Skagafjörður

Hvað á að gera þegar komið er að slysi?

„Dásamlegu krakkarnir okkar sem komu að slysinu gerðu allt rétt,“ segir Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, þegar Feykir leitaði eftir upplýsingum hjá henni um hvað beri að gera þegar komið er að slysi, líkt og varð við Hofsós sl. föstudag. Þá slösuðust fjórir piltar á aldrinum 17-18 ára alvarlega í bílslysi en um 30 ungmenni voru á leið í veislu á Hofsósi og voru á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu að. Mörgum þykir ónotaleg sú tilhugsun að koma að slysi og efast kannski um að þeir viti hvernig bregðast á við. En hvað á að gera þegar komið er að slysi?
Meira

Stólastúlkur eiga heimaleik í Bestu deildinni í dag

Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Breiðablik fór illa með Stjörnuna og Þróttur Reykjavík bar sigurorð af Fram-stúlkum Óskars Smára frá Brautarholti. Að sjálfsögðu skoraði hin hálfskagfirska Murr fyrsta mark Fram í efstu deild kvennaboltans en það dugði ekki til sigurs. Í kvöld taka Stólastúlkurnar hans Donna á móti liði FHL og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, sem hefur marga fjöruna sopið og nálgast nú óðfluga 250 leiki með liðinu.
Meira

FISK Seafood boðar vorið með umhverfisdeginum

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 3. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Litla skógi, í Varmahlíð, á Hólum, á Hofsósi, í Fljótunum og vegköntum um allan fjörð. Frá 12:15-13:00 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Meira

Hundur beit konu á Króknum

Kona var bitin af hundi á Sauðár­króki síðastliðið föstudagskvöld og þurfti hún að leita lækn­isaðstoðar vegna áverk­anna. Í frétt á Mbl.is segir að shef­fer­hund­ur hafi ráðist á kon­una sem var sjálf úti að viðra smá­hund­inn sinn. Smá­hund­ur­inn mun hafa fengið aðhlynn­ingu dýra­lækn­is.
Meira

Stefnt að því að opna nýja laugarsvæðið í maí

Það styttist í að nýtt laugarsvæði Sundlaugarinnar á Sauðárkróki verði tekið í notkun. Á fundi bygginganefndar Skagafjarðar í síðustu viku var farið yfir stöðu framkvæmda við laugina á árinu 2025 og næstu skref. Fram kemur í fundargerð að stefnt er að opnun nýja laugarsvæðisins í maí og að nú sé unnið að yfirferð útboðsgagna fyrir stóru rennibrautirnar og turninn í samvinnu við Fjársýslu ríkisins. Miðað er við að útboð verði auglýst í vor.
Meira

Finnbogi tók fimmganginn í Meistaradeild KS

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram keppni í fimmgangi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum og fór mótið fram í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Þetta var þriðja mót ársins en áður hafði verið keppt í fjórgangi og gæðingalist. Það fór svo að Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni fóru með sigur af hólmi en stigahæsta liðið var lið Uppsteypu.
Meira

Ráðstefna um menningarferðaþjónustu og ferðamálastefnu til 2030

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG), sem Háskólinn á Hólum er stofnaðili að, stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar. Í frétt á vef Háskólans á Hólum segir að ráðstefnan sé um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030. Ráðstefnan erður haldin þann 14. maí í Hofi á Akureyri.
Meira

Þriðji áfangi við nýjan leikskóla í Varmahlíð boðinn út

Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið Varmahlíð Leikskóli – Áfangi 3. Opnunardagur tilboða er 9. maí 2025. Verkinu í heild skal lokið 15. september 2025. Uppsteypa sér um fyrsta áfanga leikskólabyggingarinnar sem er langt komin og nú er það Trésmiðjan Stígandi sem annast framkvæmdir innanhúss en því verki á að vera lokið 1. september nk .
Meira

Friðrik Henrý pílaði til sigurs

Það var mikið um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar sl. fimmtudag en þá mætti Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari í heimsókn til að kíkja á yngstu pílukastara PKS og taka út hið flotta barna- og unglingastarf sem PKS stendur fyrir. Í tilefni heimsóknarinnar var hennt í grillveislu og svo í alvöru mót eftir matinn.
Meira

Efling stafrænnar getu í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stóðu nýlega fyrir áhugaverðum viðburði sem haldinn var með það að markmiði að efla stafræna getu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi. Fundarstjóri var Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, var einnig meðal þeirra fjölmörgu sem mættu á viðburðinn.
Meira