Skagafjörður

Skagfirðingar! Náið ykkur í eintak af Fjallkonunni

Vissir þú að bókin Fjallkonan, þú ert móðir vor kær, sem var gjöf allra landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins bíður þín á Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Faxatoginu á Króknum. Einnig er hægt að nálgast eintak á öllum sundstöðum Skagafjarðar.
Meira

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76 þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
Meira

„Stolt af okkar hestum og knöpum,“ segir Unnur Rún

Landsmót hestamanna fór fram í síðustu viku í Víðidalnum í Reykjavík og lauk nú á sunnudaginn. Hestamannafélagið Skagfirðingur sendi að sjálfsögðu keppendur til móts og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Rún Sigurpálsdóttir, annan þjálfara yngri flokka hjá Skagfirðingi, spurði út í hvernig gekk hjá knöpum félagsins og hvort undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum 2026 væri hafinn.
Meira

Tindastólsliðin verða bæði með í Bónus-deildunum

KKÍ og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónus deildin en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ.
Meira

Mörg og fjölbreytt verkefni á tjaldsvæðunum

Loksins stefnir í sæmilega suðræna viku hér norðan heiða með hitatölum vel norður af tíu gráðunum en að vísu með dassi af sunnanvindi á köflum. Það eru því væntanlega einhverjir farnir að plana ferðalög með hjólhýsi eða tjald og því ekki vitlaust að taka stöðuna á tjaldsvæðunum. Feykir hafði samband við Hildi Magnúsdóttur hjá Álfakletti en hún og eiginmaðurinn, Halldór Gunnlaugsson, sem búa á Ríp 3 í Hegranesi, hafa síðan árið 2011 rekið tjaldsvæðin í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal undir merkjum Tjöldum í Skagafirði.
Meira

Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.
Meira

Undirritun landsáætlunar um útrýmingu á sauðfjárriðu

Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar og Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hafi undirritað landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu.
Meira

Pósturinn varar við svikahröppum

Í tilkynningu frá Póstinum segir að því miður er nafn Póstsins oft misnotað af netglæpamönnum. Þá reyna þeir að plata fólk til að smella á vefslóð þar sem það er beðið um að gefa persónuupplýsingar. Skilaboðin berast oftast í tölvupósti eða SMS en þess eru líka dæmi að þrjótarnir noti samfélagsmiðla.
Meira

Nú mega krakkar undir 13 ára ekki nota rafmagnshlaupahjól

Sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti í lok júní frumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nýju reglurnar hafa þegar tekið gildi og er markmiðið að auka umferðaröryggi smáfarartækja án þess að standa í vegi fyrir frekari framþróun fjölbreyttari ferðamáta. „Skýrari lagarammi um rafmagnshlaupahjól er skref í áttina að því að aðlaga umferðarlögin að nýjum tímum, tímum þar sem vaxandi hluti fólks kýs aðrar lausnir en einkabílinn til að komast leiðar sinnar,” segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Meira

Laura Chahrour til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina spænsku Laura Chahrour um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. „Laura er akkúrat það sem við vorum að leita að. Hún passar fullkomlega í hlutverkið sem við vorum að leitast eftir að fylla.
Meira