Skagafjörður

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira

„Vildi alltaf vera meira með pabba úti að stússast í kringum kindurnar“

Henný Rósa Aðalsteinsdóttir býr á Blönduósi með sambýlismanni og þrem köttum. Henný á tvo drengi sem búa í Keflavík með pabba sínum. Henný er fædd og uppalin á Jökuldal fyrir austan og var í skóla í Skjöldólfsstaðaskóla. Henný vinnur við félagsstarf aldraðra og öryrkja og fer í einstaka heimsóknir fyrir félagsþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun hjá fólki.
Meira

Björgunarsveitarfólk af Norðurlandi æfði sig á Sjávarborg

Laugardaginn 15. febrúar kom björgunarsveitarfólk saman á Sjávarborg í Skagafirði en þar var haldið námskeið sem kallast Fjallamennska 1 og var kennt af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æft var sig en þeir tólf þátttakendur sem voru á námskeiðinu voru félagar í Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og tveir frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi.
Meira

Digur- og látúnsbarkar | Leiðari 8. tbl. Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Donald John Trump hefur að nýju tekið við völdum í Bandaríkjunum enda virðist það vera eitt helsta markmið hans að allir, hvort sem það eru nú andstæðingar hans í Demókrataflokknum, stríðshrjáðir Úkraínumenn, allir þeir sem ekki telja sig karl eða konu að ógleymd-um Grænlendingum, viti að það er kominn nýr sópur í Hvíta húsið og hann gerir það sem honum dettur í hug – sama hversu fjarstæðukennt, ólýðræðislegt og grunnhyggið það er.
Meira

Skattaskil til 14. mars

Á vefnum skatturinn.is segir að opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.
Meira

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni | Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar

Dagur einstakra barna minnir okkur á mikilvægi þess að skapa jöfn tækifæri fyrir öll börn, óháð búsetu. Málefnið er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á sjálf einstaka stelpu sem hefur kennt mér ómetanlega mikið og gefið mér tækifæri til að sjá lífið frá nýju sjónarhorni.
Meira

Ísponica hlaut styrk úr Uppsprettunni

Um miðjan febrúar hlaut Ísponica, lóðrétt grænmetisræktun á Hofsósi, styrk úr Uppsprettunni sem er nýsköpunarsjóður Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu og leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Barnamenningarsjóð Íslands

Barnameningarsjóður Íslands er fyrir listafólk, félagasamtök og aðra lögaðila sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru með virkri þátttöku barna og/eða fyrir börn. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 4. apríl 2025.
Meira

Fimm boltaleikir á þremur dögum

Boltaíþróttafólk á Norðurlandi vestra stendur í stórræðum þessa helgi en meistaraflokkar liðanna spila fimm leiki og erum við þá að tala um fótbolta og körfubolta. Karlalið Tindastóls, sem trónir á toppi Bónus deildar karla í körfunni, hefur veisluna á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður væntanlega gerð góð skil á Stöð2Sport.
Meira

Framíköll leyfð á ljóðalestri Eyþórs á Löngumýri

Sunnudaginn 9. mars kl. 16.00 ætlar Eyþór Árnason frá Uppsölum að lesa úr ljóðabókum sínum á Löngumýri. Ljóðabækur Eyþórs eru orðnar sjö og kom sú síðasta, Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur, út í fyrra.
Meira