Skagafjörður

Fjórir nýir reiðkennarar á Hólum

„Það eru nýir og breyttir tímar á svo margan hátt, ekki síst hér á Hólum,“ segir í færslu á heimasíðu Háskólans á Hólum en nýverið voru ráðnir þangað fjórir nýir reiðkennarar, í þrjár lausar stöður. Fyrir eru nokkrir reiðkennarar í hlutastarfi svo fleiri einstaklingar munu koma að reiðkennslunni. „Við lítum á þennan fjölbreytileika bæði sem áskorun og jafnframt sem tækifæri á þessum vettvangi og þá sérstaklega vegna þess að nú bætast við einstaklingar með mikilvæga og fjölbreytta styrkleika í hóp reiðkennara við háskólann. Hestamennskan er margslungin og af því leiti erum við heppin að fá þennan flotta hóp til starfa,“ segir í færslunni.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni á föstudag

Þá eru körfuboltakempur komnar í startholurnar en fyrsti æfingaleikur haustsins verður annað kvöld á Króknum. Þá mæta Þórsarar úr Þorlákshöfn á parkettið í Síkinu og hefst baráttan kl. 19:15. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þá eru allir leikmenn komnir í hús og til í slaginn nema Shawn Glover en Ingó vonar að það sé stutt í að hann skili sér í Skagafjörðinn.
Meira

Skoða byggingu fjölbýlishúsa á Víðigrund á Sauðárkróki

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar þann 10. ágúst var tekið fyrir erindi Jóns Sigurðar Ólafssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, þar sem sótt er um lóðirnar Víðigrund 10-12 og 18-20 á Sauðárkróki. Lagðar voru fram drög eða teikningar að átta íbúða húsi á tveimur hæðum til viðmiðunar.
Meira

Lítil breyting á íbúafjölda milli mánaða

Lítil breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í ágúst en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um níu en íbúum í Húnaþingi vestra fækkar um sömu tölu. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.427 1. september síðastliðinn sem er tveimur íbúum meira en 1. ágúst 2020 og 100 íbúum meira en 1. desember 2019.
Meira

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Gamla hlaðan í Sæmundarhlíðinni fær nýtt líf

Hafist hefur verið handa við framkvæmdir í Sæmundarhlíðinni á Sauðárkróki en þar hyggjast Gagn ehf. og Sauðárkróksbakarí blása lífi í gömlu hlöðuna, sem stendur við minni Sauðárgils og Litla-skógar, og gera að veitinga- og samverustað í miðju Króksins. Að sögn Magnúsar Freys Gíslasonar, arkitekts og hönnuðar, gengur verkefnið út á „...að glæða þennan stað lífi og toga fólk út að sýna sig og sjá aðra og njóta matar og drykkja með félögum, öðrum íbúum samfélagsins og þeirra gesta sem við fáum í fjörðinn.“
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira

Nýsköpunarkeppni MAKEathon á Króknum

MAKEathon fer fram á Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Reykjavík og á Vestfjörðum dagana 10-18. september. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til í höndunum.
Meira

Það er mikilvægast að vinna með stíl

Victor Borode (27) er einn af þeim leikmönnum sem Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig frá Englandi til að styrkja liðið í baráttunni í 3. deildinni í knattspyrnu. Victor er af nígerískum uppruna en fæddur og uppalinn í London en fjölskyldan er risastór segir hann. Kappinn getur bæði spilað á miðjunni og í vörn en hann hefur mikið verið í stöðu hægri bakvarðar í leikjum Stólanna í sumar.
Meira

Óskað eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2020 en verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Tilnefningar þurfa að berast fyrir föstudaginn 25. september nk.
Meira