Skagafjörður

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Meira

Kyen Nicholas til Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við enska framherjann Kyen Nicholas til að spila með liðinu út leiktíðina.
Meira

Tap gegn ÍR á Hertzvelli

Laugardaginn 20. júlí klukkan 14:00 mættust ÍR og Tindastóll í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn úr Breiðholti sigruðu leikinn 2-0 og eru komnir í sjötta sæti í deildinni en Tindastóll situr enn á botninum með fimm stig.
Meira

Mikil blóðtaka fyrir Tindastól/ Krista Sól með slitin krossbönd

Krista Sól Nielsen leikmaður meistaraflokks kvenna Tindastóls í knattspyrnu varð fyrir því óhappi 12. júlí í leik á móti ÍR að meiðast illa. Atvikið gerðist í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍR rak hnéð í hnéð á Kristu sem endaði með því að Krista Sól þurfti að fara útaf og upp á sjúkrahús.
Meira

„Ég elska alla liðsfélaga mína jafn mikið“/Erlendir leikmenn í boltanum

Í 27. tölublaði fengum við miðjumanninn Jackie Altschuld til þess að svara nokkrum spurningum í Erlendir leikmenn í boltanum. Jackie er 24 ára stúlka sem spilaði á síðustu leiktíð í Svíþjóð en vegna meiðsla þurfti hún að fara heim þar sem hún byrjaði að þjálfa en er komin sterk til baka.
Meira

Les Alla Nalla og tunglið fyrir barnabörnin gegnum Skype

Sigríður Bjarney Aadnegard svaraði spurningum Bók-haldsins í 32. tbl. Feykis árið 2018. Sigríður hefur búið á Blönduósi frá barnsasldri og starfað þar lengst af, fyrst sem leikskólakennari en síðar sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri. Nú er hún að hefja sitt áttunda ár sem skólastjóri við Húnavallaskóla. Hún hefur alltaf verið áhugasömum lestur og segist hafa lært að lesa með því að fylgjast vel með þegar bróðir hennar, tveimur árum eldri, lærði þá list. Frá því að Sigríður var fimm ára og las Gagn og gaman spjaldanna á milli hefur hún farið höndum um allnokkrar bækur, bæði til eigin ánægjuauka og einnig segir hún að áhugasviðið í námi hennar til kennsluréttinda hafi verið læsi og lestrarkennsla. „Áhugi á bóklestri hefur þó sveiflast,“ segir Sigríður, „það hafa verið tímabil sem ég hef lítið lesið en með aldrinum gef ég lestri og bókagrúski meiri tíma.“ Sigríður á tvö barnabörn sem búa erlendis. „Við notum Skype mikið til samskipta sem er dásamleg uppfinning fyrir ömmur, ég kalla mig stundum ömmu-Skype,“ segir Sigríður sem les stundum fyrir barnabörnin í gegnum Skype og hefur bók Vilborgar Dagbjartsdóttur, Alli Nalli og tunglið, verið afar vinsæl í þeim sögustundum.
Meira

Fjárgötur myndanna – Hörður Ingimarsson skrifar

Eitt leiðir af öðru. Á liðinni öld eru víða fjölmargar myndir sem varða leiðina og auðvelda okkur að lesa í sögu liðins tíma. Eftir miðja 20. öldina tók almenningur að taka myndir að marki á gömlu filmuvélarnar í svarthvítu. Flestir viðburðir urðu að myndefni. „Bílaútgerð Sleitustaðamanna“, snilldarþáttur Sigtryggs Björnssonar frá Framnesi í Skagfirðingabók sem út kom snemma í vor leiddi okkur Þorvald G. Óskarsson í myndaleit að „fornum“ knattspyrnuhetjum upp úr miðri síðustu öld.
Meira

BBQ kjúlli og Rice Crispies

Róar Örn Hjaltason og Þuríður Valdimarsdóttir voru matgæðingar vikunnar í 27. tbl Feykis 2017. Þau búa á bænum Hamraborg í Hegranesi sem þau keyptu sumarið áður þegar þau fluttu heim frá Noregi. Róar er uppalinn á Sauðárkróki og Þuríður er frá bænum Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún er sjúkraliði og vinnur á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki og Róar er vélvirki og vinnur á Vélaverkstæði KS. Þau gáfu okkur sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum sínum; skötusel sem er mjög góður sem forréttur, BBQ kjúklingi og Rice Crispies. „Annars á ég mjög erfitt með að fylgja einni uppskrift, ég þarf alltaf að bæta þær eitthvað eða skella tveimur til þremur uppskriftum saman svo ég á ekki margar uppskriftir,“ segir Þuríður.
Meira

Ný umferðarlög samþykkt frá Alþingi

Ný umferðarlög voru samþykkt á Alþingi í júní sl. og fela þau í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Nýju lögin nr. 77/2019 munu taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.
Meira

Dramatískur sigur Tindastóls á Akranesi

Í kvöld fór fram leikur ÍA og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Akranesvelli. Leikurinn bauð upp á mörg færi, mörk og rautt spjald. Tindastóll átti gjörsamlega fyrri hálfleikinn en heimastúlkur þann seinni. Þrátt fyrir að ÍA áttu seinni hálfleikinn þá náði Tindastóll að skora tvö mörk og vinna leikinn 2-1.
Meira