Skagafjörður

Skriða féll yfir Reykjastrandarveg í gær

Það rigndi heilan helling í gær og þá ekki hvað síst á Tröllaskaganum. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir gærdaginn og varaði við flóða og skriðuhættu í kjölfar rigninganna. Fjölmiðlar greindu frá því að skriða hefði fallið á Reykjastrandarveg og þá fékk Feykir upplýsingar um að skriða hafi fallið ofan við Ingveldarstaði í Hjaltadalnum en þar rigndi mikið.
Meira

„Ég dansaði og söng fyrir hlé, svaf svo seinni partinn“ | GUÐRÚN HELGA

Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.
Meira

Umhverfisverðlaun 2024 veitt á Húnavöku

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Það var Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, sem afhenti verðlaunin.
Meira

Grillaður dagur í Stóragerði

Það var margt um manninn sl. laugardag á Samgöngusafninu í Stóragerði Skagafirði sem bauð öllum gestum dagsins frítt inn á safnið í tilefni af því að þann 26. júní náði safnið þeim merka áfanga að verða 20 ára. Það var því öllu tjaldað til og margt annað sem var í boði fyrir gesti því þeir sem mættu gátu einnig fengið sér pylsu, drykki, köku og ís.
Meira

Velur þú að loka barnið þitt inni í her­bergi með barna­níðingi?

Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað.
Meira

Omoul Sarr til liðs við kvennalið Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina reynslumiklu Omoul Sarr um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili í Bónusdeildinni segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kkd. Tindastóls.
Meira

Fjöldi íslenskra fjárhunda heimsótti Byggðasafn Skagfirðinga

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson (1906-1979) stóð Byggðasafnið fyrir dagskrá í Glaumbæ sl. fimmtudag í miklu blíðskaparveðri. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans "Dagur íslenska fjárhundsins".
Meira

Frábær toppbaráttusigur Tindastóls

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar heimamenn í Tindastól tóku á móti liði Hamars í Hveragerði. Lið Tindastóls hefur halað inn mikilvæg stig að undanförnu og var komið í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Hvergerðingar voru tveimur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sigur Stólanna hefði komið þeim í góða stöðu. Þetta gekk eftir og Stólarnir unnu stórsigur. Lokatölur 4-0.
Meira

Gul viðvörun frá miðnætti og fram á miðjan dag

Það er alltaf tími fyrir pínu leiðindaveður. Nú á miðnætti skellir Veðurstofan á okkur gulri veðurviðvörun hér á Norðurlandi vestra og stendur sú viðvörun fram til kl. 15 á morgun. Spáð er norðvestan 8-15 m/s og rigningu, talsverðri eða jafnvel mikilli úrkomu á vestanverðum Tröllaskaga.
Meira

Slakur varnarleikur varð Stólastúlkum að falli gegn Fylki

Donni þjálfari var ekki par sáttur við sínar stelpur í dag eftir skell í Árbænum þegar Stólastúlkur sóttu Fylki heim. Árbæjarliðið sat á botni deildarinnar fyrir leikinn, höfðu ekki unnið leik síðan í maí, en eftir jafnan fyrri hálfleik tók heimaliðið völdin og vann sanngjarnan 4-1 sigur.
Meira