Skagafjörður

Þjálfari óskast fyrir meistaraflokk karla

Knattspyrnudeild Tindastóls óskar á heimasíðu sinni eftir metnaðarfullum þjálfara sem er sammála hugmyndafræði stjórnar knattspyrnudeildarinnar um uppbyggingu knattspyrnunnar á Sauðárkróki.   Tindastóll leikur í 2. deild á ...
Meira

Heimir á Youtube

Karlakórinn heimir er kominn á netið og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er það hljómfögur rödd Sigfúsar Péturssonar sem þarna er í forgrunni. Gæsahúðarsöngur. Njótið vel.http://www.youtube.com/watch?v=WMCptv0dGZU&featur...
Meira

Ég bið að heilsa þér

Út er komin þriðja ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Ég bið að heilsa þér. Bókin er sjálfstætt framhald af Aðbókinni (2007). Í bókinni er fjallað á spaugilegan hátt um þá erfiðleika sem geta stundum skapast í samskiptum ...
Meira

Bílslys í Skagafirði

Tveir bílar skullu saman á einbreiðri brú yfir Héraðsvötn austan Hegraness fyrr í dag. Þrír fullorðnir karlmenn voru fluttir á sjúkrahús en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða. Áreksturinn varð á miðri brúnni ...
Meira

Kynna á nýtt aðalskipulag

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt samhjóða ósk Skipulags- og byggingarnefndar um heimild til þess að kynna aðalskipulagstillögu Skagafjarðar á opnum borgarafundi. Gísli Árnason, vinstri grænunm, óskaði við það tækif...
Meira

Fækkar á atvinnuleysisskrá

Fækkað hefur um tvo á atvinnuleysisskrá þegar horft er yfir Norðurland vestra og er heildarfjöldi atvinnulausra nú 52. 24 konur og 28 karlar. Á Skagaströnd fækkaði um fjóra á atvinnuleysisskrá og eru þar í dag fimm á skrá sem er...
Meira

Heim með sunnanblænum

Út er komin bókin  Heim með sunnanblænum eftir Axel Þorsteinsson f.v. bónda í Litlubrekku á Höfðaströnd. Heim með sunnanblænum er gefin út af börnum höfundar en umsjón með útgáfu hafði Hjalti Pálsson. Um höfund bókarinnar ...
Meira

Kanna á möguleika á framleiðslu eldsneyti úr þörungum

Sveitarfélagið Skagafjörður er komið í samband við danska umhverfisverkfræðinginn Leo Christiansen hjá sveitarfélaginu Láglandi í Danmörku en Leo þessi hefur verið að vinna verkefni tengd ræktun þörunga sem lífmassa. Orkufyr...
Meira

Aðventukvöld í Höfðaborg

Aðventuhátíð Hofsóskirkju verður haldin í Höfðaborg sunnudaginn 7. desember klukkan 14. Á eftir verður síðan boðað til aðventukaffis í boði Hofsóssóknar. 6 - 9 ára börn sýna helgileik, Anna Jónsdóttir mun leiða saman h
Meira

Ógnartaktur niðurrifsaflanna

Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. nóvember sl., gerði þingflokksformaður Frjálslynda flokksins athugasemd við þá afstöðu mína að greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Sagði hann það “ mjög alvarle...
Meira