Skagafjörður

Stólastúlkur unnu mikilvægan útisigur á Snæfelli

Stólastúlkur hófu leik í úrslitakeppni um sæti í Subway-deild kvenna á Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar en það virtist ekki trufla lið Tindastóls á nokkurn hátt. Þær komu helgrimmar til leiks, náðu fljótt undirtökunum í jöfnum og spennandi leik og létu sér hvergi bregða í þau örfáu skipti sem heimaliðið komst yfir. Stólastúlkur náðu tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu gestgjöfunum í seilingarfjarlægð allt til loka. Mikilvægur sigur, 73-82, og næst verður heimaleikur í Síkinu á miðvikudagskvöld.
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga en við setningu hennar hafa síðustu átta árin verið veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Svo verður einnig í ár em nú verða þau veitt í níunda sinn. Setning Sæluviku fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 28. apríl nk. en nú vantar aðeins að íbúar sendi inn tilnefningar.
Meira

Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi

Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira

Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.
Meira

Arnar með 616 tonn af fiski úr sjó

Í frétt á 200 mílum mbl.is segir að Arn­ar HU, tog­ari FISK Sea­food, hafi lagst við bryggju á Sauðár­króki sl. þriðju­dags­kvöld hafði hannn lokið rúm­lega þriggja vikna túr og var afla­verðmætið um 238 millj­ón­ir króna.
Meira

Stólarnir settu sjö mörk á Samherja

David Bercedo, sem kom til liðs við karlalið Tindastóls nýlega, reimaði á sig markaskóna í gær þegar Stólarnir tóku á móti Samherjum í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Leikið var á Krókum og þegar flautað var til leiksloka hafði Bercedo gert fimm af sjö mörkum Tindastóls í öruggum 7-0 sigri.
Meira