Skagafjörður

Lið Selfoss vann Fótbolti.net bikarinn

Knattspyrnulið Tindastóls í karlaflokki spilaði um síðustu helgi einn merkilegasta leik sinn síðasta áratuginn í það minnsta en þá héldu strákarnir austur á land og léku við lið KFA í Reyðarfjarðarhöllinni. Um var að ræða undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum og gulrótin var því bikar og úrslitaleikur á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir hetjulega baráttu og ágætan leik voru það þó heimamenn í Knattspyrnufélagi Austurlands sem höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Mannabreytingar hjá M.fl. kvk í körfunni

Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Shaniya Jones hefur kvatt liðið og í hennar stað er Randi Brown mætt á Krókinn, þá hefur Laura Chahrour lagt skóna á hilluna eftir að upp tóku sig gömul hnémeiðsli, í hennar stað er komin Melissa Diawakana.
Meira

Laxveiðitímabilið á enda komið

Á huni.is segir að veiði í laxveiðiánum í Húnavatnssýslu er að ljúka þessa dagana. Mun fleiri laxar hafa veiðst í helstu laxveiðiám sýslnanna í sumar, í samanburði við síðustu ár. Miðfjarðará er komin í 2.458 laxa en í fyrra veiddust 1.334 laxar í ánni. Laxá á Ásum er komin í 1.008 laxa en í fyrra endaði hún í 660 löxum. Þetta er besta veiði í ánni síðan 2017. Víðidalsá stendur í 789 löxum en í fyrra veiddust 645 laxar í ánni og Vatnsdalsá er með 616 veidda laxa í samanburði við 421 í fyrra.
Meira

Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2024 í Húnaþingi vestra

Umhverfisstofnun sendi miðjan júlí inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Samkvæmt þeim skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp á meðfylgjandi mynd hér í fréttinni og er veiðitímabil hvers svæðis ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins segir á vef Umhverfisstofnunar. Á Norðurlandi vestra eru 20 veiðidagar og má veiða frá 25. október til og með 19. nóvember. Þá er veiðimenn minntir á að ennþá er sölubann á rjúpu.
Meira

Fornverkaskólinn fékk góða heimsókn

Dagana 17.-18. september fékk Fornverkaskólinn nemendahóp af arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í heimsókn. Hópurinn kom í Skagafjörð m.a. til að kynnast torfarfinum á Íslandi en eins og margir vita er af nógu að taka í þeim efnum í firðinum. Dagskráin hófst með kynningu á Víðimýrarkirkju. Þá var farið á skrifstofuna í Glaumbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á torfi, mismunandi hleðslugerðum og verkfærum svo fátt eitt sé nefnt, og loks var gengið um sýningarnar á safnsvæðinu.
Meira

Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.
Meira

Hvað segir það um málstaðinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég á enn eftir að hitta þann aðila í viðskiptalífinu sem vildi frekar 29 tvíhliða viðskiptasamninga í stað eins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins fyrr á árinu þar sem hún beindi spjótum sínum að þeim sem bent hafa á mikla og vaxandi ókosti aðildar Íslands að samningnum. Hins vegar er vandséð hvað ráðherrann átti við enda virtist hann hafa verið að halda því fram að heyrði EES-samningurinn sögunni til þýddi það meðal annars endalok Evrópusambandsins.
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 25. september, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Dregið var í VÍS bikarnum í dag

Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í Laugardalnum í hádeginu í dag og fá Stólarnir að rúlla upp á Akranes þar sem þeir spila við 1. deildarlið ÍA. Leikið verður dagana 20.-21. október en VÍS bikarúrslitin, ef við náum svo langt, verða leikin dagana 18.-23. mars 2025 í Smáranum, þar sem konurnar leika undanúrslit þann 18. mars, karlarnir 19. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 22. mars. Þá verður dregið í 16 liða úrslit kl. 12:15 miðvikudaginn 23. október á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira