Skagafjörður

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins er einn fjórði Húnvetningur

Sjálfstæðismenn halda nú sinn 45. landsfund í Laugardalshöllinni í Reykjavík og þar lauk í hádeginu formannskjöri flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en hún hafði betur í hnífjafnri kosningu gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins munaði 19 atkvæðum á þeim stöllum en alls skiluðu 1.858 manns atkvæðaseðli í kosningunni.
Meira

Ekkert ferðaveður í kortunum

Það gengur á með éljum á Norðurlandi vestra og veðurspáin gerir ráð fyrir vetrarveðri með snjókomu og stífum vindi næstu tvo sólarhringana eða svo. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra frá kl. 23 í kvöld sem stendur til kl. 6 í fyrramálið en þá tekur við gul viðvörun eitthvað fram eftir morgni. Holtavörðuheiði er lokuð sem stendur og óvíst hvenær hún verður opnuð aftur..
Meira

Heimsóknin til Fjallbacka fór algjörlega forgörðum

Jóhanna Sveinbjörg B. Traustadóttir svarar Bók-haldinu í Feyki. Hún er fædd á Höfðaströndinni og býr á Hofsósi, er af hinum margrómaða 1976 árgangi, gift í áratugi, á fjögur börn, tvær tengdadætur og rúmlega þrjú barnabörn. Jóhanna er í dag leikskólastjóri í Tröllaborg á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal og á alls konar nám að baki. Hún segist ætla að haldast í námi, bíður spennt eftir nöfnum á tveimur nýjustu ömmubörnunum, halda aftur af sér að fara í óteljandi utanlandsferðir, verða betri í kínaskák, draga úr dómhörku og eitt og annað þegar hún er spurð hvað sé í deiglunni.
Meira

Króksbíó sýnir myndina ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP í dag

ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP verður sýnd í dag, sunnudaginn 2. mars, í Króksbíói kl. 15:00 með Íslensku tali. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Meira

Lið Hamars/Þórs var sterkara í spennuleik í Þorlákshöfn

Hefðbundinni deildarkeppni í Bónus deild kvenna lauk fyrir viku og nú er hafin einföld umferð neðstu fimm liðanna annars vegar og efstu fimm hins vegar. Lið Tindastóls hafnaði í sjötta sæti og spilaði í gær sinn fyrsta leik í þessari leikjarunu. Þær heimsóttu lið Hamars/Þórs sem var að spila annan leik sinn en þær sunnlensku töpuðu á undraverðan hátt fyrir liði Aþenu. Heimalstúlkur leiddu mestanpart gegn liði Tindastóls sem voru þó ekki langt frá því að næla í sigur en heimastúlkurnar höfðu betur á endanum. Lokatölur 77-72.
Meira

Benni með þrennu þegar KF kom í heimsókn

Feykir verður að gangast við því að hafa verið alveg í ruglinu með skröltið á leiktíma Tindastóls og KF í Lengjubikarnum. Sagt var frá því að leikurinn yrði kl. 19 í kvöld en ekki er annað að sjá en að hann hafi farið fram í gærkvöldi. Hvernig sem það nú er þá er ljóst að Stólarnir voru í stuði og fóru illa með gesti sína úr Fjallabyggð. Lokatölur 5-0 og strákarnir því fyrstir liðanna á Norðurlandi vestra til að næla í sigur í Lengjubikar ársins.
Meira

Höskuldur með lægsta númerið hjá lögreglunni

Í dag, 1. mars 2025, verða þau merku tímamót að Blönduósingurinn Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, er sá lögreglumaður á Íslandi sem er með lægsta lögreglunúmerið en hann er númer 8203. Sagt er frá þessu á Facebook-síður LNV.
Meira

Pálína lifir drauminn í norskri sveit

Síðast stökk Dagur í lífi brottfluttra með lesendur vestur um haf þar sem Krista Sól Nielsen sagði okkur frá lífinu í bandarískum háskóla. Nú þeytumst við til baka yfir Atlantsála, lendum mjúklega á Gardemoen í nágrenni Osló og í tíu mínútna fjarlægð búa Pálína Ósk Hraundal og Ísak Sigurjón Einarsson í Nannestad – yndislegri norskri sveit.
Meira

Skráðu sig seint inn og of snemma út

Það er næsta víst að úrslitakeppnin í körfunni verður óútreiknanleg því nokkur þeirra liða sem ekki hafa verið sannfærandi í vetur virðast búin að finna fjölina sína. Það er því vissara, ef hugmyndin er að ná í stig, að mæta á réttum tíma til leiks. Lið Tindastóls lenti í hörkuleik í gærkvöldi í Kaldalónshöllinni á Álftanesi og varð toppliðið að sætta sig við ósigur gegn sprækum heimamönnum. Lokatölur 102-89.
Meira

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira