Skagafjörður

Norðsnjáldri í Eyjafirði – fátíður hvalreki

Norðsnjáldri (Mesoplodon bidens) af ætt svínhvala (Ziphidae) fannst rekinn dauður í síðustu viku í svokallaðri Bót við bæinn Höfða II, skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Kristinn Ásmundsson bóndi á Höfða II tilkynnti um hvalrekann, sem telst til tíðinda því aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land síðan Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti um 1980.
Meira

Opinn streymisfundur um Mælaborð landbúnaðarins

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð landbúnaðarins á opnum streymisfundi í dag kl. 13. Stofnun mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og slíkur gagnagrunnur eykur gagn
Meira

Framjóðendur VG í Norðvesturkjördæmi með málefnafund á laugardaginn

Í frétt í gær var rangt farið með þátttakendur á fyrsta málefnafundi af þremur, með framjóðendum í forvali VG fyrir komandi kosningar. Sagt var að sá fundur yrði með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi í kvöld en rétt er að fundurinn verður í Suðvesturkjördæmi og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fundurinn með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. apríl, kl. 12:00
Meira

Nýtt fyrirkomulag Eyrarrósarinnar

Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Auglýst hefur verið eftir umsóknum en Eyrarrósin 2021 verður afhent í maí.
Meira

Vilja að RARIK auglýsi störf án staðsetningar

RARIK auglýsti á dögunum eftir verkefnisstjóra stærri framkvæmda en auglýsingin hefur vakið nokkra athygli og umræðu þar sem starfsstöð starfsmannsins var tiltekin í Reykjavík. Það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir því öll starfsemi félagsins, og þar með framkvæmdir á vegum RARIK, fer fram á landsbyggðinni. Af þessu tilefni skorar stjórn SSNV á stjórn RARIK að endurskoða fasta staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar.
Meira

Samningur um áfangastaðastofu Norðurlands

Á heimasíðu SSNV segir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað samning við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra um stofnun áfangastaðastofu á Norðurlandi. Með undirritun samningsins eru orðnar til áfangastaðastofur í öllum landshlutum, að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, en stofnun áfangastaðastofu þar er í undirbúningi.
Meira

Lýsir yfir vonbrigðum með samninga vegna riðuniðurskurðar

Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum sínum hve langan tíma það hefur tekið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að ljúka samningagerð við bændur, sem þurftu að skera niður sitt fé vegna riðusmits en nefndin tók málið fyrir á fundi sínum í síðustu viku.
Meira

Rúmar þrjár milljónir úr Sprotasjóði á Norðurland vestra

Á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði en honum er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum. Alls hlutu 42 verkefni styrki að þessu sinni að upphæð rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Þrjú verkefnanna er að finna á Norðurlandi vestra.
Meira

Sóttvarnayfirvöld hvetja fólk til að ljúka sóttkví á sóttkvíarhótelinu

Í ljósi úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um kröfu sóttvarnalæknis um skyldu til að dvelja í sóttkví í sóttvarnarhúsi vilja sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðuneyti koma eftirfarandi á framfæri:
Meira

Aldrei of gamall til þess að læra - Reynistaðabræður, Fjalla Eyvindur, Björn Eysteinsson, forustufé og fjallamenn í bland við síðustu aftökuna hjá Magnúsi á Sveinsstöðum

Magnús Ólafsson, sagnamaður á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, hefur í nógu að snúast þó kominn sé af allra léttasta skeiði. Í vetur hefur hann verið í leiðsögunámi hjá Ferðamálaskóla Íslands á Bíldshöfða og stefnir á að fara nýja söguferð með hópa um heillandi slóðir. Þá verður væntanlega framhald á hestaferðum hans um söguslóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Feykir hafði samband við Magnús og spurði hann út í námið og ferðirnar, sem mynd er að færast á þessa dagana.
Meira