Skagafjörður

Efnt til kvennaverkfalls 24. október

RÚV segir frá því að ákveðið hefur verið að efna til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október en þá eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan konur lögðu niður störf árið 1975 til að krefjast sömu réttinda og launa og karlar höfðu og vekja athygli á mikilvægi launaðra jafnt sem ólaunaðra starfa sinna. Um 60 félög hafa tekið saman höndum undir heitinu Kvennaár og staðið fyrir fjölda viðburða í ár.
Meira

Samfylkingin fengi þrjá menn kjörna í Norðvesturkjördæmi

RÚV kynnti í vikunni nýjan þjóðarpúls Gallup þar sem mælt var fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgið var meðal annars skoðað eftir kjördæmum en meginniðurstaðan er sú að Samfylking mælist með langmest fylgi bæði á landsvísu og í Norðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum fékk Samfylking einn mann kjörinn í NV-kjördæmi en fengi þrjá nú miðað við niðurstöður þjóðarpúlsins.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Ungmennaþing SSNV fór fram á Blönduósi

Árlegt Ungmennaþing SSNV var haldið þriðjudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Ungt fólk mótar Norðurland vestra“. Fulltrúar frá öllum sjö skólum landshlutans tóku þátt í þinginu, sex grunnskólum og einum framhaldsskóla. Sagt er frá því á vef SSNV að alls voru 40 ungmenni á aldrinum 13–18 ára. Markmið dagsins var að gefa unga fólkinu rödd og tækifæri til að móta hugmyndir að aðgerðum í landshlutanum. Þau unnu í hópum og höfðu val um þrjá flokka: útivist og samgöngur, viðburðir og afþreyingarsvæði. Afrakstur vinnunnar voru tíu fjölbreyttar hugmyndir sem nú verða teknar til frekari úrvinnslu og kynntar viðeigandi aðilum.
Meira

Sigur á Stjörnustúlkum í æsispennandi leik

Það var hart barist í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Stjörnunnar. Lið Tindastóls var nokkuð laskað þar sem hvorki leikstjórnandinn Alejandra Martinez né Rannveig voru á skýrslu og því aðeins átta leikmenn til taks hjá Israel. Sem betur fer var hin spænska Marta Hermida í banastuði og gerði 49 stig í 95-92 sigri og þar á meðal fjögur síðustu stig leiksins.
Meira

Ungir leikarar lásu fyrir enn yngri hlustendur

Nú í byrjun október fékk bókasafnið við Faxatorg á Sauðárkróki góða heimsókn en þá mættu tveir galvaskir leikarar frá Leikfélagi Sauðárkróks, þau Ísak Agnarsson og Emilia Kvalvik, í heimsókn. Í frétt á heimasíðu Héraðsbókasafnsins segir að þau hafið lesið upp úr bók um snillinginn Einar Áskel fyrir börnin og tóku svo lagið með þeim á eftir. Rúmlega sextíu gestir komu til að hlusta á upplesturinn og syngja með þeim.
Meira

Leikdagur

Önnur umferð Bónus deildar karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum, það eru engin frávik í kvöld, hamborgarar frá 18:30 og flautað verður til leiks á slaginu 19:15. 
Meira

Ríflega 200 starfsmenn tóku þátt í Stóra sýslumannadeginum

Föstudaginn 3. október sl. stóðu sýslumenn fyrir sameiginlegum vinnudegi starfsfólks embættanna. Saga sýslumanna er löng en þetta er aðeins í annað skipti sem starfsfólk allra sýslumannsembættanna kemur saman. Vinnudagurinn fór fram á Akureyri og tóku 203 starfsmenn 9 sýslumannsembætta þátt. Megináhersla var lögð á framtíðarsýn og samvinnu milli embættanna. Fulltrúar frá Háskóla Íslands stýrðu vinnustofum þar sem fjallað var um lykilþætti farsælla breytinga, forystu og mikilvægi samvinnu í umbótastarfi.
Meira

Óvitar í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks æfir nú af krafti leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Verkið er ofboðslega skemmtilegt á margan hátt þar sem börn leika fullorðna og öfugt. Við fáum innsýn í hvernig börn líta á okkur fullorðna fólkið og sjáum hluti sem við kannski gerum okkur ekki alltaf grein fyrir. Við fáum að upplifa fallegan og góðan vinskap sem varð frekar óvænt til vegna mikilla erfiðleika. Þetta er fjörug sýning með djúpa meiningu og er svo sannarlega fyrir alla fjölskylduna,“ segir Eysteinn Ívar leikstjóri verksins. Feykir tók tal að Eysteini sem er búinn að standa í ströngu, því nú styttist í frumsýningu en hún er áætluð 10. október nk. Miðasalan er farin á fullt og um að gera að næla sér í miða, nú þegar er orðið uppselt á fyrstu tvær sýningarnar. 
Meira

Benný Sif segir frá á Héraðsbókasafni Skagfirðinga

Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, heimsækir Héraðsbókasafnið á Króknum fimmtudagskvöldið 9. október kl. 20 og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Skáldsögur Bennýjar eru örlagasögur fólks úr íslenskum veruleika, höfundur tvinnar haganlega saman sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með. Þess má geta að Benný Sif hefur einnig skrifað þrjár barnabækur.
Meira