Skagafjörður

Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Meira

Skagafjörður auglýsir til leigu grunnskólann á Hólum

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 fermetra húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 fermetrar, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi.
Meira

Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum

Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.
Meira

Síkið í kvöld!!

Nú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum. 
Meira

Sýningin 1238: Baráttan um Ísland er til sölu

Í gær mátti sjá á heimasíðu 1238: Baráttan um Ísland að sýningin væri til sölu en rétt rúm sex ár eru síðan opnað var með pomp og prakt í nýuppgerðu húsnæði í Gránu og gamla samlaginu við Aðalgötuna á Sauðárkróki. Sannarlega metnaðarfull og glæsileg sýning sem jók fjölbreytnina í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Feykir hafði samband við Freyju Rut Emilsdóttur sem er framkvæmdastjór Sýndarveruleika ehf, sem meðal annars á og rekur sýninguna 1238 og spurði hana út í málið.
Meira

Glæsileg árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga

Árshátíð Kaupfélags Skagfirðinga var haldin sl. laugardagskvöld og er alveg óhætt að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar Síkinu á Sauðárkróki var bókstaflega breytt í höll. Gestir mættu á rauða dreg-ilinn og ekki nokkur leið að þekkja íþróttahúsið og ætlar blaðamaður að leyfa sér að fullyrða að svona hafi Síkið aldrei litið út.
Meira

Erfiðlega gengur að manna leikskóla í Skagafirði

Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar í síðustu viku var starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði til umfjöllunar. Þar kom m.a. fram að erfiðlega gangi að manna fjölmarga vinnustaði í sveitarfélaginu og þar á meðal leikskóla. Því til skýringar er bent á að atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist undir 1%. „Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Tælenskur réttur og pastasalat | Matgæðingar vikunnar

Matgæðingar í tbl. 29 að þessu sinni voru Jóhann Axel Guðmundsson og konan hans Mariko Morita og búa þau á Selfossi ásamt dóttur þeirra Írisi Þóru. Jóhann Axel er alinn upp á Fjalli í Sæmundarhlíð en vill meina að hann sé Varmhlíðingur og eini Skagfirðingurinn í sinni fjölskyldu, fæddur og uppalinn. Hin eru aðflutt aðkomufólk. Mariko er frá Hamamatsu í Japan en þaðan koma þau víðfrægu Yamaha hljóðfæri. Jóhann vinnur í Hveragerði hjá Ölverk og Mariko vinnur á Selfossi á Kaffi krús, endilega kíkið í kaffi. „Jæja, tvennt á boðstólum þessa vikuna, haldið ykkur,“ segir Jóhann hress. 
Meira

Vongóð og bjartsýn

Skagfirðingurinn sr. Halla Rut Stefánsdóttir er ein þeirra sem lifir með krabbamein. „Það er list að lifa með krabbameini” er yfirskrift bleiku slaufunnar í ár og upphafsorð Höllu þegar frásaga hennar af því að lifa með krabbamein hefst. Við gefum Höllu orðið og þökkum henni í leiðinni fyrir að deila þessari persónulegu og einlægu frásögn með okkur.
Meira

Til hvers er barist? | Leiðari 41. tölublaðs Feykis

Ég las um helgina að árið 2025 væri Kvennaár. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa á þessu því einhvern veginn hafði þetta alveg farið fram hjá mér. Nú má vera að ég hafi heyrt þetta en ekki meðtekið skilaboðin, við karlangarnir eigum það víst til.
Meira