Skagafjörður

Lionsmenn höfðinglegir að vanda

Höfðingleg gjöf Lionsklúbbs Sauðárkróks, til HSN á Sauðárkróki var afhent í dag. Það voru þeir, Valgeir Kárason, Jón Eðvald Friðriksson og Halldór Hjálmarsson sem afhentu tækið fyrir hönd Lionsmanna. Nýburagulumælir/blossamælir er gjöfin sem umræðir. „Á síðustu árum höfum við þurft að senda töluvert af nýbökuðum foreldrum og nýburum á fyrstu dögum eftir fæðingu til Akureyrar til að meta nýburagulu, þar sem hér hefur ekki verið til tæki til að mæla eða meta slíkt,“ segir Anna María Oddsdóttir ljósmóðir HSN á Sauðárkóki.
Meira

Tvennir útgáfutónleikar um helgina

Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira

Það verður hægt að komast á bílaséns á fimmtudaginn

Hraðstefnumót Öskju hófst fyrir viku þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni. Fyrsta Hraðstefnumótið var haldið í Vestmannaeyjum en bílarnir hafa í kjölfarið haldið austur fyrir land og eru nú á norðurleið. Á fimmtudag verður Hraðstefnumót á Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm. Öskjumenn verða á Sauðárkróki frá kl. 12-16 og verða bílarnir til sýnis á bílaplani KS við Ártorg.
Meira

Tindastólsdagurinn og stuðningsmannakvöld í vikunni

Það styttist í að körfuboltavertíðin hrökkvi í gang á ný fyrir alvöru og pottþétt margur stuðningsmaðurinn sem bíður óþreyjufullur eftir því að gamanið hefjist á ný. Nú býður körfuknattleiksdeild Tindastóls öllum áhugasömum að mæta í Síkið á fimmtudaginn og halda upp á Tindastólsdaginn með stuðningsfólki, leikmönnum, þjálfurum, iðkendum og stjórnarfólki. Næstkomandi laugardagskvöld verður síðan stuðningsmannakvöld á Kaffi Krók.
Meira

Gísli Svan hættir eftir 35 farsæl ár í starfi

Um síðustu mánaðamót lét Gísli Svan Einarsson af störfum hjá FISK Seafood eftir 35 farsæl ár í starfi. Á heimasíðu FISK Seafood segir að upphafið megi rekja til vorsins 1989 þegar Kaupfélagið fékk Gísla, sem þá var kennari við Samvinnuháskólann á Bifröst, til þess að koma norður og halda fyrirlestur um samskipti, þjónustulund og fleiri málefni. Mikil ánægja var meðal þeirra sem sóttu námskeiðið hjá Gísla og úr varð að Gísli var ráðinn í fullt starf hjá Kaupfélaginu í kaffipásu námskeiðsins.
Meira

Hannah Cade kvödd með virktum

Það var falleg stund að leik loknum hjá Stólastúlkum á laugardaginn þegar Donni tilkynnti stuðningsmönnum að Hannah Jane Cade hefði verið að spila sinn síðasta leik fyrir lið Tindastóls. Hún var að klára sitt annað tímabil á Króknum, fór með liðinu upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilaði stóra rullu í að halda liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Meira

„Stund sem við munum aldrei gleyma“

„Ég átti klárlega von á vel gíruðu Tindastólsliði í leiknum. Vikan fram að leik var búin að gefa mjög góð fyrirheit og við fundum það á öllum hópnum að þær voru heldur betur harðákveðnar í að klára dæmið af krafti. Síðan svo sem fór það fram úr okkar draumum og leikmennirnir sem og stuðningsmenn gerðu þetta að stund sem við munum aldrei gleyma,“ segir Donni Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, sem bauð upp á eftirminnilega veislu á Sauðárkróksvelli í gær en liðið gjörsigraði lið ÍBV í leik þar sem áframhaldandi sæti í Bestu deildinni var í húfi.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Á Fésbókarsíðu Fornverkaskólans var í síðustu viku sagt frá því að mikið hafi verið um dýrðir hjá skólanum í september. Tvö námskeið voru haldin í torfhleðslu, annað á Tyrfingsstöðum á Kjálka og hitt á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.
Meira

Snilldarleikur Stólastúlkna í stórsigri á ÍBV

Það varð ánægjuleg fótboltaveisla sem Norðvestlendingum var boðið upp í dag en mikilvægir leikir fóru fram bæði á Blönduósi og á Króknum. Stólastúlkur voru ekki öruggar með sæti sitt í Bestu deild kvenna fyrir leik sinn í dag en þær stóðu þó best að vígi af þeim þremur liðum sem enn voru í fallhættu. Þegar til kom þá hefði Donni þjálfari ekki einu sinni geta látið sig dreyma um aðra eins snilldar frammistöðu og hann, og aðrir sem fylgdust með leiknum, urðu vitni að. Það voru allir að rifna úr stolti í stúkunni yfir spilamennsku liðsins og áræðni. Lokatölur í baráttuleik um sæti í Bestu deildinni? Jú, 7-2.
Meira

Staldrað við í Staðarbjargavík

Nú í vikunni var fundað um hugmyndir að hönnun á aðgengi að Staðarbjargavík sem er staðsett í fjörunni við Hofsós. Í Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Meira