Skagafjörður

SSNV og FM Trölli í samstarf um hlaðvarpsþætti

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og FM Trölli á Siglufirði hafa undirritað samstarfssamning um framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum sem jafnframt verða sendir út á útvarpsstöðinni FM Trölli. Hér er um að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Fíkniefnahundar og þjálfarar þeirra útskrifast

Sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra voru útskrifuð fyrir helgi eftir að fjórða og síðasta lotan í náminu lauk það hefur staðið yfir síðan í febrúar. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal.
Meira

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag“[1] Pistill Byggðasafns Skagfirðinga.

Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur um aldir. Hann er á fimmtudegi á bilinu 19.-25. apríl. Dagsins er getið í elstu heimildum, s.s. lögbókunum Grágás og Jónsbók (frá þjóðveldisöld), þá kallaður sumardagur eða sumardagur hinn fyrsti.
Meira

Bakaður fetaostur og nautasteik með eins litlu grænmeti og mögulegt er

Kúabændurnir Brynjar og Guðrún Helga í Miðhúsum í Blönduhlíð deildu uppskriftum með lesendum Feykis í 19. tbl. ársins 2017 og að sjálfsögðu varð nautasteik fyrir valinu. Þau hófu búskap á heimaslóðum Guðrúnar í Miðhúsum þremur árum áður og bjuggu þá með 40 kýr og eitthvað af hundum, köttum, hestum og kindum. Að eigin sögn er Brynjar „bara sveitadurgur“ en Guðrún kenndi við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi auk þess að troða upp sem söngkona við hin ýmsu tækifæri. Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Meira

Sóknarleikurinn í fyrirrúmi í tapleik Tindastólsstúlkna

Kvennalið Tindastóls spilaði þriðja leik sinn í Inkasso-deildinni í gærkvöldi en þá spiluðu stelpurnar við lið Þróttar í Reykjavík. Liðið var hálf vængbrotið en vænn hluti ungs liðs Tindastóls var við brautskráningu frá FNV og voru stúlkurnar því löglega afsakaðar. Leikurinn þótti skemmtilegur og bæði lið buðu upp á bullandi sóknarleik. Það var hins vegar heimaliðið sem skoraði fleiri mörk og fékk að launum stigin þrjú sem í boði voru.
Meira

Fjórða tap Tindastóls í fjórum leikjum

Leikið var á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í gærkvöldi en mættust lið Tindastóls og Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Eyfirðingum var spáð sæti um miðja deild í spá þjálfara á Fótbolti.net en Stólunum, eins og áður hefur komið fram, neðsta sæti. Niðurstaðan í leiknum var því eftir bókinni en gestirnir höfðu á endanum betur og sigruðu 1-2.
Meira

100 nemendur brautskráðir af 10 námsbrautum

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum.
Meira

Skagfirðingur í íslenska Team Rynkebyliðinu sem hjólar til Parísar

Um síðustu helgi var íslenska Team Rynkeby hjólaliðið með æfingu á Norðurlandi og hjólaði m.a. í Skagafirði. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf þar sem þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson er einn þátttakenda og segist hann hlakka mikið til fararinnar.
Meira

Úrslit í stærðfræðikeppni 9. bekkinga

Í gær var keppt til úrslita í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga. Keppnin fór fram á Ólafsfirði í gær. Á vef Menntaskólans á Tröllaskaga segir að keppnin hefi verið jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.
Meira

Kaffi í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar 90 ára afmæli sínu á morgun laugardag, en flokkurinn var stofnaður þann 25. maí 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Til að fagna þessum tímamótum stendur flokkurinn fyrir viðburðum víðsvegar um land. Á Norðurlandi vestra verður boðið í kaffi á Sauðárkróki og á Hvammstanga.
Meira