Skagafjörður

Fjölmennum á Sauðárkróksvöll í kvöld!

Það er ekki laust við að nokkur spenna ríki á Norðurlandi vestra en í kvöld berjast bræður á grænu gerviengi Sauðárkróksvallar þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum úr Húnavatnssýslunni í undanúrslitum Fótboltapunkturnet-bikarsins. Vonir standa til þess að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið fallega.
Meira

Margt um manninn og góð hross í sviðsljósinu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina sem sumum þykir vera aðal helgi ársins. Feykir hafði samband við Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur hjá Flugu sem stendur fyrir árlegri Laufskálaréttarsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn fyrir réttarhald en það byrjar venju samkvæmt um klukkan 13 á laugardeginum.
Meira

Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra þetta kemur fram á vef SSNV.
Meira

Kæru gæðablóð athugið !

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 23. september nk. frá klukkan 11:00 -17:00.
Meira

Vegaframkvæmdir ársins á Norðurlandi vestra

Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast.
Meira

Stjarnan hafði betur

Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 94-110. Stólarnir löfðu undir lungann úr leiknum og hefðu þurft að girða sig í vörninni en stigahæstir fyrir Tindastól í leiknum voru þeir Taowo Badmus með 23 stig og Ivan Gavrilovic var honum næstur með 18 stig. Fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar var stigahæstur Orri Gunnarsson með 25 stig og Luka Gasic bætti við 23 stigum. 
Meira

Sverrir Hrafn lofar geggjuðum leik

Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
Meira

Varað við hálku á fjallvegum norðanlands

Bíll fór út af og valt í morgun á Öxnadalsheiði en þar er nú flughált. Ökumaðurinn var samkvæmt upplýsingum einn í bílnum og hlaut ekki alvarleg meiðsl. Það er haustbragur á veðrinu þessa dagana enda komið fram yfir miðjan september svo það kemur ekki á óvart. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að nú í morgun er varað við hálku á fjallvegum.
Meira

„Ef leikurinn tapast verður veturinn þungur og erfiður“

Það er leikur á föstudaginn. Neinei, ekki körfuboltaleikur. Það er sjaldgæfur undanúrslitaleikur og alvöru grannaslagur í Fótbolti.net bikarnum. Ef þessi leikur væri frímerki þá væru allir safnararnir óðir og uppvægir í að komast yfir hann. Við erum að tala um aðra innbyrðisviðureign Tindastóls og Kormáks/Hvatar í sögunni. Slagurinn um montréttinn á Norðurlandi vestra. Feykir tók púlsinn á varafyrirliða Kormáks/Hvatar, Sigurði Pétri Stefánssyni, og spurði meðal annars hvað hann gæti sagt okkur fallegt um lið Tindastóls...
Meira

Stjörnumenn heimsækja Síkið í kvöld

Mögulega eru ennþá einhverjir með óbragð í munninum eftir síðustu heimsókn Stjörnumanna í Síkið en það hefur aldrei skilað nokkrum einasta árangri að dvelja við það sem liðið er og í kvöld ætla Garðbæingarnir að heimsækja okkur og spila æfingaleik við meistaraflokk Tindastóls. Hefjast leikar eins og vant er 19:15 og þið þekkið þetta borgarar verða á grillinu og Indriði til aðstoðar fyrir árskortshafa.
Meira