmenni frá 80 félagsmiðstöðvum leggi leið sína til Blönduóss, auk 80 starfmanna mótsins. Landsmót Samfés, sem haldið er að hausti ár hvert, var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Þetta er því í 35. sinn sem mótið er haldið og ríkir mikil eftirvænting í bænum og á meðal þátttakenda.
Meira