Skagafjörður

Leikur í Síkinu í kvöld

Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi. 
Meira

Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.
Meira

Samningar undirritaðir um hönnun nýrrar miðstöðvar skagfirskrar lista- og safnastarfsemi

Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta undir samning um hönnun byggingar nýs menningarhúss í Skagafirði og tilheyrandi endurbóta á eldra húsnæði Safnahúss Skagfirðinga. Samkvæmt samningnum eru skil útboðsgagna fyrir jarðvinnuútboð 15. mars 2026 og skil endanlegra útboðsgagna fyrir aðra hluta verkefnisins 15. maí 2026. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við nýtt menningarhús verði lokið fyrir árslok 2027.
Meira

Frábær þátttaka í Fjölskylduhlaupi í tilefni af Gulum september

Samstaða, jákvæðni og gleði ríkti í Fjölskylduhlaupinu sem fór fram í gær á Sauðárkróki. Hlaupið var samstarfsverkefni KS og Vörumiðlunar, með því vildu félögin leggja verkefninu Gulur september lið. Verkefnið er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir.
Meira

Naumur sigur Stólastúlkna í Kennó

Kvannalið Tindastóls spilaði fyrsta æfingaleik sinn fyrir átökin í Bónus deildinni sem fer af stað um mánaðamótin. Andstæðingurinn í gær var lið Ármanns sem tryggði sér sæti í efstu deild í vor. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og það voru gestirnir sem höfðu betur, unnu nauman sigur, 76-79.
Meira

Stefnir í hrun í komu skemmtiferðaskipa til Skagafjarðar næsta sumar

Gistináttagjald á skemmtiferðaskip er talsvert til umræðu nú en útlit er fyrir algjört hrun í komu skemmtiferðaskipa til minni hafna landsins og því umtalsvert högg fyrir sveitarfélög, hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni. Gjaldinu var breytt um síðustu áramót og segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar að aðeins sjö heimsóknir skemmtiferðaskipa séu áætlaðar næsta sumar en þær voru 25 í sumar.
Meira

Tilboð sem er varla hægt að hafna?

Það styttist í fótboltavertíðinni og þá sérstaklega karlamegin. Aðeins á eftir að spila eina umferð í 2. og 3. deild en aldrei þessu vant þá er risastór gulrót í sjónmáli hjá báðum liðunum á Norðurlandi vestra. Nefnilega úrslitaleikurinn í Fótbolta.net bikarnum. Leikur sem fyrir suma aðdáendur Kormáks/Hvatar og Tindastóls bliknar reyndar í samanburði við sjálfan undanúrslitaleikinn þar sem liðin mætast innbyrðis á Sauðárkróksvelli.
Meira

Hjörvar búinn að taka skóflustungu að nýju húsnæði veitu- og framkvæmdasviðs

Fyrsta skóflustunga að nýju aðstöðuhúsi fyrir veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar var tekin nú síðastlðinn mánudag. Það var Hjörvar Halldórsson forstöðumaður veitu- og framkvæmdasviðs sem tók fyrstu skóflustunguna. Um viðbyggingu er að ræða við hús veitnanna að Borgarteig 15 á Sauðárkróki sem fyrst var kallað áhaldahús.
Meira

Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins | Rakel Hinriksdóttir skrifar

Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Meira

Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Meira