Skagafjörður

Rafmagnsleysi í Skagafirði aðfaranótt föstudagsins 19. júní

Vegna vinnu í aðveitustöð Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní. Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til klukkan 4:00 um nóttina.
Meira

Lögreglustöðin á Sauðárkróki opnuð aftur eftir endurbætur

Formleg opnun lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki eftir breytingar var í gær 16. júní að viðstöddum gestum. Unnið hefur verið að endurbótum að lögreglustöðinni í vetur og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns má segja að húsið hafi verið gert fokhelt og allt endurnýjað. Stöðin hefur öll fengið nýtt yfirbragð og skrifstofum og fundarherbergjum fjölgað.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira

Ár liðið frá opnun 1238

Í gær, 15. júní var eitt ár frá því að Sýndarveruleikasafnið 1238 á Sauðárkróki opnaði. Viðtökur hafa vægast sagt verið frábærar á fyrsta árinu sem hefur verið viðburðarríkt. Ýmsir viðburðir hafa verið í sal Gránu Bistro, s.s. tónleikar, fræðslukvöld og prjónakaffi svo eitthvað sé nefnt. Heimamenn hafa einnig verið duglegir að koma og gæða sér á þeim veitingum sem í boði eru.
Meira

Hættulegir reiðhjólahrekkir

Því miður hefur borið á því í vor hér á Sauðárkróki að óprúttnir aðilar hafi losað um framdekkin á reiðhjólum barna. Það er stórhættulegt athæfi og getur endað með ósköpum þar sem reiðhjólamaðurinn getur stórslasast við það að fljúga fram fyrir sig á hjólinu ef það er á miklum hraða. Eru hrekkir sem þessir ekki eingöngu bundnir við Skagafjörð og eru dæmi um að börn um allt land hafi stórslasast eftir byltu af þessum sökum.
Meira

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.
Meira

Hvalir með stórsýningu í Skagafirði

Það hefur heldur betur verið buslugangur í Skagafirði undanfarna daga en nokkrir hnúfubakar hafa gert sig heimakomna og sótt í æti sem virðist vera nóg af. Hafa þeir verið með sýningu hvern dag eins og fjöldi mynda ber með sér hjá Facebooknotendum. Feykir fékk leyfi til að sýna myndbönd Kristjáns Más Kárasonar og Soffíu Hrafnhildar Rummelhoff en Kristján nálgaðist hvalina á fleyi sínu meðan Soffía naut nærveru þeirra í fjörunni austast á Borgarsandi.
Meira

Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Með hækkandi sól og betra tíðarfari er rétti tíminn til framkvæmda og Skagafjörður er þar engin undartekning. Mikið eru um framkvæmdir í firðinum þessa dagana og mikið að sjá fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með uppganginum.
Meira

Fornminjafundur á Grófargili í Skagafirði

Fornt og áður óþekkt bæjarstæði uppgötvaðist nýlega á bænum Grófargili í Skagafirði þegar unnið var við að taka riðugröf en riðuveiki kom upp á bænum fyrr á árinu. Í bæjarstæðinu fundust fornminjar sem eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma.
Meira

Tveir sigrar Stóla í Mjólkurbikar

Það var kátt á gervigrasinu á Króknum í gær þegar meistaraflokkar Tindastóls unnu báða sína leiki í annarri umferð Mjólkurbikarskeppninnar og komu sér áfram í keppninni. Stelpurnar fengu Völsung frá Húsavík í heimsókn og strákarnir lið Samherja úr Eyjafirði en ljóst er að mótherjar næstu umferðar verða mun erfiðari. Stelpurnar mæta Pepsí-deildarliði KR syðra og strákarnir mæta ÍBV í Vestmannaeyjum en þeir leika í Lengju-deildinni í ár.
Meira