Skagafjörður

Þrymur í þriðju deild! - Smá samantekt um Knattspyrnufélagið ÞRYM

Þann 11. janúar sl. voru liðin 31 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki en fyrir rúmu ári gerði Feykir þeim tímamótum skil að 30 ár væru liðin frá þeim viðburði. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum.
Meira

Sauðárkrókur 150 ára - Fyrstu árin undir Nöfum

Á þessu ári eru 150 ár síðan Árni Einar Árnason, járnsmiður (klénsmiður), fékk leiguland hjá Einari Jónssyni, bónda og hreppsstjóra á Sauðá, til að koma sér upp þurrabúð undir Nöfum. Settist hann þar að og varð þar með fyrsti ábúandi Sauðárkróks árið 1871. Upphaflega ætlaði Árni að helga sig iðn sinni en fljótlega tók greiðasala yfir þar sem gestir voru tíðir í kaupstaðinn. Fólki fjölgaði hratt og töldust íbúar yfir 500 um aldamótin 1900.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir, mesta og elsta hátíð kristinna manna, er önnur stórhátíð kirkjuársins og þá er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina, og fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Á vef Menntamálastofnunar er fróðleik að finna um páskadagana og aðra daga tengdum atburðum þeirra.
Meira

Evrópumeistaramótin verða að heimsmeistaramótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað um fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi 1978 en er þar var komið sögu hafði verið stofnuð íþróttadeild innan Fáks árið 1976 og Íþróttaráð LH sett á laggirnar ári síðar, 1977, en það stóð að mótinu ásamt hestamannafélaginu Sleipni. Íþróttadeild Fáks fékk inngöngu ÍBR árið 1984 og Íþróttaráð LH fékk stöðu sérsambands innan ÍSÍ árið 1987.
Meira

Leiðindaveður í kortunum

Búist er við suðvestan stormi á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í nótt eða snemma í fyrramálið sem stendur fram eftir degi. Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að gert sé ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á Tröllaskaga og í Skagafirði. Reikna megi með vindhviðum að 35 m/s þar. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Viðvörunin nær einnig til Faxaflóa og Norðurlands eystra.
Meira

Bjarni Jónsson og Lilja Rafney berjast um fyrsta sætið hjá VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er runninn út og munu átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 23. – 25. apríl 2021. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti líkt og Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri.
Meira

Leikritið um Gutta og Selmu aðgengilegt öllum sem útvarpsleikrit

Hvað er betra í Kóvidinu en að njóta þess að hlusta á leikrit um þau Gutta og Selmu sem var gert að útvarpsleikhúsi fyrir ári. Á tímum þar sem flestir voru í einangrun, var útvarpsleikhúsið tekið upp á Akureyri, Danmörku, Reykjavík og á Sauðárkróki. En allt hefur sinn tíma, segir á heimasíðu Draumaleikhússins, og nú er komið að því að hlustendur fái að njóta.
Meira

Tiger Woods heimsækir Skagafjörð

Kylfingurinn frægi Tiger Woods fótbrotnaði illa í bílslysi fyrr á árinu en hefur náð miklum framförum þótt ekki geti hann spilað golf sem stendur. Vinur Tigers á hótelkeðjuna sem inniheldur m.a. Depla í Fljótum og bauð hann Tiger í heimsókn til Íslands, í þyrluflug yfir gosstöðvar í Geldingadölum og í gistingu á Deplum. Tiger frétti af golfvelli í Skagafirði og óskaði eftir að fá að skoða aðstæður.
Meira

Tækifærin í kófinu - Leiðari 13. tbl. Feykis

Það er óhætt að segja að vonbrigði ársins hafi átt sér stað í síðustu viku þegar ríkisstjórn Íslands tilkynnti hertar aðgerðir í sóttvarnamálum þjóðarinnar. Ég sá einhvers staðar að andvarp landsmanna hafi greinst á jarðskjálftamælum, svo djúpt var það. Ég var reyndar bara feginn þá þarf ég ekki að hitta fólk.
Meira

Skírdagur, dagur iðrunar og afturhvarfs

Páskahátíð er ein aðalhátíð kristinna manna. Upprisuhátíð frelsarans. Aðdragandi hennar er dymbilvika og bænadagar, skírdagur og föstudagurinn langi. Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska. Hann var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.
Meira