Skagafjörður

Hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé er fundin

Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri, eftir því sem kom fram á rafrænum fundi sem haldinn var nú fyrir hádegi af hópi sem hefur verið að rannsaka þessi mál sl. ár.
Meira

Lið FNV ætlar að geta enn betur í kvöld

16 liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld og verða þau í beinni útsendingu á Rás 2 og vef RÚV. Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komst í 16 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tækniskólanum í síðustu viku en ekkert tapliðanna fékk fleiri stig en FNV og hlaut liðið því lausa sætið í 16 liða úrslitum. FNV mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands í kvöld kl. 20 og verður hægt að hlusta á keppnina í beinu streymi á vef RÚV og einnig á Rás2.
Meira

Lionsklúbburinn Björk

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki hittist lítið sem ekkert síðasta vetur en hefur náð að hittast þrisvar sinnum það sem af er þessum vetri. Fundirnir hafa verið haldnir í Gránu og þar höfum við notið gestrisni og góðra veitinga og þökkum við fyrir það.
Meira

Gul veðurviðvörun fyrir mánudaginn

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðantil á landinu á morgun, mánudag, og hefur verið skellt í gula viðvörun vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Hitinn fer í 6-7 stig í nótt, spáð er rigningu á Norðurlandi vestra og hvessir talsvert þegar líður á morguninn.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap í fótboltanum

Karla- og kvennalið Tindastóls áttu bæði að draga fram gervigrasskóna nú um helgina og spila leiki í Kjarnafæðismótinu sem fram fer á Akureyri. Strákarnir áttu að mæta Hömrunum í gær en fresta varð leiknum þar sem Stólarnir náðu ekki í lið þar sem leikmenn voru ýmist í sóttkví eða ekki til taks. Stólastúlkur spiluðu aftur á móti sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í dag og urðu að sætta sig við tap gegn sameinuðu Austurlandsliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en lokatölur voru 3-0.
Meira

Laust embætti rektors á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins má sjá að embætti rektors við Háskólann á Hólum er laust til umsóknar. Leitað er að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga í krefjandi og fjölbreytt starf rektors. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á háskólamálum og skýra framtíðarsýn fyrir akademískt hlutverk skólans. Rektor er æðsti stjórnandi háskólans og talsmaður hans út á við.
Meira

Hækkun sjávarborðs – verulegt áhyggjuefni

Djúpar lægðir dundu á landinu kringum áramótin með hárri sjávarstöðu og allnokkru tjóni í og við nokkrar sjávarbyggðir. Þessi tjón, ásamt mörgum öðrum undanfarin ár, hljóta að vekja fólk til aukinnar vitundur um hærri sjávarstöðu og auknar líkur á enn meira tjóni í komandi framtíð. Því miður er ekkert í þeim efnum sem getur batnað. Hjá þjóð sem býr á eyju með mörgum tengingum við sjóinn hefur verið furðulítil umræða um þessi mál.
Meira

Stólarnir á flötu að Hlíðarenda

Rússíbanareið Tindastóls í Subway-deildinni heldur áfram. Í gær rúlluðu okkar menn suður að Hlíðarenda þar sem Valsmenn biðu þeirra. Eftir ágæta byrjun gestanna í leiknum náðu Valsmenn frumkvæðinu í öðrum leikhluta og gerðu svo bara lítið úr Stólunum í síðari hálfleik. Lokatölur 96-71 og lítil stemning fyrir svona tölum hjá stuðningsmönnum Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá leikmönnum heldur. Það er því vonandi að að strákarnir rétti úr kútnum þegar Vesturbæingarnir heimsækja Síkið nk. fimmtudag.
Meira

Ellefu-tólf ára var ég byrjuð að reyna að sauma á mig föt sjálf

Valdís Finnbogadóttir á Blönduósi segir lesendum frá handverki sínu í handverks-þætti Feykis þessa vikuna. Valdís fæddist í Reykjavík, ólst þar upp til 11 ára aldurs en flutti þá í Kópavoginn. Hún bjó þar alveg þangað til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi 17 ára gömul og hefur búið á Blönduósi síðan.
Meira

Vonar að Eden Hazard komi aftur til baka :: Liðið mitt Arnór Guðjónsson

Arnór Guðjónsson er Norðlendingum að góðu kunnur á fótboltavellinum en hann hefur í mörg ár leikið sitthvoru megin Þverárfjalls, eins og stundum er sagt. Síðustu tvö tímabil lék hann með liði Tindastóls en Kormákur/Hvöt naut krafta hans þar áður en samkvæmt skýrslum KSÍ kom hann á Krókinn frá SR árið 2016. Nú hefur Arnór söðlað um á ný og nýbúinn að skrifa undir hjá Kormáki Hvöt og tekur því slaginn með Húnvetningum í 3. deildinni í sumar.
Meira