Skagafjörður

Námsferð átta starfsmanna HSN til De Hogeweyk í Hollandi

Átta sjúkraliðar í svæðisdeild Norðurlands vestra fóru í námsferð til Hollands nú í sumarbyrjun og var aðal markmiðið að skoða þar Alzheimer-hverfið De Hogeweyk sem í raun er meira þorp en hverfi og staðsett rétt fyrir utan Amsterdam. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem maður fær þegar maður er inni í hverfinu en markmið De Hogeweyk þorpsins er að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem þar búa. Þetta er allt öðruvísi en við eigum að venjast hér á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dóra Ingi-mundardóttir (Lulla).
Meira

Stólarnir komnir í tryllta toppbaráttu

Tindastóll og Skallagrímur mættust öðru sinni á fimm dögum í gærkvöldi en þá var loks spilaður margfrestaði leikurinn sem fara átti fram í byrjun tímabils. Leikurinn skipti bæði lið miklu; Tindastólsmenn vildu blanda sér almennilega í toppslaginn en gestirnir koma sér upp af botninum. Það voru Stólarnir sem urðu ofan á í leiknum án þess að eiga neinn stórleik, voru klárlega sterkari aðilinn og unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur.
Meira

Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar GSS 2024

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. - 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið.
Meira

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum | Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Það er eins og við séum slit­in í sund­ur, það er ekki hægt að segja annað, og ein­mitt þegar kannski væri mest þörf­in fyr­ir stuðning.” Þetta sagði viðmæl­andi í Kast­ljós­sviðtali árið 2013. Eig­in­kona hans þurfti að flytj­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heil­sum­at. Maður­inn heim­sótti kon­una sína dag­lega í þrjú ár.
Meira

Eyþór Franzson og Greta Björg klúbbmeistarar hjá GÓS á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Ós á Blönduósi hélt Meistaramót sitt á Vatnahverfisvelli dagana 5. og 6. júlí. Níu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt í þremur flokkum og spilað var tvisvar sinnum átján holur. Veðrið var ekki upp á margar kúlur og hafði talsverð áhrif á keppendur, þá var hvasst og rigning á föstudaginn en á laugardaginn var frekar rólegt en kalt. Eyþór Franzson Wechner sigraði í meistaraflokki karla, Greta Björg Lárusdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna og Grímur Rúnar Lárusson sigraði í 1. fokki karla. 
Meira

Fjórar Feykiflottar semja við Tindastól

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið hafi gengið frá samningum við þær Brynju Líf, Emmu Katrínu, Klöru Sólveigu og Rannveigu um að spila fyrir Tindastól í Subway deildinni á komandi tímabili. Israel Martin þjálfari segir það góðar fréttir fyrir félagið í heild „Það er mjög mikilvægt að tryggja samfellu í þessu uppbyggingarverkefni sem liðið er í, halda í það góða sem byggt hefur verið upp og horfa til framtíðar“
Meira

Samúel Rósinkrans Kristjánsson ráðinn umsjónarmaður Eignasjóðs

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Samúel Rósinkrans Kristjánsson var ráðinn í starf umsjónarmanns Eignasjóðs á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Eignasjóður Skagafjarðar leigir út fasteignir til stofnana og einstaklinga. Eignasjóður leggur áherslu á gott samstarf og þjónustu við viðskiptavini sína og hefur að leiðarljósi fagleg vinnubrögð við hönnun, framkvæmd og viðhald húsnæðis.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Mbl.is segir frá því að hlut­haf­ar í Kjarna­fæði Norðlenska hf. hafi samþykkt til­boð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100% hluta­fjár í Kjarna­fæði Norðlenska hf. en þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kjarna­fæði Norðlenska hf. Fram kemur að hlut­haf­ar Búsæld­ar ehf., fé­lags bænda sem er eig­andi rúm­lega 43% hluta­fjár, munu ákveða hver fyr­ir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunn­laugs­son og Hreinn Gunn­laugs­son, sem hvor um sig eiga rúm­lega 28% hluta­fjár, munu selja allt sitt hluta­fé.
Meira

Ostasalat og kjúklingur með pestó og paprikusnakki

Matgæðingar þessa vikuna eru Freyja Rut Emilsdóttir og Helgi Jóhannesson en þau búa á Króknum ásamt börnum sínum; Emmu Katrínu 16 ára, Júlíu Marín alveg að verða 13 ára og tvíburunum Aroni Elmari og Jóel Darra sem eru 7 ára. Sú elsta, Laufey Helga, býr í Reykjavík.
Meira

„Það vantar bara að setja boltann oftar yfir línuna“

„Ég er mjög sáttur við þróunina á leik liðsins. Þetta er allt í rétta átt og það erum við mjög ánægð með,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann eftir Stjörunleikinn hvort hann væri ánægður með þróun liðsins en Stólastúlkur hafa haldið vel í boltann í síðustu leikjum og spilað góðan fótbolta. Uppskeran þó aðeins eitt stig og lið Tindastóls nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Meira