Skagafjörður

Framlenging í Síkinu í gærkvöldi

Tindastóll lagði Þór í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 118-114 eftir æsispennandi leik sem endaði í framlengingu. 
Meira

Gullhúðuð aðgengismál? | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 17. september síðastliðinn óskaði fulltrúi VG og óháðra eftir upplýsingum um störf ráðgefandi hóps um aðgengismál hjá sveitarfélaginu, sjá hér. Í svari byggðarráðs kom fram að sá hópur hafi ekki fundað frá því í október í fyrra. Meirihluti bókaði þó sérstaklega um það að aðgengismál væru í góðu lagi og tóku fram í bókun sinni að Öryrkjabandalag Íslands hefði tekið út sundlaugina á Sauðárkróki í sumar og hefði sú niðurstaða verið “glæsileg, aðgengismálum í hag”. Staðreyndin er hins vegar sú að Öryrkjabandalagið hefur enga úttekt gert á sundlaug Sauðárkróks.
Meira

Fór Ísland nokkuð á hliðina? | Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir rúmum þremur árum tók varanlegur víðtækur fríverzlunarsamningur gildi á milli Íslands og Bretlands í kjölfar þess að Bretar sögðu skilið við Evrópusambandið. Fyrst í stað til bráðabirgða og síðan endanlega frá 1. febrúar 2023 en áður hafði bráðabirgðasamningur verið í gildi frá árinu 2021. Þar með hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar á eftir Bandaríkjunum, að grundvallast á EES-samningnum.
Meira

Líflegar umræður á kynningarfundi Landsmóts

Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur Landsmót hestamanna á Hólum næstkomandi sumar stóð fyrir kynningarfundi í félagsheimili sínu, Tjarnarbæ, í vikunni þar sem farið var yfir skipulag mótsins og undirbúning þess. Á fundinum fór Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins, yfir helstu verkefni sem snúa að undirbúningi auk þess að segja frá þeim framkvæmdum á mótssvæðinu sem farið hafa fram í sumar.
Meira

„Allir vilja spila þennan leik!“

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að karlalið Tindastóls er á leiðinni á Laugardalsvöllinn í dag til að etja kappi við lið Víkings frá Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta-punktur-net bikarsins. Andstæðingarnir eru deild ofar en lið Tindatóls en það er gömul lumma og ólseig að allt getur gerst í bikarkeppni. Hefur einhver heyrt um Grimsby? Feykir heyrði örlítið í Konna þjálfara sem er farinn að hlakka til leiksins.
Meira

Nú er það svart

Kvennalið Tindastóls fór norður á Akureyri í gær og mætti þar liði Þórs/KA í Boganum. Staða Tindastóls var þannig að það var eiginlega lífsnauðsynlegt að næla í sigur en sú varð nú ekki raunin. Lið heimastúlkna sem hefur verið í tómu tjóni frá því um mitt tímabil náði forystunni snemma leiks og lið Tindastóls náði aldrei að svara fyrir sig. Lokatölur 3-0 og útlitið svart hjá okkar liði.
Meira

„Vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni á föstudaginn“

Feykir hitar upp fyrir úrslitaleikinn stóra annað kvöld með því heyra hljóðið í Jónasi Aroni Ólafssyni sem á að baki rúmlega 230 leiki fyrir Tindastól. Hann er sonur Óla Óla og Anítu Jónasar og hefur einungis spilað fyrir Tindastól á sínum ferli. Nú eru einmitt tíu ár síðan hann spilaði fyrstu leikina fyrir mfl. Tindastóls í 2. deild sumarið 2015.
Meira

Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum

Fyrir skemmstu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Þetta kemur fram á vef Mast. 
Meira

Æfingaleikir í kvöld!

Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn, mfl kk í Síkinu í kvöld, leikurinn hefst eins og venjan er kl. 19:15. Miðaverð: 1000 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu Indriði verður á svæðinu frá kl 18:15 fyrir þau sem vilja aðstoð með árskort, sæti eða stæði.
Meira

Söngur úr norðri og suðri

Sunnudaginn 5. október næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Helga Rós Indriðadóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson halda stórtónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Með þeim á píanó leikur Matthildur Anna Gísladóttir. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög og dúettar úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Francesco Paolo Tosti, Franz Lehár og fleiri. Miðasala verður við innganginn og miðaverð er 4.900 kr. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00  
Meira