Skagafjörður

Draumaprinsinn þarf að vera vel fjáður, ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis!

Það ráku eflaust margir lesendum Bændablaðsins upp stór augu þegar þeir lásu blað vikunnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 11. júlí, því á bls. 7 er heilsíðu ,,auglýsing" með einstæðum bændum. Tilgangur síðunnar er að finna draumamaka fyrir þessa flottu bændur en þarna var allavega eitt mjög kunnuglegt andlit á ferðinni. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra og ráðunautur hjá RML, var þar á meðal. Feykir var fljótur að senda henni nokkrar spurningar sem að sjálfsögðu tók vel í. 
Meira

Aðeins 881 tonn eftir af aflaheimildum strandveiðitímabilsins

Á vefnum 200 mílur á mbl.is segir að vís­bend­ing­ar séu um að Fiski­stofa muni stöðva strand­veiðar í næstu viku, en óljóst er hvort síðasti veiðidag­ur verði á miðviku­dag eða fimmtu­dag. Eins og staðan er núna er aðeins 881 tonn eft­ir af þeim 2.000 tonnum sem matvælaráðherra undirritaði breytingar á þann 27. júní sl.. Með aukningunni fór heildarráðstöfun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum upp í 12.000 tonn.
Meira

Krakkarnir í Sumarfjöri í Húnabyggð buðu eldri borgurum á kaffihús í Húnaskóla

Á Facebook-síðu Húnabyggðar var skemmtileg færsla með fullt af myndum af krökkunum í Sumarfjöri, námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára, ásamt eldri borgurum. Síðastliðinn miðvikudaginn buðu þau nefnilega öllum eldri borgurum í Húnabyggð í kaffi í mötuneyti Húnaskóla því þar voruð þau búin að setja upp kaffihús.
Meira

Tjón talsvert vegna flóða í Fljótum

Í síðustu viku greindi Feykir.is frá því að tún og engjar í nágrenni Miklavatns í Fljótum væru víða komnar á kaf en vatnshæðin hefur sjaldan verið jafn há og þessa dagana. Feykir spurði bændurna á Brúnastöðum, Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannes Ríkharðsson, út í ástandið og sögðu þau vatnsstöðu Miklavatns í Fljótum hafa hækkað mjög mikið síðastliðin þrjú ár. Var svo komið nú í byrjun júlímánaðar að hún var a.m.k. einum metra yfir eðlilegu ástandi.
Meira

Taka höndum saman til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir lögaldri

Lögreglan á Norðurlandi vestra og viðburðastjórnendur Húnavöku og Elds í Húnaþingi hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna undir aldri. Lögregla mun viðhafa virkt eftirlit með áfengislöggjöfinni á báðum hátíðum þar sem skýrt er kveðið á um að engum má afhenda áfengi sem ekki er orðinn 20 ára, miðað við afmælisdag. Þá má heldur enginn sem ekki er orðinn 20 ára neyta áfengis.
Meira

Íbúðir við Ránarstíginn á Króknum komnar í sölu

„Við erum að tala um mjög glæsilegar eignir sem Friðrik Jónsson verktaki hefur byggt en þeir hafa getið sér gott orðspor fyrir nákvæmni og vönduð vinnubrögð,“ segir Júlíus Jóhannsson fasteignasali en Landmark fasteignamiðlun er nú með til sölu tvær splunkunýjar íbúðir á Barnaskólareitnum á Sauðárkróki, Ránarstig 3 og 7. „Þarna erum við að bjóða upp á eignir sem að okkar mati hefur vantað á markaðinn og eru fullbúnar að öllu leyti, bæði utan sem innan. Fólk getur flutt beint inn og allt tilbúið. Skipulag er gott, húsið klætt að utan með áli og því viðhaldslétt,“ segir Júlli.
Meira

Paula Cánovas á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hin spænsku Paula Cánovas um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili í Bónus deildinni. Pála er 24 ára gömul, 176 sentimetrar á hæð og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hún er þriðji erlendi leikmaðurinn til að semja við lið Tindastóls síðustu vikuna en áður hefur verið tilkynnt að hin spænska Laura Chahrour og hin bandaríska Shaniya Jones taki slaginn með Stólastúlkum í vetur.
Meira

Vinnslutillögur fyrir breytingar á aðalskipulagi, Litla-Gröf 2 og Deplar, í Skagafirði

Á vef Skagafjarðar og í Sjónhorni vikunnar er auglýsing frá Byggðarráði Skagafjarðar. Byggðaráðið starfar í umboði sveitarstjórnar Skagafjarðar en það samþykkti á 104. fundi sínum þann 3. júlí 2024 að auglýsa eftirtaldar vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillögurnar eru settar fram í greinargerðum dags. júní 2024, unnar af VSÓ ráðgjöf.
Meira

Fjórða mót Esju mótaraðarinnar var í gær

Í gær fór fram fjórða mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli og voru aðstæður til spilamennsku ekki góðar á köflum. Það voru samt sem áður 35 einstaklingar sem létu sig hafa það að fara út og spila og allir kláruðu með mis góðum árangri. 
Meira

KS og Kjarnafæði Norðlenska | Gísli Sigurgeirsson skrifar

Í mörg undanfarin ár hef ég valið vörur frá Kjarnafæði þegar ég kaupi unnar kjötvörur í matinn. Ekki síst vegna þess að ég þekki gæskuríki þeirra bræðra Gunnlaugssona, sem með dugnaði og áræðni byggðu upp stöndugt fyrirtæki, enda með öfluga starfsmenn. Þetta byrjaði allt með því að Eiður vinnur minn fór að sletta kjöti á nokkrar flatbökur í bílskúrnum sínum í Þorpinu, ,,en mjór er mikils vísir”. Flatbökurnar seldust eins og heitar lummur. Úr varð öflugt fyrirtæki, Kjarnafæði, sem Eiður mótaði með Hreini bróður sínum og ,,Kalli bróðir” var þeim til halds og trausts.
Meira