Skagafjörður

Ráðist í miklar fjárfestingar í samgöngum, fjarskiptum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti

Alþingi samþykkti nýverið aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og yfirvofandi atvinnuleysis og samdráttar í hagkerfinu. Markmið átaksins er að ráðast í arðbærar fjárfestingar og um leið auka eftirspurn eftir vinnuafli og örva landsframleiðslu á tímum samdráttar.
Meira

Heilun samfélagsins

Við erum að renna inn í þriðju viku samkomubanns og samfélagið dregur sig inn í skel. Margir vinna heima og aðrir eru komnir heim, þar sem fyrirtæki hafa stoppað meðan þessi stormur gengur yfir. Það má vera ljóst að fólk óttast ekki einungis um heilbrigði sitt heldur líka um afkomu sína og hvaða raunveruleiki blasi við þegar plágan er gengin hjá. Nú reynir á stoðir nærsamfélagsins og hver og einn skiptir máli í því sambandi.
Meira

Reynt við fyrsta heimsmetið í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Meira

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls

Við lok dags höfðu Vinnumálstofnun borist tæplega 25.000 umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli og gerir stofnunin ráð fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5 – 8% nú í mars en fari hækkandi og verði 12-13% í apríl og 11-12% í maí. Þá er einnig gert ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi fari lækkandi á tímabilinu maí til september en aukist á ný fram að áramótum í takt við hefðbundna árstíðarsveiflu. Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8% á árinu 2020.
Meira

Leiðbeiningar um Covid 19 - myndútskýring

Hér kemur myndútskýring um hvað má og hvað má ekki á þessum furðulegu tímum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana. Þessi mynd kom á vefnum heilsugeasla.is og vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta ef þeir eru í einhverjum vafa. Ég er örugglega búin að lesa þetta oft síðustu vikurnar en alltaf finnst mér betra að sjá allt myndrænt, festist eitthvað betur í heilanum á mér :)
Meira

Ég hlýði Atla

Það kannast allir við slagorðið „Ég hlýði Víði“ en svo getur farið að nýtt, en ekki eins lipurt, slagorð festi sig í sessi í Skagafirði, alla vega í gamla Hóla- og Viðvíkurhreppi, eftir að einhver gárunginn festi það á leiðbeiningaskilti Flokku við gámasvæði sveitarinnar. Ég hlýði Atla.
Meira

Mokveiði í grásleppunni

Aflafréttir segja frá mikilli grásleppuveiði á Skagafirði síðustu daga en nýr grásleppulisti var birtur í gær. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að bátar sem hafa verið við veiðar á Skagafirði voru að fiska mjög vel og má segja að um mokveiði sé að ræða. Í fréttinni er tekið sem dæmi að Hafey SK hafi þurft tvær ferðir til að ná öllum sínum 15 trossum í land.
Meira

Bjössi Óla og Sossu lætur tímann líða

Þriðji lífskúnstnerinn okkar og tímaeyðir er Arnbjörn Ólafsson en hann höndlar markaðs- og þróunarmál hjá Keili – miðstöðvar vísinda, fræða og mennta sem staðsett er í Reykjanesbæ. Bjössi er kannski sá aðili sem hefur síðustu misserin stuðlað hvað mest að aukinni flugumferð í lofthelgi Sauðárkróks í gegnum starfsemi Flugskóla Keilis.
Meira

Tæpar 30 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Úthlutað hefur verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 og verða veittir að þessu sinni alls 228 styrkir að upphæð 304.000.000 kr. Alls bárust 272 umsóknir, þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna, eftir því sem kemur fram á heimasíðu Minjastofnunar.
Meira

Viðbrögð stjórnvalda

Ríkisstjórnin bregst við þeim aðstæðum sem uppi eru núna í þjóðfélaginu og ræðst nú í sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs. Það má finna þingsályktunartillögu sem liggur fyrir Alþingi til samþykkis. Þar eru 15.000 m. kr. fjárheimild til átaksins verði skipt á einstök fjárfestingaverkefni um allt land. Þetta miðast við verkefni sem eru tilbúin til framkvæmda og miðað er við að hefist fyrir 1. september á þessu ári.
Meira