Skagafjörður

Bensínsölu hætt hjá Bjarna Har

Talsverð tímamót urðu í sögu bensín- og olíuafgreiðslu á Sauðárkróki í dag þegar ný afgreiðslustöð við Borgarflöt á Sauðárkróki var opnuð formlega. Nýja stöðin, sem er ÓB sjálfsafgreiðslustöð með tveimur dælum, leysir af hólmi bensínafgreiðslu við Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu þar sem afgreiðsla Olís hefur verið til húsa allt frá árinu 1930.
Meira

Aflatölur vikunnar

Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni: Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira

Þjóðhátíðarkaffi fellur niður í Skagabúð

Ekkert verður af árvissu þjóðhátíðarkaffihlaðborði í Skagabúð þetta árið. Vonandi sjáumst við að ári í þjóðhátíðarstuði. Njótið þjóðhátíðar með fjölskyldu og vinum og förum varlega í sumar.
Meira

Vinna við endurskoðun byggðaáætlunar hafin

Hafin er vinna við endurskoðun byggðaáætlunar 2018-2024 en í gær, þann 11. júní, voru liðin tvö ár frá samþykki hennar. Af því tilefni boðaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til samráðsfundar í Hafnarborg í Hafnarfirði og var tilgangur fundarins að hefja formlegt ferli endurskoðunarinnar.
Meira

Hólmfríður leggur svuntunni

Eftir 50 farsæl ár í fiskvinnslu hefur Hólmfríður Runólfsdóttir ákveðið að taka niður svuntuna. Í frétt frá Fisk seafood segir: „Hún hóf störf hjá Skildi á Sauðárkróki árið 1975, en frá og með 1993 hefur hún starfað fyrir FISK Seafood. Í tilefni að þessum tímamótum var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem henni var færður þakklætisvottur fyrir sitt framlag fyrir fyrirtækið. Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf og við óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.“
Meira

Sýndar-alvara Hreins Guðvarðarsonar komin út

Út er komið ljóðakver Hreins Guðvarðarsonar á Sauðárkróki er nefnist Sýndar-alvara og segir hann á ferðinni vera samtíning frá þessum síðustu og verstu tímum, hugleiðingar um orð og atburði sem athygli hafa vakið bæði hans og annarra.
Meira

Konur spretta úr spori á laugardaginn

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní næstkomandi á um 80 stöðum víðsvegar um landið. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990 og var markmið þess að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja þær til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Á vefsíðu Kvennahlaupsins segir að þau markmið hafi um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur eru í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Áherslan núorðið sé þó ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.
Meira

39 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum

Sl. föstudag voru 39 nemendur brautskráðir frá öllum deildum Háskólans á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust tveir með diplómapróf í fiskeldisfræði og frá Ferðamáladeild voru veittar 14 diplómur í viðburðastjórnun, ein diplóma í ferðamálafræði, sjö BA-gráður í ferðamálafræði og með BA-gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta útskrifuðust þrjár.
Meira

Hitaveita komin að Ásgarðsbæjunum

Síðastliðinn fimmtudag fór fram formleg opnun á heitavatnslögn frá Hofsósi að Neðri Ási í Hjaltadal og Ásgarðsbæjunum og segir á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að góður hópur hafi verið viðstaddur athöfnina þegar formaður veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Haraldur Þór Jóhannsson, ræsti dælu í gang í dælustöðinni í Hofsósi sem flytur heita vatnið að dælustöð á Sleitustöðum. Verkfræðistofan Stoð ehf sá um umsjón og ráðgjöf og verktakar voru Vinnuvélar Símonar.
Meira

Halló frumkvöðlar og aðrir hugmyndasmiðir á Norðurlandi vestra

Icelandic Startups verður með kynningarviðburð á viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita fyrir Norðvesturlandi á Sauðárkróki nk. föstudag kl 12 – 14. Hraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er tilvalinn vettvangur fyrir þá frumkvöðla sem vilja ná lengra á styttri tíma og efla tengslanetið til muna.
Meira