Skagafjörður

Fögnum vori, sumri og sól

Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði tekur á móti Freyjukórnum í Borgarfirði á morgun laugardag 26.apríl og saman ætla kórarnir að halda saman tónleika í Miðgarði, kl.16:00
Meira

Leikdagur í dag

Það er ekki seinna vænna en að óska öllum gleðilegs sumars í leiðinni og við tilkynnum ykkur að það er leikdagur í dag, svona ef þið vissuð það ekki. En Sigríður Inga Viggósdóttir er alltaf með puttann á púlsinum varðandi dagskrá á leikdegi og leyfum við henni að fljóta með þessari tilkynningu. 
Meira

Opið hús í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn

Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.
Meira

Ægir Björn keppir á WodlandFest

Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.
Meira

Styrktarhlaup Einstakra barna þann 1. maí á Króknum

Það er að skapast sú fallega hefð að halda styrktarhlaup þann 1. maí á Sauðárkróki fyrir Einstök börn. Allt skipulag í kringum hlaupið er í höndum hlaupahópsins 550 Rammvilltar en fyrst hlaupið var haldið árið 2023. Þetta er því í þriðja skiptið sem þær stöllur setja þennan viðburð á og hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Rúmlega 200 manns hlupu, gengu eða hjóluðu sér til gamans í fyrra og vonast skipuleggjendur að svipuð þátttaka verði þetta árið. Nú þarf bara að grafa upp hlaupaskóna og koma sér í hlaupagírinn fyrir 1. maí.  
Meira

Uppselt á tónleikana

Þann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni.  Minnigartónleikar verða haldnir í kvöld í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn og uppselt er á tónleikana.
Meira

„Jakkaföt, vesti og slaufa og að sjálfsögðu var maður með strípur“

Ragnar Smári Helgason ólst upp í Dalatúninu á Króknum og Hamri í Hegranesi en býr í Lindarbergi á Hvammstangi í Vestur-Húnavatnsýslu ásamt Kolbrúnu konu sinni og þremur börnum. Ragnar Smári vinnur hjá Vinnumálastofnun/Fæðingarorlofs-sjóði á Hvammstanga. Hann sagði Feyki örlítið frá þessum degi í lífi hans.
Meira

Myndi bjóða LeBron James í veisluna

Jón Karl Brynjarsson verður fermdur af sr. Höllu Rut Stefánsdóttur þann 24. apríl í Reynistaðarkirkju. Foreldrar Jóns Karls eru Brynjar Sindri Sigurðarson og Guðrún Helga Jónsdóttir í Miðhúsum í Akrahreppi.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi fallegi dagur virðist ætla að bjóða upp á ágætis veður, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar milli 6-7 stig, hæg breytileg átt og bjartviðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu en að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur eða hvað, kannski þeir allra hörðustu, og kíkja á þá viðburði sem eru á dagskrá sem eru reyndar ekki margir en nokkrir þó.
Meira