Skagafjörður

Hefur spilað á fiðlu í níu ár | Bettý Lilja

Bettý Lilja Hjörvarsdóttir er 14 ára nemandi í Grunnskóla austan Vatna á Hofsósi, dóttir Hjörvars Leóssonar og Bylgju Finnsdóttur. Bettý Lilja er næst elst fimm systkina, Camilla Líf er elst, þá Bettý Lilja svo Myrra Rós, Dalía Sif og yngstur er Bernharð Leó. Fjölskyldan býr á kúabúi á Laufkoti í Hjaltadal. Bettý Lilja er önnur tveggja sem samdi lag sem var valið til að taka þátt í Málæði fyrir Grunnskóla austan Vatna en þetta er annað árið í röð sem skólinn er valinn með lag til að taka þátt. Lagið heitir Aftur heim og er nú komið út og hægt að hlusta á það á streymisveitu Spotify. 
Meira

Vínsmökkun á sérvöldum spænskum vínum á Grand-Inn

Sóley Björk Guðmundsdóttir vínfræðingur mætir galvösk á Grand-Inn á föstudaginn kl. 17:99 og býður áhugasömum að smakka sex víntegundir. Feykir sendi nokkrar spurningar á Sóleyju, sem er brottfluttur Króksari, og spurði hana örlítið út í smökkunina og hvernig hún fer fram.
Meira

„Núverandi leið er hættuleg og öryggi vegfarenda engan veginn ásættanlegt“

„Það er fagnaðarefni að Vegagerðin skuli hafa boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga ásamt nauðsynlegri vegagerð á leiðinni á milli Stafár og að fyrirhuguðum göngum,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við frétt Feykis um þessa framvindu mála sem tengjast væntanlegri gerð Fljótaganga.
Meira

Menning í landsbyggðunum

Sagt er frá því á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember sl. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum.
Meira

Týndar hænur eru helsta umræðuefnið í hverfisgrúppunni á Facebook | PÁLL ÁGÚST

Það er komið hálft ár síðan Feykir plataði einhvern brottfluttan til að segja frá lífinu og tilverunni í sínum nýju heimkynnum. Síðast var það hún Áróra Árnadóttir sem sagði okkur frá lífi hennar og ítalska kærastans Tommaso en þau búa á Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Nú ímyndum við okkur að við kveðjum loksins Áróru, röltum með bakpokann framhjá Tivoli og inn á járnbrautastöðina í Köben. Þar úir og grúir af fólki á faraldsfæti og við förum í miðasölu, kaupum miða á rúmar 500 danskar og tökum toget til Esbjerg. Ferðin í gegnum danskt flatlendi tekur bara rétt rúmlega tvo og hálfan tíma ef allt gengur að óskum.
Meira

Og hvað eiga tröppurnar að heita?

Í sumar og haust hefur verið unnið við að útbúa nýjar tröppur sem liggja upp á Nafirnar ofan Sauðárkróks norðvestan við Síkið – Íþróttahúsið á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en um mikla listasmíð sé að ræða sem var unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins og komið á réttan stað af Þ. Hansen verktökum.
Meira

Dögun byggir 1600 fermetra frystiklefa á Sauðárkróki

Starfsmenn Feykis eru í næsta húsi við rækjuvinnsluna Dögun á Sauðárkróki og hafa klórað sér pínulítið í höfðinni yfir framkvæmdum sem hafa staðið yfir síðan í sumar sunnan við vinnsluna. Það fór svo á endanum að forvitnin varð öllu öðru yfirsterkari og á endanum var spurt; hvað er verið að gera? „Við erum að bygga frystiklefa sem verður um 1600 fermetrar. Til viðbótar kemur síðan tengibygging sem tengir núverandi húsnæði við nýja klefann. Sú bygging verður um 300 fermetrar, “ svaraði Óskar Garðarsson framkvæmdastjóri Dögunar.
Meira

Stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Vikan sem leið var stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar (PKS). Síðastliðinn miðvikudag var haldin svokölluð Krakkadeild þar sem 23 krakkar tóku þátt og kepptu í fjórum deildum. Á föstudaginn voru svo haldið meistaramót U14 þar sem 20 krakkar tóku þátt.
Meira

Nýr og bráðhollur Kefir kominn á markaðinn

Það eru ansi margar vörur framleiddar í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki en auk alls kyns osta þá eru Vogaídýfurnar, E. Finnsson sósurnar og vörur undir merki Mjólku unnar í samlaginu. Nú nýverið kom á markaðinn nýr Kefir mjólkurdrykkur frá Mjólku. „Þessi Kefír er töluvert frábrugðinn þeim sem við erum nú þegar með á markaði,“ sagði Valdís Ýr Ólafsdóttir í vöruþróun samlagsins þegar Feykir forvitnaðist um drykkinn.
Meira

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1. Í frétt í Húnahorninu segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdin muni ná til fjögurra sveitarfélaga: Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirkií Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027. Sagt er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.
Meira