Skagafjörður

12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu

Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Meira

Opin fræðsla Píeta á Sauðárkróki

Opinn fræðslufundur um starfsemi, þjónustu og forvarnarstarf Píeta verður á Sauðárkróki þriðjudaginn 21.október nk. klukkan 14:00-15:00 í Húsi Frítímans - efri hæð
Meira

„Stemningin í gær var algjörlega stórkostleg“

Fyrsti Evrópuleikurinn var spilaður í Síkinu í gær þegar Tindastóll mætti liði Gimle frá Bergen. Það kom á daginn að talsverður getumunur var á liðunum og vann Tindastóll einn glæstasta sigur í sögu klúbbsins þegar Norðmennirnir fengu á baukinn en lokatölur voru 125-88. „Það var margt jákvætt í okkar leik en eins og alltaf margt sem má betur fara,“ sagði Arnar þjálfari Guðjónsson þegar Feykir spurði hann í morgun hvort hann hafi verið ánægður með frammistöðu sinna manna.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla fengu innsýn í störf þingmanna

Á vef Varmahlíðarskóla er sagt frá því að í gær hafi skólinn fengið heimsókn frá Skólaþingi en það hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 2007. Síðustu tvö ár hafa fulltrúar Skólaþings heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis mættu í Varmahlíð í gær og leyfðu nemendum að spreyta sig á eins konar hlutverkaleik.
Meira

Gönguferð í garðinum

Tindastólsmenn spiluðu fyrsta Evrópuleik sinn í Síkinu í kvöld en andstæðingarnir voru góðir gestir i liði Gimle frá Bergen í Noregi. Það má kannski segja að menn hafi rennt nokkuð blint í ENBL-deildina og ekki gott að segja til um styrkleika andstæðinganna svona fyrirfram. Óvæntur og öruggur sigur í Bratislava gaf mönnum vonir um að Stólarnir ættu að geta lagt Gimle í parket en að sigurinn yrði svona afgerandi eins og raun bar vitni, því áttu örugglega ekki margir von á. Lokatölur 125-88 og Stólarnir með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum.
Meira

Óvitar eru kannski ekki svo miklir óvitar | Kristín S. Einarsdóttir kíkti í leikhús

Það er einhver sérstök tilfinning að láta sig síga niður í bíósætin i Bifröst, bíða eftir að ljósin slokkni og láta töfra leikhússins yfirtaka allt annað um stund. Ég veit ekki hvor okkar var spenntari, rúmlega fimmtuga amman eða rétt að verða sjö ára ömmustelpan, þegar okkur bauðst að fara í leikhús á mánudaginn. Alla vega varð hvorug okkar fyrir vonbrigðum. Í tæpa tvo tíma lifðum við okkur inn í heim Gumma, Finns, Dagnýjar og allra hinna í leikritinu Óvitum, eftir Guðrún Helgadóttur, í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar.
Meira

Friðrikarnir komu, sáu og sigruðu

Í gær var haldið annað krakkamót Pílukastfélags Skagafjarðar á tímabilinu. Keppt var í Partý tvímenningi og voru 19 hressir krakkar sem mættu til leiks til að taka þátt í þessu móti. Til að gera langa sögu stutta þá voru það þeir nafnar Friðrik Elmar og Friðrík Henrý sem fóru með sigur af hólmi.
Meira

Full mannað lið hjá Tindastól í kvöld

Fyrsta Evrópukvöldið í Síkinu er í kvöld, miðasalan hefur farið fram á Stubb, demantskorthafar sækja sína miða í gegnum Stubb appið. Frítt er fyrir grunnskólanema á leikinn. Leikurinn hefst 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Síkið verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV og það er að sjálfsögðu Gulli Skúla sem lýsir leiknum af sinni alkunnu snilld. 
Meira

Bercedo og Pettet valin best

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.
Meira

Grunnskóli Húnaþings og austan Vatna aftur í Málæði

Nú hefur það verið gefið út hvaða skólar verða með í Málæði þetta árið. Málæði er skapandi keppni á vegum verkefnisins List fyrir alla, þar sem nemendum alls staðar af landinu gefst kostur á að senda inn eigin tónverk og texta.  Nú er það orðið ljóst að bæði Grunn- og Tónlistarskóli Húnaþings vestra og Grunnskóli austan Vatna hafa verið valdir til þátttöku annað árið í röð. Munu þau Friðrik Dór og Birgitta Haukdal ásamt Vigni Snæ mæta í grunnskólana tvo í vikunni.
Meira