Skagafjörður

Króksmót 2019

Daganna 10. og 11. ágúst verður haldið hið árlega Króksmót. Mótið er haldið í 33. skipti og var mótið haldið fyrst árið 1987 og hefur mótið stækkað heilmikið frá þeim tíma. Króksmótið í ár verður með sama eða svipuðu sniði og fyrri ár. Þetta er mót fyrir stráka í 6. og 7. flokki. Feykir hafði samband við Helgu Dóru Lúðvíksdóttur sem er í stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Met jafnað á miðvikudagsmótinu í golfi

Golfmót að Hlíðarenda, miðvikudaginn í síðustu viku var sennilega fjölmennasta miðvikudagsmót í sögu GSS, 40 þátttakendur.
Meira

Grín dagsins

Nú verða nokkur myndbönd sýnd úr þættinum Spaugstofan.
Meira

Lag dagsins/Segðu já

Í dag fáum við að heyra nýjasta smellinn hjá Stjórninni. Lagið heitir Segðu já og kom lagið út fyrr í sumar.
Meira

Grillir í Fljótum - Torskilin bæjarnöfn

Þannig er bærinn alment kallaður nú. Rjetta nafnið er Grindill, því „á Grindli“ stendur í Landnámu (Landnáma, bls. 148), er sýnir, að nefnifall er Grindill. Og þannig á að rita það. Breytingin hefir að líkindum orðið á tímabilinu frá 1350 til 1450.
Meira

Prýðileg reiðtygi frá liðnum öldum – Kristinn Hugason skrifar

Í þessum pistli verður tekið hlé frá umfjölluninni um hin margbreytilegu hlutverk íslenska hestsins á vegferð hans með þjóðinni frá landnámi til nútíma en að afloknu sumarhléi, nú í september, verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið hér á síðum blaðsins og fjallað áfram um sögu keppna á hestum hér á landi.
Meira

Grín dagsins

Í dag verða nokkrir brandarar og fyndin atriði úr Áramótaskaupinu
Meira

ULM 2021 verður haldið á Sauðárkróki

Unglingalandsmót UMFÍ, það 22. í röðinni, fer nú fram á Höfn í Hornafirði en þau hafa verið haldin frá árinu 1992 víðs vegar um landið. Í setningarræðu Hauks Valtýssonar, formanns UMFÍ, sl. föstudagskvöld var greint frá því að mótið verði haldið á Sauðárkróki eftir tvö ár.
Meira

Lag dagsins/Þú gætir mín

Lagið í dag er ekkert smá fallegt og rólegt. Það er enginn annar en Óskar Pétursson sem syngur lagið.
Meira

Bakkabræður - Byggðasögumoli

Bakkabræður eru þjóðsagnapersónur, frægar fyrir atferli sitt og frábæra heimsku. Sveitfesti þeirra hefur verið nokkurt deilumál því ýmsir hafa viljað eigna sér Bakkabræður, Fljótamenn, Svarfdælingar og jafnvel Öxndælir. Elsta prentaða gerð sagnanna um Bakkabræður er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem prentaðar voru árin 1862 og 1864. Handrit þeirra sagna var skrifað af utansveitarmanni, Jóni Borgfirðingi, og lætur hann þá vera frá Bakka í Svarfaðardal. Guðbrandur Vigfússon las hinsvegar prófarkir af sögunum, sem voru prentaðar suður í Leipzig, og hann hefur bætt við neðanmáls: „Mun eiga að vera Bakki í Fljótum“ og vitnar í fyrsta árgang tímaritsins Ármann á Alþingi, prentaðan 1829, sem skrifaður var af Baldvin Einarssyni frá Hraunum í Fljótum. Baldvin segir þar um Sighvat sem er einn sögumanna ritsins: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat að hann sé heimskingi og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót/sem flestir saman jafna.“ 1)
Meira