Skagafjörður

Rúta brann í Blönduhlíð

Eldur kviknaði í rútu við minnisvarða Hermanns Jónassonar við bæinn Syðri-Brekkur í Blönduhlíð í Skagafirði í gærkvöldi.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira

SSNV leitar að hugmyndum tengdum vetrarævintýraferðamennsku

Á vef SSNV kemur fram að eitt af áhersluverkefnum þeirra sé að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti
Meira

Valskonur létu sverfa til stáls á Hlíðarenda

Stólastúlkur skutust suður á Hlíðarenda í dag þar sem þær mættu Valskonum í Bestu deildinni. Okkar stelpur hefðu nú helst þurft að næla í stig til að styrkja stöðu sína í fallbaráttunni en eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem staðan var 2-2 að honum loknum tók Fanndís Friðriks yfir leikinn og skilaði heimaliðinu þremur stigum í 6-2 sigri.
Meira

Húnvetnskt sláturfé fer að mestu á Hvammstanga og Sauðárkrók

Húnahornið segir frá því að í fyrsta sinn í meira en hundrað ár er sauðfé ekki slátrað í sláturhúsi á Blönduósi þetta haustið. Í fyrra var um 70 þúsund fjár slátrað á Blönduósi en nú fer flest féð á Hvammstanga eða Sauðárkrók til slátrunar. Í Bændablaðinu er haft eftir Einari Kára Magnússyni, aðstoðarsláturhússtjóra Kaupfélags Skagfirðinga að um 80% af sláturfénu frá Blönduósi fari til sláturhúsanna á Hvammstanga og Sauðárkróki.
Meira

Þriggja rétta í boði Guðbjargar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 21 var Guðbjörg Einarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en hún hefur verið kennari við skólann síðastliðin 20 ár. Guðbjörg hefur verið búsett á Sauðárkróki frá 1990 en hafði þó vetrarsetu í höfuðborginni nokkur ár meðan hún gekk menntaveginn í Háskóla Íslands.
Meira

Tindastólsmenn með fimm sigurleiki í röð

Lið Tindastóls hefur verið á mikilli siglingu í 3. deildinni síðustu vikurnar og í dag vann liðið fimmta sigurinn í röð í lokaumferðinni. Andstæðingarnir voru lið KFK úr Kópavogi sem heimsóttu Krókinn og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að forðast fall. Líkt og í síðasta leik gegn botnliði ÍH voru Stólarnir gjafmildir í fyrri hálfleik og tvívegis komust gestirnir yfir. Það var hins vegar jafnt í hálfleik og í síðari hálfleik voru heimamenn í essinu sínu. Lokatölur 6-2.
Meira

Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi

Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.
Meira

Gaman að setja niður bösserþrist

Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.
Meira