Skagafjörður

„Skemmtilegt að vera skapandi“

VALDÍS sendi í síðustu viku frá sér nýtt lag, Darling, í félagi við Tómas Welding og er hættulega grípandi og hresst. Þau syngja lagið saman en það varð til í lagahöfundabúðunum Airsongs sem voru haldnar af Iceland Sync. „Við Tómas lentum saman í hópi með Hákoni Guðna sem samdi lagið með okkur og pródúseraði það,“ sagði Króksarinn Valdís þegar Feykir hafði samband við hana í morgun.
Meira

Lýsa yfir miklum áhyggjum af fjarskiptasambandi í Skagafirði

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM, þ.e.a.s. 2G og 3G þjónustu. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af þessum fyrirætlunum þar sem hún segir það reynslu íbúa í Skagafirði að 4G og 5G séu engan veginn að dekka þau svæði sem 3G gerir. Á fundi sínum í gær skoraði nefndin á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag.
Meira

Íslandsmeistarinn Máni

Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi í Skagafirði er í nýbakaður Íslandsmeistari í straumkayak siglingum.
Meira

Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Íbúafundirnir eru fyrsta skrefið í þessari vinnu, að íbúar og fyrirtæki fái að taka þátt í að móta samskiptastefnuna og hafa áhrif á innihald hennar og útlit.
Meira

Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket

EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
Meira

Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.
Meira

Allt að falla í ljúfa löð í Hegranesi

Nú síðustu misserin hefur verið tekist á um afdrif félagsheimila í Skagafirði en hugmyndir voru um að selja þrjú þeirra. Sölu á Ljósheimum var slegið á frest en til stóð að selja félagsheimilið í Hegranesi og Skagasel á Skaga. Íbúar í Hegranesi voru afar ósáttir við þessa fyrirætlun og nú, eftir töluverð átök um fyrirhugaða sölu, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við íbúasamtökin. Hins vegar verður leitast eftir því að selja Skagasel.
Meira

Dómarar júní og júlímánaðar verðlaunaðir

Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar. 
Meira

Eldislaxar skjóta víða upp kollinum

Fréttir af strokulöxum úr eldiskvíum hafa verið fyrirferðarmiklar síðustu daga og hafa veiðifélög brugðist á ýmsan hátt við. Í Miðfjarðará var settur mikill grjótgarður en grjótið var fengið láni hjá Vegagerðinni. Vegagerðar menn sögðust ekki hafa vitað til hvers átti að nota grjótið. Strangt til tekið eru allar meiriháttar aðgerðir við ár og vötn háðar leyfi Fiskistofu. Forsvarsmenn veiðifélagsins segja að um neyðaraðgerð hafi verið að ræða og vona því að Fiskistofa sjái í gegnum fingur við þá. Það á eftir að koma í ljós.
Meira

809 nemendur skráðir til leiks í FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í morgun í 47. skipti. Heimavistin var opnuð nemendum nú á sunnudag og í gær hófust nýnemadagar. Skólasetning var kl. 8 og í framhaldi af því var opnað fyrir stundatöflur. Þau tímamót urðu að þriðji skólameistarinn í sögu FNV (áður FáS) setti skólann en Selma Barðdal tók í byrjun mánaðarins við af Ingileif Oddsdóttur sem skólameistari. Selma segir skólaárið leggjast afar vel í sig. „Ég er að taka við góðu búi og hlakka mikið til þess að kynnast öllu því góða fólki sem starfar við skólann sem og nemendum skólans.“
Meira