Skagafjörður

Átak til eflingar lýðheilsu

Atvinnuveganefnd afgreiddi á þriðjudag í síðustu viku aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna auk frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem tekið er á dómum EFTA dómstólsins um svokallaða frystiskyldu. Þessi mál koma til umræðu í þinginu núna á næstu vikum. Ísland hefur verið dæmt fyrir Hæstarétti og EFTA dómstólnum fyrir að hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um afnám frystiskyldu á innfluttum matvælum og öllum okkar málsvörnum hafnað. Við því verða ábyrg stjórnvöld að bregðast.
Meira

Hjólað, skokkað, gengið í aldarfjórðung

Skokkhópur Árna Stef á Sauðárkróki hefur verið iðinn við að hreyfa sig í gegnum tíðina en nú sl. þriðjudag hófst starfsemin 25 árið. Ekki er einungis um skokk að ræða heldur almenna hreyfingu eins og ganga, hjólreiðar og fjallaferðir. Fjör, púl og teygjur, segir í tilkynningu en einnig er lagt upp úr fjölskyldusamveru.
Meira

Ekkert varaafl á Sauðárkrók í nótt – Skagafjörður straumlaus frá miðnætti

„Vegna vandamála sem komu upp þá verður því miður ekki hægt að keyra varaafl á Sauðárkrók í nótt eins og áætlað var,“ segir Steingrímur Jónsson, deildarstjóri netreksturs Rarik á Norðurlandi, en eins og fram kom á Feyki.is í gær verður rafmagn tekið af Skagafirði frá miðnætti til kl 04:00 í nótt.
Meira

Prjónagleði í fjórða sinn - Fjölbreytt dagskrá með fróðleik og skemmtun

Hin árlega prjónahátíð, Prjónagleðin, verður haldin á Blönduósi um hvítasunnuhelgina eða dagana 7.-10. júní. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en það er Textilmiðstöð Íslands sem að henni stendur. Á Prjónagleði kemur saman fólk sem hefur áhuga á prjónaskap og skiptir þá engu máli hvað mikil innistæða er í reynslubankanum. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er „hafið“ en dagur hafsins er haldinn hátíðlegur þann 8. júní ár hvert.
Meira

Árni Eggert nýr þjálfari mfl. kvenna Tindastóls

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls bauð í gær vildarvinum og árskorthöfum til spjallfundar og kynningar á nýráðnum þjálfara meistaraflokks karla, Baldri Ragnarssyni í Síkinu. Þá var upplýst að Árni Eggert Harðarson yrði næsti þjálfari mfl. kvenna og skrifað var undir tveggja ára samning við hann.
Meira

Saman gegn ofbeldi

Fyrr í vikunni undirrituðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar og Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra yfirlýsingu um samstarf um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Um er að ræða átaksverkefni til að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og vernda börn sem búa við heimilisofbeldi.
Meira

Íbúum Skagabyggðar fjölgar hlutfallslega mest

Íbúum Norðurlands vestra hefur fjölgað um 17 einstaklinga frá 1. desember til 1. júní sl. samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta fjölgunin í landshlutanum á þessu tímabili var í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem fjölgaði um níu manns en hlutfallslega varð mest fjölgun í Skagabyggð þar sem átta nýir íbúar bættust við og nemur það 8% fjölgun. Það er jafnframt mesta hlutfallslega fjölgunin á landsvísu yfir tímabilið.
Meira

Þeyst á brimbrettum í ölduróti við Borgarsand

Þeir vöktu sannkallaða athygli brettakapparnir sem þeystu eftir sjávaröldunum við Borgarsand um helgina, hangandi í vinddrekum. Kite surfing er þetta kallað upp á enskuna en gott íslenskt heiti vantar yfir þessa íþrótt. Kite grúbban, er hópur áhugasamra Kite surfara á Íslandi og héldu þeir árhátíð sína á Bjórhátíðinni á Hólum um helgina og tóku að sjálfsögðu allan búnað til brettaiðkunar með.
Meira

Uppbygging flutningskerfis raforku - Hver er staðan í þinni heimabyggð ?

Kynnt verða drög að nýrri kerfisáætlun Landsnets 2019 – 2028 á opnum kynningarfundi í Menningarhúsinu Miðgarði á morgun fimmtudaginn 6. júní. Áætlað er að hefja vinnu við Sauðárkrókslínu 2 í haust.
Meira

Rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins

Vegna vinnu í aðveitustöð Varmahlíð verður rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 7. júní frá miðnætti til kl 04:00. Varaafl verður keyrt á Sauðárkrók en ekki er hægt að útiloka rafmagnstruflanir eða mögulega langvarandi rafmagnsleysi.
Meira