Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
29.10.2025
kl. 09.24 oli@feykir.is
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
29.10.2025
kl. 08.36 oli@feykir.is
Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
28.10.2025
kl. 08.36 oli@feykir.is
Tindastólsmenn spiluðu í gærkvöldi við lið Hattar á Egilsstöðum í fyrstu umferð VÍS bikarsins. Úr varð mikil stigaveisla en Tindastólsmenn tóku völdin í síðari hálfleik eftir að Hattarmenn höfðu gefið þeim góðan leik í fyrri hálfleik. Lokatölur 97-125 og Stólarnir komnir áfram í aðra umferð bikarsins.
Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Briet leigufélag og Flúðabakki ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning um kaup Bríetar á 6 íbúðum við Flúðabakka 5 af Flúðabakka ehf. Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar segir kaupin vera hluta af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar og falli að markmiðum Bríetar að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu þar sem þörf er á því á landsbyggðinni.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.