Skagafjörður

Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan

Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti á Akureyri árið 2016 og hefur búið þar síðan. Snæborg er í sambúð með Roman Arnarssyni og eiga þau tvær dætur, Andreu Marín og Viktoriju Ósk svo Snæborg er aðallega að prjóna á þær og líka á lítil frændsystkini.
Meira

Ljúfar minningar - Áskorandi Hulda Jónasdóttir, brottfluttur Króksari

,,Ég er Króksari” svara ég iðulega fólki sem spyr mig hvaðan ég sé, þrátt fyrir að hafa varið miklu lengri tíma í allt öðrum landshluta. Eitt sinn Króksari, ávallt Króksari.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira

Ótrúlega erfið ákvörðun að þurfa að loka

„Béskotans Covid veiran komst í bakaríið,“ segir Róbert Óttarsson í Sauðárkróksbakaríi þegar Feykir hafði samband við hann í tilefni af því að sjá mátti á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi að bakaríinu á Króknum hefði verið lokað í óákveðinn tíma vegna Covid. „Og í framhaldinu er þetta gert til að verja starfsfólkið okkar því ekki viljum við að þetta nái um allt fyrirtækið, flestir eru sem betur fer bólusettir,“ segir bakarameistarinn. Það fjölgar enn þeim sem krækt hafa í Covid en nú eru yfir tíu þúsund landsmenn í einangrun og að sjálfsögðu finna fyrirtæki og stofnanir fyrir því og sum hver hafa þurft að loka vegna útbreiðslu veirunnar þrjósku.
Meira

394 tonna byggðakvóti á Norðurland vestra

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum þar sem þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Alls fá fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra 394 tonn.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður undirbýr útboð á sorphirðu og kaupir eignir Flokku

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að Ó.K. Gámaþjónusta ehf. og Sveitarfélagið Skagafjörður hafi komist að samkomulagi um kaup sveitarfélagsins á öllu hlutafé í einkahlutafélaginu Flokku ehf. sem hefur umsjón með móttöku á öllum úrgangi (nema lífrænum úrgangi) í héraðinu og í eigu Ó.K. Gámaþjónustu. Með kaupunum eignast Sveitarfélagið Skagafjörður eignir Flokku ehf. en þar er m.a. um að ræða sorpmóttökustöð að Borgarteig 12 á Sauðárkróki og tilheyrandi vélar og tæki.
Meira

Svandís í beinni í hádeginu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00. Í tilkynningu frá VG segir að um kjörið tækifæri sé að ræða til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki.
Meira

29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina

Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Meira

757 milljónir í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að afgreiddir hafa verið jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021 og voru samþykktar 1.518 umsóknir þetta árið. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.
Meira