Skagafjörður

Tökum þátt í þjónustukönnun Byggðastofnunar og höfum áhrif

Ertu stanslaust á ferðinni til að sækja þér nauðsynlega þjónustu? Hvernig er aðgengi og hvert er framboð þjónustu í þínu nærumhverfi? Byggðastofnun hvetur íbúa landsins til að taka þátt í þjónustukönnun þar sem spurt er um þjónustusókn íbúa í landsbyggðunum og viðhorf til breytinga á þjónustu. Þó að sund og baðstöðum fjölgi víðsvegar á landinu þá búa margir íbúar úti á landi við þær aðstæður að þurfa að ferðast um langan veg til að komast til læknis, fara á pósthús eða með bílinn í bifreiðaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Er einhver þjónusta sem íbúar óttast að missa úr sinni heimabyggð?
Meira

Skagafjörður auglýsir eftir rekstraraðila fyrir Miðgarð

Skagafjörður auglýsir eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð sem er staðsett í fallegu Varmahlíð. Í tilkynningu á vef sveitarfélasins segir að rekstraraðila Menningarhússins Miðgarðs sé ætlað að sjá um daglega starfssemi í húsinu, veitingasölu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald.
Meira

Að lifa eins og blóm í eggi | Leiðari 34. tbl. Feykis

„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.
Meira

Okkar framtíð á Norðurlandi vestra

Ungmennaþing SSNV fór fram í félagsheimilinu á Blönduósi í gær og heppnaðist vel. Í frétt á vef SSNV segir að markmið dagsins hafi verið að gefa ungu fólki á Norðurlandi vestra tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumál landshlutans og koma sínum hugmyndum á framfæri. Á þingið mættu 43 ungmenni á aldrinum 13-18 ára frá öllum sveitarfélögum landshlutans.
Meira

Leikur á móti Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30. 
Meira

Birgir í ársleyfi meðan hann stýrir Fangelsismálastofnun

Lögreglustjórinn á Norðurland vestra, Birgir Jónasson, mun taka við sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í byrjun næsta mánaðar í fjarveru Páls E. Winkel fangelsismálastjóra. Samkvæmt upplýsingum Feykis fer Birgir í leyfi frá störfum í tólf mánuði, líkt og Páll, en Sigurður Hólmar Kristjánsson mun gegna stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi vestra meðan á þessum hrókeringum stendur.
Meira

Nýir íbúar í Litla-Skógi

Þeir sem farið hafa um Litla-Skóg á Sauðárkróki undanfarið hafa kannski tekið eftir því að alls konar fígúrur hafa litið dagsins ljós þar. Maðurinn á bak við þær er Matěj Cieslar sem kemur frá austurfjöllum Tékklands. Matěj hefur búið á Íslandi í rúm sjö ár en síðustu tvö ár á Hjalteyri.
Meira

„Staðan varð því miður þannig í byrjun árs að ég þurfti að hugsa um meira en körfubolta“

Það styttist í að kvennalið Tindastóls spili í fyrsta sinn á þessari öld í efstu deild körfuboltans, sjálfri Bónus deildinni. Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig á því standi að Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði liðsins til tæpra þriggja ára og þar að auki dóttir Dags formanns körfuknattleiksdeildar og systir Hlífars Óla kynnis í Síkinu, skipti yfir í Selfoss á þessum tímapunkti.
Meira

„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ | Kristófer Már Maronsson skrifar

Í fyrradag birti ég á Vísi grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því.
Meira

Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins

Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira