Skagafjörður

Ásgeir Trausti með tónleika í desember

Það er farið að styttast í aðventuna og þið vitið hvað gerist þá... jebb, jólatónleikar. Nokkuð er síðan miðar á Jólin Heima fóru í sölu og er nánast uppselt á þá. Samkvæmt upplýsingum Feykis ætla JólaHúnar að taka sér frí þessa aðventuna en í Hörpu verða jólalögin hans Geira, Í syngjand jólasveiflu, tekin í Norðurljósasalnum. Þá verður Ásgeir Trausti á ferðalagi um landið einn síns liðs og verður með tónleika í Hvammstangakirkju og Sauðárkrókskirkju um miðjan desember.
Meira

Ingibjörg Davíðs sækist eftir sæti varaformanns Miðflokksins

Landsþing Miðflokksin fer fram um aðra helgi í Reykjavík og útlit er fyrir að einhver slagur verði um sæti varaformanns flokksins en væntanlega má slá því föstu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé gulltryggður sem formaður flokksins. Í morgun barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Davíðsdóttur, oddvita Miðflokksins og fjórða þingmanns Norðvesturkjördæmis þar sem fram kemur að á hana hafi verið skorað og hún hefur í kjölfarið ákveðið að sækjast eftir embættinu.
Meira

Landsmót SAMFÉS fer fram á Blönduósi um helgina

Dagana 3.–5. október verður Landsmót Samfés haldið á Blönduósi. Samkvæmt frétt Húnahornsins má búast við að um 360 ungmenni frá 80 félagsmiðstöðvum leggi leið sína til Blönduóss, auk 80 starfmanna mótsins. Landsmót Samfés, sem haldið er að hausti ár hvert, var haldið í fyrsta sinn á Blönduósi 1990 þar sem 25 aðildarfélagar Samfés komu saman. Þetta er því í 35. sinn sem mótið er haldið og ríkir mikil eftirvænting í bænum og á meðal þátttakenda.
Meira

FISK Seafood eykur hlut sinn í Iceland Seafood International

Vísir.is segir frá því að FISK Seafood hafi sl. miðvikudag keypt 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Hækkaði gengi bréfa í félaginu um fjögur prósent í kjölfar viðskiptanna.
Meira

Logi mættur enn og aftur að kenna dans í Árskóla

Það er sem betur fer ekki bara lestur, reikningur og skrift sem börnin í Árskóla á Sauðárkróki þurfa að vera með á hreinu. Í gær mætti Logi Vígþórs enn eitt árið í skólann til að hrista feimnina úr börnunum og kenna þeim að dansa.
Meira

Orka náttúrunnar í mikilli uppbyggingu hleðsluinnviða á Norðurlandi

Orka náttúrunnar hefur frá stofnun verið leiðandi í uppbyggingu á hleðsluinnviðum fyrir rafbíla. Undanfarið höfum við beint sjónum okkar sérstaklega að Norðurlandi þar sem mikil uppbygging er hafin og verður haldið áfram næstu misseri.
Meira

Ný miðstöð skagfirskrar lista- og safnastarfsemi mikilvægur áfangi fyrir Byggðasafn Skagfirðinga

Skagfirðingar eru margir hverjir spenntir fyrir nýju menningarhúsi sem mun rísa á Flæðunum á Sauðárkróki á næstu árum. Húsinu er ætlað að verða miðstöð skagfirskrar lista- og safnastarfsemi. Feykir spurði Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, hvort nýtt hús leysi allar þarfir safnanna. Verður til dæmis pláss fyrir gömlu verkstæðin í nýju menningarhúsi, en verkstæðin voru sennilega eitt aðal aðdráttaraflið í Minjahúsinu við Aðalgötu.
Meira

Magnaður sigur Tindastóls í Bratislava

„Það sem skop þennan sigur var aðallega það að allir leikmenn komu með eitthvað að borðinu sem og mér fannst við standa okkur vel í frákastabarattunni,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir sendi honum línu til Bratislava í Slóvakíu í morgun. Hann og lærisveinar hans í Tindastóli gerðu sér nefnilega lítið fyrir í gær og lögðu sterkt lið Bratislavabúa af feikilegu öryggi í fyrsta leik sínum í ENBL-deildina. Það fór svo að Slovan Bratislava gerði 56 stig en Skagfirðingarnir skiluð 80 stigum á töfluna.
Meira

Sterkur þriðji leikhluta Hauka dugði gegn Stólastúlkum

Það er auðvitað ljótt að viðurkenna það en það bara fór alveg framhjá Feykisfólki að Bónus deild kvenna fór af stað í gærkvöldi og Tindastólsstúlkur mættu sjálfum Íslandsmeisturunum í Hafnarfirði. Jafnræði var lengstum með liðunum en þriðji leikhlutinn reyndist liði Tindastóls dýrkeyptur þar sem Haukastúlkurnar tók hann 36-12. Lokatölur leiksins voru aftur á móti 99-85
Meira

Allar geggjuðu minningarnar og vináttan standa upp úr

Knattspyrnudeild Tindastóls sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því Donni þjálfari muni láta af störfum að þessu tímabili loknu sem þjálfari mfl. kvenna og einnig sem aðstoðarþjálfari. Hann hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu fjögur sumur en kvennaboltinn á Króknum er nú að ljúka fjórða sumrinu í efstu deild á síðustu fimm árum – árangur sem engan óraði fyrir nema kannski Stólastúlkur sjálfar. Um helgina varð hins vegar ljóst að liðið er fallið niður í Lengjudeildina á ný.
Meira