Mennta- og barnamálaráðherra hvattur til samtals um Vinaliðaverkefnið
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
30.09.2025
kl. 11.51
Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í gær var meðal annars fjallað um styrkumsókn vegna Vinaliðaverkefnisins sem Árskóli á Sauðárkróki hefur verið í fararbroddi fyrir á landinu. Fram kemur að sveitarfélagið Skagafjörður hafi rekið verkefnið frá árinu 2012 og stukku í framhaldinu fleiri skolar á vinaliðavagninn. Í Covid-faraldrinum kvarnaðist úr hópnum og er nú svo komið að verkefnið stendur ekki undir sér fjárhagslega. Sótt var um styrk til mennta- og barnamálaráðuneytisins en ráðuneytið taldi sig ekki hafa tök á því að styrkja verkefnið.
Meira
