Skagafjörður

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi í Skagafirði

Brunavarnaáætlun Brunavarna Skagafjarðar var undirrituð í gær á slökkvistöðinni Sauðárkróki en hún hefur verið í vinnslu um allnokkurt skeið. Brunavarnaáætlun leggur til upplýsingar um hvernig slökkviliðið er mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað til að takast á við þau verkefni sem því eru falin í sveitarfélaginu.
Meira

Stærsti fótboltaleikurinn í sögu Tindastóls í kvöld

Síðasta umferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld og ef blaðamanni skjátlast ekki þá er þetta í fyrsta sinn í sögu Tindastóls sem meistaraflokkslið félagsins á möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild í lokaumferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Króknum, hefst kl. 19:15, og eru stuðningsmenn Stólastúlkna hvattir til að fjölmenna. Frítt er á völlinn í boði Þórðar Hansen ehf.
Meira

Hættum að mismuna eftir afmælisdögum

Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?
Meira

Yfirlögregluþjónn ósáttur vegna fyrirspurna um kvörtun á hans hendur

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra skrifar í færslu á Facebooksíðu sinni um mál sem er í gangi og hefur verið síðan síðasta vetur er varðar kvörtun manns sem heimsótti hann á lögreglustöðina á Sauðárkróki. Eftir nokkurt þref þeirra á milli yfirgaf maðurinn skrifstofuna mjög ósáttur. Í kjölfarið barst erindi frá nefnd um eftirlit um störf lögreglu þar sem fram kom að kvörtun hafi borist frá manninum þess efnis að Stefán Vagn væri að misnota aðstöðu sína á lögreglustöðinni til að ræða málefni sveitarfélagsins og embættið beðið um afstöðu til kvörtunarinnar. Lesa má úr færslu Stefáns, þar sem fjölmiðlafólk sé farið að spyrjast fyrir um málið, að einhver tenging sé við mál embættis Ríkislögreglustjóra sem verið hefur í fréttum undanfarið.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar

Í síðustu viku voru umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur haft umsjón með útnefningu þessara viðurkenningar fyrir sveitarfélagið sl. 15 ár og er hans helsta fjáröflun. Í ár voru veittar viðurkenningar í sex flokkum og hafa þá verið veittar 94 viðurkenningar á þessum 15 árum.
Meira

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Árleg inflúensubólusetning verður á starfsstöðvum HSN á Norðurlandi vestra næstu vikur. Bólusett verður á heislugæslustöðvum á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og á Hofsósi.
Meira