Skagafjörður

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Frostið fór í 18,9°C á Sauðárkróksflugvelli

Það var fimbulkuldi í Skagafirði nú í nótt og rúðuskafan máske víða tekin til kostanna því bílrúður voru helhélaðar í morgunsárið – í það minnsta á eldri árgerðum sem bjóða ekki upp á sjálfvirka upphitun eða hvað þetta nú kallast. Í gærkvöldi mældist mest frost á landinu á veðurmæli á Sauðárkróksflugvelli en þar tikkaði mælir í mínus 18,9°C.
Meira

Þrettándabrenna á Hvammstanga í dag

Það er þrettándinn í dag, 6. janúar, og þá er víða hefð að halda þrettándabrennur og skjóta upp flugeldum. Aðeins ein þrettándabrenna verður á Norðurlandi vestra og fer hún fram við Höfða sunnan Hvammstanga klukkan 17 í dag og því vissara að fara að teygja sig eftir föðurlandinu.
Meira

Lið FNV sperrir stél í Gettu betur

Þá er nýtt ár gengið í garð með öllu því sem fylgir og þar á meðal er að sjálfsögðu hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. Lið FNV í Gettu betur árið 2026 hefur keppni á morgun, miðvikudaginn 7. janúar og er mótherjinn lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Meira

Emma Katrín valin Íþróttamaður Tindastóls 2025

Emma Katrín Helgadóttir badmintondrottning er Íþróttamaður Tindastóls árið 2025 en úrslit í kjörinu voru kynnt í gær. Emma Katrín vann á árinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þar á meðal tvöfalda Íslandsmeistaratitla í 1. deild fullorðinna í einliða- og tvíliðaleik. Hún er Íslandsmeistari unglinga í tvíliðaleik og er í dag í 6. sæti á styrkleikalista kvenna í einliðaleik á landinu.
Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður UMSS árið 2025

 Í gærkvöldi var tilkynnt við hátíðlega athöfn hver varð fyrir vainu sem Íþróttamaður ársins 2025 hjá UMSS og kom sá heiður í hlut Sigtryggs Arnars Björnssonar körfuboltakappa. Arnar var hins vegar fjarri þessu góða gamni enda staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila í dag í ENBL-deildinni. Körfuknattleiksliðið var síðan valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfari ársins.
Meira

Það birtir til þegar líður á daginn

Veður mun alla jafna vera stillt á Norðurlandi vestra nú þegar morgunskíman bíður eftir að riðja janúarmyrkrinu í burtu. Það snjóaði á Króknum um klukkan átta í morgun og má reikna með éljabökkum á svæðinu framan af degi en gert er ráð fyrir að það létti til þegar líður á daginn, dregur jafnvel meira úr vindi og frostið magnast.
Meira

Ný reglugerð um riðuveiki í fé

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um riðuveiki í fé. Markmið reglugerðarinnar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi og ná þeim markmiðum sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu sauðfárriðu, þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 
Meira

Tilkynnt um valið á Íþróttamanni UMSS í kvöld

Þann 5. janúar nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda okkar árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins 2025. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Heiðursmenn í Síkinu

Það var gott framtak hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls á fyrsta leik nýs árs, sem fram fór á laugardagskvöld, að heiðra tvo einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til félagsins. Heiðursmennirnar voru Sigurður Frostason, sem er sjálfboðaliði ársins, og svo Þórólfur Óli Aadnegard sem er stuðningsmaður ársins.
Meira