Skagafjörður

Veiði og skotvopn gerð upptæk

Tveir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi vestra þurftu að sjá á bak veiði sinni og skotvopnum er þeir komu af veiðum um síðastliðna helgi þar sem þeir höfðu ekki gild veiðikort til að framvísa til lögreglu. Lögreglan á Norðurlandi vestra heldur uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og ræddi um síðustu helgi við marga veiðimenn og athugaði með réttindi þeirra, skotvopn o.fl. að því er segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Fimm mættu á íbúafund um fjárhagsáætlun Svf. Skagafjarðar

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hélt sinn fyrsta fund, í röð opinna íbúafunda, í Varmahlíð sl. mánudagskvöld. Þar voru tekin fyrir mál fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2020 en einnig var fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.
Meira

Kynningarmyndband um Sóknaráætlun

Kynningarmyndband um efni nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2020-2024 hefur nú verið gefið út og er aðgengilegt á YouTube. Sóknaráætlunin var samþykkt á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þann 19. október sl. og skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshlutanna við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meira

Fjölmenni á kynningarfundi GSS

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi Golfklúbbs Sauðárkróks sem haldinn var í kennslustofu í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans í gærkvöldi. Kynnt var stefna og starfsáætlun golfklúbbsins næstu ár. Einnig var kynnt 50 ára afmælisferð GSS sem farin verður næsta haust.
Meira

Lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki

Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, munu nokkrir höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman klukkan 20:00.
Meira

Æskulýðsnefnd Skagfirðings og HSS með uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldursflokki.
Meira

Fyrsti opni íbúafundurinn um fjárhagsáætlun Sv. Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld verður fyrsti fundur í röð opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem tekin verður fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Einnig verður fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.
Meira

SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meira

Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Undirritunin fór fram í anddyri Salarins í Kópavogi í morgun.
Meira

Óheiðarlegir hótelgestir á ferli á Norðurlandi

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa undanfarið fengið að kenna á tveimur óprúttnum ferðalöngum sem bókað hafa gistingu í nafni breskrar konu, Juliu Hurley, og stungið af frá ógreiddum reikningum ásamt því að hafa á brott með sér verðmæti.
Meira