Skagafjörður

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10. - 12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn.
Meira

Það er gott að vinna

Tindastólsmenn settu í fjórða gírinn í kvöld og brunuðu yfir Öxnadalsheiðina alla leið til Akureyris þar sem íþróttakarl Þórs, Ragnar Ágústsson, og félagar hans biðu spenntir eftir Stólunum. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir á dögunum og lögðu jójólið Grindavíkur óvænt í parket og náðu þar sínum fyrsta sigri í vetur. Þeir ætluðu væntanlega að endurtaka leikinn í kvöld en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn var spennandi og baráttan í algleymingi eins og í sönnum grannaslag en Stólarnir náðu vopnum sínum þegar á leið og hleyptu heimamönnum ekki inn í leikinn á lokakaflanum. Lokatölur 91-103.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga fær aðstöðu í prestssetrinu í Glaumbæ

Skrifstofur og aðstaða starfsfólks Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ mun á næstu vikum færast yfir í prestssetrið í Glaumbæ. Í frétt á Facebook-síðu safnsins segir að góð vinnuaðstaða sé í prestssetrinu og rými til að búa vel að öllu starfsfólki, bæði fastráðnu og sumarstarfsfólki.
Meira

Öll starfsemi Félags eldri borgara í Skagafirði fellur niður

Vegna ástandsins í samfélaginu, fellur öll starfsemi á vegum Félags eldri borgara í Skagafirði niður, þar til annað verður ákveðið og auglýst.
Meira

Rafrænn fyrirlestur um næringu og heilbrigðan lífsstíll

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður upp á rafrænan fyrirlestur með Geir Gunnari Markússyni, næringarfræðingi og einkaþjálfara, sem hefur haldið fjölda fyrirlestra tengda heilsu og næringu undanfarin ár.
Meira

Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninga 19. febrúar er hafin

Í frétt á vef Stjórnarráðsins vekur utanríkisráðuneytið athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna tillagnanna hófst 25. desember síðastliðinn og hægt er að greiða atkvæði hjá sendiskrifstofum Íslands.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví útskrift að lokinni einangrun

Fyrir helgi breytti heilbrigðisráðherra reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Reglugerð um breytinguna hefur þegar tekið gildi.
Meira

Ragnar Ágústsson valinn íþróttakarl Þórs

Góðvinir okkar í Þór Akureyri heiðruðu nú á dögunum það íþróttafólk sem þótti hafa skarað fram úr í starfi félagsins. Var Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs/KA, kjörin íþróttakona Þórs árið 2021 en síðan var það Skagfirðingurinn Ragnar Ágústsson, fyrirliði körfuboltaliðs Þórs, sem hlaut nafnbótina íþróttakarl Þórs. Sannarlega mikill heiður sem Ragnari er sýndur.
Meira

„Við ætlum að toppa á réttum tíma í þetta skiptið“ segir Baldur Þór

Það stóð ekki til að Krókurinn yrði körfulaus yfir jól og áramót. Það átti meira að segja að spila leik í Subway-deildinni milli jóla og nýárs en þegar upp kom Covid-smit í leikmannahópi Tindastóls varð að fresta fyrirhuguðum leik við góðvini okkar og granna í Þór á Akureyri. Fleiri lið hafa glímt við Covid-grýluna síðustu vikur og má segja að helming leikja í efstu deild hafi verið frestað frá því um jól. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, nú fyrir helgina en hann segir að síðari umferðin í Subway leggist vel í sig og býst hann við jafnri deild með mörgum óvæntum úrslitum.
Meira