Skagafjörður

Sex fúlar flyðrur frá Fáskrúðsfirði í net Stólanna

Tindastólsmenn héldu austur í dag og spiluðu við sprækt lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Eitthvað virðast þessar hallir koma Stólunum úr stuði því líkt og á móti Akranes-Kára á dögunum þá fengu strákarnir rassskell og gáfu andstæðingunum mörk á færibandi. Lokatölur 6-0 og ekki batnaði útlitið á botninum við það.
Meira

Leikskólum færð vegleg gjöf

Nýlega færði Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, Sveitarfélaginu Skagafirði veglega gjöf til allra leikskóla í firðinum. Bryndís hefur starfað á Íslandi sem talmeinafræðingur í rúm 30 ár og hefur gefið út námsefni undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin sem ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla og hefur það hlotið ýmsar viðurkenningar.
Meira

Sammála kaupfélagshugsjóninni - Grímur Hákonarson í viðtali í Feyki

Feykir vikunnar er nýkominn úr prentvélinni og í honum er margt að skoða eins og oft áður. Í aðalviðtali er Grímur Hákonarson, leikstjóri og handritshöfundur Héraðsins, opið bréf til kaupfélagsstjóra og stjórnar KS, viðtal við stofnendur Spæjaraskólans, splunkuný saga af hinum vitgrönnu Bakkabræðrum, sem bjuggu í Fljótum forðum daga auk fastra liða eins og áskorandapenna, matarþáttar og hinum feykilega vinsæla vísnaþætti, þeim 741. í röðinni.
Meira

Gæsaveiðitímabilið hafið

Gæsaveiðitímabilið hófst í gær, þriðjudaginn 20. ágúst. Stendur það til 15. mars og gildir bæði um veiðar á grágæs og heiðargæs. Í hádegisfréttum RÚV í gær var rætt við Áka Ármann Jónsson , formann Skotveiðifélags Íslands, sem segir marga hafa beðið dagsins með mikilli eftirvæntingu. Áki segir að 3-4.000 skotveiðimenn stundi gæsaveiðar að jafnaði og sé grágæsaveiðin vinsælust en af henni séu veiddir 40-45.000 fuglar hvert haust. Meira þurfi að hafa fyrir heiðargæsinni sem, eins og nafnið bendir til, heldur til uppi á heiðum og sé mjög vör um sig. Veiðin þar sé 10-15.000 fuglar.
Meira

Innköllun á kökuskreytingarefni sem selt er í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki vegna vanmerkinga á ofnæmisvaldandi efni

Kaupfélag Skagfirðinga hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og Matvælastofnun ákveðið að taka úr sölu og innkalla kökuskreytingarefni vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds í vörunni. Um er að ræða silfurlitaðar perlur með súkkulaðibragði ætlaðar til kökuskreytinga.
Meira

Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í tilefni opnunar sýningarinnar Á söguslóð Þórðar kakala

Forseti Íslands, sæmdarhjónin Sigurður Hansen og María Guðmundsdóttir, og aðrir góðir gestir jafnt úr goðorðum Ásbirninga, Sturlunga, Haukdælinga og annars staðar frá af landinu. Það var fyrir 120 dögum – og 773 árum betur – að hér við Haugsnes var háð mesta orusta Íslandssögunnar, þar sem að Ásbirningar undir forystu Brands Kolbeinssonar lutu í lægra haldi fyrir liði Þórðar Kakala af ætt Sturlunga, sem fyrir vikið náði yfirráðum yfir Norðurlandi öllu. Þetta var hörð orusta og óvægin þar sem um eitt þúsund og þrjú hundruð menn börðust svo hatramlega að vel rúmlega eitt hundrað þeirra féllu í valinn.
Meira

Aðgát í umferðinni

Vátryggingafélag Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að þessa dagana eru skólar að hefja vetrarstarf sitt og því enn meiri ástæða til þess en ella að hafa athyglina í lagi þegar ekið er nærri skólum og öðrum stöðum þar sem ungra vegfarenda er að vænta. Margir þeirra eru nýliðar í umferðinni og hafa ekki endilega allar reglur á hreinu meðan önnur sem veraldarvanari eru finnst þau jafnvel ekki þurfa að fara eftir öllum reglum, nú eða hafa ekki hugann við umferðina og eru með tónlist í eyrunum.
Meira

FISK kaupir allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi

FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, hefur keypt allan hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, sem áður hét HB Grandi. Á Fréttablaðið.is kemur fram að hluturinn hafi verið rúmlega fimm milljarðar króna. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent bréf FISK-Seafood í Högum, en FISK átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum.
Meira

Innrás með einum sverum kapalhesti

Henrik Lárusson, íslenskufræðingur og sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi, hafði samband við Dreifarann á dögunum og líkt og svo margir aðrir sem hafa samband við ritstjórn miðilsins þá sagði hann farir sínar ekki sléttar. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni, þetta stefnir allt í algjört óefni hjá okkur Íslendingum, ekki síst ef við samþykkjum þennan þriðja Orkupakka. Við eigum bókstaflega eftir að sogast inn í Evrópu, sjáðu bara til.“
Meira

Safnað fyrir ærslabelg í Fljótunum

Um verslunarmannahelgina hóf heimafólk í Fljótum söfnun fyrir leiktækjum fyrir börnin og unglingana í sveitinni og þá sem sækja hana heim. Í Facebookfærslu sem birtist á síðunni Við erum ættuð úr Fljótunum segir:
Meira