Spennandi tímar framundan á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður
02.10.2024
kl. 08.51
Sem hluti af undirbúningi við mótun nýs þekkingargarðs á Sauðárkróki fóru á dögunum fjórir valinkunnir Skagfirðingar í ferð til Svíþjóðar. Í frétt á vef SSNV segir að erindi ferðarinnar hafi verið að kynnast starfsemi sambærilegra garða og efla tengsl við fyrirtæki og stofnanir þar í landi. „Það má margt læra af nágrönnum okkar í Svíþjóð sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í nýsköpun og tengingu skóla við atvinnulífið,“ segir í fréttinni.
Meira