Skagafjörður

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Fjármagn tryggt til að hefjast handa við verknámshús

Eins og fram hefur komið hefur verið til samningur í rúmlega ár milli ríkis og sveitarfélaga um viðbyggingu við verknámshús FNV. og þriggja annarra verkmenntaskóla. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra höfðu skuldbundið sig til að standa við sinn hluta fjármögnunnar eða 40% heildarkostnaðar og gert ráð fyrir því í sínum fjárhagáætlunum fyrir árið 2025.
Meira

Það þarf að mæta nemendum þar sem þeirra hæfileikar og áhugi eru

Það eru mikil tímamót í skólastarfi á Sauðárkróki nú í sumar. Í síðasta Feyki var rætt við skólameistara, aðstoðarskólameistara og annan áfangastjóra Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem nú láta af störfum og eiga að baki samtals ríflega 100 ára starfsævi. Þá var skólastjóri Árskóla, Óskar G. Björnsson, kvaddur af samstarfsfólki og nemendum við skólaslit á dögunum en Óskar hefur verið skólastjóri Árskóla alla tíð síðan Gagnfræðaskóli og Barnaskóli Sauðárkróks voru sameinaðir undir einn hatt árið 1998. Já, 27 farsæl ár að baki sem skólastjóri hjá þessum öðlingi. Það var því ekki annað hægt en að leggja nokkrar spurningar fyrir Óskar.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira

Skákmótið Húnabyggð Open 2025

Huni.is segir frá því að á föstudaginn 20. júní verður haldið skákmótið Húnabyggð open sem er í tengslum við skákhátíðina sem stendur yfir á Blönduósi og lýkur þann 21. júní. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
Meira

Uppskriftir að hætti Jóhanns Daða | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur Feykis í tbl 7 var Jóhann Daði en hann er 24 ára Skagfirskur viðburðastjóri, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Gísli Sigurðsson og Lydía Ósk Jónasdóttir. Jóhann býr fyrir sunnan, nánar tiltekið í Kópavogi, og vinnur sem sölumaður hjá Sýn. Jóhann spilar knattspyrnu með Tindastól og er trommuleikari í þeirri víðfrægu hljómsveit Danssveit Dósa.
Meira

Níu marka veisla á Sauðárkróksvelli

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum í dag en þá tóku Stólarnir á móti liði Árbæjar í áttundu umferð. Liðin voru bæði um miðja deild en gestirnir þó ofan við miðlínuna en Stólarnir neðan hennar. Eftir nokkurt ströggl síðasta mánuðinn þá sýndu heimamenn sparihliðarnar og rúlluðu gestunum upp eins og gómsætri vöfflu með rjóma og rabarbarasultu. Lokatölur 7-2 og allt í gúddi.
Meira

Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra

Í byrjun mánaðar héldu Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) sameiginlega vinnustofu um íþróttir fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Vinnustofan var fyrir foreldra, forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir í sveitarfélaginu. „Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði. Miklar og góðar umræður sköpuðust um íþróttir fatlaðra í Skagafirði. Það verður gaman að vinna úr þeim punktum sem fram komu og koma þeim í farveg,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra.
Meira

Þjóðhátíðardagsskráin á Norðurlandi vestra

Þjóðhátíðin 17 júní er á næsta leyti og af því tilefni ætlar Feykir að taka saman það helsta sem í boði verður á Norðvesturlandi.
Meira