Skagafjörður

Nýtt trampólín á leikskólalóðinni

Krakkarnir á Leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd verða örugglega mjög kátir með viðbótina á leikskólalóðinni en nýtt trampólín var staðsett þar í vikunni. Þá segir á Facebook-síðu Skagastrandar að Villi með hjálp frá Ingvari og Sibba hafi komið fyrir trampólíni á leikskólalóðinni ásamt því að snyrta svæðið fyrir framan girðinguna. Flokkur vinnuskólans kom svo og gerði fínt eftir gröfukallana.
Meira

Valskonur enn númeri of stórar fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og Íslandsmeistarar Vals mættust á Króknum í gær. Stólastúlkur hafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn Valsliðinu frekar en önnur lið og það varð engin breyting á því í gær. Heimaliðið stóð þó fyrir sínu fyrsta klukkutímann, jafnt var í hálfleik en þá hafði hvort lið gert eitt mark, en gæði stúlknanna hans Péturs okkar Péturssonar skinu í gegn þegar á leið og lappir Stólastúlkna fóru að þyngjast. Lokatölur 1-4.
Meira

Meistaraflokkur kvenna á heimaleik í kvöld kl. 18

Það er heimaleikur í kvöld, miðvikudag 24. júlí, kl. 18:00 hjá meistaraflokki kvenna gegn Val í Bestu deildinni. Eins og staðan er í deildinni fyrir leikinn þá sitja Valsstúlkur í 2. sæti en Stólastelpur í 8. sæti. Það er því mjög mikilvægt að úrslit leiksins verði þeim í hag og þurfa stelpurnar á stuðning að halda á leiknum. Það er því ekkert annað í stöðunni en að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram. koma svo allir á völlinn!
Meira

Sólskinið mælt í Skagafirði

Þann 12. júlí var settur upp svokallaður sólskinsstundamælir við Löngumýri í Skagafirði en það gerðu starfsmenn Veðurstofunnar. Mælirinn er settur upp að tilstuðlan Skagfirðingsins Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings og fyrrum Veðurstofustjóra. „Ástæða þess að hér er settur upp mælir er kannski aðallega forvitni mín á veðri og veðurfari í Skagafirði,“ sagði Magnús í spjalli við Feyki.
Meira

Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss

Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Meira

Kvennamót GÓS til minningar um Evu Hrund

Sunnudaginn 28. júlí ætlar Golfklúbburinn Ós að halda opið kvennamót til minningar um Evu Hrund á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós. Keppt verður í þremur flokkum í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið verður úr skorkortum viðstaddra í lokin. Mæting er klukkan 9:30 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 10:00. Mótsgjaldið er 5.000 krónur. Innifalið er vöfflukaffi að móti loknu.
Meira

Rabb-a-babb 229: Helga Björg kírópraktor

Helga Björg Þórólfsdóttir er fædd árið 1989 dóttir þeirra heiðurshjóna Þórólfs Péturssonar frá Hjaltastöðum og Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum. Á Hjaltastöðum sleit Helga barnsskónum og nam svo líffræði áður en hún hélt til Banda-ríkjanna að læra kírópraktík. Við það hefur hún starfað síðan hún kom aftur til Íslands árið 2016.
Meira

Síðsumarsball í Árgarði 17. ágúst

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir Síðsumarsballi í Árgarði laugardaginn 17. ágúst frá kl. 21:00 - 01:00. Norðlensku molarnir leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 4000 kr. og allir eru velkomnir. Því miður þá er ekki posi en hægt að greiða með pening eða millifærslu á staðnum. 
Meira

Sögusetur íslenska hestsins hefur opnað á ný

Sögusetur íslenska hestsins, sem staðsett er á Hólum í Hjaltadal, opnaði dyr sínar fyrir gestum á ný um miðjan júní síðastliðinn. Setrinu var lokað fyrir um tveimur árum og ráðist í stefnumótunarstarf. Hægt er að skoða sýningar safnsins fram í miðjan ágúst en opnunartími þess er frá kl. 11-17 alla daga.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira