Skagafjörður

Ekki fyrir þá sem eru með sápugenið | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl. 27  voru fornleifafræðingarnir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, og Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra. Þegar þessi þáttur fór í birtingu í blaðinu voru þau stödd erlendis í sumarfríi og var því ákveðið að vera á alþjóðlegu nótunum hvað varðar uppskriftir. „Við fjölskyldan erum afar hrifin af fersku kóríander, þessar uppskriftir henta því ekki þeim sem eru með hið svokallaða sápugen, þ.e. þeim sem finnst kóríander smakkast eins og sápa,“ segja Berglind og Gummi.
Meira

Mikil hjálp að viðurkenna vanmáttinn

Líf Valbjargar Pálmarsdóttur tók sannkallaða U- beygju fyrir ári síðan þegar hún greindist með brjóstakrabbamein á þriðja stigi. Valbjörg, sem alltaf er kölluð Abba, er fædd árið 1973 og alin upp í fallegu sveitinni sinni, á bænum Egg í Hegranesi, með foreldrum og systkinum. Abba býr í dag á Sauðárkróki og á börnin þrjú, þau Maríu Ósk, Berglindi Björgu og Þórð Pálmar. Abba útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2001 og starfar sem deildarstjóri á leikskólanum Ársölum. Í tilefni af bleikum október segir Abba okkur einlæga og persónulega sögu sína, við gefum Öbbu orðið.
Meira

Arnar tryggði sigur á síðustu sekúndu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í fimmtu umferð Bónus deildarinnar í gærkvöldi og var leikið í Síkinu. Lengi vel leit út fyrir að Stólarnir ætluðu hálfpartinn að niðurlægja Íslandsmeistarana og snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn 27 stig. En þá snérist leikurinn við, Stjörnumenn spyrntu við fótum og höndum og skyndilega komust Stólarnir varla lönd né strönd í sókninni og gestirnir tættu forskotið niður. Þeir komust yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og virtust ætla að ræna stigunum. Síðasta orðið átti þó Arnar Björnsson sem gestirnir brutu klaufalega á þegar sekúnda var eftir og vítin setti höfðinginn niður af öryggi. Lokatölur 96-95 og hátíð í bæ.
Meira

Metfjöldi brautskráðra frá Háskólanum á Hólum – spennandi framtíð framundan

Háskólinn á Hólum hélt hátíðlega brautskráningarathöfn þann 10. október sl. þar sem 43 kandídatar luku námi. Alls útskrifast 86 kandítatar árið 2025, sem er með stærstu útskriftarhópum í sögu skólans. Brautskráðir kandídatar koma úr fjölbreyttum greinum — hestafræði, fiskeldi og fiskalíffræði, ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Í ávarpi sínu fagnaði Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum árangri nemenda og lagði áherslu á mikilvægi menntunar, gagnrýninnar hugsunar og frjálsra vísinda í samfélaginu.
Meira

Óskar Smári orðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

Það fór líkt og Feykir ýjaði að fyrr í vikunni að Óskar Smári Haraldsson, knattspyrnuþjálfarinn eiturhressi frá Brautarholti, hefur ákveðið að taka við Bestu deildar liði Stjörnunnar. Sérdeilis glæsilegt hjá Óskari Smára og rétt að óska honum til hamingju en lið Stjörnunnar mörgum efnilegum leikmönnum.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar vegna riðu í sauðfé

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. miðvikudag voru meðal annars tekin til skoðunar drög atvinnuvegaráðuneytisins að reglugerð um riðuveiki í sauðfé. Fagnaði byggðarráð markmiðum reglugerðarinnar „... um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins.“
Meira

Gul veðurviðvörun á morgun

Það má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.
Meira

Lyfja veitir aðgang að sálfræðiþjónustu í Lyfju appinu

Lyfja býður nú upp á aðstoð sálfræðings í gegnum Lyfju appið. Þjónustan er veitt af sálfræðingum Mín líðan sem hafa frá árinu 2018 sérhæft sig í sálfræðiþjónustu á netinu og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
Meira

Hrekkjavaka í Skagafirði

Grikk eða gott gangan á Sauðárkróki fer fram á morgun föstudaginn 31.október frá 17:00-19:30. Eins og áður þurfa þau hús sem taka þátt að vera með kveikt á friðarkerti annaðhvort eitt og sér eða inni í útskornu graskeri og eða skreyta í anda hrekkjavökunnar til að gefa til kynna að nammi sé í boði.
Meira

Lið KR var sterkara á lokamínútunni

Stólastúlkur tóku á móti góðu liði KR í gærkvöldi í fimmtu umferð Bónus deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en heimaliðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og vildi því laga stöðu sína. KR hefur byrjað mótið vel og þær gáfu ekkert eftir í Síkinu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en liðið skiptust 18 sinnum á um að hafa forystuna og tólf sinnum var allt jafnt. Lið KR hélt betur haus á lokamínútunum og vann leikinn 71-74.
Meira