Skagafjörður

Fjögur mörk og þrjú kærkomin stig í sarpinn

Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Meira

Lagfæra á Hólaveg í Hjaltadal fyrir Landsmót

Í aðsendri grein Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra og oddvita Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, sem birtist á Feyki.is í morgun, segir ráðherra að komið sé að skuldadögum og hyggst gera skurk í vegaframkvæmdum víða um land. „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þriggja milljarða króna viðbótarframlag til viðhalds á vegakerfinu á þessu ári,“ Þar á meðal segir ráðherra að ráðist verði í endurbætur á Hólavegi í Hjaltadal.
Meira

Basile áfram með Stólunum næsta vetur

Í rilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastólst segir að Dedrick Basile hafi samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Basile var einn af burðarásum liðsins í fyrra og er endurkoma hans mikið ánægjuefni. „Ég er kominn aftur! Við eigum óklárað verkefni fyrir höndum. Let´s gooo!
Meira

Komið að skuldadögum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.
Meira

Hannibal, Grímar og Strengur þjóna hryssum um land allt

Sæðingar hafa verið stundaðar í hrossarækt á Íslandi um árabil. Hafa þá hestarnir verið staðsettir á ákveðnum stöðum og hryssueigendur mætt með gripi sína þangað. Á Fb. Síðunni: Þúfur icelandic horsecenter Gísli & Mette, má lesa eftirfarandi:
Meira

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Meira

Formannsskipti hjá Rauða krossinum

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Silja Bára sat í stjórn félagsins frá árinu 2018 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní.
Meira

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna | Clara Ganslandt skrifar

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku.
Meira

Króksmót ÓB um helgina

Sumarmót knattspyrnudeildar Tindastóls eru tvö á ári: 6. flokkur stúlkna keppir helgina 21. – 22. júní 2025 en 6.-7. flokkur drengja 9.-10. ágúst 2025. Núna um helgina eru það sem sagt stelpurnar sem spreyta sig í boltanum. Spilaður er 5 manna bolti og er hver leikur 2x8 mínútur. Fyrstu leikir hefjast kl. 9:00 á laugardegi og er áætlað að síðustu leikjum ljúki fyrir kl. 15:00 á sunnudegi. Um 300 leikir verða spilaðir á þessum tíma þannig nóg verður um að vera.
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út í dag

Feykir og Sjónhorn fara í dreifingu í dag, fimmtudaginn 19. júní, en þjóðhátíðardagurinn setti strik í reikninginn varðandi prentun og dreifingu og blöðin því að berast í hús degi síðar en vanalega. Sjónhornið var reyndar komið á netið í gær en rafræn útgáfa Feykis varð aðgengileg nú í morgun.
Meira