Skagafjörður

Pepperóní pastasalat og eplakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl. 21 á þessu ári voru þau Lovísa Heiðrún og Þórður Grétar en þau búa á Sæmundargötunni á Króknum. Lovísa og Þórður eiga saman fjögur börn, Veroniku Lilju, Víking Darra, Kormák Orra, Yl Myrkva og svo má ekki gleyma heimilishundinum henni Þoku sem passar upp á alla. 
Meira

„Fornleifafræðingar eru almennt óþolinmótt fólk,“ segir Ásta Hermannsdóttir

Feykir.is fjallaði nýverið um fornleifauppgröftinn á Höfnum á Skaga en síðan þá hefur ýmislegt forvitnilegt gerst í rannsókninni. Hægt er að fylgjast með framgangi hennar í vikulegum færslum á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga. Þar sagði þann 25. júní sl.: „Þá er fjórða vikan á Höfnum á Skaga hafin. Þótt ekki hafi fundist eins mikið af gripum og á sama tíma og í fyrra, þá fór fljótlega í lok annarrar viku rannsóknarinnar að glitta í merkilega uppgötvun. Í meintu nausti, sem er suðvestast á uppgraftarsvæðinu, fór að koma í ljós mikill fjöldi bátasauma. Þegar móta fór fyrir kjölfari innst í naustinu og viðarleifar fóru að sjást inn á milli bátasaumanna þótti ljóst að fundinn væri bátur sem skilinn hefði verið eftir í naustinu og grotnað þar niður. Er um mjög merkilegan fund að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem bátur, sem ekki er í kumli, er grafinn upp á landi hérlendis.“
Meira

Hver er maðurinn og hvað hefur hann sagt? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Það var stórkostleg stemning í Laugardalnum í dag þar sem stelpurnar okkar sýndu okkur framúrskarandi fótbolta og sigruðu Þýskaland 3-0 til að tryggja sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Það sem gerði leikinn enn betri var stórbrotinn stuðningur þúsunda stelpna af Símamótinu sem létu vel í sér heyra á vellinum og ætla sér væntanlega margar að komast í landsliðið seinna á ferlinum. Eftir leik sá ég að síminn hafði verið í yfirvinnu við að taka á móti símtölum og skilaboðum og ég hitti nokkra Skagfirðinga sem stöppuðu í mig stálinu. Það hafði birst grein á Feyki kl. 16 sem ég hafði ekki séð, ber hún nafnið „Af tveimur skáldum”. Hana má finna í fyrstu athugasemd.
Meira

Lið Tindastóls komið í annað sætið

Nú í vikunni fór fram heil umferð í 4. deild karla í knattspyrnu og síðasti leikurinn fór fram í sunnangalsa á Króknum þegar Vestmannaeyingar í KFS mættu til leiks sprækir sem lækir. Leikurinn reyndist fjörugur og skoruðu liðin samtals fimm mörk en þau komu öll í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 4-1 fyrir Tindastól sem voru því líka lokatölur.
Meira

„Sindra kjúlli“ og hrísgrjónaréttur

Matgæðingur vikunnar í tbl. 31 í fyrra var í þetta sinn Elísabet Jóna Gunnarsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki og af hinum stórfína 70 árgangi. Elísabet hefur búið á Króknum alla sína ævi fyrir utan fimm ár er hún bjó í Reykjavík og er í fjarbúð með Málfríði Hrund Einarsdóttur sem býr í Hafnarfirði. Elísabet starfar hjá RH endurskoðun og á tvíburana, Ólöfu Ósk og Gunnar Stein, sem eru 22 ára.
Meira

Dagurinn sjálfur er hápunkturinn | Óli Þór Ólafsson svarar Dagur í lífi brottfluttra

Síðast staldraði Dagur í lífi við hjá Herdísi frá Hrauni þar sem hún kafaði í ylvolgum sjó við Eilat í Ísrael en nú er lesendum boðið að stíga um borð í ímyndaðan fararskjóta og taka stefnuna í vestur eftir endilöngu Miðjarðarhafi, spenna sætisólar og búa sig undir langa síestu á sprúðlandi heitum Iberíuskaga. Þar tekur á móti okkur Óli Þór Ólafsson sem stundar þar fjarnám við Háskóla Íslands á kjörsviðinu fræðslustarf og mannauðsþróun. Hann býr nú í 500 manna bæ, Chera, í Valencia héraði á Spáni.
Meira

Af tveimur skáldum | Ragnar Þór Pétursson kennari skrifar

Það var í frosti og hríð, snemma í apríl, nokkru fyrir þarsíðustu aldamót, að séra Matthías fékkst ekki til að koma í kvöldmat á heimili sínu á Akureyri. Sem var óvenjulegt. Matthíasi lét sig yfirleitt ekki vanta við máltíðir (eins og sást á honum). Þar að auki átti yngsti sonur hans afmæli þennan dag. Eftir árangurslausa tilraun til að fá karlinn til að líta upp af skrifborðinu ákvað eiginkona hans að hún og börnin myndu borða ein. Og það gerðu þau. Alllöngu seinna birtist Matthías loks í dagstofunni, skælbrosandi, rjóður og reifur. Hann hafði eytt síðustu klukkutímum í glaðasólskini hugans við að yrkja það sem hann átti eftir að kalla „kvæðismynd“ um Skagafjörð.
Meira

Yfir 60 iðkendur á Símamótinu frá Norðurlandi vestra

Um þessa helgi fer fram risa knattspyrnumót fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna í Kópavogi undir yfirskriftinni Símamótið og er þetta í 40. skiptið sem það er haldið. Tindastóll og Hvöt/Fram sendu að sjálfsögðu nokkur lið til leiks og má áætla að það séu yfir 60 iðkendur frá Norðurlandi vestra á svæðinu.
Meira

Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi í Brothættum byggðum

Á árinu 2024 hlutu samtals 66 frumkvæðisverkefni brautargengi úr frumkvæðissjóðum DalaAuðs, Sterks Stöðvarfjarðar, Sterkra Stranda og Betri Bakkafjarðar. Samtals voru til ráðstöfunar tæpar 64 m.kr. úr sjóðunum í ár, þ.m.t. fjármunir sem bættust við frá verkefnum þar sem styrkfé hafði verið skilað og styrkþegar hætt við verkefni.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira