Skagafjörður

Dreifing á Feyki og Sjónhorni tefst um sólarhring

Það er ekki bara vorið sem lætur bíða eftir sér. Að öllu jöfnu hefðu Feykir og Sjónhorn verið á leiðinni í hús þennan ágæta miðvikudagsmorgunn en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá tefst dreifing um sólarhring. Beðist er velvirðingar á þessu og vonandi endurtekur þetta sig ekki – enda afar óheppilegt í alla staði.
Meira

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl og kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl og niðurstaða kosninganna liggur fyrir þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:
Meira

Háskólinn á Hólum hlýtur viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt háskólastarf

Háskólinn á Hólum hlaut á dögunum Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Meira

Ólíkir tónlistarheimar mætast á ferðalagi um landið

Marína Ósk kemur úr heimi djass og Ragnar Ólafsson úr rokki. Þau leggja nú saman af stað í tónleikaferðalag saman um allt land 16.-28. apríl. Þau kynntust í Húsi máls og menningar, þar sem þau spila flest kvöld vikunnar fyrir fullu húsi. Semja nú saman söngvaskáldatónlist og gáfu meðal annars út lagið Er kólna fer ekki alls fyrir löngu. Þau heimsækja Gránu á Sauðárkróki á morgun – miðvikudaginn 17.apríl og hefjast tónleikarnir kl.20.30.
Meira

Geggjaðir Grindvíkingar í Síkinu

Það er rétt að byrja á því að hrósa Grindvíkingum, þeir voru frábærir í gær og verðskulduðu sigur í Síkinu þegar þeir mættu liði Tindastóls í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar en þeir leiða nú einvígið 2-0. Gestirnir náðu yfirhöndinni seint í fyrsta leikhluta og léku við hvern sinn fingur þar til þriðji leikhluti var úti en þá var munurinn 32 stig. Þrátt fyrir að Stólarnir gerðu fyrstu 21 stig fjórða leikhluta voru þeir í raun aldrei nálægt því að jafna leikinn – hvað þá að vinna hann. Lokatölur voru 88-99 og ljóst að lið Tindastóls þarf að finna góðan skammt af galdradufti til að snúa þessu einvígi við.
Meira

Öldungamót Smára

Nú er lag fyrir gamlar frálsíþróttakempur og aðra áhugasama að skrá sig á öldungamót Smára sem fram fer í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 20.apríl nk.
Meira

1500 FRÆ

Meðmæli eru frækorn. Við erum að sá og fjárfesta til framtíðar. Við munum enn fremur uppskera eins og við sáum. Ef við sáum þeirri hegðun að frambjóðendur verði að vera þekkt andlit, með reynslu úr pólitík eða opinberri þjónustu – þá uppskerum við eftir því. Umsóknarkröfum ætti þá að breyta til samræmis hið snarasta sem og heiti starfsins. Embætti fyrir útvalda. Embætti fyrir fræga. Embætti fyrir völd og pólitík.
Meira

Nú mæta allir í Síkið

Íslandsmeistarar Tindastóls taka á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala fer fram á Stubb. Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja strákana okkar til sigurs. Grindvíkingar rúlluðu yfir okkar menn í fyrsta leik og nú þurfa allir Stólar að gera betur.
Meira

Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Meira

Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.
Meira