Skagafjörður

Söguleg stund í Evrópu

„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.
Meira

Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins

Eftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.
Meira

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Emma Katrín valin Íþróttamaður Tindastóls 2025

Emma Katrín Helgadóttir badmintondrottning er Íþróttamaður Tindastóls árið 2025 en úrslit í kjörinu voru kynnt í gær. Emma Katrín vann á árinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þar á meðal tvöfalda Íslandsmeistaratitla í 1. deild fullorðinna í einliða- og tvíliðaleik. Hún er Íslandsmeistari unglinga í tvíliðaleik og er í dag í 6. sæti á styrkleikalista kvenna í einliðaleik á landinu.
Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður UMSS árið 2025

 Í gærkvöldi var tilkynnt við hátíðlega athöfn hver varð fyrir vainu sem Íþróttamaður ársins 2025 hjá UMSS og kom sá heiður í hlut Sigtryggs Arnars Björnssonar körfuboltakappa. Arnar var hins vegar fjarri þessu góða gamni enda staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila í dag í ENBL-deildinni. Körfuknattleiksliðið var síðan valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfari ársins.
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira

Ný reglugerð um riðuveiki í fé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið reglugerðarinnar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfárriðu, þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 
Meira