Skagafjörður

Annað tap Tindastóls á fjórum dögum

Tindastóll og KV mættust á Króknum í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæman skell um helgina gegn Vængjum Júpíters voru Tindastólsmenn ákveðnir að rétta úr kútnum en það fór því miður á annan veg. Gestirnir náðu snemma forystunni og þegar Atli Dagur, markvörður Stólanna, fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik var ljóst að það yrði á brattann að sækja. Þrátt fyrir fína frammistöðu Tindastólsmanna við erfiðar aðstæður þá voru það gestirnir úr Vesturbænum sem hirtu stigin þrjú með 0-2 sigri.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Sex starfsmenn ráðnir á nýtt brunavarnasvið HMS

Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi.
Meira

Leggur til bann við okri á hættustundu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira

Ristarhlið á Þjóðvegi 1 verða ekki fjarlægð

Þau ristarhlið sem Vegagerðin hugðist fjarlægja af Þjóðvegi 1 í Skagafirði og Húnavatnssýslum munu áfram þjóna hlutverki sínu í búfjárveikivörnum landsins. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði í samtali við Feyki að um misskilning hafi verið að ræða er starfsmaður MAST heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja umrædd ristarhlið. Farið verði í það að fjármagna ný hlið svo hægt verði að uppfylla umferðaröryggi og sjúkdómavarnir.
Meira

Tungumálatöfrar

Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið.
Meira

Krefjast þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði við haldið

Hreppsnefnd og fjallskilanefnd Akrahrepps boðuðu sauðfjárbændur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu á fund þann 20. ágúst 2020 til þess að ræða ýmis mál, þ.á.m. þá fyrirhuguðu aðgerð Vegagerðarinnar að fjarlægja ristahlið sem þjónar tilgangi í varnarlínu búfjárveikivarna milli Tröllaskagahólfs og Húna- og Skagahólfs. Það er á ábyrgð MAST að viðhalda varnargirðingum sem fjármagnað er af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, (ANR) en svo virðist sem litlu fjármagni sé ætlað í málaflokkinn nú sem skýrir þá krísu sem komin er upp. Vegagerðin neitar að bera kostnað af viðhaldi rimlahliðsins og hótar því að fjarlægja það.
Meira

Ráðstefna og gæðaúttekt á Háskólanum á Hólum

Föstudaginn 28. ágúst nk. kl. 13-16 verður haldin ráðstefna í samstarfi Háskólans á Hólum og gæðaráðs íslenskra háskóla þar sem niðurstöður gæðaúttektar á starfi skólans verða kynntar og ræddar, samhliða umræðu um gæðamál íslenskra háskóla almennt og mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Ráðstefnan verður á netinu, fer fram á ensku og er öllum opin. Dagskrá og skráningu má nálgast á vef skólans: www.holar.is
Meira

Frábær liðssigur Stólastúlkna í toppslagnum í Keflavík

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í dag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó í flottum fótboltaleik. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól.
Meira

Vængir Júpíters flugu hátt á Króknum

Tindastóll fékk illa á baukinn í dag þegar Vængir Júpíters úr Grafarvoginum mætti á Krókinn í 10. umferð 3. deildar. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna í sumar en nú gekk fátt upp og gestirnir gengu á lagið, hefðu hæglega getað gert tíu mörk en Atli Dagur átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Lokatölur 1-5 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir Tindastólsliðið sem hefur verið að berjast á toppi deildarinnar í sumar.
Meira