Skagafjörður

Karl Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Stólunum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að byggja upp fyrir næsta keppnistímabil. Nú hefur bæst við nýr maður í þjálfarateymið. Sá heitir Karl Ágúst Hannibalsson og mun verða aðstoðarþjálfari auk þess mun hann taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastól
Meira

FH-ingar bikarmeistarar utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ fór fram í blíðskaparveðri á Sauðárkróki um helgina og var nóg um að vera á vellinum. Í lok seinni dags voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.
Meira

Vorrúllur og Mango Sticky Rice | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 10 voru þau Malen Áskelsdóttir og Bjarki Bernardsson. Malen er dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars í Brekkutúninu á Króknum. Bjarki er alinn upp á Akureyri og er hálfur Hollendingur. Malen og Bjarki kynntust sem unglingar í Borgarfirði eystri en þau eiga bæði tengingu við það svæði og hafa búið þar mörg sumur.
Meira

Byggréttur og einföld ostakaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 9 var Helga Jóhanna Stefánsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Öldustígnum, úr þeim góða árgangi 1969. Helga býr í 101 Reykjavík, á einn upp kominn son og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Landakotsskóla.
Meira

Keppni í fullum gangi í Bikarkeppni FRÍ á Króknum

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hófst í gær á Sauðárkróki og heldur áfram í dag við fínar aðstæður en nú þegar líður að hádegi er glampandi sól, um 15 stiga hiti og býsna stillt á skagfirska vísu. Keppt var í 14 greinum í gær og eftir fyrri daginn er staðan þannig að lið FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig. Það væri því ekki vitlaust að mæta á völlinn og styðja okkar fólk.
Meira

Heimsmeistarinn í Byrðuhlaupi skorar á aðra hlaupara að taka þátt að ári

Byrðuhlaupið fór fram í Hjaltadal 17. júní síðastliðinn. Það var Christian Klopsch sem stóð uppi sem sigurvegar og bætti heimsmetið í leiðinni. Christian er 33 ára gamall doktorsnemi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Hann flutti 2022 til Hóla og hefur langað að taka þátt í Byrðuhlaupi síðustu ár en var aldrei heima – þar til nú. Þannig að í Byrðuhlaupinu 2025 kom Christian, sá og sigraði. Katharina Sommermeier, formaður Umf. Hjalta sem stendur fyrir hlaupinu, spjallaði við Christian fyrir Feyki.
Meira

Á ferð með Bogga

Á Hofsvöllum í Vesturdal býr Borgþór Bragi Borgarsson ásamt konu sinni Guðrúnu Björk Baldursdóttur og eiga þau 3 börn og einn uppeldisson. Þau eru öll flogin úr hreyðrinu utan eitt. Hofsvellir munu vera fremsti bær í byggð í Skagafirði. Þau búa með 300 kindur og nokkur hross en aðalstarf Bogga, en því nafni gegnir hann ágætlega, er að vera frjótæknir en það vakti áhuga blaðamanns Feykis að kynnast því starfi. Blaðamaður slóst því í för með Bogga er hann í embættiserindum átti leið í Miðhús í Blönduhlíð.
Meira

Sushi pizza og litlar franskar súkkulaðikökur | Matgæðingur Feykis

Það er Kristín Gunnarsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 8 en hún er fædd og uppalin á Króknum en býr í dag í Reykjavík. Kristín á þrjú börn og fimm barnabörn og hefur Kristín lengst af unnið sem kokkur.
Meira

Nýja laugarkarið í Sundlaug Sauðárkróks hefur verið tekið í notkun

Framkvæmdum við nýja laugarkarið í Sundlaug Sauðárkróks er að mestu lokið og það hefur verið tekið í notkun. Í samtali Feykis við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra í lok júní kom fram að stefnt væri að opnun nýja hluta sundlaugarinnar í fyrstu viku júlímánaðar og það stóð heima.
Meira

Lýðræðið í skötulíki! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Meira