feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
29.10.2025
kl. 14.59 oli@feykir.is
Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
29.10.2025
kl. 09.24 oli@feykir.is
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
29.10.2025
kl. 08.36 oli@feykir.is
Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Ég hef í þessum áramótapistlum mínum síðustu árin reynt að varðveita hátíðarskapið og meta stöðuna og framtíðarhorfur hverju sinni af yfirvegun gagnvart því sem hvorki við í FISK Seafood né þjóðin öll höfum nokkra stjórn á. Á meðal þess er margt sem skiptir afkomu hvers árs miklu máli; veðurfar og gæftir, verð á erlendum mörkuðum, heimsmarkaðsverð á olíu, breytingar í neyslumynstri fólks á okkar stærstu markaðssvæðum o.s.frv.
Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Elín Hall svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er árgangur 1998 og býr í Hlíðunum í Reykjavík, ólst þar upp sem og í Montreal í Kanada. „Foreldrar mínir fluttu fram og til baka á milli og ég bý svo vel að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt. Svo mér finnst franska Kanada alltaf eiga smá í mér. Annars þá á ég vegabréf Leifs Sigurðssonar langafa míns sem fæddur var í Stokkhólma í Skagafirði. Ég á því ættingja í Blönduhlíðinni og þar í kring. Afi og amma mín, Guðmundur Ingi og Elín, bjuggu líka heillengi fyrir norðan en afi var skólastjóri á Hofsósi og svo fræðslustjóri á Blönduósi þegar mamma var barn svo það má segja að ég hafi allavega smá rætur norður,“ segir Elín sem er reyndar einnig í sambandi með Króksaranum Reyni Snæ Magnússyni, sem er fastamaður í íslenska gítarleikaralandsliðinu.