Skagafjörður

Áfram verður þrýst á um frekari aðgerðir vegna mengunartjónsins á Hofsósi

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir það valda vonbrigðum að Umhverfisstofnun virðist lítið tillit taka til þeirra athugasemda sem sveitarfélagið hafi sent inn við drögum að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi. „Ég vona auðvitað að aðgerðirnar beri árangur en við hefðum talið að hægt hefði verið að ganga lengra í þessum fyrirmælum,“ segir Sigfús.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira

UST gefur út fyrirmæli um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi

Umhverfisstofnun hefur lagt fram fyrirmæli um úrbætur umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi. Eru þau unnin af stofnuninni og byggja á tillögum sem settar voru fram sem úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1 ehf.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira

Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV

Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Meira

100 nýir félagsmenn Sögufélags Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga fyrir árin 2019-2020 var haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16.15. Hjalti Pálsson formaður félagsins setti fund, bauð gesti velkomna og gat þess að aðalfundur ársins 2019 hefði farist fyrir vegna covid-ástands haustið 2020. Í upphafi fundar minntist hann Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og heiðursfélaga frá árinu 2008 en Kristmundur lést þann 4. desember 2020 og vantaði þá rúman mánuð í að verða 101 árs.
Meira

Frumsýning þjóðbúnings Pilsaþyts frestast um óákveðinn tíma

Til stóð að Pilsaþytur í Skagafirði myndi frumsýna þjóðbúning, sem þær hafa unnið að sl. tvö ár, þann 1. desember næstkomandi í Miðgarði. Í ljósi sóttvarnatakmarka vegna Covid-19 hefur þeirri samkomu verið slegið á frest í óákveðinn tíma.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira