Gul veðurviðvörun og hvassviðri fram eftir degi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2025
kl. 09.14
Það er gul veðurviðvörun í kortunum og er jafnvel nú þegar skollin á hér á Norðurlandi vestra. Lægð gengur nú yfir landið og má reikna með norðaustan og austan 15-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s, hvassast í vindstrengjum við fjöll. Varasamt ferðaveður segir Veðurstofan. Ekki er búist við að vindur gangi almennt niður á svæðinu fyrr en undir kvöld.
Meira
