Sjö verkefni styrkt af Samfélagssjóði KS
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
05.11.2025
kl. 15.16
Tilkynnt var í gær á fundi á Kaffi Krók hvaða verkefni fá úthlutað úr Samfélagssjóði Kaupfélags Skagfirðinga en það er sérstök úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og KS sem velja hvaða verkefni fá styrki. Alls skiptast styrkirnir að þessu sinni á milli sjö verkefna en hæsta framlagið rennur til uppsetningar á þremur rennibrautum í Sundlaug Sauðárkróks sem áætlað er að verði teknar í notkun fyrri part ársins 2026. Alls nema styrkirnir að þessu sinni rúmlega 84 milljónum króna.
Meira
