Skagafjörður

Samkomubann framlengt til 4. maí

Ákveðið hefur verið að framlengja þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi til 4. maí. Sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Meira

Friður, sátt og sanngirni

Lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þessar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón aðgerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn.
Meira

Brenda Prehal ráðin deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Brenda Prehal hefur verið ráðin deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga en hún er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík en hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og í Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.
Meira

Íbúum Akrahrepps fjölgar hlutfallslega mest

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda í byrjun aprílmánaðar eins og vant er um mánaðamót. Þar kemur fram að Íslendingum hefur fjölgað um 0,5% frá 1. desember eða um 1.735 manns og eru landsmenn nú 365.863. Fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum nema Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra þar sem varð lítilsháttar fækkun.
Meira

Mesti íbúafjöldi í Svf. Skagafirði síðan 2011

Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2011.
Meira

Matarheimsendingar í sveitina

Íslandspóstur hefur boðað nýja þjónustu, ætlaðar íbúum dreifbýlisins, þar sem matvörur og aðrar dagvörur verða keyrðar heim í sveitir landsins. Með þessu er fyrirtækið að svara mikilli eftirspurn sem verið hefur eftir heimsendingu frá viðskiptavinum sem búa í sveitum en eftirspurn hefur vaxið mikið að undanförnu, eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.
Meira

Ráðið í þrjár stöður við þróunarsvið Byggðastofnunar

Ráðið hefur verið í þrjú störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar en þau voru auglýst laus til umsóknar í febrúar sl. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Ákveðið hefur verið að ráða þau Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson í störfin og er reiknað með að þau hefji störf í maí nk. að því er segir á vef Byggðastofnunar.
Meira

Fjárstuðningur vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem fá COVID-19

Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga gert samkomulag við Bændasamtök Íslands um fjárstuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum. Samkomulagið er afturvirkt frá 15. mars og gildir til og með 31. maí.
Meira

Flestir í sóttkví á Króknum á Norðurlandi vestra

Sjö ný Covid-19 smit hafa greinst á Norðurlandi vestra síðasta sólahringinn og eru þá orðin alls 29 en fjöldi einstaklinga í sóttkví hefur snarminnkað, úr 363 í 160, þ.e. fækkað um 203. Þeir sem á annað borð sæta einangrun á svæðinu eru flestir staðsettir í dreifbýli Húnaþings með póstnúmer 531, eða tíu manns en fæstir á Sauðárkróki þar sem þrír eru í einangrun en aftur á móti eru flesti í sóttkví þar eða 40 manns.
Meira

Oft var þörf – nú er nauðsyn

Það þarf ekki að hafa mörg orð um ástandið þessa dagana og vikurnar. Eins og Víðir segir þá virkar ekkert í samfélagi okkar nú eins og það virkar alla jafna. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi það ástand varir. Áhrif þess eru og munu verða víðtæk. Starfsemi fjölmargra, ef ekki allra, fyrirtækja og stofnana er skert eða breytt frá því sem áður var. Það eru því fjölmargir sem búa við óvissu, óöryggi og afkomuáhyggjur.
Meira