Skagafjörður

Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli.
Meira

REKO Norðurland með afhendingar í vikunni

Á fimmtudag og föstudag, 3. og 4. október, verða REKO afhendingar á Norðurlandi en þar er um að ræða milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. REKO Norðurland var stofnað seint á síðasta ári og voru nokkara afhendingar í fyrravetur en nú er verið að taka upp þráðinn að nýju.
Meira

Ný stjórn VG í Skagafirði kjörin á aðalfundi

Aðalfundur VG í Skagafirði var haldinn í gær, þann 30. september. Á fundinum var farið yfir málefni héraðsins, bæði á vettvangi sveitarstjórna og á landsvísu og einnig var ný stjórn kjörin.
Meira

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands hafið

Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Í tilkynningu frá félaginu segir að stuðningur fjölskyldu og vina skipti miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu. Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
Meira

Hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni?

Húsið að Aðalgötu 1 á Sauðárkróki á l12 ára sögu að baki og þjónaði sem sjúkrahús Skagfirðinga í rúm 50 ár. Frá árinu 1965 hefur húsið verið notað sem safnaðarheimili fyrir Sauðárkrókssöfnuð og þar fer fram margvísleg starfssemi á vegum safnaðarins. Einnig hafa ýmis frjáls félagasamtök aðgang að húsnæðinu fyrir starfsemi sína. Kominn er tími á mikið viðhald á húsnæðinu og einnig krafa um úrbætur í aðgengismálum og hefur það kallað á svar við því ,,hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni.“
Meira

Talsvert magn fíkniefna gert upptækt

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að vel hafi tekist til um Laufskálaréttarhelgi, sem hafi farið vel fram svo og viðburðir henni tengdir. Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot og var hraðakstur þar mest áberandi. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lögreglumanna stóð vaktina um helgina.
Meira

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Margmenni í Laufskálarétt

Fjöldi fólks og um 500 hross voru saman komin í Laufskálarétt í gær. Talið er smalamenn hafi verið álíka margir eða fleiri en þau hross sem smalað var og auk þess mætti margmenni að réttinni. Veðrið lék við réttargesti og þó golan væri nokkuð köld um tíma var auðvelt að leita í skjól. Um það leiti sem stóðið var rekið til réttar dró ský frá sólu og vermdi mannskapinn. Allt fór vel fram og gengu réttarstörf mjög vel fyrir sig.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira