Skagafjörður

Skóla lokað vegna COVID-19 smits í Húnaþingi vestra

Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað en á Facebook-síðu hans kemur fram að starfsmaður skólans hefði greinst með Kórónaveirusýkingu. Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma.
Meira

Aðalfundur Tindastóls haldinn í næstu viku

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans. Aðspurður segir Jón Kolbeinn Jónsson, formaður Tindastóls, að farið verði eftir tilmælum og reglum Landlæknisembættisins vegna kórónuveirunnar með fámennari samkomur og hugsanlega verði fundurinn sendur út á Skype.
Meira

Tólf góð ráð fyrir fjarfundi

Umhverfisstofnun hefur tekið saman tólf góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd að því er segir á vef stofnunarinnar. Þar segir að þrátt fyrir að aukinn áhugi fyrir þessu fundarformi sé að einhverju leyti sprottinn af áhyggjum um smithættu hafi fjarfundir einnig marga aðra góða kosti, m.a. að auka skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma á milli funda ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða.
Meira

Gul viðvörun og lokaðir vegir

Gul viðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og er versnandi veður og vetrarfærð í landshlutanum. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með úrkomu á Ströndum og við ströndina en hægari vindi og úrkomuminna í innsveitum. Búist er við talsverðum skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Meira

Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir. Markmið frumvarpsins er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við.
Meira

Fólki gæti verið synjað um innritun í flug

Utanríkisráðuneytið hefur sett á vefsíðu sína mikilvægar upplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið og eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með því að þú íhugir heimferð til Íslands:
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með deginum í dag meðan samkomubann er í gildi kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta á meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Formlegar æfingar GSS falla niður

Viðbrögð Golfklúbbs Skagafjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar æfingar niður á meðan samkomubann varir.
Meira

Allt á kafi í snjó í Fljótum

Víðast hvar í Skagafirði var rjómablíða í gær og íbúar á Sauðárkróki hafa lítið fundið fyrir veðurofsa síðustu vikna, enda fer austanáttin alla jafna nokkuð blíðlega með vestanverðan Skagafjörðinn. Snjósöfnun hefur aftur á móti verið töluverð austan megin og þá ekki síst í Fljótum þar sem fannfergið er slíkt að þar mótar varla fyrir landslagi lengur.
Meira

Gul veðurviðvörun víðst á landinu

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði.
Meira