Skagafjörður

Ný miðstöð skagfirskrar lista- og safnastarfsemi mikilvægur áfangi fyrir Byggðasafn Skagfirðinga

Skagfirðingar eru margir hverjir spenntir fyrir nýju menningarhúsi sem mun rísa á Flæðunum á Sauðárkróki á næstu árum. Húsinu er ætlað að verða miðstöð skagfirskrar lista- og safnastarfsemi. Feykir spurði Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, hvort nýtt hús leysi allar þarfir safnanna. Verður til dæmis pláss fyrir gömlu verkstæðin í nýju menningarhúsi, en verkstæðin voru sennilega eitt aðal aðdráttaraflið í Minjahúsinu við Aðalgötu.
Meira

Magnaður sigur Tindastóls í Bratislava

„Það sem skop þennan sigur var aðallega það að allir leikmenn komu með eitthvað að borðinu sem og mér fannst við standa okkur vel í frákastabarattunni,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir sendi honum línu til Bratislava í Slóvakíu í morgun. Hann og lærisveinar hans í Tindastóli gerðu sér nefnilega lítið fyrir í gær og lögðu sterkt lið Bratislavabúa af feikilegu öryggi í fyrsta leik sínum í ENBL-deildina. Það fór svo að Slovan Bratislava gerði 56 stig en Skagfirðingarnir skiluð 80 stigum á töfluna.
Meira

Sterkur þriðji leikhluta Hauka dugði gegn Stólastúlkum

Það er auðvitað ljótt að viðurkenna það en það bara fór alveg framhjá Feykisfólki að Bónus deild kvenna fór af stað í gærkvöldi og Tindastólsstúlkur mættu sjálfum Íslandsmeisturunum í Hafnarfirði. Jafnræði var lengstum með liðunum en þriðji leikhlutinn reyndist liði Tindastóls dýrkeyptur þar sem Haukastúlkurnar tók hann 36-12. Lokatölur leiksins voru aftur á móti 99-85
Meira

Allar geggjuðu minningarnar og vináttan standa upp úr

Knattspyrnudeild Tindastóls sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því Donni þjálfari muni láta af störfum að þessu tímabili loknu sem þjálfari mfl. kvenna og einnig sem aðstoðarþjálfari. Hann hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu fjögur sumur en kvennaboltinn á Króknum er nú að ljúka fjórða sumrinu í efstu deild á síðustu fimm árum – árangur sem engan óraði fyrir nema kannski Stólastúlkur sjálfar. Um helgina varð hins vegar ljóst að liðið er fallið niður í Lengjudeildina á ný.
Meira

Við þurfum fjölbreyttara atvinnulíf og sterkari innviði

Feykir greindi fyrr í dag frá þungum áhyggjum stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra af neikvæðri og óhagstæðri þróun í bæði íbúafjölda og fjölda ríkisstarfa í landshlutanum. Það megi ljóst vera að staða landshlutans sé grafalvarleg og að þróuninni verði að snúa við. Var framkvæmdastjóra SSNV falið að óska eftir fundi með forsvarmönnum ríkisstjórnarinnar til að ræða stöðu landshlutans. Skagfirðingurinn Einar E. Einarsson er formaður stjórnar SSNV og forseti sveitarstjótnar Skagafjarðar og hann svaraði spurningum Feykis varðandi málið.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra fá rúma 3,7 milljarða króna í jöfnunarframlög

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlanir fyrir árið 2026 um almenn jöfnunarframlög, almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla og framlög vegna sérþarfa fatlaðra barna. Í frétt Húnahornsins um málið segir að um sé að ræða fyrstu áætlun samkvæmt nýju úthlutunarlíkani sem tekur við af útgjaldajöfnunarframlagi, tekjujöfnunarframlagi og fasteignaskattsframlagi.
Meira

Sigríður Ellen Arnardóttir tekur við starfi Mannauðs- og fjármálastjóra hjá Steinull hf.

Sigríður Ellen er með B.Sc. próf í viðskiptafræði, frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með Cand. Oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og löggildingu í endurskoðun frá 2022.
Meira

Fækkun opinberra stöðugilda á Norðurlandi vestra veldur áhyggjum

Á fundi stjórnar SSNV í síðustu viku var lögð fram skýrsla útgefin af Byggðastofnun um miðjan síðasta mánuð varðandi þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi. Skýrsla sem þessi hefur verið gefin út á tveggja ára fresti og sýna niðurstöður hennar stöðuna í lok árs 2024. Það vekur athygli að á meðan ríkisstörfum fjölgaði um 538 á landsvísu á árunum 2023-2024 þá fækkaði þeim á sama tíma um tíu á Norðurlandi vestra.
Meira

Kvöldopnun í Aðalgötunni á Króknum 2. október

Hin árlega kvöldopnun í Aðalgötunni á Sauðárkróki verður fimmtudaginn 2. október frá kl. 20-22. Fyrirtækin í götunni verða með opið hjá sér með skemmtilegri kvöldstemningu og er tilvalið að kíkja á röltið og hafa gaman.
Meira

Sögusmiðir létu til sín taka í Árskóla

Svakalega sögusmiðjan heimsótti Árskóla á Sauðárkróki fyrir helgina. Það voru þær Eva Rún og Blær sem sögðu frá ýmsu skemmtilegu í sambandi við sögugerð og hvernig hægt er að virkja ímyndunaraflið í gerð bæði myndar og texta.
Meira