Skagafjörður

Svekkelsistap á teppinu

Tindastóll tók á móti Haukum í Inkasso-deild kvenna á gervigrasinu á Króknum í hörkuleik í gærkvöldi. Með sigri hefðu Stólastúlkur komið sér vel fyrir í toppbaráttu deildarinnar en niðurstaðan reyndist 0-1 tap og lið Tindastóls enn í þriðja sæti en miðjupakkinn í Inkasso er orðinn ansi þéttur. Leikurinn var jafn og jafntefli hefði sennilega verið sanngjörn úrslit en lukkan var ekki í liði Tindastóls í gær.
Meira

Héraðið - ný íslensk kvikmynd

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði m.a. hinni margverðlaunuðu kvikmynd Hrútar og heimildamyndunum Hvelli og Litlu Moskvu.
Meira

Beitukóngur, sveigjanleg glás og rabarbarakaka

Í 28. tbl. ársins 2017 var skyggnst í pottana hjá Erlu Björk Örnólfsdóttur, sjávarlíffræðingi og rektor Háskólans á Hólum. Erla hefur búið á Hólum frá því í maí 2012 og var þá að hefja sitt sjötta starfsár við háskólann. „Ég nýt búsetu á Hólum, umlukin tignarlegum fjöllum og fádæma veðursæld,“ sagði Erla. „Uppskriftir þær sem ég deili eru mínar uppáhalds, en uppruni dálætisins er af nokkuð ólíkum toga. Aðalrétturinn, sem er orkuríkt vetrarfóður, og kakan eiga það sammerkt að vera árstíðabundin í matargerð og aðgengilegt hráefni á meðan erfiðara er að nálgast beitukóng til matreiðslu en hann er afar skemmtilegt hráefni. Beitukóngur er sæsnigill, sem finnst víða á grunnsævi, t.d. í Húnaflóa og Skagafirði, þó eingöngu hafi hann verið veiddur í Breiðafirði og þá til útflutnings. Verði þessi uppskrift einhverjum hvatning til að skella niður gildru og safna beitukóngi, þá væri það frábært. Það er dálítið maus að hreinsa beitukónginn, en vel þess virði,“ segir Erla.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík helgina 13.-14. júlí þar sem besta frjálsíþróttafólk landsins, um 200 talsins, keppti um 37 Íslandsmeistaratitla. Átta Skagfirðingar kepptu fyrir hönd UMSS á mótinu. Meðal þeirra voru tveir af Íslandsmeisturum síðasta árs, þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 100 m og 200 m hlaupum og Ísak Óli Traustason í 110 m grindahlaupi.
Meira

Jaaaá, Hemmi minn

Það verður talsvert um tuðruspark á Norðurlandi vestra nú um helgina. Stólastúlkur renna á vaðið í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta á teppið. Á laugardag taka síðan Tindastólsmenn á móti liði Fjarðabyggðar í 2. deild karal og í 4. deildinn fær lið Kormáks/Hvatar Snæfell í heimsókn á Hvammstangavöll. Þannig að það er ljóst að þeim sem eru alltaf í boltanum ætti ekki að þurfa að leiðast.
Meira

Kvennasveit GSS keppir á Íslandsmóti golfklúbba

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks tekur þátt í Íslandsmóti Golfklúbba, 1.deild, sem haldið verður nú um helgina, dagana 26.-28.júlí. Átta sveitir eru í deildinni. Að þessu sinni verður leikið á tveimur völlum og er það nýlunda, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Meira

Vill styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma þar með til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Meira

Tíu daga matarhátíð á Norðurlandi vestra

Matarhátíðin Réttir verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu sem standa að hátíðinni.
Meira

Líðan ökumannsins þokkaleg miðað við aðstæður

Talið er að milli 13 og 17 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í jarðveginn þar sem olíubíll frá Olíudreifingu valt út af veginum á Öxnadalsheiði í gær. Olíubíllinn hefur verið fluttur til Reykjavíkur og er, að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, ónýtur.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira