Magadans og áritun í Skagfirðingabúð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
04.12.2025
kl. 11.29
Föstudaginn 5. desember munu Hermann Árnason og Hjalti Jón Sveinsson árita bók sína, Með frelsi í faxins hvin, í Skagfirðingabúð milli klukkan 13-14. Að sjálfsögðu mæta allir hestaáhugamenn þangað! Í bókinni segir frá Hermanni Árnasyni sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. „Rétt er að taka fram að magadansins verður að bíða betri tíma, hann var bara settur hér með til að fanga athygli lesenda!“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Hólum.
Meira
