Skagafjörður

Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar

Föstudagsþáttur Viðreisnar í dag verður helgaður Norðvesturkjördæmi og er yfirskrift þáttarins „Um hvað verður kosið í Norðvesturkjördæmi? Tækifæri til sóknar“. Oddviti Viðreisnar í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar, Guðmundur Gunnarsson, fær til sín góða gesti til þess að ræða það sem brennur á íbúum. Gestir Guðmundar verða þau Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Pétur G. Markan, fyrrverandi bæjarstjóri Súðavíkurhrepps og fyrrverandi formaður Vestfjarðarstofu og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.
Meira

„Þetta kemur allt í litlum skrefum“

„Já, sko páskafríið mitt byrjaði á því að ég fékk ælupest en ég ældi samt bara einu sinni þarna í byrjun frísins. Svo dagana eftir það var ég bara drulluslöpp og hélt að það væri bara eftir þessa ælupest. En ég sé núna að þarna var þetta allt bara byrjað að magnast upp,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, 18 ára körfuboltastúlka í liði Tindastóls og nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar Feykir spyr hana út í pínu óvenjulega páskahelgi. Fríið endaði þannig að flogið var með Evu Rún suður á spítala þar sem hún var sett á gjörgæslu, enda hafði komið í ljós að hún var með blóðtappa í báðum lungum og blóðtappa í fæti sem náði í raun frá maga og niður fyrir hné.
Meira

Níu fengu styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Skagafirði

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd úthlutaði á fundi sínum í vikunni tímabundnum styrkjum til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2020. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er greint frá því að styrkurinn sé liður í viðspyrnu vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði.
Meira

„Grípum tækifærin verkin tala“

Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Ég býð mig áfram fram til forystu í 1. sæti í forvali VG sem nú stendur yfir í Norðvesturkjördæmi til að fylgja fast eftir hagsmunabaráttu þessa landshluta til sjávar og sveita. Það er nauðsynlegt að skapa áfram þann jarðveg að ungt fólk leiti eftir búsetu út um land og stuðli þannig að vexti og viðgangi landshlutans.
Meira

Ísland grænt á ný, eitt Evrópuríkja

Ísland er aftur orðið grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, eitt Evrópuríkja en stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu. Á vef heilbrigðisráðuneytis kemur fram að græni liturinn sé til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.
Meira

Allt er fertugum fært – Leiðari Afmælis-Feykis

Eins og blaðið í dag ber með sér eru 40 ár liðin síðan fyrsta eintak Feykis kom fyrir augu lesenda eða hinn 10. apríl 1981. Á baksíðu fyrsta Feykis segir: „Nokkrir áhugamenn um blaðaútgáfu hafa tekið saman höndum og gert þetta fyrsta blað að veruleika. Okkur er það ljóst að til að gefa blað reglulega út þarf stofnun, hlutafé, ritnefnd og ritstjóra. Hann þarf svo aftur breiða fylkingu tíðindamanna um kjördæmið allt. Hingað til hafa útgefendur blaða hér unnið einir í hjáverkum störf sín.
Meira

Glettur Andrésar Valbergs - Frumraun Inga V. í blaðamennsku á Feyki

Ingi V. Jónasson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð mörg undanfarin ár, starfaði á ritstjórn Feykis 1986-1987 þegar Jón Gauti Jónsson var ritstjóri. Ingi sendi Feyki nokkrar línur um skemmtilega frumraun sína í blaðamennsku. Gefum honum orðið:
Meira

Afmælisblað Feykis komið út

Afmælis-Feykir er kominn út en í blaði vikunnar er 40 ára útgáfu héraðsfréttamiðilsins Feykis minnst með ýmsum hætti. Viðtöl, upprifjanir, skemmtilegar minningar, torskilin bæjarnöfn og afþreying svo eitthvað sé nefnt. Meðal efnir eru viðmælendur sem spurðir voru út í kynni sín af blaðinu; Ragnar Z. Guðjónsson, ritstjóri Húnahornsins; Sigfús I. Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV.
Meira

Telur mikilvægt að fara vel útbúinn á gosstöðvarnar

Margir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar í Geldingadölum og fjölmargar myndir hafa birst á öllum miðlum. Einn af göngugörpunum er Sigurður Ingi Pálsson, á Sauðárkróki en hann fór upp á Fagradalsfjall klukkan 8 á skírdag 1. apríl og var kominn að gossvæðinu rúmum klukkutíma seinna. Hann segir hljóðin og það sem fyrir augum bar hafa verið mikið stórfenglegra en það sem vefmyndavélar hafa sýnt hingað til.
Meira

FISK Seafood skaffar keppnisbúninga í staðinn fyrir þátttöku í umhverfisátaki

FISK Seafood hefur ákveðið að styrkja Knattspyrnudeild Tindastóls með því að bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins merkta keppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostaðnarlausu. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFT.
Meira