Skagafjörður

Allir í Síkið!

Við viljum benda Skagfirðingum og öllum þeim sem halda með Tindastól á að það er leikdagur í dag. Strákarnir eiga leik á móti Keflavík kl. 19:15 en veislan byrjar að sjálfsögðu á því að mæta kl. 18:30 upp í íþróttahús og sprengja í sig eins og einum hammarra ef ekki tveim... Dressa sig upp í Tindastólsbúðinni svo maður verðir sér ekki til skammar í stúkunni þegar kameran rúllar yfir áhorfendastúkuna. Það má enginn halda að þú sért þarna til að styðja við Keflavík og þá er nú gott að vera með allavega eitt Tindastólsmerki á sér hvort sem það er á derhúfunni, bolnum, peysunni, bindinu, crocs skónum já eða á náttbuxunum...
Meira

Benni hættir með kvennalandsliðið

Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Meira

Grásleppan úr kvóta! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni.
Meira

Kjarnafæði Norðlenska og KS fengu bréf frá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar uppsagna 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent Kjarnafæði Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga bréf þar sem velt er upp hvort uppsagnirnar séu liður í samruna félaganna. Lögin sem gerðu KS kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd ólögleg í nóvember sl., og setti það söluna í uppnám, en í framhaldi af því beindi Samkeppniseftirlitið því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum.
Meira

Stækkun húsnæðis Mjólkursamlags KS auglýst

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við húsnæði Mjólkursamlags KS til vesturs. Um er að ræða töluverða útlitsbreytingu en viðbyggingin verður glerhýsi í stíl við skrifstofur og kaffistofu samlagsins.
Meira

Sorglegur seinni hálfleikur reyndist dýrkeyptur

Kvennalið Tindastóls í körfunni mátti þola þungt tap gegn botnliði Aþenu í Bónus deildinni í gærkvöldi en spilað var í Breiðholtinu. Lið Tindastóls fór ágætlega af stað í leiknum en fyrri hálfleikurinn var hnífjafn. Heimastúlkur tóku síðan völdin í upphafi síðari hálfleiks og fór svo á endanum að þær unnu leikinn, 95-70, en Stólastúlkur voru einu stigi yfir í hálfleik.
Meira

Stöndum með Blönduósi | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Það voru alvarleg tíðindi sem bárust út atvinnulífi Blönduós og nærsveita fyrir helgi þar sem Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti að ekki yrði slátrað á Blönduósi næsta haust og að 23 af 28 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp.
Meira

Björn Björnsson látinn

Björn Björns­son, fv. skóla­stjóri Barnaskólans á Sauðárkróki og Grunnskólans á Hofsósi auk þess að vera um langt árabil frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Sauðár­króki, lést aðfaranótt 4. mars, 82 ára að aldri.
Meira

Líf og fjör á öskudegi

Dagarnir sem lýsa upp skammdegið eru senn á enda. Við erum að sjálfsögðu að tala um bolludag, sprengidag og öskudag. Það verður reyndar að viðurkennast að það er til fólk sem er bara alls ekki hrifið af þessum dögum. En yngstu kynslóðirnar eru nú jafnan nokkuð sáttar við öskudaginn og hann var einmitt í dag.
Meira

Yfirlýsing Húnabyggðar í kjölfar uppsagna hjá Kjarnafæði Norðlenska

Í kjölfar þess að Kjarnafæði Norðlenska hafa ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni hjá SAH-afurðum á Blönduósi hefur sveitarstjórn Húnabyggðar sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir m.a. að ábyrgð sveitarstjórnar snúi að íbúum sveitarfélagsins og þeirra vellíðan. „...og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum [við] reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna.“
Meira