Gula viðvörunin nær aðeins fram á morgundaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.01.2025
kl. 09.50
Í gærmorgun var gul veðurviðvörun fyrir allt landið um helgina en eitthvað hefur útlitið breyst. komin appelsínugul viðvörun á sumum landsvæðum í dag og fram yfir hádegi á morgun. Það er helst Breiðafjörðurinn sem fær þennan skell en í dag verður einnig bálhvasst á miðhálendinu og suðausturlandi. Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra kl. 16 í dag og stendur til kl. fimm í nótt – annars er helgin litlaus á svæðinu þegar kemur að viðvörunum.
Meira