Nýtt Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040 samþykkt
feykir.is
Skagafjörður
16.12.2025
kl. 08.28
Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 15. október 2025 Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040, ásamt umhverfisskýrslu. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tillaga að aðalskipulaginu var auglýst frá 23. júlí 2025 til 15. september 2025 og alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 13 aðilum vegna aðalskipulagsins, m.a. frá íbúum og umsagnaraðilum.
Meira
