Skagafjörður

Ákveðið að selja skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins við Faxatorg

Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12. mars sl. var samþykkt samhljóða að selja skrifstofuhúsnæði í eigu sveitarfélagsins við Faxatorg á Sauðárkróki. Feykir spurði Einar E. Einarsson (B), forseta sveitarstjórnar, út í ástæður þess að Skagafjörður leitast nú við að selja eignina
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira

Maddömukot fæst gefins

Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti í gær þá ákvörðun byggðarráðs frá í febrúar að húsið, sem í daglegu tali kallast Maddömukot, fáist nú gefins gegn því að það verði gert upp á nýjum stað í samræmi við kröfur Minjastofnunar Íslands. Húsið er aldursfriðað sem þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands.
Meira

Fimm skip munu heimsækja Hofsós

Þann 1. janúar tóku gildi ýmsar breytingar vegna innflutnings og gjaldtöku vegna farþega og ferðamanna í skemmtiferðaskipum landsins. Þar á meðal er nýtt innviðagjald þar sem lagt er gjald á hvern farþega um borð í skemmtiferðaskipi í millilandasiglingum á meðan skipið dvelur í höfn hér á landi eða annars staðar á tollsvæði ríkisins
Meira

Horfum til framtíðar | Frá fulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista

Í Skagafirði eru í dag níu félagsheimili auk Menningarhússins Miðgarðs sem var skilgreint sem félagsheimili áður en ráðist var í verulegar endurbætur á húsnæðinu með stuðningi ríkisins. Sá stuðningur kom til vegna áherslubreytinga hjá ríkinu í uppbyggingu menningarhúsa í landsbyggðunum, en honum var á þeim tíma ætlað að gera menningartengdri starfsemi hærra undir höfði en talið var að félagsheimilin hefðu almennt burði til.
Meira

Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði sett á ís

Sveitarstjórn Skagafjarðar fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps. Eins og komið hefur fram var ákvörðun um sölu þess mjög umdeild og fyrir fundinn í gær afhentu fulltrúar frá Íbúasamtökum Hegraness undirskriftalista en um 600 manns mótmæltu áætlununum. Það var niðurstaða fundarins að ákvörðun um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps var frestað.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fékk 7 m.kr. úr Fornminjasjóði

Úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2025 liggur nú fyrir en í ár bárust 67 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 290.408.643 kr. Að þessu sinni hljóta 23 verkefni styrk úr sjóðnum, að heildarupphæð 92.540.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga fékk úthlutað úr þessum sjóði alls 7 m.kr. fyrir verkefnið Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Úrslitakeppnin verður ótrúleg!

Feykir sagði frá því í morgun að Stólastúlkurnar hans Israel Martin hefðu í gær tryggt sæti sitt í efstu deild og sömuleiðis þátttökurétt í úrslitakeppni Bónus deildarinnar sem hefst um mánaðamótin næstu. Þær eiga þó enn eftir að spila við lið Stjörnunnar hér heima og þá kemur í ljós hverjir andstæðingarnir verða í úrslitakeppninni og dreymir örugglega marga að öflugt lið Þórs á Akureyri verði andstæðingurinn – í það minnsta upp á stemninguna. Israel Martín svaraði nokkrum spurningum Feykis í morgun.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Hátíðarpottinn

Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri.
Meira