Skagafjörður

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira

Óskar Smári segir skilið við lið Fram

Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Meira

Vinnustofa í nýsköpun og gervigreind á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Meira

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira

Spáð snjókomu og svo rigningu

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Meira

Smásagnasafn eftir Stein Kárason komið út

Út er komin bókin Synda selir ­smásögur eftir Stein Kárason, sem er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir sigur fyrir austan

Tindastólsmenn spiluðu í gærkvöldi við lið Hattar á Egilsstöðum í fyrstu umferð VÍS bikarsins. Úr varð mikil stigaveisla en Tindastólsmenn tóku völdin í síðari hálfleik eftir að Hattarmenn höfðu gefið þeim góðan leik í fyrri hálfleik. Lokatölur 97-125 og Stólarnir komnir áfram í aðra umferð bikarsins.
Meira

Hryllilega gaman í Glaumbæ!

Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Meira

Jól í skókassa

Verkefnið Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og verða sendar til Úkraínu líkt og undanfarin ár.
Meira

Í syngjandi jólasveiflu í Hörpu | Feykir spjallar við Huldu Jónasar

„Það sem er næst á dagskrá hjá okkur núna eru jólatónleikar í Hörpu. Þeir hafa hlotið nafnið Í syngjandi jólasveiflu og þar ætlum við að flytja jólalögin hans Geira okkar í bland við hans þekktustu lög. Jólalögin hans eru mjög falleg og hafa allt of lítið fengið að hljóma,“ segir tónleikahaldarinn og Króksarinn Hulda Jónasar, dóttir Erlu Gígju og Ninna heitins, þegar Feykir spyr hvað standi nú til.
Meira