Björgunarsveitir stóðu hálendisvaktina að Fjallabaki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
29.08.2025
kl. 09.00
Tólf félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu og björgunarsveitunum Húnum úr Húnaþingi vestra, Skagfirðingasveit úr Skagafirði, Kili frá Kjalarnesi og Dalbjörgu úr Eyjafirði tóku þátt í hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar dagana 10.-17. ágúst síðastliðinn. Útköll voru fá að þessu sinni og því gafst björgunarsveitarfólki tími til að ferðast um svæði og njóta þess sem Fjallabak hefur upp á að bjóða, eins og segir á facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu.
Meira