Skagafjörður

Spennandi tímar framundan á Norðurlandi vestra

Sem hluti af undirbúningi við mótun nýs þekkingargarðs á Sauðárkróki fóru á dögunum fjórir valinkunnir Skagfirðingar í ferð til Svíþjóðar. Í frétt á vef SSNV segir að erindi ferðarinnar hafi verið að kynnast starfsemi sambærilegra garða og efla tengsl við fyrirtæki og stofnanir þar í landi. „Það má margt læra af nágrönnum okkar í Svíþjóð sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í nýsköpun og tengingu skóla við atvinnulífið,“ segir í fréttinni.
Meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.
Meira

Dansmaraþon Árskóla

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla fer fram dagana 2. og 3. október. Munu nemendur dansa frá kl. 10 á miðvikudegi til kl. 10 á fimmtudegi.
Meira

Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira

September kveður með hvítri jörð

Króksarar vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og sennilega hafa einhverjir gripið í kreditkortið til að skafa af bílrúðunum. Víða er hálka á vegum á Norðurlandi vestra og jafnvel snjór og krapi á Þverárfjallsvegi. Það eru bara blessaðir malarvegirnir sem eru greiðfærir – í það minnsta svona fram eftir morgni. Eftir dumbung og raka helgarinnar stefnir í smá birtu og pínu aukinn yl í dag og vonandi nóg til að hálkan gefi eftir.
Meira

Lið Selfoss vann Fótbolti.net bikarinn

Knattspyrnulið Tindastóls í karlaflokki spilaði um síðustu helgi einn merkilegasta leik sinn síðasta áratuginn í það minnsta en þá héldu strákarnir austur á land og léku við lið KFA í Reyðarfjarðarhöllinni. Um var að ræða undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum og gulrótin var því bikar og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir hetjulega baráttu og ágætan leik voru það þó heimamenn í Knattspyrnufélagi Austurlands sem höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Mannabreytingar hjá M.fl. kvk í körfunni

Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Shaniya Jones hefur kvatt liðið og í hennar stað er Randi Brown mætt á Krókinn, þá hefur Laura Chahrour lagt skóna á hilluna eftir að upp tóku sig gömul hnémeiðsli, í hennar stað er komin Melissa Diawakana.
Meira

Laxveiðitímabilið á enda komið

Á huni.is segir að veiði í laxveiðiánum í Húnavatnssýslu er að ljúka þessa dagana. Mun fleiri laxar hafa veiðst í helstu laxveiðiám sýslnanna í sumar, í samanburði við síðustu ár. Miðfjarðará er komin í 2.458 laxa en í fyrra veiddust 1.334 laxar í ánni. Laxá á Ásum er komin í 1.008 laxa en í fyrra endaði hún í 660 löxum. Þetta er besta veiði í ánni síðan 2017. Víðidalsá stendur í 789 löxum en í fyrra veiddust 645 laxar í ánni og Vatnsdalsá er með 616 veidda laxa í samanburði við 421 í fyrra.
Meira

Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Meira