Skagafjörður

Skemmtikraftar Laufskálaréttarballsins kynntir til leiks

Það styttist í Laufskálarétt sem fram fer 27. september sem þýðir að sjálfsögðu að það er jafn stutt í Laufskálaréttarballið sem margur bíður eftir með óþreyju. Ballið verður venju samkvæmt í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Nú er búið að tilkynna hverjir muni sjá um að halda stuðinu í hæstu hæðum á þessu stærsta sveitaballi haustsins.
Meira

Rúmlega 170 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á NV í júlí

Alls voru 605 mál skráð til úrvinnslu hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra í júlí og var það svipaður fjöldi og mánuðina á undan. Í yfirferð á síðu LNV segir að júlí sé gjarnan mikill ferðamánuður, veður hafi veirð með besta móti og tvær bæjarhátíðir; Húnavaka og Eldur í Húnaþingi ásamt minni hátíðum, hafi verið haldnar í mánuðinum. Ekki var teljandi aukning verkefna sem má tengja beint við hátíðirnar að öðru leyti en viðamikið samstarf var samkvæmt venju á milli viðburðahaldara og lögreglu.
Meira

Fjölskylduhlaup í tilefni af gulum september

KS og Vörumiðlun leggja verkefninu Gulur september lið með því að efna til fjölskylduhlaups.Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Æfingaleikirnir í körfunni að fara í gang

Það er fleiri en ein og fleiri en tvær manneskjur komnar með körfuboltafiðring. Eðlilega. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur safnað í tvö spennandi lið sem eiga góða möguleika á að láta til sín taka í vetur. Undirbúningur beggja liða er í fullum gangi og í morgun var tilkynnt um leikjaplan æfingatímabilsins og verða bæði kvenna- og karlaliðið að spila sína fyrstu leik nú í vikunni.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð frá og með mánudeginum 8. sept vegna bilunar i varmaskifti heita pottsins og annars viðhalds í 1-2 vikur meðan unnið er að viðgerðum.
Meira

Styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu úthlutað í fyrsta sinn

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafi úthlutað styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað og er styrkveitingin ein aðgerða í aðgerðaráætlun til eflingar á lífrænni framleiðislu sem kom út í ágúst 2024.
Meira

Stólarnir settu níu mörk í Hafnarfirðinum

Það voru skoruð 35 mörk í fimm leikjum í næstsíðustu umferð 3. deildar í gær og tæplega þriðjungur markanna var gerður í leik ÍH og Tindastóls sem fram fór í Skessunni í Hafnarfirði. Stólarnir hafa nú gert 17 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og heldur betur hresst upp á markatöluna í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Lokatölur í gær 2-9.
Meira

Aðeins 54 laxar hafa veiðst í Blöndu

„Laxveiði í húnvetnsku ánum mallar rólega, líkt og hún hefur gert í allt sumar, en full rólega að mati margra laxveiðimanna,“ segir í frétt í Húnahorninu en flestar helstu laxveiðiár í Húnavatnssýslum loka í þessum mánuði og haustveiðin því hafin. Mest hefur veiðin verið í Miðfjarðará í sumar en hún ætti að vera komin upp fyrir þúsund laxa múrinn eftir helgi.
Meira

„Bækur eru þolinmóðastir hluta“ | Hallgrímur Helgason svarar Bók-haldi

Það er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sem fer yfir bók-haldið sitt í Feyki að þessu sinni. Hallgrímur er einn ástsælasti höfundar þjóðarinnar, margverðlaunaður og liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann er fæddur árið 1959, býr í 104 Reykjavík, er í sambúð og faðir fjögurra barna og afi tveggja barnabarna.
Meira

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira