Skagafjörður

Evrópuleikdagur í dag!

Í dag mánudag kl. 16.00 fer fram leikur Tindastóls og BK Opava í ENBL deildinni í Opava Tékklandi. Hópurinn lenti í Tékklandi eftir miðnætti í gærkvöldi. Liðið á svo flug heim aftur snemma í fyrramálið og leik við Njarðvík nk. fimmtudag, klukkan 19:15 og svo þarf að halda á Egilsstaði og spila bikarleik við Hött nk. mánudag.
Meira

Rabb-a-babb 241: Atli Gunnar

Blaðamaður fékk hinn stórskemmtilega mág sinn, Atla Gunnar Arnórsson, í Rabb við sig. Einhverjir vita hver þessi geðþekki maður er en í fjölskyldunni er hann kallaður verkfræðingurinn í eldhúsinu, því vissulega er hann verkfræðingur sem vinnur hjá Stoð ehf. en einnig úrvalskokkur. Svo gegnir hann líka því merkilega hlutverki að vera formaður Karlakórsins Heimis.
Meira

„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“

Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.
Meira

Gönguferð í garðinum II

Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.
Meira

Hefur hannað föt frá 14 ára aldri

Á Sauðárkróki býr ungur fatahönnuður að nafni Jörundur Örvar Árnason sem hefur verið að hanna föt síðan 2020 þá aðeins 14 ára gamall. Hann hannar undir merkinu Undur.
Meira

Ekki bjartsýn en vongóð

Davíð Logi Jónsson er fæddur og uppalinn Blöndhlíðingur, sonur hjónanna í Réttarholti, Auðar og Jóns. Davíð er í dag bóndi á Egg í Hegranesi og giftur Emblu Dóru Björnsdóttur. Saman eiga þau dæturnar Auði Fanneyju sem er í 5. bekk í Árskóla og Guðrúnu Heklu sem er í 2. bekk. Davíð og Embla eru með um 60 mjólkandi kýr, nokkur hross og 40ha skóg. Að auki er Embla í hlutastarfi í Farskólanum á Sauðárkróki. Fyrst liggur beinast við að spyrja hvernig gengur í sveitinni.
Meira

Tók í sundur ónýtar tölvur í leikskólanum

Einn 23 ára gamall Skagfirðingur keppti fyrir Íslands hönd á EuroSkill þetta árið en það var Daniel Francisco Ferreira sem alinn er upp á Ytra-Vatni á Efribyggðinni í Lýtó, sonur Anítu Ómarsdóttur og Sigurðar Jóhannssonar. Að lokum Varmahlíðarskóla fór Daniel til Akureyrar í Verkmenntaskólann, kláraði sveinspróf í rafvirkjun og svo í rafeindavirkjun, þegar því var lokið tók hann stúdentsprófið. Eins og er býr Daniel hjá mömmu sinni í Reykjavík, þurfti aðeins að flýta flutningum suður vegna EuroSkills, en stefnan var alltaf að fara suður í áframhaldandi nám svo það var kannski ekki eftir neinu að bíða. Feykir tók tal af Daniel eftir að hann kom heim og tók stöðuna.
Meira

Draugasýning og draugasögur í Safnahúsinu

Það verður (ó)notaleg stemning á Héraðsbókasafni Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 23. október en þá mætir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Meira

Þingeyingar og Skagfirðingar sameinast í söng

Hausttónleikar Karlakórsins Hreims verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 18.okt 2025 kl. 15:00. Karlakórinn Heimir ætlar að kíkja á þá félaga í Hreim og syngja nokkur lög. 
Meira

Fræðandi fundir með eldri borgurum

SSNV stóð fyrir fræðsluröð um umhverfismál í góðu samstarfi við félög eldri borgara á Norðurlandi vestra en tveir stjórnarmeðlimir úr ALDINI, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, þau Halldór Reynisson og Sigrún Björnsdóttir, hittu eldri borgara í Húnaþingi vestra, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði dagana 13. og 14. október sl.
Meira