Skagafjörður

Félag sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu veitir viðurkenningar

Á heimasíðu Húnahornsins www.huni.is segir að þann 11. nóvember var haldin hin árleg uppskeruhátíð búgreinafélaga í Austur-Húnavatnssýslu í Félagsheimlinu á Blönduósi þar sem FSAH veitti verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt.
Meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagurinn í dag 16. nóvember er einn fánadaga Íslands. Dagurinn í dag er dagur íslenskrar tungu. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð eins og segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Jóhann Magnússon knapi ársins í meistaraflokki hjá Hestamannafélaginu Þyt

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og HSVH var haldin á dögunum og veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins í nokkrum flokkum. Sérstök verðlaun voru einnig veitt Þytsfélaga ársins sem að þessu sinni var Eydís Ósk Indriðadóttir en hún hefur tekið myndir á öllum viðburðum félagsins undanfarin ár. "Það er okkur ómetanlegt að eiga myndefni af öllum þessum viðburðum, hvort sem um er að ræða mót, uppskeruhátið eða af öðrum viðburðum," stóð í tilkynningunni.
Meira

Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 
Meira

Málþing til heiðurs Jóni og Ingibjörgu

Á morgun fimmtudaginn 16. nóvember verður málþing haldið í aðalbyggingu Háskólans á Hólum í Hjaltadal til heiðurs þeim hjónum Jóni Bjarnasyni, fv. skólastjóra Bændaskólans á Hólum og Ingibjörgu konu hans. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:30 og lýkur kl.16:00.  Málþingsstjóri er Bjarni Maronsson.
Meira

Íbúakönnun landshlutanna- Taktu þátt, hafðu hátt og sýndu mátt

Á vef SSNV segir að íbúakönnun landshlutanna er farin af stað á öllu landinu. Sem fyrr er lögð áhersla á að spyrja þátttakendur aðallega um mat þeirra á búsetuskilyrðum þeirra, almenna velferð, stöðu þeirra á vinnumarkaði og hver framtíðaráform þeirra séu um búsetu.
Meira

Verið að malbika nýjan göngustíg á Skagaströnd

Á Facebook-síðu Sveitarfélags Skagastrandar voru birtar myndir af vinnuflokki við malbikun í dag. Eru þeir að malbika nýjan göngustíg sjávarmegin við Strandgötuna sem liggur frá Hólanesi niður að smábátahöfn og verður þessi stígur sannkölluð búbót fyrir íbúa Skagastrandar. 
Meira

Búið er að opna fyrir umsóknir í Gulleggið 2024

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og koma þeim á framfæri. Að keppninni koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar til að veita leiðsögn og gefa endurgjöf. KLAK heldur norður á Akureyri þann 17. nóvember næstkomandi þar sem Háskólinn á Akureyri, í samstarfi við KLAK, mun kynna Gulleggið í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða nokkrir bakhjarlar Gulleggsins með kynningarbása ásamt því að tónlistarmaðurinn HÚGÓ mun skemmta fólki.
Meira

Reykjarmóar og Reykjarmelur ný götuheiti í Varmahlíð

Á vef Skagafjarðar segir að dagana 6. - 20. október sl. fór fram kosning um nafn á tveimur nýjum götum í frístundabyggð við Varmahlíð en sveitarfélagið auglýsti eftir tillögum frá íbúum um heiti á götunum samhliða auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar. Fjölmargar tillögur bárust og gafst almenningi svo tækifæri til þess að kjósa um nafn.
Meira

Skáknámskeið fyrir 6-15 ára krakka í Húnabyggð 18. og 19. nóvember

Húnabyggð stendur fyrir skáknámskeiði helgina 18. og 19. nóvember fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Allir krakkar, ekki bara úr Húnabyggð, eru velkomnir á þetta námskeið svo lengi sem það er pláss og kostar 5000 kr. Skráning fer fram með því að senda nafn og aldur þátttakanda á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 14. nóvember.
Meira