Skagafjörður

Heimsendingar frá Skagfirðingabúð

Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og Almannavarnir á Norðurlandi vestra vilja benda fólki á, vegna Covid 19, að hafa nokkur tilmæli að leiðarljósi þegar versla þarf inn til heimilisins. M.a. er bent á að aðeins einn komi frá hverju heimili til að versla og vera með tilbúinn innkaupalista til að innkaupin gangi hraðar fyrir sig.
Meira

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.
Meira

Atvinnuráðgjafar SSNV bjóða fram þjónustu sína

Atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða fram þjónustu sína fyrir atvinnurekendur í landshlutanum. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að margir atvinnurekendur standi nú frammi fyrir óvissu með rekstur sinn og óvíst um framkvæmd þeirra úrræða sem kynnt hafa verið og hvað þau þýði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Atvinnuráðgjafar munu fylgjast grannt með og miðla upplýsingum til fyrirtækja í landshlutanum.
Meira

Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir Landsbankans aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram en breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag, þriðjudagsins 24. mars 2020, og gilda þar til samkomubanni stjórnvalda verður aflétt.
Meira

Sundlaugar og íþróttahús loka

Í framhaldi af hertum reglum um samkomubann vegna COVID-19 verður öllum sundlaugum, íþróttahúsum og líkamsræktarstöðvum lokað meðan bannið stendur. Lokunin hefur þegar tekið gildi í sundlaugum og íþróttahúsum á Norðurlandi vestra.
Meira

Bókasafnið á Sauðárkróki lokar á morgun

Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars, verður Héraðsbókasafn Skagfirðinga lokað til 14. apríl (þriðjudags eftir páska) samkvæmt fyrirmælum yfirvalda. Í dag verður opið til kl. 18 og er fólk hvatt til að notið tækifærið og ná sér í lesefni fyrir lokun.
Meira

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Ákvörðunin tekur gildi á miðnætti í kvöld (þ.e. aðfaranótt þriðjudags). Takmörkun á skólahaldi verður óbreytt.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Lokað fyrir áður opna tíma í endurhæfingu á HSN Sauðárkróki vegna neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 hefur viðbragðsstjórn HSN á Sauðárkróki tekið þá ákvörðun að loka áður opnum tímum í æfingarsal og sundlaug endurhæfingar stofnunarinnar. Er það gert til að draga úr smithættu þeirra sem nýta sér þjónustuna og starfsfólks endurhæfingar.
Meira

Einnar nætur gaman - Beggó Pálma blæs lífi í glóðheitan smell

Tónlistarmaðurinn af Króknum Beggó Pálma hefur nú sett lag sitt Einnar nætur gaman á allar helstu streymisveitur en það lag naut gífurlegra vinsælda á Króknum á sínum tíma, og segist Breggó vera að reyna að blása lífi í lagið. „Ég flutti suður til að elta drauma mína í tónlist en hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og vonað var eftir og áform mín söltuð. En núna er ég að gera eina tilraun enn til að koma mér á framfæri,“ segir Beggó.
Meira