Skagafjörður

Nú er færi á jákvæðum breytingum í Skagafirði

Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Meira

Hættum að tala niður til barna og ungmenna | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Mikið afskaplega er ég orðinn þreyttur á umræðunni og stórum fyrirsögnum um hvað börn og ungmenni eru vonlaus, og þá sérstaklega drengir. Kunna ekkert, geta ekkert og verða ekkert.
Meira

María Dögg, Elísa Bríet og Birgitta ganga til liðs við Þór/KA

Þrír af bestu leikmönnum kvennaliðs Tindastóls hafa samið við Bestu deildar lið Þórs/KA og spila því með Akureyringum í sumar og raunar sömdu þær til þriggja ára. Þetta eru snillingarnir okkar þær María Dögg jóhannesdóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir en frá þessu er sagt á Akureyri.net.
Meira

FNV úr leik í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra keppti í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Gettu betur gegn Borgarholtsskóla í beinni útsendingu á rás 2. Lið FNV lét í minni pokann eftir jafna og skemmtilega keppni. Liðið náði sér ekki á strik í hraðaspurningunum og leiddi Borgarholtsskóli með sjö stigum gegn þremur að þeim loknum.
Meira

Arnar afhenti Guðjóni treyju

Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls tók þátt í verkefninu „Gleðjum saman“ fyrr í janúar. Verkefnið „Gleðjum saman“ í verkefni sem Orri Rafn Sigurðarson fór af stað með þetta í í samstarfi við atvinnumenn í íþróttum og snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið.
Meira

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Grindavíkurliðið stal stigunum í Síkinu

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti Grindvíkingum í Bónus deild kvenna en þetta eru einmitt liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarsins í byrjun febrúar. Líkt og aðrir leikir Stólastúlkna í Síkinu var þessi æsispennandi en Grindvíkingar stálu sigrinum með þristi frá Abby Beeman tæpri sekúndu fyrir leikslok. Lokatölur 84-87.
Meira

Árlega garðfuglahelgin um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Þetta árið fer þetta formlega fram dagana 23. – 26. janúar 2026. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Fyrsta tapið á heimavelli í ENBL deildinni

Það var vel mætt og mikil stemning í Síkinu þegar Tindastóll tók á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb í gærkvöldi. Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap í leiknum og lokatölur urðu 104-110 fyrir þeim króatísku. Þetta var næstsíðasti leikur Tindastóls í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.
Meira

Lið FNV mætir liði Borgarholtsskóla í kvöld

Sextán liða úrslit Gettu betur, spruningakeppni framhaldsskólanna, hófust á mánudaginn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum sem fara fram í sjónvarpi. Í kvöld fara aðrar fjórar viðureignir fram en þá mætir m.a. lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lið Borgarholtsskóla.
Meira