Fjörutíuogþrír nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
13.06.2025
kl. 14.38
Brautskráning Háskólans á Hólum fór fram þann 6. júní sl. Alls voru 43 nemar brautskráðir að þessu sinni. Flest þeirra luku diplómu í viðburðastjórn, alls 25 nemar. Dagbjört Lena Sigurðardóttir og Sigriður Lína Daníelsdóttir hlutu enn fremur verðlaun fyrir afbraðsárangur í námi í viðburðastjórn. Aðsókn í viðburðastjórnun hefur verið mjög mikil á undanförnum árum og stefnir skólinn á að bjóða upp á framhaldsnám í faginu innan skamms.
Meira