Skagafjörður

Grannaslagur í Mjólkurbikarnum á morgun

Fyrsti alvöru fótboltaleikur sumarsins verður á morgun, sunnudag, þegar lið Tindastóls tekur á móti grönnum sínum í Kormáki/Hvöt. Leikurinn hefst kl. 14:00 á gervigrasinu á Sauðárkróki og er liður í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Reikna má með hörkuleik þó hvorugt liðið hafi spilað fótboltaleik síðan snemma árs og spurning hvort leikmenn verði eins og beljur að vori – eða þannig.
Meira

Viggó Jónsson nýr formaður Markaðsstofu Norðurlands

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn og segir á heimasíðu hennar að aðalfundurinn hafi verið óvenjulegur, eins og svo margir fundir þetta misserið, en í fyrsta sinn var hann haldinn sem fjarfundur.
Meira

Við erum öll yndisleg :: Kristín Guðmundsdóttir - brottfluttur Króksari

Það er andi og orka yfir Króknum og mikið framtak og dugnaður í fólkinu sem býr þar. Sumir hafa hvergi annars staðar búið en aðrir brottfluttir fyrir löngu síðan. Ég flutti frá Sauðárkrók fyrir 34 árum en samt er alltaf eins og að koma heim þegar ég kem á Krókinn.
Meira

67 nemendur brautskráðust frá FNV í dag

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 41. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag að viðstöddum nánustu aðstandendum brautskráningarnema. Alls brautskráðust 67 nemendur og þá hefur Feykir sagt frá því fyrr í dag að Þorri Þórarinsson náði þeim einstaka áfanga að fá 10 í meðaleinkunn, að öllum líkindum fyrstur nemenda í 41 árs sögu skólans.
Meira

Dúxaði með 10 í meðaleinkunn á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Þorri Þórarinsson, dúx Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, vann það einstaka afrek að hljóta meðaleinkunnina 10,0 á stúdentsprófi á Náttúrufræðibraut. Brautskráning skólans fór fram í dag, 5. júní, og voru gefin út 74 prófskírteini við hátíðlega athöf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Fíkniefnahlaupbangsar í umferð á Norðurlandi vestra

Lögreglunni Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða því eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni.
Meira

Visit Skagafjörður í snjalltækin

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf nýverið út smáforrit/app fyrir snjalltæki (síma og spjaldtölvu), Visit Skagafjörður, sem er hluti af sameiginlegu markaðsátaki með Sveitarfélaginu Skagafirði til að undirbúa sumarið 2020 sem verður frábrugðin undanförnum sumrum þar sem ljóst er að lítið verður um erlenda ferðamenn.
Meira

Hvar eru tækifærin fyrir Norðurland?

Nýverið kom út skýrsla sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, fyrir Markaðsstofu Norðurlands um markaðssetningu áfangastaðarins Norðurland, en gerð skýrslunnar var m.a. styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem eitt af átaksverkefnum 2018-2019. Með skýrslunni er áætlað að geta betur stigið næstu skref í markaðssetningu landshlutans i takt við áherslur áfangastaðaáætlunar og flokkun mögulegra gesta úr markaðsgreiningu Íslandsstofu.
Meira

Verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra hlaut styrk úr Loftslagssjóði

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 203 gildar umsóknir og voru 32 þeirra styrktar, eða um 16%. Meðal þeirra sem hlutu styrk er verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun. Það eru Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands sem leiða verkefnið en það er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun.
Meira

Risamánuður hjá Drangey SK2 sem landaði 1.263 tonnum í maí

Aflafréttir segja frá því að Drangey SK2 hafi átt gríðarlega góðan mánuð við veiðar í maí en togarinn var aflahæstur allra togara í mánuðinum og það með mjög miklum yfirburðum. Heildaraflinn hjá Drangey í maí var 1263 tonn í sjö löndunum.
Meira