Skagafjörður

„Bækur eru þolinmóðastir hluta“ | Hallgrímur Helgason svarar Bók-haldi

Það er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason sem fer yfir bók-haldið sitt í Feyki að þessu sinni. Hallgrímur er einn ástsælasti höfundar þjóðarinnar, margverðlaunaður og liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann er fæddur árið 1959, býr í 104 Reykjavík, er í sambúð og faðir fjögurra barna og afi tveggja barnabarna.
Meira

Erum við að láta fjársjóð renna okkur úr greipum?

Helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum er ferðaþjónustan og eftir nokkru að slægjast fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög að eigna sér hlutdeild í því ævintýri. Í Glefsum á heimasíðu SSV (Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi) hefur Vífill Karlsson farið yfir vægi ferðaþjónustu í útsvarsgrunni sveitarfélaga á Íslandi og þar má sjá að láninu – ef svo mætti kalla – ser annarlega misskipt. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra skora ekki hátt í þeirti úttekt en aðeins Húnaþing vestra er í efri hluta töflunnar en á botninum er Skagaströnd.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2025

Þann 4. september sl. voru veittar umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar í Húsi Frítímans. Veitt voru að þessu sinni átta verðlaun í sex flokkum. Í 21 ár hefur sveitarfélagið Skgafjörður og Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar verið í samstarfi um að velja og veita umhverfisviðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja.
Meira

Undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum næsta sumar í fullum gangi

Landsmót hestamanna verður á Hólum í Hjaltadal næsta sumar og er miðasala á mótið hafin fyrir löngu á vef mótsins, landsmot.is og fer vel af stað. Sérstakt forsölutilboð er í gangi til áramóta. Í færslu á Facebook-síðu Landsmóts í gær var sagt frá því að framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna á Hólum 2026 kom saman til fundar á Hólum í vikunni. Erindið var að hitta fulltrúa Háskólans á Hólum og fulltrúa mannvirkjanefndar LH og skoða þær framkvæmdir sem gerðar hafa verið á væntanlegu mótssvæði í sumar.
Meira

Nanna Rögnvaldar hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, sem ættuð er úr Djúpadal, hlaut í gær Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls bárust 71 handrit í keppnina og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en það nefnist „Flóttinn á norðurhjarann“.
Meira

Stólastúlkur mörðu mikilvægan sigur gegn Fram

Það voru um 200 manns sem sóttu leik Tindastóls og Fram í Bestu deild kvenna á Króknum í gærkvöldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Tindastóls sem varð hreinlega að vinna leikinn til að koma sér betur fyrir í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni og að halda liði Fram í seilingarfjarlægð. Það hafðist því Stólastúlkur uppskáru 1-0 sigur eftir baráttuleik þar sem Gen í marki Tindastóls var hreint frábær.
Meira

Tilkynning um stöðvun á heitu vatni þriðjudaginn 9. september

Heitavatnslaust verður á svæðinu frá Grófargili að Birkihlíð, Keflavík í Hegranesi og að Hofsstaðaseli frá kl. 8:00 þriðjudaginn 9.september fram eftir degi meðan vinna stendur yfir við endurbætur á dælustöðinni við Grófargil. Það svæði sem verður fyrir þjónustu stoppi er innan rammans á loftmyndinni segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. 
Meira

Samið við Víðimelsbræður um stækkun Sauðárkrókshafnar

Á Facebook-síðu Skagafjarðarhafna er sagt frá því að skrifað var undir samning í dag við Víðimelsbræður ehf um fyrsta hluta af stækkun Sauðárkrókshafnar. Nýr 310 m langur brimvarnargarður norðaustan við Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn, ásamt uppúrtekt sandfangara á um 90 m kafla og endurröðun efnis og sjóvörn annars vegar og Útgarð hins vegar.
Meira

Freyja Lubina keppir í EuroSkills 2025

Freyja Lubina Friðriksdóttir keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Meira

Brautarholtsslagurinn í kvöld í Bestu deildinni

Stólastúlkur þurfa í kvöld allan stuðning sem völ er á þegar Brautarholtsprinsinn mætir með sínar Framdömur til leiks á skagfirska knattspyrnuengið á Króknum. Leikurinn hefst á slaginu sex og eru stuðningsmenn hvattir til að taka með fjölskyldumeðlimi og vini og fylla stúkuna. Það er hlýtt og bara smá norðangola sem stoppar á stúkunni. Óskar Smári, þjálfari Fram, lofar veseni í 90 mínútur en lengra nær það ekki. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að Brautarholtsprinsinn er bróðir Brautarholtsprinsessunnar, Bryndísar Rutar, sem er fyrirliði Tindastóls.
Meira