Skagafjörður

Karlakórinn Söngbræður með tónleika á Hvammstanga

Karlakórinn Söngbræður heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 16. mars kl. 16:00. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson og um píanóleik sér Kjartan Valdemarsson. Miðaverð er kr. 3000 og posi verður á staðnum.
Meira

Þórður Ingi vann þriðja Kaffi Króks mótið

Þriðjudaginn 12. mars var þriðja mótið í Kaffi Króks mótaröðinni haldið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar og tóku 17 keppendur þátt í þetta sinn. Spilað var í þrem riðlum og stóð Þórður Ingi Pálmarsson uppi sem sigurvegari í A-riðli, Reynir Hallbjörnsson vann B-deildina og Andri Þór Árnason vann C-deildina. Hæsta útskot kvöldsins átti svo hinn ungi Axel Arnarsson með 121 stig.
Meira

Öruggara Norðurland vestra - viltu taka þátt?

Býrð þú á Norðvesturhluta Íslands? Ertu innflytjandi og skilur íslensku? Vilt þú taka þátt í að móta Safer Northwest með öllum helstu hagsmunaaðilum á svæðinu? Safer North West er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum brotum og stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verður mikið rætt um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðræn vandamál sem og ofbeldi í nánum samböndum.
Meira

Þriðja Guðrúnin kosin formaður FKS

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði 2024 var haldinn 20. febrúar sl.,vel var mætt á fundinn og Rafn Bergsson formaður nautgripadeildar BÍ var gestur fundarins. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur og formannsskipti urðu, Guðrún Þórdís Halldórsdóttir bóndi á Ytri-Hofdölum var kosin formaður og gaman að segja frá því að hún er þriðji kvenmaðurinn í þeirri stöðu og einnig þriðja Guðrúnin.
Meira

Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna á Sauðárkróki 8. - 12. apríl / 8 – 12 Kwiecień

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið vorið 2024 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan.
Meira

Sigmar Þorri sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Skagafirði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði var haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í alls 23 skipti í Skagafirði. Allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi grunnskólanna og allir nemendur sjöundu bekkja taka þátt og fá þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Meira

Landsvirkjun býður í fræðslumolakaffi á Blönduósi þann 20. mars

Landsvirkjun býður til upplýsingafundar um samspil náttúru og lífríkis við orkuvinnslu við Blöndu miðvikudaginn 20. mars í félagsheimilinu á Blönduósi. 
Meira

"Fegrunarmörk" - sýningaropnun

Listsýningin "Fegrunarmörk" verður opnuð í Hillebrandtshúsi laugardaginn 16. mars nk. kl. 16:00.
Meira

Laus staða prests auglýst í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi

Biskup Íslands hefur nú óskað eftir presti til þjónustu við Skagafjarðarprestakall, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 1.apríl næstkomandi og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.
Meira

Ársþing SSNV 2024

Á vef SSNV segir að 32. Ársþing SSNV verður haldið fimmtudaginn 11. apríl 2024. Að þessu sinni verður ársþing haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi í Húnabyggð. Húsið opnar með morgunhressingu kl. 9.00. Dagskrá hefst með þingsetningu kl. 9.30 og stendur til 14.30.
Meira