Skagafjörður

Hvassri norðanátt og snjókomu spáð í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir smá hvelli í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og hefur gefið út gula viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir mest allt landið. Hér á Norðurlandi vestra gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 7 í fyrramálið. Á því tímabili má reikna með norðan 15-20 m/s og snjókomu, skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. „Varasamt ferðaveður,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Meira

Sýningar á Ronju halda áfram

Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Sauðárkróks halda sýningar áfram á leikritinu Ronju ræningjadóttur þar sem leikarinn sem fór í sóttkví fyrir helgi fékk neikvæða útkomu úr PCR-prófi í gær. Sýning verður í dag, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18. Aðeins þrjár sýningar eftir fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér miða.
Meira

Skagafjarðarhafnir taka á móti nýja dráttarbátnum - Myndband

Dráttarbátur sá er Skagafjarðarhafnir hafa nýverið fest kaup á, kom til hafnar á Sauðárkróki í morgun. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra, er um mikið öryggismál að ræða fyrir sjófarendur. Kemur báturinn til með að þjóna togurum og fraktskip innan hafnar sem utan en hingað til hafa trillur verið notaðar með misgóðum árangri.
Meira

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.
Meira

„Það var aldrei leitað til okkar,“ segir Dagur hafnarstjóri aðspurður um hvers vegna varðskip Landhelgisgæslunnar hafi ekki nýtt sér þá þjónustu sem þeim stóð til boða í Sauðárkrókshöfn

„Það kom aldrei til þess að bjóða neinar aðstæður þar sem höfninni barst aldrei fyrirspurn frá Landhelgisgæslunni eða dómsmálaráðuneytinu,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, aðspurður um þær aðstæður sem Landhelgisgæslunni hafi verið ætluð fyrir varðskip á þeim tíma er til stóð að heimahöfn varðskipa yrði á Sauðárkróki. Í svari dómsmálaráðuneytisins við spurningu Feykis um nýja staðsetningu skipanna kemur fram að á Siglufirði væri til staðar viðlegukantur með yfir átta metra dýpi sem væri tilbúinn til ráðstöfunar fyrir Landhelgisgæsluna.
Meira

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

Skagfirskur flugmaður lendir þotu á Suðurskautslandinu

Það er ekki á hverjum degi sem flugmaður með ættartréð að hálfu rótfast í Fljótum lendir á Suðurskautslandinu en sú var nú eigi að síður raunin í vikunni. Það er sennilega alveg óhætt að fullyrða að Ingvar Ormarsson, flugmaður Icelandair og fyrrum 3ja stiga skytta Tindastóls, sé fyrsti Fljótamaðurinn til að lenda þotu á þeirri snjóhvítu álfu hnattarins. Feykir setti sig að sjálfsögðu í samband við kappann að ferðalagi loknu og komst meðal annars að því að hann var í síðum.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Tanja M. Ísfjörð tilnefnd til verðlauna JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur

Skagfirðingurinn Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir er meðal níu annarra sem tilnefnd hafa verið sem Framúrskarandi ungir Íslendingar en verðlaunin eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Tanja hlaut viðurkenningu fyrir framlag ti
Meira