Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.04.2021
kl. 11.08
Föstudagsþáttur Viðreisnar í dag verður helgaður Norðvesturkjördæmi og er yfirskrift þáttarins „Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar“. Oddviti Viðreisnar í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar, Guðmundur Gunnarsson, fær til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á íbúum. Gestir Guðmundar verða þau Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Pétur G. Markan, fyrrverandi bæjarstjóri Súðavíkurhrepps og fyrrverandi formaður Vestfjarðarstofu og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.
Meira