Skagafjörður

Prestsbær hlaut Ófeigsbikarinn 2025

Í byrjun apríl var haldinn aðalfundur Hrossaræktarsambands Skagfirðinga í Tjarnarbæ ásamt því að hæstu kynbótahross síðasta árs voru verðlaunuð. Á fundinum kom meðal annars fram að á vegum HSS verða stóðhestarnir Adrían frá Garðshorni og Lexus frá Vatnsleysu til notkunar í Skagafirði í sumar, skagfirsk kynbótahross stóðu sig afar vel á sl. ári og Skagfirðingar standa afar vel að vígi á landsvísu.
Meira

Björgunarsveitin Grettir með slöngubátanámskeið

Björgunarsveitin Grettir á Hófsósi segir frá því á Facebook-síðunni sinni að um sl. helgi hafi sjö félagar frá þeim setið námskeið í slöngubátum og var það haldið á Hofsósi. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt námskeið, þar sem farið var yfir meðal annars hvernig á að setja báta í tog og bjarga einstaklingi upp úr sjó.
Meira

Gagnasöfnun og fýsileikagreining á hagnýtingu á hauggasi sett af stað

Bændablaðið sagði frá því að dögunum að í apríl var sett af stað verkefni við gagnasöfnun og fýsileikagreiningu vegna mögulegrar hagnýtingar á hauggasi frá urðunarstað í Stekkjarvík, norðan við Blönduós, sem er einn sá stærsti á landinu.
Meira

Opið fyrir tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Embætti forseta Íslands, mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag stjórnenda á skrifstofum fræðslumála í sveitarfélögum, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök áhugafólks um skólaþróun hafa með sér samstarf um að veita árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Verðlaunin heita Íslensku menntaverðlaunin og var Árskóli á Sauðárkróki tilnefndur í flokki A, Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, í fyrra en verðlaunin hlaut Fellaskóli í Reykjavík.   
Meira

Miklar leysingar og flóð í Héraðsvötnum

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Austari Jökulsá er komin upp fyrir fimm ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði (V433) og er enn á uppleið, nálgast 10 ára mörkin. Vatnshæð á þessum stað mælist nú um 420 cm og hefur ekki mælst svona há síðustu 2 ár.
Meira

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

Andstaða í kerfinu og þar við situr

Feykir sagði frá því í gær að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hafi tekið þá ákvörðun að Háholt kæmi ekki til greina sem neyðarvistun fyrir börn. Fram kom að mjög strangar kröfur eru til húsnæðis sem ætlað er til neyðarvistunar barna, kröfur sem húsnæðið í Háholti uppfylli ekki nema með miklum framkvæmdum. Feykir bar þetta undir Einar E. Einarsson forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

Dýrbítur í Austurdal

Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.
Meira

Gjaldfrjáls garðlönd Skagafjarðar

Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.
Meira