Skagafjörður

Yfirlögregluþjónn ósáttur vegna fyrirspurna um kvörtun á hans hendur

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra skrifar í færslu á Facebooksíðu sinni um mál sem er í gangi og hefur verið síðan síðasta vetur er varðar kvörtun manns sem heimsótti hann á lögreglustöðina á Sauðárkróki. Eftir nokkurt þref þeirra á milli yfirgaf maðurinn skrifstofuna mjög ósáttur. Í kjölfarið barst erindi frá nefnd um eftirlit um störf lögreglu þar sem fram kom að kvörtun hafi borist frá manninum þess efnis að Stefán Vagn væri að misnota aðstöðu sína á lögreglustöðinni til að ræða málefni sveitarfélagsins og embættið beðið um afstöðu til kvörtunarinnar. Lesa má úr færslu Stefáns, þar sem fjölmiðlafólk sé farið að spyrjast fyrir um málið, að einhver tenging sé við mál embættis Ríkislögreglustjóra sem verið hefur í fréttum undanfarið.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar

Í síðustu viku voru umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur haft umsjón með útnefningu þessara viðurkenningar fyrir sveitarfélagið sl. 15 ár og er hans helsta fjáröflun. Í ár voru veittar viðurkenningar í sex flokkum og hafa þá verið veittar 94 viðurkenningar á þessum 15 árum.
Meira

Framsókn vill að jarðakaup verði leyfisskyld

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í sjö liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.
Meira

Sektir vegna umferðarlagabrota hjá embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra nemur alls rúmum 322 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum ársins

Lögreglan á Norðurlandi vestra stöðvaði sl. mánudag ökumann sem ók bifreið sinni á 170 km/klst. á þjóðvegi 1 í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hámarkshraði er 90. Ökumaður bifreiðarinnar ók á 80 km/klst. umfram leyfilegan hámarkshraða. Á Facebooksíðu Lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi þurft að greiða 240.000 kr. sekt á vettvangi sem og að honum var gert að hætta akstri bifreiðarinnar og þurfti farþegi að taka við. Um erlendan ferðamann var að ræða.
Meira

Árleg inflúensubólusetning

Árleg inflúensubólusetning verður á starfsstöðvum HSN á Norðurlandi vestra næstu vikur. Bólusett verður á heislugæslustöðvum á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og á Hofsósi.
Meira

Aldís Rut 100. konan til að hljóta prestsvígslu

Prestsvígsla verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 22. september kl. 14:00 þar sem sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Hólabiskup, vígir mag. theol. Aldísi Rut Gísladóttur frá Glaumbæ í Skagafirði til prests í Langholtsprestakalli í Reykjavík.
Meira

Verklok við Sundlaug Sauðárkróks dragast um 6 til 8 mánuði

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa VG og óháðra um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Fyrirspurnin og svör við henni hefur verið birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Meira

Margrét Rún og Marsilía á hæfileikamóti KSÍ

Þær Margrét Rún Stefánsdóttir, og Marsilía Guðmundsdóttir úr Tindastól hafa tekið þátt í fjölmörgum hæfileikamótum hjá KSÍ undanfarin tvö ár. Um síðustu helgi voru þær valdar til þess að fara suður yfir heiðar og spila nokkra leiki í Kórnum með u.þ.b. 60 öðrum stelpum úr ýmsum liðum af öllu landinu. Báðar eru þær 14 ára og eiga því möguleika á að vera valdar í U15.
Meira

Sýndarveruleiki í markaðssetningu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, opna formlega verkefnið Digi2Market með ráðstefnu um stafrænar lausnir í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Markmið ráðstefnunnar er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Sagt er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Stelpurnar í körfunni undirbúa sig fyrir átök vetrarins

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls og stjórn körfuboltadeildar mættu sl. sunnudag í sýndarveruleikasýningu 1238 – Baráttan um Ísland á Sauðárkróki sem á dögunum bættist í hóp samstarfsaðila deildarinnar. Á Faebooksíðu 1238 segir að auk þess að kynna sér Sturlungaöldina og gæða sér á veitingum á Gránu Bistro prufuðu leikmenn nýjan leiktækjasal þar sem m.a. er hægt að spila litbolta og prófa ýmiskonar tölvuleiki.
Meira