Skagafjörður

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Stólarnir með fellu í Keiluhöllinni

Lið Tindastóls spilaði nú síðdegis fimmta leik sinn í ENBL-deildinni í körfubolta en þá skutluðust strákarni til Tallin í Eistlandi ásamt fríðum hópi stuðningsmanna og -kvenna. Ekki virtist mikil stemning fyrir leiknum hjá fylgjendum Keila Coolbet því aðeins 215 manns mættu í Keilu-höllina. Lið heimamanna hefur ekki farið mikinn í deildinni og það varð engin breyting á því í dag þar sem okkar piltar unnu þægilegan sigur, 80-106.
Meira

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls mánudaginn 15. desember

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls boðar til aðalfundar í Húsi frítímans mánudaginn 15. desember kl. 20. 
Meira

Roðagyllum heiminn – alþjóðlegt átak gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

Soroptimistar á Íslandi sameinast nú í alþjóðlegu átaki gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga vitundarvakning sem stendur til 10. desember, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál – stafrænt ofbeldi gegn konum – sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir | Hannes S. Jónsson skrifar

Íþróttafólkið okkar á landsbyggðinni þarf að ferðast mun meira til keppni en þau sem eru höfuðborgarsvæðinu og þarf af leiðandi er ferðakostnaður og fjarvera frá heimili mun meiri hjá þeim. Íþróttafélögin og iðkendur félaganna á landsbyggðinni verða þannig fyrir töluverðum ferðakostnaði við að taka þátt í mótum eða einstaka leikjum. Einnig bætist við gisti og uppihaldskostnaður hjá þeim félögum og einstaklingum sem þurfa að leggja á sig þessi ferðlög.
Meira

Sjáum styrkleikann í Árskóla

Nemendur í Árskóla hafa unnið með styrkleika í vetur í verkefni sem nefnist Sjáum styrkleikann (See the Good) sem er finnskt að uppruna og snýr að því að efla nemendur og starfsfólk til að þekkja og nýta styrkleika sína við mismunandi aðstæður. Verkefnið er byggt á grunni jákvæðrar sálfræði og er ætlað að styrkja sjálfsmynd og andlega vellíðan.
Meira

Vel heppnað fræðsluerindi

Þann 25. nóvember sl. bauð fjölskyldusvið sveitarfélagsins upp á fræðslu fyrir alla áhugasama um velferð barna. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að yfirskrift fræðslunnar hafi verið Hvað liggur á bak við erfiða hegðun og var það Aðalheiður Sigurðardóttir, tengslaráðgjafi á sviðinu, sem flutti erindið.
Meira

Alvarlegt umferðarslys á Sauðárkróki í gær

Ekið var á hjólreiðamann á Sauðárkróki seinnipartinn í gær nálægt gatnamótum Skagfirðingabrautar og Sauðárkróksbrautar. Um alvarlegt slys var að ræða og var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann Borgarsjúkrahús mikið slasaður samkvæmt upplýsingum Feykis.
Meira

Allt upp á ellefu í Miðgarði í gær

Hin árlega tónlistarveisla, Jólin heima, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld fyrir troðfullu húsi gesta sem voru vel með á nótunum frá fyrstu til síðustu mínútu. Og þvílíka veislan! Þessir snillingar sem við eigum toppuðu sig út kvöldið með hverjum gæsahúðarflutningnum á eftir öðrum og þá erum við að tala um allan pakkann; söngvarana, tónlistarmennina, hljóð og ljós. Þetta var allt upp á ellefu.
Meira