Skagafjörður

Kveður sunddeildina eftir 12 ára starf

„Hún er sunddeildin“ er oft sagt um Þorgerði Þórhallsdóttur, sundþjálfara og fráfarandi formann sunddeildar Tindastóls. Enda ekki skrýtið þar sem hún hefur lagt mikla vinnu í deildina og byggt hana upp síðustu ár. Þorgerður lét af störfum nýverið sem formaður deildarinnar og hefur smám saman verið að draga sig út úr sundstarfinu, enda búin að vera „kúturinn og korkurinn“ í deildinni síðustu 12 árin.
Meira

Sláttur hafinn í Skagafirði

Sláttur í Skagafirði hófst í vikunni. Er Feyki kunnugt um að fyrsti sláttur sé kominn af stað á bæjunum Hamri í Hegranesi og Gili. Segir Ómar á Gili að sláttur hefjist frekar í seinni kantinum þetta sumarið enda túnin ekki í sínu besta ásigkomulagi eftir veturinn, en það sleppi þó til. Hann fékk 9 rúllur á hektarann eftir þennan prufuslátt. Sævari á Hamri líst ekki nógu vel á ástand túnanna. Hann segir þau töluvert kalin og býst við að heyskapur verði rýr í ár. „Þar er steindautt í sárunum og mun taka einhvern tíma að ná túnunum góðum aftur“ segir Sævar.
Meira

Gönguþyrstir geta nú rölt með Ferðafélagi Skagafjarðar

Ferðafélag Skagafjarðar hefur gefið út ferðaáætlun sína fyrir sumarið. Á döfinni eru þrjár ferðir sem farnar verða á laugardögum og ýmsir áhugaverðir staðir heimsóttir, sögulega sem jarðfræðilega séð. Allir velkomnir.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk úr Ísland ljóstengt

Föstudaginn 12. júní sl. hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.
Meira

Rafmagnsleysi í Skagafirði aðfaranótt föstudagsins 19. júní

Vegna vinnu í aðveitustöð Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní. Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til klukkan 4:00 um nóttina.
Meira

Lögreglustöðin á Sauðárkróki opnuð aftur eftir endurbætur

Formleg opnun lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki eftir breytingar var í gær 16. júní að viðstöddum gestum. Unnið hefur verið að endurbótum að lögreglustöðinni í vetur og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns má segja að húsið hafi verið gert fokhelt og allt endurnýjað. Stöðin hefur öll fengið nýtt yfirbragð og skrifstofum og fundarherbergjum fjölgað.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira

Ár liðið frá opnun 1238

Í gær, 15. júní var eitt ár frá því að Sýndarveruleikasafnið 1238 á Sauðárkróki opnaði. Viðtökur hafa vægast sagt verið frábærar á fyrsta árinu sem hefur verið viðburðarríkt. Ýmsir viðburðir hafa verið í sal Gránu Bistro, s.s. tónleikar, fræðslukvöld og prjónakaffi svo eitthvað sé nefnt. Heimamenn hafa einnig verið duglegir að koma og gæða sér á þeim veitingum sem í boði eru.
Meira

Hættulegir reiðhjólahrekkir

Því miður hefur borið á því í vor hér á Sauðárkróki að óprúttnir aðilar hafi losað um framdekkin á reiðhjólum barna. Það er stórhættulegt athæfi og getur endað með ósköpum þar sem reiðhjólamaðurinn getur stórslasast við það að fljúga fram fyrir sig á hjólinu ef það er á miklum hraða. Eru hrekkir sem þessir ekki eingöngu bundnir við Skagafjörð og eru dæmi um að börn um allt land hafi stórslasast eftir byltu af þessum sökum.
Meira

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.
Meira