Skagafjörður

Hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni?

Húsið að Aðalgötu 1 á Sauðárkróki á l12 ára sögu að baki og þjónaði sem sjúkrahús Skagfirðinga í rúm 50 ár. Frá árinu 1965 hefur húsið verið notað sem safnaðarheimili fyrir Sauðárkrókssöfnuð og þar fer fram margvísleg starfssemi á vegum safnaðarins. Einnig hafa ýmis frjáls félagasamtök aðgang að húsnæðinu fyrir starfsemi sína. Kominn er tími á mikið viðhald á húsnæðinu og einnig krafa um úrbætur í aðgengismálum og hefur það kallað á svar við því ,,hvernig viljum við sjá Safnaðarheimilið okkar í framtíðinni.“
Meira

Talsvert magn fíkniefna gert upptækt

Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebooksíðu sinni að vel hafi tekist til um Laufskálaréttarhelgi, sem hafi farið vel fram svo og viðburðir henni tengdir. Fjöldi ökumanna var stöðvaður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot og var hraðakstur þar mest áberandi. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norðurlandi vestra naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lögreglumanna stóð vaktina um helgina.
Meira

Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks

Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
Meira

Margmenni í Laufskálarétt

Fjöldi fólks og um 500 hross voru saman komin í Laufskálarétt í gær. Talið er smalamenn hafi verið álíka margir eða fleiri en þau hross sem smalað var og auk þess mætti margmenni að réttinni. Veðrið lék við réttargesti og þó golan væri nokkuð köld um tíma var auðvelt að leita í skjól. Um það leiti sem stóðið var rekið til réttar dró ský frá sólu og vermdi mannskapinn. Allt fór vel fram og gengu réttarstörf mjög vel fyrir sig.
Meira

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Ærslabelgurinn á Króknum tilbúinn eftir helgi

Hafist var handa við að koma upp ærslabelg við sundlaugina á Sauðárkróki í gær þegar drengirnir hjá Þ. Hansen hófu jarðvegsvinnu þá sem þeir ætla að leggja til þessa samfélagsverkefnis. Einar Karlsson, sem flytur inn ærslabelgi, segir að helgin verði notuð til að setja belginn upp og væntanlega verði þá hægt að ærslast á honum í næstu viku.
Meira

Meiri frásögur af keppni á hestum - Kristinn Hugason skrifar

Nú hverfum við aftur þar sem frá var horfið í þarsíðasta pistli og sagði frá kappreiðunum miklu á Kili þar sem leysinginn Þórir dúfunef á stokuhryssunni Flugu, sem hið forna höfuðból Flugumýri heitir eftir, sigraði mikinn og margefldan hestamann, Örn að nafni, kallaður landshornamaður, á hestinum Sini, það voru fyrstu kappreiðarnar á Íslandi sem enn lifa í sögnum.
Meira

Nemendur vinna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Nemendur 7. og 9. bekkja grunnskólanna í Skagafirði, alls 118 nemendur, komu saman í Árskóla í gær og kynntu sér og unnu að endurskipulagningu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar. Verkefnið var unnið að frumkvæði skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar sem stýrði verkefninu.
Meira

Ert þú gæðablóð? - Blóðbíllinn á Sauðárkróki í næstu viku

Blóðbankabíllinn verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 1. október frá kl. 11-17 og daginn eftir frá kl. 9-11:30. Allir blóðgjafar eru hvattir til að mæta og gefa blóð sem og þeir sem vilja gerast blóðgjafar. Þorbjörg Edda Björnsdóttir, forstöðumaður öflunar blóðgjafa, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir Blóðbankann að fara út á land í blóðsöfnun.
Meira

Nýr kaffidrykkur frá KS

Mjólkursamlag KS í samstarfi við Te & Kaffi hefur sett á markað markað nýjan kaldbruggaðan kaffidrykk undir nafninu Íslatte. Drykkurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur er hér á landi úr kaffibaunum frá Te og kaffi og íslenskri mjólk og þróaður í samvinnu við kaffisérfræðinga Te og kaffi.
Meira