Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins er einn fjórði Húnvetningur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.03.2025
kl. 14.46
Sjálfstæðismenn halda nú sinn 45. landsfund í Laugardalshöllinni í Reykjavík og þar lauk í hádeginu formannskjöri flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en hún hafði betur í hnífjafnri kosningu gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins munaði 19 atkvæðum á þeim stöllum en alls skiluðu 1.858 manns atkvæðaseðli í kosningunni.
Meira