Skagafjörður

Tíu marka tryllir suður með sjó

Reynir Sandgerði og Tindastóll mættust í dag í alveg steindauðum [djók] tíu marka trylli suður með sjó í 17. umferð 3. deildar. Leikurinn var eins og tölurnar gefa til kynna alveg bráðfjörugur og sviptingarnar miklar. Stólarnir komust snemma í 0-2 en heimamenn gerðu næstu fjögur mörk. Gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu leikinn og héldu að þeir hefðu stolið öllum stigunum með marki á 89. mínútu. En þetta var bara þannig leikur að heimamenn hlutu að jafna, sem þeir og gerðu, og lokatölur 5-5.
Meira

Metfjöldi nemenda við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum

Skólastarf skólaársins 2020 – 2021 að fullu hafið við Háskólann á Hólum. Metfjöldi nemenda leggur stund á nám við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild en aukningin er mest í diplómanámi í fiskeldi þar sem nemendafjöldi tvöfaldaðist og er nú 31 nemandi innritaður, þar af 25 nýnemar.
Meira

Boltaleikir helgarinnar og fréttir af Körfu-Könum – Breyttur leiktími hjá stelpunum

Boltaþyrstir ættu að hafa nóg til að svala þorsta sínum um helgina. Norðlensku liðin í fótboltanum spila þrjá leiki og körfupiltarnir verða í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld og þangað ættu sveltir stuðningsmenn körfuboltaliðs Stólanna að geta kíkt. Veislan hefst hins vegar klukkan 16:30 í dag þegar karlalið Tindastóls mætir einu af toppliðum 3. deildarinnar, Reyni Sandgerði, á BLUE-vellinum við Suðurgötu í Suðurnesjabæ en strákarnir eru varla búnir í sturtu eftir sigurleikinn gegn Vopnfirðingum sl. þriðjudagskvöld.
Meira

Hlutfall innflytjenda lægst á Norðurlandi vestra

Í frétt á Húna.is, sem unnin er úr upplýsingum frá Hagstofunni, segir að um síðustu áramót hafi 55.354 innflytjendur verið á Íslandi eða 15,2% mannfjöldans. Fjölgaði þeim um 5.083 milli ára. Innflytjendum af annarri kynslóð fjölgaði einnig á milli ára, þeir voru 5.264 í fyrra en eru nú 5.684. Lægst er hlutfall innflytjenda á Norðurlandi vestra en þar voru 9,1% mannfjöldans innflytjendur og börn þeirra á meðan hlutfallið var hæst á Suðurnesjum eða 27,9%.
Meira

Bruggarar vilja netverslun með áfengi

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa hafa skorað á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Áskorunin var kynnt í byggðarráði Skagafjarðar í fyrradag en hún var einnig send alþingismönnum og sveitarstjórnarfólki.
Meira

38% munur á matvörukörfunni í Skagafirði og nágrenni

38% eða 8.385 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á stórri matarkörfu skv. verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ þann 8. september í matvöruverslunum sem staðsettar eru í Skagafirði, á Skagaströnd og stórmörkuðum sem staðsettir eru á Akureyri. Matvörukarfan samanstendur af 54 vörum úr öllum vöruflokkum sem voru til í öllum verslunum. Karfan var dýrust í Skagfirðingabúð(KS), 27.614 kr. og næst dýrust í Hlíðakaup, 26.873 kr. en ódýrust var hún í Bónus, 22.352 kr.
Meira

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Hildur Heba meistari GSS í holukeppni

Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, er holukeppni skemmtilegt fyrirkomulag og öðru vísi en önnur mót en keppendur eru dregnir saman í upphafi þannig að tveir mætast í hverjum leik.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Skipakomum að fjölga eftir rólegt sumar í Skagafjarðarhöfn

Skipakomur hafa verið allmargar í september, sem er kærkomið eftir frekar rólegt sumar segir á vef Skagafjarðarhafna. Þar segir að Gámaskipin Hoffell og Selfoss komi reglulega samkæmt áætlunum ásamt því að heimatogararnir Drangey og Málmey séu komnir af stað. Þá hafa Akurey og Helga María landað allnokkrum sinnum ásamt línuskipinu Fjölni.
Meira