Skagafjörður

Svo birti aftur til

Nú nýverið var enn eitt popplagið gefið út í þessum heimi okkar. Um er að ræða lagið Svo birti aftur til og er þetta fyrsta lag höfundateymisins Two Spirits Music en teymið skipa lagahöfundurinn Héðinn Svavarsson og Króksarinn Ólafur Heiðar Harðarson, sonur Möggu og Bassa, en hann sér um textagerð. Lagið er nú fáanlegt á öllum helstu dreifiveitum eins og Spotify og iTunes og smellti sér raunar í 26. sæti Vinsældalista Rásar 2 nú í vikunni. Það er söngkonan Jóna Alla sem syngur lagið.
Meira

Toskönsk kjúklingasúpa og danskur grautur

Kristín Guðmundsdóttir, vefhönnuður hjá Dóttir vefhönnun, og Þorvaldur Björnsson, kokkur í Skólabúðunum á Reykjaskóla, sáu um matarþátt Feykis í 39. tbl. Feykis árið 2017. Þau voru þá nýflutt​ ​aftur​ ​norður​ ​í​ ​land​ ​eftir​ tíu​ ​ára​ ​búsetu​ ​í​ ​Kaupmannahöfn en​ ​Þorvaldur​ er uppalinn í Miðfirðinum en ​Kristín​ í​ ​Reykjavík.​ ​„Við​ ​höfum​ ​sest​ ​að​ ​í​ ​Hrútafirði​ ​með​ ​börnin​ ​fjögur sem​ ​ganga​ ​í​ ​leikskóla,​ ​grunnskóla​ ​og​ ​framhaldsskóla​ ​á​ ​Hvamsmtanga.​ ​Í Kaupmannahöfn​ ​var​ ​Þorvaldur​ ​yfirkokkur​ ​á​ ​dönskum​ ​veitingastað​ ​og​ ​leggur​ ​hér​ ​fram uppskrift​ ​af​ ​toskanskri​ ​kjúklingasúpu​ ​og​ ​uppáhalds​ ​eftirrétti​ ​Danans​ ​sem​ ​heitir Rødgrød​ ​med​ ​fløde,​ ​borið​ ​fram​ ​á​ ​danska​ ​vísu​ ​“röðgröððð​ ​meðð​ ​flöðöehh”. sem myndi þýðast​ ​yfir​ ​á​ ​íslensku​ ​“berjagrautur​ ​með​ ​rjóma”, sögðu þau Kristín og Þorvaldur.
Meira

„Ef allir róa í sömu átt gerast stórir hlutir“

Jón Stefán Jónsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar undanfarin misseri og verið annar þjálfari meistaraflokks kvenna, hefur látið af störfum fyrir félagið. Óhætt má segja að aðkoma Jónsa að félaginu hafi verið því heilladrjúg þau ár sem hann hefur verið á Króknum en árið 2013 var hann ráðinn þjálfari m.fl. karla og síðar framkvæmdastjóri meðfram þjálfun kvennaliðsins. En nú er komið að tímamótum og segir Jónsi í færslu á FB-síðu stuðningsmanna skilja liðið eftir í góðum höndum Guðna Þórs Einarssonar, samþjálfara síns.
Meira

Stelpurnar mæta Fjölni í Síkinu í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld kl. 18:00 í 1. deildinni þegar Fjölnisstúlkur mæta í heimsókn. Stelpurnar hafa spilað nokkra æfingaleiki síðustu vikur og gengið vel, unnu alla nema einn, en nú tekur alvaran við.
Meira

Er skynsamlegt að hætta urðun sorps?

Nýlega var sett af stað áskorun á vegum Samskipa og Íslenska Gámafélagsins þar sem skorað er á stjórnvöld að hætta urðun og er almenningur hvattur til að skrifa undir þá áskorun. Undirliggjandi þessari áskorun er að Íslenska Gámafélagið og Samskip vilja bjóða íslenskri þjóð að þessi félög taki að sér þá endanlegu lausn á úrgangsmálum, sem er að flytja allan óflokkaðan úrgang úr landi til brennslu og raforkuframleiðslu á meginlandi Evrópu.
Meira

Veiddu hnúðlax í Djúpadalsá í Blönduhlíð

Þeir voru heldur betur undrandi bræðurnir frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð, Stefán Ármann og Helgi Vagnssynir, er þeir litu fiskinn augum sem þeir veiddu upp úr Dalsánni, skammt frá heimili þeirra um síðustu helgi. Var þar kominn, langt fram í Blönduhlíð, hinn undarlegi fiskur hnúðlax sem tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa.
Meira

Keflvíkingar reyndust sterkari í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í 1. umferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Óhætt er að fullyrða að talsverð eftirvænting hafi verið hjá stuðningsmönnum Tindastóls að sjá mikið breytt lið sitt mæta til leiks en því miður var fátt sem gladdi augað að þessu sinni. Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og frábær byrjun gestanna í síðari hálfleik reyndist of stór biti fyrir lið Tindastóls sem gerði þó sitt besta til að halda spennu í leiknum. Sigur Keflvíkinga var þó sanngjarn en lokatölur voru 77-86.
Meira

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins er hafinn. Í tengslum við vinnu að skipulaginu er leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn að því er segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna.
Meira