Skagafjörður

Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA

Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.
Meira

Sýningunni 1238: Baráttan um Ísland verður lokað um áramótin

Í aðsendri grein sem birtist á Feyki.is síðastliðinn fimmtudag sagði Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika 1238: Baráttan um Ísland, að tekin hafi verið ákvörðun um að loka sýningunni. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður sýningunni lokað um næstu áramót og leitaði Feykir eftir viðbrögðum frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Skagafjarðar vegna þessara tíðinda.
Meira

Vöggugjöf Lyfju veitt í ellefta sinn

Lyfja opnaði fyrir umsóknir um Vöggugjöf í vikunni sem er nú gefin verðandi og nýbökuðum foreldrum í ellefta sinn, þeim að kostnaðarlausu. Vöggugjöfin var fyrst veitt árið 2020 og frá þeim tíma hefur Lyfja dreift 20 þúsund gjöfum sem innihalda vörur sem koma að góðu gagni fyrstu mánuði barnsins. Heildarverðmæti allra Vöggugjafanna frá upphafi er um 235 milljón krónur.
Meira

Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn

Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Meira

Starfsemi 1238 á Sauðárkróki kveður | Freyja Rut Emilisdóttir skrifar

Eftir sex ára ólgusjó í ferðaþjónustu, áskorunum tengdum heimsfaraldri og afleiðingum þess, eftir sex ár af velgengni í stöðugu mótlæti, ótrúlegum árangri og verulegu framlagi til menningartengdrar ferðaþjónustu, ekki bara í Skagafirði heldur víða um lönd stöndum við á krossgötum og tilkynnum lokun sýningarinnar 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Bleikt boð Krabbameinsfélags Skagafjarðar

„Á Bleika deginum berum við Bleiku slaufuna, klæðumst bleiku og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini.” Þannig var Bleiki dagurinn í ár kynntur. Við í Skagafirði tókum undir þessi orð og héldum, að vanda, Bleika daginn hátíðlegan á Löngumýri, 29. október.
Meira

Sögulegt Íslandsmeistaramót á Hólum

Um þarsíðustu helgi tók Háskólinn á Hólum þátt í að marka ný spor í íslenskri hestamennsku þegar haldið var á Hólum Íslandsmeistaramót í járningum með opnum alþjóðlegum flokki. „Þetta var í fyrsta sinn sem slíkur flokkur er hluti af Íslandsmeistaramóti og vakti það mikla athygli meðal fagfólks, nemenda og áhugafólks um hestamennsku,“ segir í frétt á vef skólans.
Meira

Aðventugleði á Hofsósi

Laugardaginn 6. desember standa nokkrir íbúar og fyrirtæki fyrir Aðventugleði á Hofsósi. Í félagsheimilinu Höfðaborg verður markaður með fjölbreyttan varning. Þar verður einnig Héraðsbókasafnið með bókahorn og kynningu á nýjustu bókunum. Hægt verður að setjast niður og kaupa kaffi og kökur.
Meira

Magadans og áritun í Skagfirðingabúð

Föstudaginn 5. desember munu Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Skagfirðingabúð milli klukkan 13-14. Að sjálfsögðu mæta allir hestaáhugamenn þangað! Í bókinni segir frá Hermanni Árnasyni sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Rétt er að taka fram að magadansins verður að bíða betri tíma, hann var bara settur hér með til að fanga athygli lesenda!“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Meira

Lyklar afhentir í Hegranesi

Það var gleðileg stund í Hegranesinu í  gær þegar afhending lykla að félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi fór fram með formlegum hætti. Félagið Íbúasamtök og hollvinir Hegraness undirritaði tíu ára leigusamning um húsnæðið og tók formlega við lyklum í beinu framhaldi.
Meira