Skagafjörður

Arnaldur Indriðason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en þau eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu, þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu hlaut að þessu sinni Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona.
Meira

Ó þú jörð :: Dagur íslenskrar tungu er í dag

Ó þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð sem ber blómstafi grunda sárt er að þú sekkur undir mér. Hef ég mér frá þér hér og hníg til þín aftur, mold sem mannsins er magngjafi skaptur sárt er að þú sekkur undir mér (Jónas Hallgrímsson, 1844)
Meira

Nýir sviðsstjórar ráðnir til Háskólans á Hólum

Í kjölfar nýlegrar endurskoðunar á framtíðarsýn Háskólans á Hólum og stefnumótun fyrir árin 2021-2025 hafa verið ráðnir tveir nýir sviðsstjórar sem taka munu sæti í framkvæmdaráði skólans. Báðar stöðurnar eru nýjar í skipuriti skólans og munu vinna sérstaklega með framtíðarsýn hans um að vera þekkt sem framúrskarandi fjölþjóðlegt lærdómssamfélag, eftir því sem fram kemur á Holar.is. Þar kemur ennfremur fram að sviðsstjórunum sé einnig ætlað að styrkja innra starf skólans og tengsl við atvinnulíf og samfélag.
Meira

Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit tekið í notkun á morgun

Meðalhraðaeftirlit á tveimur vegarköflum verður gangsett á morgun, 16. nóvember 2021 kl. 12:00. Í fyrsta sinn á Íslandi verður sú aðferð notuð að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að rannsóknir sýni að sjálfvirkt hraðaeftirlit virki vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Þar á bæ er vonast til að hægt verði að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum.
Meira

Tryggingagjaldið er barn síns tíma!

Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði.
Meira

Stólastúlkurnar reyndust Stólastúlkunum erfiðar í hörku grannaslag

Það var grannaslagur á Akureyri í gær þegar lið Þórs og Tindastóls mættust í 1. deild kvenna. Lið Akureyringa er að stórum hluta skipað fyrrum leikmönnum Tindastóls en fjórar stúlkur yfirgáfu lið Stólanna í sumar og skiptu yfir í Þór og það var því nokkuð gefið að hart yrði barist í Höllinni. Stólastúlkur komu ljóngrimmar til leiks og gáfu Þórsurum alvöru leik. Staðan var jöfn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en á lokametrunum skilaði breiddin í liði Þórs heimastúlkum sigri. Lokatölur 79-68.
Meira

Fegurðin í ófullkomleikanum :: Áskorandapenninn Valgerður Erlingsdóttir brottfluttur Króksari

Ég er fædd á Sauðárkróki á því herrans ári 1977, telur það 44 ár og mætti þá kallast miðaldra. Ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu meirihluta ævinnar eða í 26 ár, þar sem ég hef komið mér upp fjölskyldu og eignast góða vini. Í gegnum tíðina hef ég gert margt misgáfulegt, eins og heima á Krók og á eflaust eftir að gera út lífið, því svo lengi lærir sem lifir, eða hvað?
Meira

Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson

Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira

Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í fyrradag. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Meira

Fór huldu höfði í skjóli bænda í Skagafirði :: Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga

Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir sagnfræðinginn Jón Hjaltason. Markús þessi var Ívarsson, Eyfirðingur og nokkuð fyrir heiminn eða hvað á að segja um mann sem átti fimmtán börn með átta konum? Og til að bæta gráu ofan á svart komst hann upp á kant við lögin, sat þrjú ár í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn og gerðist seinna flóttamaður, sá seigasti í því fagi sem Ísland hefur átt. Markús andaðist 1923 og hafði þá verið eftirlýstur síðan hann strauk úr tukthúsi á Akureyri árið 1881.
Meira