Skagafjörður

Framsóknarmenn á Norðvesturlandi í kjördæmaviku

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og liggja þingstörf niðri en þingmenn nýta dagana til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Þingmenn Framsóknarflokksins eru á ferð um Norðvesturland í dag og boða til funda á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki sem hér segir:
Meira

Þá er það bara gamla góða áfram gakk!

Tindastóll og Stjarnan mættust í frábærum fyrri hálfleik í Laugardalshöllinni í gær í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik en það væri synd að segja að liðin hafi mæst í síðari hálfleik því Garðbæingar stigu Sport-Benzinn í botn og skildu Tindastólsrútuna eftir í rykinu. Stjarnan sigraði að lokum 70-98 og þó tapið hafi verið súrt og sárt að vera einhent svona úr Höllinni þá var fátt annað í stöðunni að leik loknum en að grípa til gamla frasans: Áfram gakk!
Meira

Kokkalandsliðið á leið til Stuttgart

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristinn Gísla Jónsson innan borðs, flaug til Stuttgart í Þýskalandi í morgun þar sem það tekur þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir eru þar í landi dagana 14. til 19. febrúar nk.
Meira

Lagt til að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Eftir að hafa farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur byggðarráð ákveðið að leggja það til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn í stöðuna.
Meira

Verkefnastyrkir NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir á vef Byggðastofnunar verkefnastyrki fyrir árið 2020 en markmiðið með starfi NORA er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Í því skyni eru m.a. veittir verkefnastyrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, en starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Tvær skagfirskar stúlkur verðlaunaðar á Nýsveinahátíð IMFR

Á nýsveinahátíð IMFR sem haldin var sl. laugardag, í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur, fengu tvær skagfirskar stúlkur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sínu fagi, framreiðsluiðn.
Meira

Félagsvist í Safnaðarheimilinu

Kvenfélag Skarðshrepps heldur félagsvist í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. febrúar klukkan 15:00.
Meira

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.
Meira

Stólar í undanúrslitum í kvöld

Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Meira