Skagafjörður

Takast á við verkefnið með jákvæðum huga

Á morgun áttu Stólastúlkur að spila síðasta leik sinn í Lengjubikarnum gegn góðu Fylkisliði. Að sjálfsögðu verður leikurinn ekki spilaður enda allt íþróttastarf stopp vegna fjórðu Covid-bylgjunnar sem slegið hefur á vorbrag og væntingar landsmanna. Feykir tók púlsinn á Guðna Þór Einarssyni, öðrum þjálfara Tindastóls, og grennslaðist fyrir um áhrifin sem ný og fersk Covid-pása hefði á undirbúning liðsins fyrir átök sumarsins.
Meira

Beðist er velvirðingar á endalausum Fjölni

Fermingarblað Feykis ætti nú að vera komið til flestra lesenda og vonandi er fólk sátt með blaðið. Að þessu sinni er þó beðist velvirðingar á því að bókaþátturinn sem séra Fjölnir svaraði af brakandi snilld varð pínu endasleppur og hafa fáeinir lesendur gert athugasemd af þessu tilefni.
Meira

Heimild fyrir 100 viðskiptavinum í lyfja- og matvöruverslunum

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem veitir lyfja- og matvöruverslunum heimild til að taka á móti að hámarki 100 viðskiptavinum að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar, í stað 50 áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum.
Meira

Aðalfundur UMFT verður rafrænn

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans miðvikudaginn 31. mars, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn verður auglýstur síðar.
Meira

Rausnarlegir Lionsmenn á Króknum

Gjafmildin var allsráðandi hjá félögum í Lionsklúbbi Sauðárkróks á fundi þeirra í gærkvöldi þegar afhentir voru þrír rausnarlegir styrkir til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, björgunarsveitanna í Skagafirði og Sóknarnefndar Sauðárkróks sem reyndist vera lokahnykkurinn í fjármögnun líkbíls fyrir kirkjusóknir héraðsins.
Meira

Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar grunnskólanna í Skagafirði fór fram í byrjun mars og nú í vikunni voru veitt verðlaun í sjö flokkum til framúrskarandi hugmynda. Nýsköpunardagur 5. bekkjar er liður í því að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun í skólastarfinu m.a. í tengslum við nýja Menntastefnu Skagafjarðar.
Meira

Er þetta eftirrétturinn um páskana?

Páskaegg er eitthvað sem ekkert heimili getur verið án á sjálfum páskunum og oft á tíðum eru til nokkur stykki á hverju heimili. Hvernig væri að prufa að gera þennan eftirrétt um páskana, svona til að gera páskana í ár ennþá gleðilegri, páskaegg fyllt með ís, sósa og skraut. Tekur sirka 5 mínútur að útbúa. Gerist ekki girnilegra, slurp.
Meira

Aðalfundi KS frestað

Aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga er halda átti laugardaginn 27. mars nk. er frestað um óákveðinn tíma, vegna gildandi sóttvarnarreglna.
Meira

Bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar endurvakin

Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi verður endurvakin en þegar hefur verið óskað liðsinnis heilbrigðisstarfsfólks sem reiðubúið er að starfa tímabundið með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins eru þeir sem voru skráðir í bakvarðasveitina áður, og sjá sér enn fært að veita liðsinni, beðnir um að skrá sig þar á ný.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko vöffluþurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef vöfflujárnin eru farin að gefa sig þá er 20% afsláttur af öllum vöfflujárnum í Skagfirðingabúð dagana 25.-27. mars.
Meira