Lækkun á gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar fyrir árið 2026
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.11.2025
kl. 16.56
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem haldinn var 24. október sl. var samþykkt að lækka gjaldskrá sorphirðu heimila um 4%. Að sögn Einars E. Einarssonar formanns nefndarinnar er lækkunin í raun meiri því inn í þetta kemur líka samningsbundin hækkun til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), sem er áætluð um 5% á árinu 2026. Einnig hækkar urðunarkostnaður hjá Norðurá bs. um 4,3% á næsta ári. Raunlækkun sorphirðugjalda er því um 9% að sögn Einars.
Meira
