Skagafjörður

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira

Spáð snjókomu og svo rigningu

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Meira

Smásagnasafn eftir Stein Kárason komið út

Út er komin bókin Synda selir ­smásögur eftir Stein Kárason, sem er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki.
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir sigur fyrir austan

Tindastólsmenn spiluðu í gærkvöldi við lið Hattar á Egilsstöðum í fyrstu umferð VÍS bikarsins. Úr varð mikil stigaveisla en Tindastólsmenn tóku völdin í síðari hálfleik eftir að Hattarmenn höfðu gefið þeim góðan leik í fyrri hálfleik. Lokatölur 97-125 og Stólarnir komnir áfram í aðra umferð bikarsins.
Meira

Hryllilega gaman í Glaumbæ!

Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Meira

Jól í skókassa

Verkefnið Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og verða sendar til Úkraínu líkt og undanfarin ár.
Meira

Í syngjandi jólasveiflu í Hörpu | Feykir spjallar við Huldu Jónasar

„Það sem er næst á dagskrá hjá okkur núna eru jólatónleikar í Hörpu. Þeir hafa hlotið nafnið Í syngjandi jólasveiflu og þar ætlum við að flytja jólalögin hans Geira okkar í bland við hans þekktustu lög. Jólalögin hans eru mjög falleg og hafa allt of lítið fengið að hljóma,“ segir tónleikahaldarinn og Króksarinn Hulda Jónasar, dóttir Erlu Gígju og Ninna heitins, þegar Feykir spyr hvað standi nú til.
Meira

Stökk í uppáhaldi

Það er Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði sem er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigríður Elva tekið þátt og verið í úrslitum á stórmótum í hestaíþróttum. Sigríður Elva er dóttir hjónanna Elvars Einarssonar og Fjólu Viktorsdóttur og er yngst í þriggja systra hópi en eldri systur hennar eru þær Ásdís Ósk og Viktoría Eik sem allar eiga það sameiginlegt að vera fæddar með „hestabakteríuna.“
Meira

Vel heppnaður samstöðufundur kvenna á Sauðárkróki

Í gær fóru konur á Ísland í verkfall til að minna á og halda á lofti kröfum Kvennaárs sem er einmitt á þessu ári. Á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu konur og kvár niður á Austurvöll en konur stóðu saman um allt land og víða voru haldnir samstöðufundir. Einn slíkur fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þar komu saman yfir 100 konur og heppnaðist fundurinn ákaflega vel samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar

Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Meira