Skagafjörður

Verum í sitt hvorum skónum 8. mars

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars beinum við sjónum að kynjamisrétti í öllum myndum og spyrjum okkur hvar skórinn kreppir að sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum kvenna um allan heim. Til að vekja athygli á misræminu milli hugsjónarinnar um fullkomið jafnrétti og veruleika kvenna þá ætla Soroptimistar um víða veröld að vera í sitt hvorum skónum þennan dag og við hvetjum öll til að gera slíkt hið sama. Við vekjum athygli á að:
Meira

Góður sigur hjá 11. flokki karla um helgina

Það var hart barist sl. sunnudag þegar Tindastóll mætti Njarðvík í 11.flokki karla í Síkinu og það var greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir í leiknum og var staðan í hálfleik 38-38. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram og staðan að honum loknum 54 - 52 fyrir Stólastrákum. Í byrjun fjórða leikhluta leit út fyrir að baráttan yrði sú sama en okkar strákar komust loksins á skrið og stungu gestina af og sigruðu að lokum 82-72.
Meira

Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Nettómótið í Reykjanesbæ

Það komu þreyttir en sáttir krakkar heim í fjörðinn fagra á sunnudagskvöldinu, 5. mars, eftir viðburðaríka helgi í Reykjanesbæ en þar stóð yfir Nettómótið í körfubolta fyrir krakka á aldrinum sex ára (2016) upp í ellefu ára (2012). Alls voru þátttakendur á þessu móti 1080 talsins frá 23 félögum sem mynduðu samtals 221 lið og var spilað í fjórum íþróttahúsum, Blue höllinni og Heiðarskóla í Keflavík og svo Ljónagryfjunni og Akurskóla í Njarðvík.
Meira

Samfylkingin stefnir í ríkisstjórn

Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands sendir út ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt: „Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks. Við höfum dýrmætan tíma fram að næstu kosningum til Alþingis sem við hyggjumst nýta til fulls,“ segir í tilkynningu flokksins en Samfylkingin hefur hafið undirbúning og verður klár þegar kallið kemur; ekki bara fyrir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur fyrir þau risastóru verkefni sem þá munu blasa við flokknum.
Meira

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira

Sorptunnum dreift á heimili í Skagafirði næstu daga

Um áramót tóku gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs á Íslandi sem hafa umtalsverð áhrif á sorphirðu um land allt. Sveitarfélagið Skagafjörður setti á heimasíðu sína upplýsingar um þær breytingar sem í vændum eru í Skagafirði á næstu vikum.
Meira

Magnaður endurkomusigur Stólanna í Smáranum

Það voru alls konar ævintýri í heimi íþróttanna þessa helgina. Í Smáranum í Kópavogi tóku Blikar á móti liði Tindastóls í Subway-deildinni í körfubolta og þar voru sviptingar. Heimamenn leiddu með 15 stigum í hálfleik og voru 21 stigi yfir þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Pavel leikhlé og kannski sagði hann liðinu sínu að vinna leikinn eða eitthvað annað en það var nú bara það sem gerðist. Á örskotsstundu voru Stólarnir komnir á fullu gasi inn í leikinn og fjórum mínútum síðar var nánast orðið klárt mál hvort liðið tæki stigin með sér heim. Lokatölur í hressilegum leik voru 94-100 fyrir Tindastól.
Meira

Lið Tindastóls náði í sætan sigur í Síkinu í gær

Það voru ekki bara Stólastúlkur í fótboltanum sem gerðu vel í gær því Stólastúlkur í körfunni hristu af sér vonbrigðin úr Hveragerði á dögunum með því að leggja sameinað lið Aþenu/Leiknis/UMFK í parket í Síkinu. Lið Tindastóls átti fínan leik og vann alla leikhlutana og því sanngjarnan sigur þegar upp var staðið. Lokatölur 75-62.
Meira

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira