Skagafjörður

Nýtt lag með Ouse komið á Spottann

Nú fyrir helgina smellti skagfirski tónlistarmaðurinn Ouse nýju lagi út í kosmósið. Lagið kallar hann Too Many Problems og nýtur hann aðstoðar frá hinum kanadíska Powfu við flutninginn.
Meira

480 skammtar af Pfizer bóluefninu á Norðurland

Í vikunni er von á 480 skömmtum af Pfizer bóluefninu á Norðurland sem nýtt verður hjá HSN til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inni á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inni á heilbrigðistofnunum bólusettir. Einnig er gert ráð fyrir því að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og standa vonir til þær klárist í vikunni eftir páska.
Meira

Glúmur Baldvinsson skipar oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn

Í tilkynningu frá Frjálslynda lýðræðisflokknum kemur fram að Glúmur Baldvinsson muni skipa oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn (X-O) í komandi alþingiskosningum. Glúmur er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í alþjóðasamskiptum og evrópufræðum frá London School of Economics og MA gráðu í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum frá University of Miami.
Meira

Konráð og Laufey valinn best

Uppskeruhátíð Tindastóls í fótbolta var haldinn nú á dögunum en vegna aðstæðna fór hún fram á annan hátt en vanalega. Konráð Freyr Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn hjá strákunum og sá efnilegasti Atli Dagur Stefánsson. Hjá stelpunum var Laufey Harpa Halldórsdóttir valinn best og Bergljót Ásta Pétursdóttir efnilegust.
Meira

Hann er kóngurinn!

Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Meira

Um útskurð og Stefán askasmið - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Segja má að einfaldleiki hafi oft einkennt híbýli fyrri alda hérlendis. Helstu byggingarefni húsa voru torf, grjót og timbur, baðstofur voru timburklæddar á betri heimilum en síður á þeim fátækari. Veggir voru ekki málaðir nema á bestu bæjum lengi vel, en víðar voru til máluð húsgögn.
Meira

Jamie McDonough hættur hjá Tindastóli

Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að komist hafi verið að samkomulagi við Jamie McDonough að hann láti af störfum hjá félaginu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.
Meira

Nýr ruslabíll tekinn í notkun hjá ÓK gámaþjónustu

ÓK gámaþjónusta, sem séð hefur um sorphirðu í Skagafirði síðan 1988, tók á dögunum nýjan bíl í notkun sem leysir af hólmi 16 ára gamlan bíl sem þjónað hefur hlutverki sínu með sóma frá árinu 2006.
Meira

Kjúklingaréttur og pavlóvur

Matgæðingur vikunnar í tbl 1 á þessu ári var Róbert Smári Gunnarsson, sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, og er bæði Fljótamaður og Króksari. Róbert býr í Skagafirðinum og stundar nám við Háskólann á Hólum. „Ég hef gaman af því að elda og baka og hef gaman af að prófa mig áfram. Amma mín, Imba Jós, naut þess ágætlega (held ég) í sumar, þegar ég reyndi að sýna listir mínar fyrir henni í eldhúsinu. Hugsa það hafi hafi gengið bærilega, allavega samkvæmt henni sjálfri og Bjögga frænda,“ segir Róbert Smári.
Meira

Bjarni Jónsson sækist eftir 1. sæti í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég gef kost á mér til að leiða framboðslista VG í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í 1. sæti og óska eftir stuðningi til þess í forvali hreyfingarinnar sem framundan er. Ég tel mig hafa víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum landsbyggðarinnar og vil gjarna beita kröftum mínum í þágu kjördæmisins.
Meira