Skagafjörður

Myndlistin blómstrar á Höfðaströndinni

Hesturinn, stelpan og hálendið. Svo nefnist myndlistarsýning sem núna er í gangi á Listamiðstöðinni í Bæ á Höfðaströnd.Listakonan Michelle Bird, sem kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, sýnir þar verk sín.
Meira

Súpuröltið sló rækilega í gegn á Hofsós heim

Það kom fram í viðtali vegna Hofsós heim í Feyki að gengið hefði verið frá pöntun á góðu veðri fyrir helgina. Það skilaði sér upp á tíu því veðursæld var allan tímann – aðeins hálftíma hellidemba á laugardagskvöldinu til að kæla gesti niður.
Meira

Fótboltastelpur voru í aðal hlutverki á Króknum um helgina

Stelpu hluti Króksmóts ÓB 2025 fór fram um helgina og tókst gríðar vel. Á Fb. Síðunni ÓB mót Tindastóls má finna eftirfarandi:
Meira

Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli. Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Meira

Vaskir Stólar í veseni í Vesturbænum

Tindastólsmenn léku við lið KV á KR-vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur sl. föstudagskvöld. Stólarnir voru þá ofar í töflunni en Vesturbæingarnir voru skammt undan. Jafnt var í hálfleik eftir jöfnunarmark KV á markamínútunni en næstu tvö mörk voru heimamanna og þó Stólarnir klóruðu í bakkann þá kom jöfnunarmarkið ekki. Lokatölur 3-2.
Meira

Sögusetur íslenska hestsins bætir við nýrri sýningu.

Sögusetur íslenska hestsins var opnað aftur 3 júní eftir vetrarlokun. Sögusetrið er sjálfseignarstofnun í eigu Háskólans á Hólum og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í ár er safnið 15 ára en það var opnað 2010. Fyrsti safnvörður var Arna Björg Bjarnadóttir en nú stýrir Kristín Halldórsdóttir safninu. Ný sýning var opnuð á efri hæð sama húsnæðis og hýst hefur safnið og var af því tilefni sérstök opnunarathöfn þar sem mætti margt góðra gesta.
Meira

Fín veðurspá fyrir helgina

Það ætti ekki að væsa um heimamenn og gesti sem heimsækja Skagafjörðinn þessa helgina. Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst í gær þó Sóli Hólm hafi tekið forskot á sæluna sl. fimmtudagskvöld þegar fullt var út úr dyrum á uppistandi hans í Höfðaborg. Uppselt var á seinna standið hans í gærkvöldi fyrir löngu en dagskrá Hofsósinga er stútfull af alls konar oh heldur fjörið áfram í dag. Þess má geta að í ár eru 30 ár frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. Á Króknum fer síðan af stað Króksmót ÓB á laugardagsmorgni og stendur fram á sunnudag.
Meira

Fjögur mörk og þrjú kærkomin stig í sarpinn

Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Meira

Lagfæra á Hólaveg í Hjaltadal fyrir Landsmót

Í aðsendri grein Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og oddvita Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, sem birtist á Feyki.is í morgun, segir ráðherra að komið sé að skuldadögum og hyggst gera skurk í vegaframkvæmdum víða um land. „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þriggja milljarða króna viðbótarframlag til viðhalds á vegakerfinu á þessu ári,“ Þar á meðal segir ráðherra að ráðist verði í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal.
Meira

Basile áfram með Stólunum næsta vetur

Í rilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastólst segir að Dedrick Basile hafi samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Basile var einn af burðarásum liðsins í fyrra og er endurkoma hans mikið ánægjuefni. „Ég er kominn aftur! Við eigum óklárað verkefni fyrir höndum. Let´s gooo!
Meira