Skagafjörður

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti

Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Meira

Gunnar Rúnar Kristjánsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ágætu félagar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi. Nafn mitt er Gunnar Rúnar og ég gef kost á mér í 1.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er fæddur og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarnesinu en lengst af búið utan höfuðborgarsvæðisins m.a. í Danmörku, Hvanneyri og Selfossi. Frá 1997 hef ég búið á Akri í Húnavatnshreppi. Ég er giftur Jóhönnu Erlu Pálmadóttur og eigum við tvö uppkomin börn. Ég er menntaður í búvísindum frá landbúnaðarháskólanum í Danmörku. Auk þess hef ég verið í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu í HÍ og á ritgerðina eftir. Við höfum rekið lítið sauðfjárbú á Akri en auk þess starfa ég hjá Rarik á Blönduósi.
Meira

Dom bætist í hóp Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Dominique Bond-Flasza, jamaíska landsliðskonu, um að spila með kvennaliði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni í sumar. Dom hefur spilað 17 landsleiki fyrir Jamaíka (Jamaica Reggea Girlz) og þá hefur hún spilað í efstu deild í bæði Hollandi og Póllandi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, segir miklar vonir bundnar við Dom. „Hún fékk góð meðmæli fyrrum þjálfara ásamt því að hafa spilað á ferlinum með tveimurlandsliðskonum Íslands sem gáfu henni góð orð,“ tjáði Óskar Smári Feyki nú í hádeginu.
Meira

Nýr samstarfsvettvangur um byggingu húsnæðis á landsbyggðinni

Vettvangurinn Tryggð byggð og skýrsla um húsnæðismál landsbyggðarinnar var kynnt í Hofi á Akureyri í gær. Fram kom að íbúar landsbyggðarinnar búi í eldra húsnæði en aðrir landsmenn en jákvæð áhrif aukins opinbers stuðnings séu farin að sjást á fasteignamarkaði einstakra sveitarfélaga. „Enn þarf að auka við,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla en úrræðin lífguðu við fasteignamarkað á Blönduósi og á Vopnafirði.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég heiti Valgarður Lyngdal Jónsson, er grunnskólakennari á Akranesi og forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Ég býð mig fram í fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2021. Eiginkona mín er Íris Guðrún Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri og eigum við þrjú börn og einn dótturson.
Meira

Akrahreppur og Húnaþing vestra fá ljósleiðarastyrki

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna og eru tvö sveitarfélög á Norðurlandi vestra með þeirra, Akrahreppur og Húnaþing vestra.
Meira

Góð þátttaka í Ullarþon – Enn er hægt að skrá sig

Nú hafa hátt í 100 teymi skráð sig til leiks í Ullarþonið sem hefst á morgun fimmtudaginn, 25. mars og er spenningur mikill hjá keppnishöldurum að sjá hvað kemur inn í lokaskilum en þau eru nk. mánudag. Það eru Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem halda Ullarþon nýsköpunarkeppni, sem haldin er á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.
Meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í átta vikur

Fínu sundlauginni á Hofsósi var lokað síðastliðinn mánudag, 22. mars, vegna viðhaldsframkvæmda. Fram kemur á vef Svf. Skagafjarðar að stefnt er að opnun laugarinnar aftur mánudaginn 17. maí. Laugin, sem nýtur mikilla vinsælda ferðamanna, verður því væntanlega lokuð í átta vikur.
Meira

Vísindi og grautur á föstudaginn

Föstudaginn 26. mars klukkan 13 mun dr. Jessica Aquino, lektor ferðamáladeildar Háskólans á Hólum flytja erindi í fyrirlestraröð Vísinda og grautar. Erindi hennar ber heitið The Garden Project: Approaches to Youth Community Development and Placed-Based Education og fjallar um rannsóknaverkefni í samfélagsþróun þar sem unglingar eru í forgrunni sem hún vinnur að á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigurður Orri Kristjánsson býður sig fram á lista Samfylkingar

Ég, Sigurður Orri Kristjánsson, býð mig fram í 1. – 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021. Ég var í 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar til Alþingis árið 2017.
Meira