Skagafjörður

Ítalskur pastaréttur og panna cotta

Matgæðingur í síðustu viku var Fanney Birta Þorgilsdóttir en hún er fædd og uppalin á Hofsósi. Fanney hefur búið í Reykjavík síðustu fimm ár en flutti á heimaslóðirnar með manninum sínum, Fandam, síðasta haust. Þau eiga saman fjögurra mánaða strák sem heitir Ísak. „Okkur finnst einstaklega gaman að borða ítalskan mat og þegar við fáum fólk í matarboð slær þessi pastaréttur alltaf í gegn, bæði hjá börnum og fullorðnum.“ 
Meira

Rabb-a-babb 228: María Sigrún

Að þessu sinni er það María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á RÚV, sem svarar Rabbinu. „Foreldrar mínir eru Hilmar Þór Björnsson, ættaður úr Svefneyjum, og Svanhildur Sigurðardóttir [Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð] úr Skagafirði. Ég var alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir María Sigrún sem er móðir þriggja barna, stúdent frá MR, BA í hagfræði frá Háskóla Íslands og með MA í fréttamennsku frá Háskóla Íslands.
Meira

Réttsælis eða rangsælis | Leiðari 27. tölublaðs Feykis

Tröllaskagahringinn fór undirritaður sl. sunnudag í sumarveðri. Þrátt fyrir að þurfa að fara í gegnum fjögur göng þá er alla jafna gaman að fara þennan rúnt – ekki síst í góðu veðri. Það er margt að skoða og leiðin stútfull af bröttum fjöllum og grösugum dölum, söfnum og sjoppum. Á leiðinni er rennt í gegnum Hofsós, Sigló, Ólafsfjörð og Dalvík og hægt að teygja rúntinn með viðkomu á Hólum, í Glaumbæ, Varmahlíð, á Króknum og á Akureyri. Og svo ekki sé talað um að uppgötva útvegsbæina Árskógs-strönd, Hauganes, Hjalteyri og Dagverðareyri og hvað þeir nú heita allir þarna í Eyjafirðinum.
Meira

Gleðipinnar kætast

Morgunblaðið segir af því að Gleðip­inn­ar ehf, sem rek­a meðal ann­ars veit­ingastaðina American Style, Aktu Taktu, Ham­borg­arafa­brikk­una, Shake and Pizza og Black­box, hafi skilað hagnaði upp á 1,02 millj­arða á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í nýj­um samstæðareikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir síðasta ár en fé­lagið er að hluta í eiga Kaup­fé­lags Skagf­irðinga.
Meira

Eldað með Air fryer

Nú ætlar Feykir að mæla með nokkrum Air fryer uppskriftum því annað hvort heimili er komið með svona snilldar græju. En það eru samt margir hræddir við að nota hann svona fyrst en það er um að gera að láta vaða og prufa sig áfram. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Air fryer lofsteikingarpottur sem er blanda af bakstursofni og djúpsteikingarpotti, fyrst og fremst hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Meira

Sadio Doucoure spilar með Stólunum í vetur

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að samið hafi verið við franska leikmanninn Sadio Doucoure um að leika með karlaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól,” segir Sadio. „Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta.“
Meira

Stólarnir drógust á móti Kára frá Akranesi

Dregið hefur verið í átta liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum en eins og kunnugt er sló lið Tindastóls út Hlíðarendapilta í KH nú í vikunni og var eina liðið úr 4. deild sem komst áfram. Strákarnir eru því að spila upp fyrir sig í næstu umferð en auk Stólanna voru þrjú 2. deidar lið í pottinum og fjögur lið úr 3. deild. Stólarnir höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik en andstæðingurinn reyndist hinsvegar topplið 3. deildar, Kári.
Meira

VALDÍS og JóiPé með sumarsmell

Það er nokkuð um liðið síðan VALDÍS sendi frá sér lag en í dag kom út lagið Þagnir Hljóma Vel sem hún flytur ásamt JóaPé sem margir ættu að þekkja sem hluta af dúettnum JóaPé og Króla. Þeir slógu í gegn með lagið B.O.B.A. sem nálgast nú fjórar milljónir rennsla á Spottanum sem er dágott fyrir íslenskt lag. VALDÍS hefur í gegnum tíðina sent frá sér r og b skotið popp og sungið á ensku.
Meira

Samgöngusafnið í Stóragerði 20 ára og þér er boðið í afmæli á morgun

Þann 26. júní náði Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði merkum áfanga en þá voru liðin 20 ár síðan safnið var formlega opnað. Það var gert af Ársæli Guðmundssyni þáverandi sveitarstjóra Skagafjarðar. Þegar safnið opnaði fyrst var salurinn aðeins 600 fm með lítilli gestamóttöku en á þessum 20 árum hefur mjög margt breyst. Bæði sýningarsalurinn og gestamótttakan hafa stækkað umtalsvert ásamt því að sýningargripunum hefur fjölgað mikið. Það eru nefnilega alltaf að koma ,,nýjar vörur" eins og þeir bræður, Jónas Kr. Gunnarsson og Brynjar Morgan Gunnarsson segja oft á Facebook-síðunni hjá safninu.
Meira

Kerfisbilun hjá Landsbankanum

Á Facebook-síðu Landsbankans segir að vegna kerfisbilunar sé truflun á ýmsum þjónustuþáttum bankans. Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim. Eins og stendur er hvorki hægt að skrá sig inn í appið né netbankann. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Landsbankanum á Facebook-síðunni þeirra.
Meira