Skagafjörður

Draugasýning og draugasögur í Safnahúsinu

Það verður (ó)notaleg stemning á Héraðsbókasafni Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október en þá mætir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Meira

Þingeyingar og Skagfirðingar sameinast í söng

Hausttónleikar Karlakórsins Hreims verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 18.okt 2025 kl. 15:00. Karlakórinn Heimir ætlar að kíkja á þá félaga í Hreim og syngja nokkur lög. 
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira

Kósý haustveður í kortum helgarinnar

Veðurstofan gerir ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, stilltu og nokkuð hlýju en svo kólnar heldur í næstu viku. Þennan föstudagsmorguninn eru allir vegir greiðfærir á Norðurlandi vestra nema hvað að hálkublettir eru á Öxnadalsheiði þó líklegt sé að þeir hverfi um leið og hitinn hækkar.
Meira

2.7% hækkun á gjaldskrá leikskóla í Skagafirði

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 15. október framlagðar breytingar fræðslunefndar á gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Lögð var fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Meira

Vantar þig stuðning?

Ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október. Viðtölin verða á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Viðtölin eru í boði bæði fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Meira

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur

Stólastúlkur léku við Njarðvík í Njarðvík í gærkvöldi og lutu í lægra haldi gegn sterkum andstæðing. Enn vantaði Alejöndru og Rannveigu í lið Tindastóls og Martín mætti því á ný til leiks með átta leikmenn á skýrslu. Heimaliðið náði forystunni strax í byrjun og lét hana aldrei af hendi og hafði í raun betur í öllum fjórum leikhlutunum. Lokatölur 92-70.
Meira

363 nemendur Árskóla sprettu úr spori

Í gær tóku nemendur Árskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Á heimasíðu Árskóla segir af því að yngsta stigið hljóp 2,5 km, unglingastigið 4,5 km og miðstigið valdi á milli vegalengdanna, flest fóru 4,5 km. Hlaupið tókst vel í góðu veðri og tóku allir bekkir þátt.
Meira

Skora á atvinnuvegaráðherra að draga til baka fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum

Á fundi sínum í gær harmaði byggðarráð Skagafjarðar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir. „Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða,“ segir m.a. í fundargerð byggðarráðsins. Skorað er á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka.
Meira

„Maður lærir ekki að yrkja hjá neinum nema sjálfum sér”

Þessi innihaldsríku orð eru höfð eftir höfuðskáldi Skagfirðinga, Hannesi Péturssyni, en málþing honum til heiðurs var haldið í Miðgarði sunnudaginn 12. október undir yfirskriftinni „Við skulum ganga suður með sjá.” Tilefnið var að nú eru liðin 70 ár frá útgáfu Kvæðabókar sem var fyrsta ljóðabók höfundar.
Meira