Skagafjörður

64 milljóna króna halli á Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn sl. fimmtudag, að þessu sinni í fjarfundi. Helstu niðurstöður rekstrarársins 2019 eru þær að rekstur stofnunarinnar var að mestu í jafnvægi á árinu, en stofnunin var rekin með tæplega 64 milljóna króna halla sem fjármagnaður var með rekstrarafgangi ársins 2018.
Meira

Gott golfsumar - Kristján Bjarni Halldórsson skrifar

Góð aðsókn hefur verið að Hlíðarendavelli í sumar. Stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) lagði áherslu á að laða ferðakylfinga til Skagafjarðar. Það var gert með ýmsu móti, m.a. með fjölgun vinaklúbba og auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í byrjun sumars var gefið út 50 ára afmælisrit GSS sem dreift var á heimili og fyrirtæki í Skagafirði. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir styrktu útgáfu ritsins, sem og UMFÍ og SSNV. Félagsmenn eru nú um 200 og bjart framundan.
Meira

Öflug grjóttínsluvél í Blönduhlíðina og syngjandi sveifla í Sæmundarhlíðinni

Á Facebooksíðu Kraftvéla er sagt frá því að Gísli Björn Gíslason bóndi á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði hafi lengi barist við grýttan svörð í sínum flögum svo komið væri að því að fá sér öflugt tæki til að auka afköstin. Fyrir valinu varð Kongskilde StoneBear 5200T grjóttínsluvél frá Kraftvélum með tveimur greiðum og safnkassa.
Meira

Súperdúper Stólastúlkur og meiriháttar Mur

Kvennalið Tindastóls færðist skrefi nær sæti í Pepxi Max-deildinni í gær þegar þær heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn. Það er óhætt að fullyrða að Stólastúlkur hafi verið mun sterkari aðilinn í leiknum og á meðan vörnin er eins og virki og Mur heldur áfram að gera hat-trick þá er lið Tindastóls óárennilegt. Lokatölur í dag voru 0-3 og já, Mur gerði þrennu.
Meira

Kuldabolti á Króknum

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar – eða kannski frekar knattspyrnuáhorfs – voru ekki spennandi þegar Tindastóll og Ægir Þorlákshöfn mættust í 3. deildinni á Króknum í dag. Engu að síður var hart tekist á á gervigrasinu og bæði lið gerðu hvað þau gátu til að næla í stigin þrjú en veðrið setti pínu strik í spilamennskuna og fór svo að liðin deildu stigunum í 1-1 jafntefli.
Meira

Þægilegur sigur á Þorlákshafnar Þórsurum

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni fór fram í Síkinu í gær en þá kom lið Þórs úr Þorlákshöfn í heimsókn. Leikurinn var ágæt skemmtun og hart tekist á. Lið Tindastóls náði fljótlega yfirhöndinni í leiknum og varð munurinn mestur 20 stig í leiknum í síðari hálfleik. Tindastólsmenn voru Kanalausir, en Shawn Glower er enn ekki mættur á Krókinn, á meðan gestirnir mættu með fullskipað lið eftir því sem Feykir kemst næst.
Meira

Indverskar krásir

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í.
Meira

Efling sjálfbærni og seiglu samfélaga á Norðurslóðum

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er sagt frá því að þann 1. ágúst síðastliðinn var ýtt úr vör fjögurra ára þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á Norðurslóðum vegna aukinnar alþjóðavæðingar og áskorunum sem þeim fylgja. Verkefnið nefnist ArticHubs og er styrkt af Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa rannsóknamiðaðar og hagnýtar lausnir til að mæta þeim áskorunum sem Norðurslóðir standa nú frammi fyrir.
Meira

Helmingur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi nýtir ekki hlutabótaleið

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.
Meira

Liðsmenn Kormáks/Hvatar vilja toppsætið

Það dregur til tíðinda í 4. deildinni um helgina en þá verða lokaumferðir riðlakeppninnar spilaðar. Á Blönduósvelli taka heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti sunnlenskum knattspyrnukempum frá Stokkseyri á sunnudaginn. Flest benti til að heimamenn þyrftu nauðsynlega að vinna leikinn til að tryggja sætið í úrslitakeppninni en eftir að lið Skautafélags Reykjavíkur tapaði óvænt fyrir Álafossi í fyrrakvöld þá er það þegar í höfn.
Meira