Skagafjörður

Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.
Meira

Erfiðlega gengur að manna leikskóla í Skagafirði

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku var starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði til umfjöllunar. Þar kom m.a. fram að erfiðlega gangi að manna fjölmarga vinnustaði í sveitarfélaginu og þar á meðal leikskóla. Því til skýringar er bent á að atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist undir 1%. „Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Tælenskur réttur og pastasalat | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar í tbl. 29 að þessu sinni voru Jóhann Axel Guðmundsson og konan hans Mariko Morita og búa þau á Selfossi ásamt dóttur þeirra Írisi Þóru. Jóhann Axel er alinn upp á Fjalli í Sæmundarhlíð en vill meina að hann sé Varmhlíðingur og eini Skagfirðingurinn í sinni fjölskyldu, fæddur og uppalinn. Hin eru aðflutt aðkomufólk. Mariko er frá Hamamatsu í Japan en þaðan koma þau víðfrægu Yamaha hljóðfæri. Jóhann vinnur í Hveragerði hjá Ölverk og Mariko vinnur á Selfossi á Kaffi krús, endilega kíkið í kaffi. „Jæja, tvennt á boðstólum þessa vikuna, haldið ykkur,“ segir Jóhann hress. 
Meira

Vongóð og bjartsýn

Skagfirðingurinn sr. Halla Rut Stefánsdóttir er ein þeirra sem lifir með krabbamein. „Það er list að lifa með krabbameini” er yfirskrift bleiku slaufunnar í ár og upphafsorð Höllu þegar frásaga hennar af því að lifa með krabbamein hefst. Við gefum Höllu orðið og þökkum henni í leiðinni fyrir að deila þessari persónulegu og einlægu frásögn með okkur.
Meira

Til hvers er barist? | Leiðari 41. tölublaðs Feykis

Ég las um helgina að árið 2025 væri Kvennaár. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa á þessu því einhvern veginn hafði þetta alveg farið fram hjá mér. Nú má vera að ég hafi heyrt þetta en ekki meðtekið skilaboðin, við karlangarnir eigum það víst til.
Meira

Topplið Grindavíkur reyndist of stór biti fyrir Skólastúlkur

Hlutirnir eru ekki alveg að falla með kvennaliði Tindastóls í körfunni. Í gær héldu stelpurnar suður í Grindavík þar sem sterkt lið heimastúlkna beið þeirra. Þrír leikhlutar voru jafnir en einn reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur og fjórða tapið í röð því staðreynd. Lokatölur 82-68.
Meira

Nautalund og rækjukokteill | Matgæðingur vikunnar

Matgæðingar vikunnar í tbl. 28 voru María Einarsdóttir og Jóhann Ingi Haraldsson í Ásgeirsbrekku í Skagafirði. María er ættuð frá Vindheimum en uppalin í Garðabæ en Jóhann Ingi er frá Enni. „Við eigum alltaf eitthvað gourmet kjöt í kistunni og eldum flesta daga. Við höfum bæði nokkuð gaman af eldamennsku en notum sjaldnast uppskriftir, yfirleitt er þetta eitthvað samsull af því sem til er hverju sinni. En gott að styðjast við góðar uppskriftir þegar eitthvað stendur til. Nautakjöt er í uppáhaldi hjá okkur báðum, það jafnast ekkert á við góða nautasteik.“
Meira

„Ég elska þig en nenniru plís að þegja“ / RAGNHEIÐUR PETRA

Ragnheiður Petra Óladóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki dóttir Þórhildar og Óla Péturs Bolla. Petra er fædd árið 1996 og man ekki hvenær hún byrjaði að syngja en trúði því meira að segja lengi vel að hún gæti ekki sungið.
Meira

Ekki fyrir þá sem eru með sápugenið | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 27  voru fornleifafræðingarnir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, og Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra. Þegar þessi þáttur fór í birtingu í blaðinu voru þau stödd erlendis í sumarfríi og var því ákveðið að vera á alþjóðlegu nótunum hvað varðar uppskriftir. „Við fjölskyldan erum afar hrifin af fersku kóríander, þessar uppskriftir henta því ekki þeim sem eru með hið svokallaða sápugen, þ.e. þeim sem finnst kóríander smakkast eins og sápa,“ segja Berglind og Gummi.
Meira

Mikil hjálp að viðurkenna vanmáttinn

Líf Valbjargar Pálmarsdóttur tók sannkallaða U- beygju fyrir ári síðan þegar hún greindist með brjóstakrabbamein á þriðja stigi. Valbjörg, sem alltaf er kölluð Abba, er fædd árið 1973 og alin upp í fallegu sveitinni sinni, á bænum Egg í Hegranesi, með foreldrum og systkinum. Abba býr í dag á Sauðárkróki og á börnin þrjú, þau Maríu Ósk, Berglindi Björgu og Þórð Pálmar. Abba útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2001 og starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Ársölum. Í tilefni af bleikum október segir Abba okkur einlæga og persónulega sögu sína, við gefum Öbbu orðið.
Meira