Skagafjörður

Jaaaá, Hemmi minn

Það verður talsvert um tuðruspark á Norðurlandi vestra nú um helgina. Stólastúlkur renna á vaðið í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði mæta á teppið. Á laugardag taka síðan Tindastólsmenn á móti liði Fjarðabyggðar í 2. deild karal og í 4. deildinn fær lið Kormáks/Hvatar Snæfell í heimsókn á Hvammstangavöll. Þannig að það er ljóst að þeim sem eru alltaf í boltanum ætti ekki að þurfa að leiðast.
Meira

Kvennasveit GSS keppir á Íslandsmóti golfklúbba

Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks tekur þátt í Íslandsmóti Golfklúbba, 1.deild, sem haldið verður nú um helgina, dagana 26.-28.júlí. Átta sveitir eru í deildinni. Að þessu sinni verður leikið á tveimur völlum og er það nýlunda, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Meira

Vill styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur birt tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma þar með til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.
Meira

Tíu daga matarhátíð á Norðurlandi vestra

Matarhátíðin Réttir verður haldin í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst. Það eru veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu sem standa að hátíðinni.
Meira

Líðan ökumannsins þokkaleg miðað við aðstæður

Talið er að milli 13 og 17 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í jarðveginn þar sem olíubíll frá Olíudreifingu valt út af veginum á Öxnadalsheiði í gær. Olíubíllinn hefur verið fluttur til Reykjavíkur og er, að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, ónýtur.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Meira

Kyen Nicholas til Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við enska framherjann Kyen Nicholas til að spila með liðinu út leiktíðina.
Meira

Tap gegn ÍR á Hertzvelli

Laugardaginn 20. júlí klukkan 14:00 mættust ÍR og Tindastóll í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn úr Breiðholti sigruðu leikinn 2-0 og eru komnir í sjötta sæti í deildinni en Tindastóll situr enn á botninum með fimm stig.
Meira

Mikil blóðtaka fyrir Tindastól/ Krista Sól með slitin krossbönd

Krista Sól Nielsen leikmaður meistaraflokks kvenna Tindastóls í knattspyrnu varð fyrir því óhappi 12. júlí í leik á móti ÍR að meiðast illa. Atvikið gerðist í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍR rak hnéð í hnéð á Kristu sem endaði með því að Krista Sól þurfti að fara útaf og upp á sjúkrahús.
Meira