Skagafjörður

Ákveðið að réttast sé að auglýsa félagsheimilin til sölu

Á fundi sínum í gær samþykkti byggðarráð Skagafjarðar samhljóða að auglýsa félagsheimilið Skagasel og Félagsheimili Rípurhrepps til sölu á almennum markaði og felur sveitarstjóra að semja við Fasteignasölu Sauðárkróks um að sjá um framkvæmdina.
Meira

Blómlegt samfélag eða krónur í kassann? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Ákvörðun meirihluta byggðarráðs um sölu flestra félagsheimila í dreifðum byggðum Skagafjarðar hefur nú verið tekin með stuðningi Byggðalista eins og sjá má í fundargerð Byggðarráðs hér. Á sama tíma og stefnt er að byggingu menningarhúss á Sauðárkróki vakna margar spurningar um bæði forgangsröðun og skilning þeirra á menningu.
Meira

Söfnin á Norðurlandi vestra fengu rúmar 17 milljónir í styrki frá Safnaráði

Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengu öll styrki en það var Logi Einarsson menningarráðherra með meiru sem ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum.
Meira

Birna Guðrún og Friðrik Henrý sigruðu í partý-tvímenningi PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð í gærkvöldi fyrir alveg hreint frábæru pílumót en þá var boðið upp á partý tvímenning fyrir krakka í 3.-7. bekk á svæðinu. Mótið fór fram í húsnæði PKS og var þátttakan fín, nítján krakkar mættu til leiks. Sigurvegarar mótsins voru þau Birna Guðrún Júlíusdóttir og Friðrik Henrý Árnason og fengu að launum gullmedalíu. Í öðru sæti urðu Rakel Birta Gunnarsdóttir og Hólmar Aron Gröndal.
Meira

Gul verðurviðvörun fyrir aðfaranótt föstudags

Veðrið hefur verið með besta móti síðustu tvær vikur með örfáum undantekningum sem vart eru þess virði að ástæða sé til að minnast á. Veðurstofan hefur nú skellt gulri veðurviðvörun á Strandir og Norðurland vestra frá og með miðnætti. Í dag verður veðrið að mestu stillt og gott, hiti í kringum frostmark, en þegar líður að miðnætti eykst sunnanáttinn, fyrst vestast á svæðinu en færist síðan austur yfir þegar líður á nóttina.
Meira

Króksbíó sýnir myndina SIGURVILJI... í kvöld

Sigurvilji er íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara og verður hún sýnd í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðunni Króksbíós.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira

Skíðasvæðið í Stólnum opnað í dag

Það hefur ekki beinlínis verið snjóþungur vetur, úrkoma sem hefur fallið að mestu verið í votari kantinum, þannig að það er því gleðiefni að í dag er stefnt að opnun Skíðasvæðisins í Tindastólnum í fyrsta sinn í vetur. Skíðavinir þurfa þó að hafa hraðar hendur við að grafa upp skíðin og skóna því það verður opið á milli kl. 16:30 - 19:00 í dag og einnig á morgun, fimmtudag.
Meira

Jón Gnarr vill skoða þann möguleika að opna Háholt að nýju

Árið 2017 var tekin ákvörðun af Barnaverndarstofu að loka meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði án samráðs við Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Breyttar meðferðaráherslur voru sagðar helsta ástæðan og að færa ætti starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Húsið var fyrir skemmstu auglýst til sölu og Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sem situr í velferðarnefnd Alþingis vakti athygli á því að nú væri búið að auglýsa Háholt til sölu sem áður var meðferðarheimili fyrir börn. Jón segir í pistli sínum að hann hafi fyrst og fremst boðið sig fram til Alþingis til að vinna að málefnum barna í vanda sem honum finnst vera málaflokkur sem hafi gleymst.
Meira

Töltmeistarinn Jói Skúla gjaldgengur í danska landsliðið

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum að Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búið hefur í Danmörku í áratugi, sé nú orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og stefnir á þátttöku fyrir hönd Dana á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Birmens Torf í Sviss snemma í ágúst á þessu ári. Jóhann telst vera einn sigursælasti knapi samtímans og hefur m.a. sjö sinnum orðið heimsmeistari í tölti á fimm mismunandi hestum.
Meira