Skagafjörður

Um 50 manns sóttu íbúafund í Félagsheimilinu Hvammstanga

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þann 17. september sl. var haldinn fjölsóttur íbúafundur í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fundarefnið var uppbygging samfélagsmiðstöðvar í húsinu en verkefnið hefur verið í þróun um nokkurt skeið. Um 50 manns komu til fundarins og unnu í hópum að því að setja fram hugmyndir um hvað ætti að vera í húsinu, hvernig nýta ætti rými hússins, hvað samfélagsmiðstöðin ætti að heita o.s.frv.
Meira

Húnabyggð hvetur íbúa til þátttöku í heilsudögum

Íbúar Húnabyggðar eru hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á. Heilsudagarnir byrjuðu í gær og standa til mánudagsins 30. september.
Meira

Elskar að prjóna heimferðarsett þegar von er á litlum krílum

Hulda, eins og hún er alltaf kölluð er hjúkrunarfræðingur og tanntæknir og býr á Sauðárkróki. Maki hennar er Ingimundur K. Guðjónsson tannlæknir og Hulda starfar á tannlæknastofunni með honum. Þau eiga saman fimm börn sem öll eru flutt úr hreiðrinu og tíu barnabörn.
Meira

Metfjöldi nemenda í sögu skólans

Á þessari haustönn hófu 800 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að fjarnemum meðtöldum og er þetta metfjöldi í sögu skólans. Skólinn býður upp á afar fjölbreytt nám bæði bóklegt og verklegt. Boðið er upp á fimm námsbrautir til stúdentsprófs, sex iðnnámsbrautir og sex starfsnámsbrautir auk starfsbrautar. Það nýjasta í þessum efnum er nám í bifvélavirkjun, rafveituvirkjun og kvikmyndagerð. Feykir hafði samband við Þorkel V. Þorsteinsson, Kela, aðstoðarskólameistara FNV og lagði fyrir hann örfáar spurningar.
Meira

Ljósleiðaravæðing landsins undirrituð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra staðfestu í gær samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort, og þá hvenær, mörg þúsund lögheimili í þéttbýli um land allt munu eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.
Meira

Á himni lækkar sólin

Ekki getum við kvartað undan veðrinu í dag! Eftir talsverðan veðurhasar síðustu vikur þar sem skipst hafa á skin og skúrir – en þó aðallega skúrir – þá virðast rólegheitin ætla að verða aðal heitin næstu daga. Vindurinn virðist hafa lagst til hvíldar, í það minnsta kominn í langt helgarfrí, en hitastigið næstu fjóra daga virðist eiga að rokka á milli 0-10 gráður að meðaltali.
Meira

Stólarnir spila undanúrslitaleik á Reyðarfirði á morgun

Karlalið Tindastóls er ekki enn alveg komið í frí frá fótboltanum en strákarnir spila á morgun, laugardaginn 21. september, við lið KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, erum búnir að bíða í tvær vikur svo menn eru klárir í þetta,“ sagði Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir hafði samband.
Meira

Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjár­málaráðherra kynnti það und­ir yf­ir­skrift­inni „Þetta er allt að koma“. Af frum­varp­inu má ráða að við eig­um að bíða frek­ari áhrifa stýri­vaxta Seðlabank­ans og vona að verðbólgu­mark­miði bank­ans um 2,5% ár­lega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt mark­visst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og pen­inga­magni í um­ferð né til að mæta mik­illi eft­ir­spurn eft­ir hús­næði á viðráðan­legu verði á tím­um for­dæma­lausr­ar íbúa­fjölg­un­ar.
Meira

Nýtt fjós í byggingu á Ytri Hofdölum

Systkinin Þórdís Halldórsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson standa að búskapnum á Ytri Hofdölum í Skagafirði, Herbert Hjálmarsson maður Þórdísar er svo yfirsmiðurinn á bænum og eiga þau börnin Hjálmar Herbertsson og Iðunni Ýri Herbertsdóttur. Foreldrar Þórdísar og Þórarins eru þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og eru allt í öllu ennþá á bænum og aðstoða í búskapnum. Eins og er eru 30 mjólkandi kýr, ört stækkandi geldneytahópur, 200 kindur og 30 truntur út í móa. Tveir hundar og þrír kettir.
Meira

Geðlestin heimsækir Krókinn í Gulum september

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en hún hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar og almenning hins vegar.
Meira