Borgarflöt 35, Sauðárkróki – Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi
feykir.is
Skagafjörður
23.10.2025
kl. 10.00
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulastillögu fyrir Borgarflöt 35 á vinnslustigi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða vinnslutillögu deiliskipulags fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Í vinnslutillögunni felst að greina kosti og möguleika sem staðsetning lóðarinnar býður uppá og leggja fram tillögu um nýtingu hennar. Ásamt því að skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum Háskólans á Hólum.
Meira
