Skagafjörður

Tíu marka veisla í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu fyrir átökin í Lengjudeildinni nú skömmu fyrir jól. Mótherjinn var lið Dalvíkur og úr varð mikil markaveisla en leikurinn, sem var spilaður fyrir norðan og var hluti af Kjarnafæðimótinu, endaði 5-5.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | „Það var góð mynd og aldeilis barist“

„Bifröst er fyrir mér kennileiti í Skagafirði, bara eins og Drangey og Mælifellshnjúkur. Ég var í Gagnfræðaskólanum á Króknum veturinn 1970 til 1971 og síðan þá tengi ég Bifröst mjög sterkt við Sæluvikuna. Ég hef greinilega ekki lært mikið meðan Sæluvikan stóð yfir þarna árið 1971 því ég sé í gömlum bréfum sem ég skrifaði frænda mínum að ég hef farið á öll böllin (nema tvö), séð þrjár bíómyndir ogtvær leiksýningar þá vikuna,“ segir Blöndhlíðingurinn Eyþór Árnason, ljóðskáld og fyrrverandi sviðsstjóri.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | Lengi lifi Bifröst!

„Fæddur 21. október 1956 og skírður Helgi og varð fljótt úr því ,,Helgi Gunn”, löngu seinna tók ég svo upp nafnið Dagur og úr því varð „helgidagur” eða Helgi Dagur,“ segir Helgi Dagur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bifrastar, þegar hann er beðinn að gera grein fyrir sér. Eðlilega fékk Feykir Helga til að rifja upp minningar úr Bifröst.
Meira

Molduxar sigurvegarar Jólamóts 2025 með Forsetann í fararbroddi

Jólamót Molduxa fór fram á öðrum degi jóla þar sem 13 lið öttu kappi í körfubolta „af mikilli fegurð og yfirvegun“ eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Molduxa. Það var stuttbuxnadeild Molduxa sem bar sigur úr bítum í úrslitaleik gegn ungum og sprækum piltum í liði Hágæða dráttarvéla en Hús Frítímans fékk flest stigin í B flokki.
Meira

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

Hver verður Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki sem var kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025. Feykir óskaði eftir tilnefningum og rökstuðningi og hér má sjá þau sem tilnefnd hafa verið:
Meira

„Leggst með rassinn framan í mig“

Á Hólmagrundinni á Króknum búa krakkarnir Árelía Margrét, Ingimar Hrafn og Hafþór Nói ásamt foreldrum sínum, Ásu Björgu og Grétari Þór. Á heimilinu leynist einnig ferfætlingur, hundur sem ber nafnið Þoka og er af gerðinni Schnauzer. Þetta er reyndar ekki í fyrsta eða annað skiptið sem Schnauzer heimsækir okkur í gæludýraþáttinn því við höfum t.d. fengið að kynnast þeim Herberti, Tobba, Hnetu og Freyju sem eru af þessari tegund. Það er reyndar mismunandi hvort þau flokkist sem miniature, standard eða giant en hún Þoka er standard.
Meira

Fyrsta meistararitgerðin frá Hestafræðideildinni á Hólum varin

Þann 12. desember síðastliðinn varði Johannes Amplatz Meistararitgerð sína frá Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að þessi meistaravörn hafi markað tímamót við deildina þar sem Johannes varð fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni en hann mun formlega útskrifast í maí í vor.
Meira

Ákveðið að semja við Fúsa Ben og Sigurlaugu Vordísi um að taka við Bifröst

Eins og fram hefur komið í Feyki þá höfðu húsverðirnir í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, tekið þá ákvörðun að nú væri rétti tíminn til að rétta öðrum húsvarðarkeflið og bónkústinn góða. Á fundi sínum þann 19. desember sl. samþykktu fulltrúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Skagafjarðar að ganga til samninga við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur og Sigfús Arnar Benediktsson til og með 31. desember 2027 með möguleika á árs framlengingu.
Meira