Skagafjörður

Sigríður Svavarsdóttir nýr formaður GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við af manni sínum Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns hvar Halldór Halldórsson sat áður.
Meira

Jólatónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 20. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.
Meira

Breytingar framundan hjá Gránu Bistro!

Breytingar verða um komandi áramót í rekstri veitingastaðarins Gránu Bistro þegar núverandi rekstraraðilar, fyrirtækið Smith & Jónsson hættir afskiptum af rekstri veitingastaðarins. Þeim er þakkað kærlega fyrir frábært samstarf og framúrskarandi þjónustu á undanförnum mánuðum. Auglýst hefur verið eftir nýjum starfskrafti til að halda áfram með þróun veitingarekstur Gránu Bistro og við munum opna aftur með nýjar og spennandi hugmyndir á nýju ári.
Meira

Bjarni næsti þingflokksritari VG

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi, hefur verið valinn ritari þingflokksins af félögum sínum í þingflokki VG, Bjarni var áður varaþingmaður en tók sæti á Alþingi nú í haust. Orri Páll Jóhannsson var valinn þingflokksformaður.
Meira

Hvatt er til þess að sameining Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði samþykkt í kosningum 19. febrúar

Samstarfsnefnd, sem sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipuðu til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Sveitarstjórnirnar munu fjalla um álitið á tveimur fundum og í kjölfarið boða til kosninga sem fara fram þann 19. febrúar.
Meira

Uppselt á Ronju ræningjadóttur

Uppselt er á allar þrjár sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur sem eftir eru en ekki reyndist unnt að bæta fleirum við vegna annarra verkefna leikara og starfsfólks, að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins. Sýnt verður á morgun, miðvikudag og fimmtudag.
Meira

Á móti straumnum, mynd Óskars Páls, verðlaunuð

„Maður er bara gríðarlega þakklátur og stoltur fyrir hönd allra sem komu að gerð þessarar myndar, þarna vorum við að keppa við mikið af flottum myndum frá hinum norðurlöndunum þannig að þetta kom skemmtilega á óvart, segir Óskar Páll Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður frá Sauðárkróki, en heimildarmynd hans Á móti straumnum var verðlaunuð sem besta norræna myndin á ævintýramyndahátíðinni NAFF í Danmörku, Nordic Adventure Film Festival.
Meira

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér

Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Meira

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipuð

Ríkisráð kom saman til tveggja funda á Bessastöðum í gær en á fyrri fundinum veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur lausn frá störfum. Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var svo skipað á seinni fundinum þar sem forseti undirritaði einnig úrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti:
Meira

Nönnu Rögnvaldar leiðist ekki að vera ein um jólin

Þeir sem búa einir þekkja það að elda fyrir einn getur verið leiðigjarnt til lengdar og oftar en ekki verða afgangar sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Nú hefur Nanna Rögnvaldardóttir tekið sig til og gefið út bók sem ætti að koma að góðum notum í einstaklingseldhúsinu enda segir hún að það sé ekkert mál að elda litla skammta og útbúa girnilegan, hollan, einfaldan og bragðgóðan mat af öllu tagi án þess að þýða eilífa afganga og sama matinn marga daga í röð. JólaFeykir fékk Nönnu til að segja frá bókinni og forvitnaðist um leið um jólahaldið hjá henni sem hún segir að sé ekki dæmigerð lengur. Þá fylgir uppskrift að alvöru súkkulaðibúðingi sem gott er að gæða sér á eftir góða máltíð.
Meira