Skagafjörður

Eyðir nánast öllum sínum frítíma í hesthúsinu

Greta Berglind Jakobsdóttir er íþróttagarpur vikunnar í Feyki og á það sameiginlegt með síðasta garpi Feykis að vera skagfirsk hestastelpa sem býr í Garðakoti í Hjaltadal. Greta Berglind er dóttir Katharinu Sommermeier sem alltaf er kölluð Rína og Jakobs Smára Pálmasonar og á hún einn yngri bróður sem heitir Anton Fannar. Greta gekk í leikskóla á Sauðárkróki en flutti svo í Hjaltadalinn sumarið áður en hún hóf skólagöngu fyrst í Grunnskólanum á Hólum og líkur nú grunnskólagöngunni í vor frá Grunnskóla austan Vatna.
Meira

Okkur þykir mjög vænt um Bifröst

Það verða tímamót í félagsheimilinu Bifröst um áramótin en þá stinga húsverðirnir góðu, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, kannski best þekkt sem Bára og Sibbi, bónkústinum inn í skáp og skella í lás í síðasta skipti. Ekki stendur þó til að loka 100 ára gömlu húsinu og hefur staðan verið auglýst laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu Skagafirði. En af þessu tilefni ákvað Feykir að leggja nokkrar spurningar fyrir Báru og Sibba en enn meiri umfjöllun verður um Bifröst í síðasta Feyki ársins sem kemur út eftir viku.
Meira

Kom aftur til að athuga hvort hann myndi lifa af heilan vetur

Joachim B. Schmidt er höfundur nýútkominnar bókar sem ber það virðulega nafn Ósmann. Þetta er ekki bara einhver Ósmann heldur Ósmann okkar Skagfirðinga. Joachim hefur nú skrifað sögu Ósmanns í formi skáldsögunnar. Feykir hafði samband við Joachim og spjallaði aðeins við höfundinn um upprunann, lífið og skáldskapinn.
Meira

Stólarnir í hátíðarskapi á Álftanesinu

Meira

5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Meira

Skóna út í glugga... | Leiðari 47. tölublaðs Feykis

Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Meira

Nemendur FNV heimsóttu Blönduvirkjun

Nú í byrjun desember fór fríður flokkur eldri nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, nánar tiltekið af rafvirkjabraut og vélstjórnarbraut, í heimsókn í Blöndustöð en Landsvirkjun hefur, um nokkurra ára skeið, boðið nemendum upp á skoðunarferðir um stöðvarhús virkjunarinnar með leiðsögn sérfræðinga. Í frétt á síðu FNV heimsókn sem þessi er bæði fróðleg og skemmtileg og veitir nemendum góða innsýn í þessar mikilvægu stoðir innviða landsins sem raforkuöflun er.
Meira

Bókakynning og upplestur | Prezentacja oraz czytanie fragmentów

Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Meira

Lúsíudagurinn er einmitt í dag...

Ein af jólahefðunum í Árskóla á Sauðárkróki er að Lúsíur fara um bæinn syngjandi. Þetta ku vera sænsk hefð og sannarlega mikið umstang og spenna fyrir deginum hjá nemendum 6. bekkjar sem taka að sér hlutverk Lúsiu ár hvert.
Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira