Skagafjörður

Hólmfríður leggur svuntunni

Eftir 50 farsæl ár í fiskvinnslu hefur Hólmfríður Runólfsdóttir ákveðið að taka niður svuntuna. Í frétt frá Fisk seafood segir: „Hún hóf störf hjá Skildi á Sauðárkróki árið 1975, en frá og með 1993 hefur hún starfað fyrir FISK Seafood. Í tilefni að þessum tímamótum var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem henni var færður þakklætisvottur fyrir sitt framlag fyrir fyrirtækið. Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf og við óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Meira

Sýndar-alvara Hreins Guðvarðarsonar komin út

Út er komið ljóðakver Hreins Guðvarðarsonar á Sauðárkróki er nefnist Sýndar-alvara og segir hann á ferðinni vera samtíning frá þessum síðustu og verstu tímum, hugleiðingar um orð og atburði sem athygli hafa vakið bæði hans og annarra.
Meira

Konur spretta úr spori á laugardaginn

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní næstkomandi á um 80 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990 og var markmið þess að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja þær til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Á vefsíðu Kvennahlaupsins segir að þau markmið hafi um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur eru í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áherslan núorðið sé þó ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Meira

39 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Sl. föstudag voru 39 nemendur brautskráðir frá öllum deildum Háskólans á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust tveir með diplómapróf í fiskeldisfræði og frá Ferðamáladeild voru veittar 14 diplómur í viðburðastjórnun, ein diplóma í ferðamálafræði, sjö BA-gráður í ferðamálafræði og með BA-gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta útskrifuðust þrjár.
Meira

Hitaveita komin að Ásgarðsbæjunum

Síðastliðinn fimmtudag fór fram formleg opnun á heitavatnslögn frá Hofsósi að Neðri Ási í Hjaltadal og Ásgarðsbæjunum og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að góður hópur hafi verið viðstaddur athöfnina þegar formaður veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Haraldur Þór Jóhannsson, ræsti dælu í gang í dælustöðinni í Hofsósi sem flytur heita vatnið að dælustöð á Sleitustöðum. Verkfræðistofan Stoð ehf sá um umsjón og ráðgjöf og verktakar voru Vinnuvélar Símonar.
Meira

Halló frumkvöðlar og aðrir hugmyndasmiðir á Norðurlandi vestra

Icelandic Startups verður með kynningarviðburð á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita fyrir Norðvesturlandi á Sauðárkróki nk. föstudag kl 12 – 14. Hraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er tilvalinn vettvangur fyrir þá frumkvöðla sem vilja ná lengra á styttri tíma og efla tengslanetið til muna.
Meira

231 millj. króna rekstrarhagnaður A- og B-hluta Svf. Skagafjarðar

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 var lagður fram til seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar sl. miðvikudag. Í fundargerð segir að ársreikningurinn samanstandi af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar en í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.
Meira

Stólarnir sterkari í grannaslagnum

Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Sjómennskan mótaði mig fyrir lífstíð

Óhætt er að segja að reynsla mín af sjómennsku hafi mótað mig fyrir lífstíð. Ég fór fyrst á sjóinn fyrir rúmum 30 árum síðan, þá 16 ára gamall. Í dag er ég gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast sjómennskunni ungur, enda kem ég af mikilli sjómannaætt úr Sandgerði. Faðir minn slasaðist alvarlega á sjó og gat því miður ekki stundað sjómennsku aftur. Afleiðingar sjóslyssins hafa ennþá mikil áhrif á líf hans. Sú reynsla hefur fylgt mér alla tíð og skýrir kannski af hverju öryggismál sjómanna hafa alltaf verið mér hugleikin.
Meira

Ásmundur Einar skoðaði nýjar almennar leiguíbúðir

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heimsótti Norðurland vestra í lok maí og skoðaði meðal annars við það tækifæri framkvæmdir við nýjar almennar leiguíbúðir á Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira