Skagafjörður

Hannah Cade á krókinn hjá kvennaliðinu

Hannah Jane Cade, sem spilaði með Fram í 2. deild kvenna sl. sumar, hefur samið við knattspyrnudeild Tindastóls um að stíga dansinn með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Hannah er 24 ára miðjumaður og er væntanleg til landsins um miðjan febrúar.
Meira

Stefnt að sameiningu Opinna Kerfa og Premis

VEX I, framtakssjóður í stýringu hjá VEX, sem keypti nú í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis, hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Samanlögð velta félaganna árið 2021 var rúmlega fimm milljarðar króna og EBITDA rúmlega 300 milljónir. Í febrúar í fyrra sameinuðust Fjölnet á Sauðárkróki og PREMIS og hafa starfað síðan undir nafni þess síðarnefnda.
Meira

Velkominn þorri og vertu góður! :: Leiðari Feykis

Framundan [á morgun] er bóndadagurinn sem markar upphaf þorrans, fjórða mánuð vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst ætíð á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á þorraþræl, laugardeginum fyrir konudaginn en þá tekur góa við. Eins og margir þekkja hefur þessi tími verið notaður til mannfagnaða í formi þorrablóta þar sem fólk kemur saman, etur og drekkur og hefur hið fornkveðna; að maður sé manns gaman, í heiðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kalt nautakjöt í japönskum stíl og humarhalar

Matgæðingur í tbl 3 er Sandra Gestsdóttir frá Tröð í Skagafirði. Sandra býr í Hafnafirði ásamt eiginmanni og þremur dætrum. Sandra er lyfja- og líftæknifræðingur og vinnur hjá þróunardeildinni hjá Össuri ehf.
Meira

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar fagnar fundi á ARR í íslenska sauðfjárstofninum

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar má finna tilkynningu frá landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fagnað þeim tímamótum að fundist hafi arfgerð (ARR) í íslenska sauðfjárstofninum sem hefur ónæmi fyrir riðusmiti.
Meira

Tindastólsstúlkur komu tómhentar úr TM-hellinum

Kvennalið Tindastóls í körfubolta spilaði fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar þær héldu suður í Breiðholt í gær þar sem lið ÍR beið þeirra í TM hellinum. Liði Tindastóls hefur gengið brösuglega gegn sterku ÍR liði síðustu misserin og það varð engin breyting á því gær og verður að viðurkennast að lið ÍR er skör hærra á körfuboltasviðinu. Staðan í hálfleik var 48-23 en heimastúlkur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik og lokatölur urðu 81-54.
Meira

Selma lýsti hvernig tekist hefði verið á við smit í skóla í Skagafirði

Alls greindust 1.488 smit innanlands í gær og hefur aðeins einu sinni áður greinst fleiri smit á einum sólarhring frá því að Covid-faraldurinn blossaði upp fyrir tæpum tveimur árum. Nú eru um 6% þjóðarinnar ýmist í einangrun eða sóttkví en góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir fjölmörg smit dregur úr fjölda þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar en fram kom í máli Þórólfs sóttvarnalæknis að hann vilji nú milda aðgerðir en þó án þess að taka áhættu. 
Meira

Lýsing fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki auglýst

Nú nýverið auglýsti Sveitarfélagið Skagafjörður lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Sveinstún á Sauðárkróki. Skipulagssvæðið er við suðurmörk bæjarlandsins á milli Sæmundarhlíðar og Sauðárkróksbrautar og sunnan Skagfirðingabrautar. Gert er ráð fyrir að á umræddum reit verði mótuð ný og aðlaðandi íbúðarbyggð, m.a. til að svara aukinni eftirspurn eftir lóðum.
Meira

Einar Ísfjörð, Jón Gísli og Sigurður Pétur til reynslu hjá Örgryte

Þessa dagana eru þrír leikmenn Tindastóls á reynslu hjá sænska liðinu Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson (2005), Jón Gísli Stefánsson (2004) og Sigurður Pétur Stefánsson (2003) en þeir hafa allir nýverið skrifað undir tveggja ára samning við Tindastól í fótboltanum. Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á sem æfingar og spila 1 æfingaleik.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Rissoles (kjötbollur) og Anzac kaka

Matgæðingur í tbl. 2 í ár er Björg Árdís Kristjánsdóttir og er hún uppalin á Króknum. Björg býr núna í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt manninum sínum, Andrew Osborne frá Adelaide í Ástralíu, ásamt tveim börnum, Isobel Soleyju, þriggja ára og Patreki Ara sem verður tveggja ára í byrjun mars.
Meira