Áfram verður þrýst á um frekari aðgerðir vegna mengunartjónsins á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
25.11.2021
kl. 14.13
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir það valda vonbrigðum að Umhverfisstofnun virðist lítið tillit taka til þeirra athugasemda sem sveitarfélagið hafi sent inn við drögum að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi. „Ég vona auðvitað að aðgerðirnar beri árangur en við hefðum talið að hægt hefði verið að ganga lengra í þessum fyrirmælum,“ segir Sigfús.
Meira