Skagafjörður

Byrðuhlaupið í Hjaltadal

Byrðuhlaupið í Hjaltadal var fyrst haldið 15. ágúst 2009 á Hólahátíð. „Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál. Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum," sagði í frétt í Feyki. Að sögn Katharinu Sommermeier, formanns Umf. Hjalta, er leiðin 2,7 km löng með 430 m hækkun. Það var Rafnkell Jónsson sem átti metið til margra ára, fór leiðina á 25:22 þegar hann var að þjálfa fyrir Járnkarlinn en nú var heimsmetið hans loks slegið. Það gerði Christian Klopsch, 33 ára gamall Þjóðverji sem fór leiðina á 24:59 mínútum og bætti gamla metið um 23 sekúndur.
Meira

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Á heimasíðu SSNV segir að Hraðallinn hefjist 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Meira

Lukkuklukkur klingdu á klikkuðum tónleikum

Það var heldur betur stuð og stemmari á tónleikunum Græni Salurinn sem fóru fram í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 27. júní síðastliðinn. Að sögn Guðbrandar Ægis Ásbjörnssonar, sem er einn forvígismanna tónleikanna, þá var rúmlega fullt hús eða um það bil 110 gestir. Þeim var boðið upp á fjölbreytta og ferska tónlistarveislu en um 30 flytjendur stigu á stokk en alls voru atriðin ellefu talsins.
Meira

Búið að finna aðalleikarann í Bless, bless Blesi

„Það er margt í mörgu,“ sagði einhver eldklár. Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti í vikunni um óvenjulega fjáröflun sem tengist stóru sjónvarpsþáttaverkefni sem tekið verður upp í Skagafirði næstu vikurnar. Serían gerist m.a. á Landsmóti hestamanna og til að allt verði sem best lukkað þarf góðan hóp fólks til að sitja í áhorfendastúkunni á Hólum. En hvaða þættir eru þetta? Feykir forvitnaðist örlítið um sjónvarpsseríuna Bless, bless Blesi.
Meira

Stefnt á að hefja nám í matvælaiðn við FNV í haust

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur undanfarið, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, unnið að nýrri námsbraut í matvælaiðn. Í tilkynningu á vef skólans segir að brautin sé 60 einingar og ljúka nemendur námi á 2. þrepi framhaldsskólastigs.
Meira

Hvað kostar mannslíf? | Högni Elfar Gylfason skrifar

Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Meira

Eins og að horfa á hross keppa í feti í fimm korter

„Veðrið er betra en á Króknum. Líklega um 30 stig, glampandi sól og logn. Þetta er í lagi í smá tíma en svo saknar maður Skarðagolunnar,“ segir Palli Friðriks, fyrrum ritstjóri Feykis, sem nú er staddur í Sviss þar sem hann og fjölskyldan hyggjast styðja dyggilega við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem hefur leik á EM klukkan fjögur í dag.
Meira

Dívur á Króknum í júlí

Þrjár af þekktustu tónlistarkonum landsins munu halda tónleika á Sauðárkróki í júlí. Þetta eru þær: GDRN, Una Torfa og Bríet. Þessar ágætu konur þarf ekki mikið að kynna svo áberandi hafa þær verið í íslensku tónlistarlífi síðustu ár.
Meira

Vatnaveröld smábátasafn

Laugardaginn 21. júní opnaði formlega smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirði. Þar býr safnstjórinn Ómar Unason ásamt konu sinni Dóru Ingibjörgu. Snemma byrjaði söfnunarárátta Ómars en elsta hlutinn á safninu eignaðist hann þegar hann var 10 ára.
Meira

Eitthvað smávegis á góðan stað

Tónleikarnir Græni salurinn fóru fram síðastliðið föstudagskvöld og vel tókst til að venju en tónleikarnir að þessu sinni voru tileinkaðir minningu listamannsins Gísla Þórs Ólafssonar (Gillons). Þegar tilfallandi kostnaður við tónleikahaldið hafði verið gerður upp var einhver afgangur eftir og í dag fóru tónleikahaldarar og færðu fjölskyldu Gísla það sem út af stóð.
Meira