Skagafjörður

Aðalfundi Tindastóls frestað

Aðalfundi Tindastóls sem vera átti í kvöld klukkan 20:00 í Húsi frítímans hefur verið frestað þangað til 14 dögum eftir að sóttvarnarlæknir afléttir samkomubanni, hvenær sem það verður, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá aðalstjórn félagsins.
Meira

Róm var orðin nokkurs konar draugaborg

Feykir gerði sér lítið fyrir og setti sig á dögunum í samband við Jennýju Leifsdóttur, leikskólaliða og húsmóður í Vesturbænum. Tilefnið var að hún, eiginmaðurinn og yngsti sonurinn forðuðu sér frá COVID-undirlagðri Ítalíu í síðustu viku en þau höfðu dvalið í Róm frá því á haustmánuðum.
Meira

Besta leiðin til að spara klósettpappír? - Myndband

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að fólk um víða veröld hefur hamstrað klósettpappír í skugga Covid19 verunnar og enginn leið að skilja hvers vegna. Margir brandarar og sögur hafa orðið til vegna þessa og jafnvel vídeó. Feykir rakst á skemmtilegan fróðleik um það hvernig komast má hjá hamstri með einföldum sparnaðaraðgerðum heima hjá sér.
Meira

Reglur um sóttkví gilda einnig í sveitinni

Eitthvað mun hafa borið á því að fólk sem er í sóttkví dvelji í sumarhúsum sínum úti á landsbyggðinni og gleymi því að sömu reglur gilda um þá þar og í þéttbýlinu. Því vill Lögreglan á Norðurlandi vestra koma þessum skilaboðum á framfæri:
Meira

Plokkað í samkomubanninu

Það er ýmislegt gert til að láta tímann líða í samkomubanninu vegna COVID-19. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að fara vel með sig og forðat smit, spritta á sér hendurnar og muna að bros er betra en koss og knús. Engu að síður er mælst til þess að fólk hreyfi sig og þessir dugnaðarforkar nýttu útiveruna í gær til að plokka á Króknum. Afraksturinn fóru þau með í Flokku.
Meira

Aðgengi takmarkað að Lyfju á Sauðárkróki

Frá og með deginum í dag mun Lyfja á Sauðárkróki takmarka aðgengi viðskiptavina sinna inn í apótekið en þess í stað mun afgreiðslan fara fram í gegnum dyrnar. Viðskiptavinum er bent á að nota www.lyfja.is til þess að panta lyf, eða taka upp símann og hringja á undan sér.
Meira

Skín við sólu slær í gegn

Það er ekki að spyrja að því þegar Ómar Bragi Stefánsson fær einhverja hugmynd – þær eiga það til að vinda duglega upp á sig. Ómar er til dæmis höfundur Króksblóts og Jólahlaðborðs Rotary, svo eitthvað sé nefnt, en nú um helgina stofnaði hann síðuna Skín við sólu á Facebook. Þar hvatti hann fólk til að ganga til liðs við sig og smella einhverju skemmtilegu á síðuna og þá ekki síst myndum eða myndböndum. Undirtektirnar létu ekki á sér standa og liggur við allir Skagfirðingar fyrr og síðar séu mættir til leiks með efni, sér og öðrum til ánægju á þessum sérkennilega tíma sem við lifum.
Meira

Farskólinn býður upp á fjarnámskeið

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður á næstu dögum íbúum Norðurlands vestra upp á fimm gerðir fjarnámskeiða. Er það gert í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stéttarfélögin Ölduna, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki, Samstöðu og Kjöl.
Meira

Íslenskir sóldýrkendur í vanda - Myndband

Þrátt fyrir alvarleika COVID-19 veirunnar hefur þríeykið í aðgerðarteymi Landlæknisembættisins hvatt fólk til að halda áfram að lifa lífinu og hafa gaman. Margir hafa sett á Facebook síður sínar eða á YouTube, hinar ágætustu vídeósketsa í viðleitni sinni til að gleðja fólk. Hér er einn sprenghlægilegur um íslenska sóldýrkendur og langþreytta Púllara.
Meira

Afgreiðslum lokað hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Afgreiðslum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur verið lokað tímabundið en það er liður í auknum smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins. Hægt er að hafa samband í síma 444-0700 ef ná þarf sambandi við skrifstofu lögreglunnar á Norðurlandi vestra, milli klukkan 9 og 15 alla virka daga, eða í gegnum netfangið nordurland.vestra@logreglan.is. Ef ná þarf sambandi við lögreglu á að hafa samband við 1-1-2
Meira