Skagafjörður

Rúnar Guðmundsson nýr skipulagsfulltrúi í Skagafirði

Rúnar Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og mun taka til starfa á fyrstu mánuðum ársins. Rúnar tekur við embættinu af Jóni Erni Berndsen sem gegn hefur starfinu frá 1. desember sl. og þar áður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til fjölda ára.
Meira

Völvuspá Feykis 2020

Eins og undanfarin ár er rýnt inn í framtíðina og reynt að sjá fyrir óorðna hluti hér í Feyki. Í mörg ár hafa spákonurnar í Spákonuhofinu á Skagaströnd rýnt í spil og rúnir en að þessu sinni gátu þær ekki orðið við beiðni blaðsins. Var þá leitað á önnur mið og eftir mikla eftirgrennslan náðist samband og samkomulag við einstakling sem vill ekki láta kalla sig spámann eða völvu heldu seiðskratta. Aðspurður um þá nafngift sagði hann að það hæfði sér best enda bruggaður seiður við þennan gjörning. Ekki vildi viðkomandi koma fram undir nafni og munum við verða við því.
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á því liðna. Megi nýtt ár verða ykkur öllum farsælt og gæfuríkt.
Meira

Geiger gengur til liðs við Stólana

Nú tíðkast hin breiðu spjótin og á það ekki hvað síst við í Dominos-deildinni í körfubolta. Flest sterkari liða deildarinnar hafa nýtt jólafríið til að sanka að sér leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er. Sagt er frá því í stuttri frétt á Fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að þar á bæ hafi menn ákveðið að styrkja meistaraflokk karla með því að semja við Deremy Terrel Geiger um að spila með liðinu á nýju ári.
Meira

Tilfærsla á losunardögum hjá Flokku

Vegna fjölda frídaga nú um hátíðirnar verður örlítil tilfærsla á sorplosunardögum hjá Flokku í Skagafirði. Sem dæmi seinkar hreinsun í Hegranesi, sem fram átti að fara í gær, fram í fyrstu vikuna í janúar. Vert er að benda á að flugeldarusl fer í urðun og best að skila því í Flokku sem fyrst.
Meira

Gamla árið kvatt með brennum og flugeldasýningum

Nú eru áramótin rétt handan við hornið og að vanda verður það kvatt með brennum, skoteldum og almennum gleðskap. Flugeldasýningar og brennur í umsjón björgunarsveitanna verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Snjólaug og Jón skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi valdi á dögunum skotíþróttafólk ársins en það voru þeir sem náðu bestum árangri á árinu sem er að líða. Fyrir valinu urðu þau Snjólaug M. Jónsdóttir, fyrir árangur í haglagreinum, og Jón B. Kristjánsson, fyrir árangur í kúlugreinum. Þá hafa þau bæði starfað ötullega fyrir Markviss og verið öflug í umhverfismálum sem og við uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.
Meira

Fimm flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys

Umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 um Hrútafjarðarháls, upp úr klukkan 22 í kvöld, er þar valt bifreið á norðurleið en mikil hálka var á vettvangi er óhappið varð. Í bifreiðinni voru tveir fullorðnir og þrjú börn.
Meira

Flugeldar og hross eiga ekki saman

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings bendir á það á heimasíðu sinni að nú um áramótin séu margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hross geti brugðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.
Meira

Nostalgían virkjuð í Bifröst

Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Meira