Samþykkt að koma fyrir færanlegum götuþrengingum á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
29.10.2025
kl. 09.24
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Meira
