Skagafjörður

Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra

Það þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.is
Meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.
Meira

Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag

Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.
Meira

Formaðurinn með sigurmark í uppbótartíma

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Árbæinn í dag þar sem þeir mættu liði Árbæjar í 3. deildinni á Domusnovavellinum. Heimaliðið var sæti ofar en Stólarnir fyrir leikinn en 1-2 sigur, þar sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls gerði sigurmarkið í uppbótartíma, skaut Skagfirðingum upp fyrir Árbæinga og í fimmta sæti deildarinnar.
Meira

Spicy vodka pasta og brownies | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 18 er Skagfirðingurinn Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir sem nú er búsett í Grafarvogi. Hrafnhildur er í sambúð með Birki Frey Gunnarssyni frá Skagaströnd og starfar Hrafnhildur sem iðjuþjálfi á Reykjalundi í Mosfellsbæ en Birkir er háseti á frystitogara.
Meira

Undir bláhimni

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira

Nautaþynnusalat Rósar | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 17 er Sigurrós Ingimarsdóttir en hún er dóttir Ingimars og Ossýjar. Sigurrós er fædd og uppalin á Króknum, bjó á Sauðárkróki til 1991 en flutti þá til Kaupmannahafnar og bjó þar í fimm ár. Þaðan lá svo leiðin í borg óttans, Reykjavík. „Í góðærinu kviknaði sú hugmynd að byggja hús á Akranesi og þangað flutti ég ásamt fjölskyldunni árið 2008.“
Meira

Sögur af hestum og mönnum: Sæmundur og Heilalausi-Brúnn

Sæmundur á Syðstu-Grund hafði, fyrir utan að keyra vörubíl, mest gaman af því að þeysa um á sprækum hestum. Sæmi eins og hann var jafnan kallaður ræktaði hross í talsverðum mæli og voru þau mikið til komin út af merum sem hann kom með með sér frá Grófargili en þaðan var hann. Sæmi vildi hafa hrossin sín kraftmikil og lífleg. Sæmi sendi hross í tamningu til ýmsra tamningamanna í Skagafirði og þótti honum lítið til koma ef þeir gáfu þeim þá einkunn að þau væru þæg. Nei þau áttu að vera fangreist með örlítið tryllingsblik í auga.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira