Skagafjörður

Vegagerðin varar við blæðingum í slitlagi

Nú er tími mikilla ferðalaga um vegi landsins en einnig tími framkvæmda við vegakerfið og víða er nýlögð klæðning. Vegagerðin varar við því að vegna mikilla hita síðustu daga hefur orðið vart við blæðingar í slitlagi en af því getur skapast hætta.
Meira

Skinkuhorn, rabbabarapæ og Baby Ruth kaka

Húnvetningurinn Þorgils Magnússon bæjartæknifræðingur og Selfyssingurinn Viktoría Björk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSN-Blönduósi voru matgæðingar í 26. tbl. Feykir árið 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt þremur börnum sínum Eyjólfi Erni, Sveini Óla og Grétu Björgu.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna í Víkinni

Það bættust þrjú stig í sarpinn hjá kvennaliði Tindastóls í kvöld þegar liðið vann sterkan sigur á ágætu liði Víkings í Lengjudeildinni. Leikið var í höfuðborginni og hvort lið skoraði eitt mark í fyrri hálfleik en í þeim síðari gerði lið Tindastóls tvö mörk og sigraði því 1-3. Að sögn Guðna Þórs Einarssonar þjálfara eru Stólastúlkur ánægðar með stigin þrjú á erfiðum útivelli. „Þetta var ekkert endilega fallegasti sigurinn en okkur gæti ekki verið meira sama,“ sagði Guðni í spjalli við Feyki.
Meira

Garðbæingar mæta á Krókinn á sunnudag

Það er fótbolti um helgina. Til stóð að lið Tindastóls og Knattspyrnufélags Garðabæjar (KFG) mættust á Króknum í kvöld en leiknum hefur verið frestað til sunnudags. Kvennalið Tindastóls spilar aftur á móti í höfuðborginni í kvöld og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á Víkingsvöllinn og styðja vel við bakið á stelpunum.
Meira

Mengunareftirlit með flutningum á olíu á Íslandi er ekki til staðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð í deilu Olíudreifingar hf. við Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra frá því í janúar á þessu ári. Þá áminnti nefndin Olíudreifingu til að knýja félagið til þess að veita upplýsingar um magn olíu sem var flutt um Öxnadalsheiði í september 2019 til Skagafjarðar og Húnavatnssýslu sem og magn olíu sem flutt var til Fjallabyggðar frá Akureyri í sama mánuði. Olíudreifing hafði áður hafnað að veita umbeðnar upplýsingar.
Meira

„Follubollur“ nýjasti íslenski skyndibitinn

Litla Kjötbolluhátíðin verður haldin þann 7. júlí næstkomandi á Hólum í Hjaltadal á veitingastaðnum Undir Byrðunni. Er hátíðin afrakstur nemenda í áfanganum Matur og menning í sumarnámi Háskólans á Hólum. Á hátíðinni verða Follubollur, nýjasti alíslenski skyndibitinn kynntur.
Meira

Metþátttaka í vanur/óvanur móti GSS

Nýliðanámskeiði GSS lauk á hefðbundinn hátt með vanur/óvanur móti fimmtudaginn 2. júlí. Þátttakendur voru 48 talsins sem er metþátttaka í slíku móti. Áhuginn skein úr hverju andliti og óvanir kylfingar lærðu af þeim vönu.
Meira

Hjólreiðafólk stígur fáka sína í Skagafirði á laugardaginn

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. laugardag, 4. júlí, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu sem er hluti af bikarmótinu í hjólreiðum. Þegar eru um 60 skráningar komnar í Drangeyjarmótið en gera má ráð fyrir því að þeim eigi eftir að fjölga. Keppt er í nokkrum styrkleikaflokkum karla og kvenna og auk þess er sérstakt almenningsmót sem er öllum opið.
Meira

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. júní á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa.
Meira

Viðaukasamningur við Sóknaráætlun undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, undirrituðu á dögunum viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra en ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru þann 30. mars sl., að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Fjárhæðin sem veitt var til viðbótar nemur 200 milljónum króna og koma 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra.
Meira