Skagafjörður

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Þriggja rétta í boði Guðbjargar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 21 var Guðbjörg Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hún hefur verið kennari við skólann síðastliðin 20 ár. Guðbjörg hefur verið búsett á Sauðárkróki frá 1990 en hafði þó vetrarsetu í höfuðborginni nokkur ár meðan hún gekk menntaveginn í Háskóla Íslands.
Meira

Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð

Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.
Meira

Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi

Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.
Meira

Gaman að setja niður bösserþrist

Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.
Meira

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.
Meira

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra

Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins og ýmsum öðrum menningarviðburðum. Auk þess verður verkefnastjóri með umsjón með heimasíðum, komum skemmtiferðaskipa, félagsheimilum og fleira.
Meira

Leikur í Síkinu í kvöld

Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi. 
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira