Skagafjörður

Hlaupið fyrir Einstök börn á morgun

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar blæs á ný til styrktarhlaups fyrir félagið Einstök börn þann 1. maí á Sauðárkróki en hlaupið hefst kl. 14:00. Veðurstofan spáir björtu veðri með dassi af norðanátt en er frekar sparsöm á hitastigin. Það stefnir því allt í upplagt hlaupaveður og engin afsökun að hanga heima.
Meira

Skemmdir á um 1500 fermetrum vallarins

Feykir.is birti í síðustu viku viðtal við Adam Smára Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, sem sagði frá talsverðu tjóni sem varð á gervigrasvellinum glæsilega á Sauðárkróki í leysingum þann 20. apríl en þá fór völlurinn undir vatn. Í gær birtist frétt á vef Skagafjarðar þar sem greint var frá því að eftir athugun í liðinni viku liggi fyrir að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum, þar af eru um 1.000 fermetrar illa farnir.
Meira

Loftslagsráðherrann og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra | Sigurjón Þórðarson skrifar

Núverandi umhverfisráðherra fer með himinskautum í endurskipulagi stofnana ráðuneytisins, þar sem rauði þráðurinn er að sjónarmið Samtaka atvinnulífsins ráði ferðinni í einu og öllu.
Meira

Karl Lúðvíks sæmdur Gullmerki UMFÍ

Það var ekki nóg með að Gunnar Þór Gestsson væri sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um liðna helgi því auk hans var íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson sæmdur Gullmerki UMFÍ. Í frétt á vef Ungmennafélags Íslands segir að Karl sé þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.
Meira

Heima í stofu í kvöld | Áskell Heiðar í spjalli

Viðburðaséníið Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem við Skagfirðingar eignum okkur þó hann sé vissulega fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra, býður okkur „Heim í stofu“ núna í Sæluviku. Hann er vissulega ekki að bjóða okkur heim í sína stofu heldur getum við keypt okkur miða á tónleika sem verða haldnir á sex mismunandi heimilum og stöðum á Sauðárkróki. Nú er þetta að bresta á því Heima í stofu er einmitt í kvöld!
Meira

Lið Tindastóls jafnaði metin með sigri liðsheildarinnar

Lið Tindastóls og Aþenu mættust í annað sinn í einvígi sínu um sæti í Subway-deildinni í Síkinu í kvöld. Lið Aþenu fór illa með haltrandi Stólastúlkur í fyrsta leik sem var aðeins spennandi fyrstu mínúturnar. Það var annað uppi á teningnum í kvöld því leikurinn var æsispennandi en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem leiddi lungann af leiknum. Gestirnir voru aðeins yfir í 20 sekúndur en voru annars í stöðugum eltingaleik við baráttuglatt lið Tindastóls. Það fór svo að taugar heimastúlkna héldu og sigur hafðist, lokatölur 67-64 og staðan í einvíginu 1-1.
Meira

Gunnari Þór afhent Gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) hélt ársþing sitt í félagsheimilinu Tjarnarbæ laugardaginn 27. apríl síðastliðinn. Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson en hann notaði tækifærið og veitti Gunnari Þór Gestssyni, formanni UMSS, Gullmerki ÍSÍ á þinginu fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta en Gunnar Þór hefur m.a. setið í fjölmörgum nefndum og starfshópum ÍSÍ.
Meira

Lokamót í Skagfirsku mótaröðinni

Á heimasíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að lokamótið í Skagfirsku mótaröðinni hafi verið  haldið á dögunum þar sem keppt var í gæðingakeppni, tölti og skeiði en hér að neðan eru úrslitin: 
Meira

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju í kvöld

Kirkjukvöld Kirkjukórs Sauðárkróks er að venju haldið mánudag í Sæluviku nánar tiltekið í kvöld 29. apríl kl. 20:00.
Meira

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira