Söguleg vigt horfin af sínum stað
feykir.is
Skagafjörður
04.09.2025
kl. 10.00
Blaðamaður hnaut um færslu á Facebook eins og sennilega fleiri þess efnis að gamla vigtin sem fylgt hefur Verslun Haraldar Júlíussonar frá upphafi er ekki lengur á sínum stað á hillunni fyrir ofan hurðina. Í Skagfirðingabók frá árinu 2016 prýðir vigtin forsíðu og um hana er sagt að Haraldur Júlíusson hafi keypt vigtina 1919 áður en hann opnaði búðina og notað fram til 1941 og í bókinni segir að vigtin sé með sínum hætti konungleg. Feykir heyrði í Guðrúnu dóttir Bjarna og systkinin höfðu þetta að segja um málið;
Meira
