Ágætis veður áfram í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.11.2025
kl. 08.33
Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Meira
