Skagafjörður

Upp'á palli, inn'í tjaldi, út'í fljóti með Áskeli Heiðari

„Hvernig er það, er ekkert að gera hjá þér Heiðar? Hvað ertu að gera í útvarpinu?“ spyr Feykir einn splunkunýjasta útvarpsmann landsins. Hann svarar því til að sem betur fer sé enginn skortur á skemmtilegum verkefnum.
Meira

Hlíðarendapiltar heimsækja Stóla í Fótbolti.net bikarnum

Í kvöld fara fram 16 liða úrslit í Fotbolta.net bikarnum. Liðsmenn Tindastóls munu skella á sig takkaskónum af þessu tilefni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu 2. deildar lið Reynis Sandgerði í 32 liða úrslitum fyrr í sumar, 2-0. Að þessu sinni mæta Hlíðarendapiltar á Krókinn.
Meira

Prófessor Skúli fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Beverton orðuna

Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, hlýtur í ár þann heiður að vera sæmdur Beverton orðu (Beverton Medal) Breska fiskifræðifélagsins (Fisheries Society of the British Isles). Hún er veitt einstaklingi fyrir framúrskarandi rannsóknir og langan feril er snýr að fiskum og nýtingu þeirra. Skúli er fyrsti Íslendingurinn sem fær þessi verðlaun.
Meira

Reisa nýtt vitaljós á sama stað

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að hinn rúmlega aldargamli Gjögurviti á Ströndum féll á hliðina í suðvestan hvassviðri í desember 2023. Ástand stálgrindar vitans var orðið bágborið og grindin illa farin af ryði. Vitinn var strax aftengdur. Í byrjun júlí fór vinnuflokkur á vegum Vegagerðarinnar á staðinn til að búta stálgrindina niður og flytja í burtu. Starfsfólk Vegagerðarinnar fjarlægði brak úr vitanum í byrjun júlí en til stendur að reisa annað vitaljós á sama stað fyrir lok sumars.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til leigu

Nú er tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir um leigu á Húnavöllum segir á Facebooksíðu Húnabyggðar. En á Húnavöllum er m.a. hótelbygging, matsalur og íþróttasalur, fimm nýupgerðar íbúðir, sundlaug og heitur pottur, tjaldsvæði, sparkvöllur og leiksvæði. Auk þess er staðsetning Húnavalla sérlega góð, skammt frá þjóðvegi 1 en að sama skapi ríkir mikil kyrrð á staðnum.
Meira

Nytjamarkaðir á Norðurlandi

Mig hefur lengi langað til að fara á rúntinn og þræða nytjamarkaði á Norðurland því á þessu svæði og reyndar á öllu landinu er heill hellingur af svona búðum og mörkuðum. Eini ókosturinn er opnunartíminn því hann er svo misjafn en síðastliðna helgi var ég fyrir sunnan og kíkti að sjálfsögðu í eina slíka, í Portið, sem er ein af mínum uppáhalds. Ég get nefnilega gleymt mér, ef ég hef tíma, inni í svona verslunum við að skoða alls konar drasl og gersemar og enda yfirleitt á því að kaupa eitthvað sem mig vantaði alls ekki. Sumir tala um að fara inn í þessar verslanir til að „spara“, ætli það sé ekki þegar fólk er að gefa hlutum og fötum nýtt líf með því að mála, laga og breyta, en ég er nú ekki mikið í því, ég kaupi bara. 
Meira

Skemmtiferðaskip heimsótti Drangey

Því er misskipt mannanna láni. Fyrstu vikuna í júlí kom skemmtiferðaskipið Azamara Quest í Skagafjörðinn, fékk fínar móttökur en gestir fengu engu að síður norðanhryssing og þokudrullu. Í dag kom til hafnar á Sauðárkróki National Geographic Explorer í rjómablíðu, heiðskýru, hlýju og stilltu veðri. Fyrst staldraði skipið þó við í Drangey og nokkur hópur farþegar fór upp í eyju í fylgd þeirra hjá Drangeyjarferðum.
Meira

Sundurlaus samtöl Unu Torfa í Sauðárkrókskirkju

Ein af skærustu stjörnunum í íslensku tónlistarlífi síðustu misserin er Una Torfadóttir og hún er á einnar viku tónleikaferðalagi um landið sem hún kallar Sumartúr. Hún ætlar í kirkju á föstudagskvöldið, nánar tiltekið Sauðárkrókskirkju en þar ætlar hún að halda tónleika. Una gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl. Á túrnum ætlar Una að ferðast um með gítarleikaranum og kærasta sínum, Hafsteini Þráinssyni, og flytja plötuna í einföldum og fallegum búningi.
Meira

Blönduósflugvöllur fær yfirhalningu eftir verslunarmannahelgi

Á fréttavefnum huni.is segir að löngu tímabærar framkvæmdir við endurbætur á Blönduósflugvelli munu hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Þá verður sett ný klæðning á völlinn og skipt um jarðveg. Haft er eftir Matthíasi Imsland, formanni stjórnar Isavia Innanlandsvalla, sem er dótturfélag Isavia, í Morgunblaðinu að markmiðið með framkvæmdinni sé að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi og bæti samgöngur fyrir svæðið.
Meira

Hlýtt en hvasst á Hlíðarkaupsmótinu um helgina

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram síðastliðinn laugardag í hlýjum en hressilegum vindi. Frábær þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Mótið átti að byrja á slaginu 10 en þá var vindurinn svo mikill að ákveðið var að fresta mótinu til kl. 12:30 og var þá ekkert annað í stöðunni en að byrja leika. Spilað var hefðbundið punktamót með forgjöf og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Meira