Skagafjörður

Það besta við að búa á Norðurlandi vestra

Fyrir skömmu var efnt til leiks á Facebook síðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, þar sem fólk var beðið um að skrá í athugasemd það sem því líkaði best við að búa á Norðurlandi vestra. Þátttaka í leiknum var mjög góð, að því er segir á vef SSNV og voru ástæðurnar fjölbreyttar þó rauði þráðurinn hafi verið fólkið og náttúran.
Meira

Úthlutað úr Barnamenningarsjóði

Á dögunum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2020. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands og hefur hann það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Frá þessu er sagt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Meira

Opnunarathöfn fyrsta áfanga Sundlaugar Sauðárkróks

Nú er framkvæmdum við fyrsta áfanga Sundlaugar Sauðárkróks að ljúka og í dag, mánudaginn 25. maí, klukkan 17:00 verður áfanginn tekinn formlega í notkun. Þar munu formaður byggingarnefndar sundlaugarinnar og formaður félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar flytja ávörp og eru allir boðnir velkomnir til athafnarinnar.
Meira

Fjöldatakmörk á samkomum hækka og fleiri tilslakanir

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi í dag, mánudaginn 25. maí. Nýju reglurnar veita heimild til að allt að 200 manns geti komið saman í stað 50 nú og heimilt er að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði. Einnig verður öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.
Meira

Nýr blaðamaður Feykis

Sumarafleysing Feykis þetta árið verður í höndum Soffíu Helgu Valsdóttur og hefur hún störf í dag. Soffía er gift Þorláki varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar og eru börnin fjögur. Fluttu þau á Sauðárkrók fyrir tveimur árum þegar Þorlákur tók við þeirri stöðu. Áður bjuggu þau á Akureyri. Skagfirðingar tóku vel á móti þeim og auðvelt var að kynnast fólki. Hjálpaði íþróttaiðkun barnanna mikið til þar um.
Meira

Uppbókað á nýliðanámskeið GSS

Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar hafa verið duglegir við golfiðkun undanfarna daga en vegna Covid hafa nokkur atriði tekið breytingum frá því sem var. Þannig hafa holur verið grynnkaðar, óheimilt að snerta golfflögg og sandgryfjur eru hrífulausar. Búið er að opna á allar sumarflatir nema níundu, en það stendur til bóta fyrir mánaðamót.
Meira

Gaman saman á ærslabelg

Nú er sumarið komið og hvað er þá skemmtilegra fyrir unga sem aldra en að vera úti að leika sér í veðurblíðunni. Víða eru skemmtileg leiktæki sem gaman er að skemmta sér í.
Meira

Frumvarp um ferðagjöf kynnt í ríkisstjórn

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórn frumvarp til laga um ferðagjöf. Um er að ræða útfærslu á áður boðaðri aðgerð ríkisstjórnarinnar um 1,5 milljarða króna innspýtingu til að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Í frumvarpinu kemur fram að ferðagjöf er stafræn 5.000 króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu má nýta ferðagjöfina til greiðslu hjá eftirtöldum fyrirtækjum sem hafa starfsstöð á Íslandi:
Meira

Tilraunir með heimaslátrun í haust

Hópur áhugafólks um lögleiðingu örsláturhúsa á Íslandi áttu fund með Kristjáni Þór Júlíussyni, landbúnaðarráðherra, og starfsfólki ráðuneytisins á dögunum þar sem fram kom vilji hins opinbera að koma að tilraunaverkefni heimaslátrunar í haust.
Meira

Sumarstarf fyrir námsmann - hnitsetning gönguleiða í Skagafirði

Akrahreppur auglýsir eitt sumarstarf fyrir námsmann. Er starfið stutt úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa og mun verkefnið snúa að átaksverkefni í merkingu gönguleiða í Skagafirði.
Meira