Hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé er fundin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.01.2022
kl. 12.31
Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri, eftir því sem kom fram á rafrænum fundi sem haldinn var nú fyrir hádegi af hópi sem hefur verið að rannsaka þessi mál sl. ár.
Meira