Skagafjörður

Hrekkjavaka í Skagafirði

Grikk eða gott gangan á Sauðárkróki fer fram á morgun föstudaginn 31.október frá 17:00-19:30. Eins og áður þurfa þau hús sem taka þátt að vera með kveikt á friðarkerti annaðhvort eitt og sér eða inni í útskornu graskeri og eða skreyta í anda hrekkjavökunnar til að gefa til kynna að nammi sé í boði.
Meira

Lið KR var sterkara á lokamínútunni

Stólastúlkur tóku á móti góðu liði KR í gærkvöldi í fimmtu umferð Bónus deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en heimaliðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og vildi því laga stöðu sína. KR hefur byrjað mótið vel og þær gáfu ekkert eftir í Síkinu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en liðið skiptust 18 sinnum á um að hafa forystuna og tólf sinnum var allt jafnt. Lið KR hélt betur haus á lokamínútunum og vann leikinn 71-74.
Meira

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Við minntumst þess á dögunum að hálf öld var liðin frá því að efnahagslögsaga Íslands var færð út í 200 mílur af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi forsætisráðherra. „Það er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun íslenskra stjórnvalda fyrir hálfri öld síðan, sem tekin var einhliða, var stórhuga og framsækin enda var Ísland á meðal fyrstu þjóða heims til þess að færa landhelgina út í 200 mílur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra réttilega í grein sem hún ritaði á Vísi vegna tímamótanna.
Meira

Góð samstaða á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna. Á haustþingi var skorað á Ríkisstjórn Íslands að setja af stað vinnuhóp með fulltrúum ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til að koma með tillögur um hvernig styrkja megi landshlutann og snúa við neikvæðri íbúaþróun með eflingu atvinnulífs og bættum lífsskilyrðum.
Meira

Nýr slökkviliðsbíll til sýnis hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð

Opið hús verður hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð, föstudaginn 31. október frá kl. 14:00-15:30. Nýr slökkviliðsbíll verður til sýnis fyrir gesti og gangandi og einnig verður starfsemi og búnaður slökkviliðsins kynntur. 
Meira

Jón Gísli leikmaður ársins hjá ÍA

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Meira

Síkið í kvöld

Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Meira

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Samþykkt að koma fyrir færanlegum götuþrengingum á Króknum

Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira