feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
03.10.2025
kl. 16.30
Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Meira