Skagafjörður

Árný Lilja valin sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Árný Lilja Árnadóttir á Sauðárkróki fékk í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem hana fær.
Meira

Fæddi barn á Þverárfjallsvegi

Hún var ekki að láta bíða eftir sér litla stúlkan sem kom í heiminn á Þverárfjallsvegi á mánudagskvöldið en verið var að flytja móðurina, Jenný Lind Sigurjónsdóttur, í sjúkrabíl til Akureyrar þar sem fæðingin átti auðvitað að fara fram. Að sögn Jennýjar er líðan þeirra mæðgna góð en þær eru komnar heim eftir að hafa gist eina nótt á Akureyri.
Meira

Stólarnir framreiddu flatböku fátæka mannsins í Mathús-höllinni

„Já, þetta var bara flatt og lélegt, það var einhver smá kafli þarna í öðrum leikhluta sem menn sýndu einhvern smá vilja… Þriðji leikhlutinn byrjar hérna á því að bæði lið virtust ekki vilja vinna þennan leik fyrstu 5 mínúturnar…við ákváðum að nýta ekki það tækifæri sem þar gafst og því fór sem fór,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, ósáttur í samtali við Körfuna.is eftir tap í Mathús Garðabæjar-höllinni í gærkvöld þar sem Raggi Nat stútaði Stólunum. Lokatölur 87-73 og þriðji tapleikur tímabilsins gegn Stjörnumönnum bitur staðreynd.
Meira

Covid-19 smit komið upp í FNV

Vegna Covid- smits sem kom upp hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fellur allt skólahald niður í dag samkvæmt skilaboðum sem send voru nemendum og foreldrum í morgun. Óvíst er hvað áhrif þessa smits eru víðtækt en þó ljóst að sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur fellur niður í dag, þar sem einn leikarinn er kominn í sóttkví.
Meira

Rokna fjör á Ronju :: Kíkt í leikhús

Þær eru orðnar ansi margar kynslóðirnar sem þekkja ævintýri sænska rithöfundarins Astrid Lindgren. Flestar núlifandi kynslóðir hafa lesið eða séð á sviði persónur á borð við Emil í Kattholti og Línu langsokk. Ronja nýtur líka vaxandi vinsælda. Það ríkti því mikil eftirvænting þegar börn, foreldrar og ömmur og afar mættu á frumsýningu á Ronju ræningjadóttur í Bifröst á sunnudaginn. Og eftirvæntingin hafði verið framlengd út af svolitlu sem við erum öll orðin ansi þreytt á. Svo ég noti nú orð ræningjaforingjans -sem reyndar bar það með sér að vera kominn með kulnun í starfi- „Dauði og drepsóttir-fari það í norður og niðurfallið.“
Meira

Óvænt uppákoma á bókarkynningu í Kakalaskála :: Geirmundur Valtýsson fékk glæsta hryssu að gjöf

Það var glatt á hjalla í Kakalaskálanum á sunnudaginn, þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíðar á messutíma til að kynna bók sína Guðni á ferð og flugi. Hins vegar var hátíðin tveir hálfleikir, Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng sem hann gerði. En hið óvænta var að í upphafi kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld.
Meira

Eru refaveiðar launuð sportveiði? :: Enn er barist við dýrbíta

Nokkur umræða hefur skapast vegna greinar um refaveiðar sem birtist í Fréttablaðinu og m.a. vitnað í á Vísi þann 9. þ.m. Þar er haft eftir Steinari Rafni Beck Baldurssyni, sérfræðingi í veiðistjórnun hjá Umhverfisstofnun, að forsendur fyrir refaveiðum væru brostnar, meðal annars vegna breytinga í landbúnaði, og finna ætti annað fyrirkomulag, einkum með tilliti til fuglaverndar.
Meira

Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis

Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?
Meira

Árný Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins á golfþingi GSÍ

Golfþing GSÍ verður haldið næstkomandi helgi á Fosshótel Reykjavík og verður dagskrá golfþingsins fjölbreytt sem fyrr. Ljóst er að næsti forseti GSÍ verður kona, í fyrsta sinn í sögu sambandsins þar sem Hulda Bjarnadóttir er sjálfkjörin. Tekur hún við af Hauki Erni Birgissyni. GSÍ óskaði eftir tilnefningum golfklúbba um sjálfboðaliða ársins 2021 og verður valið kynnt á þinginu en stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar tilnefndi Árnýju Lilju Árnadóttir úr sínum röðum.
Meira

Dýpi Sauðárkrókshafnar ekki nóg fyrir heimahöfn varðskipa

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, kom til landsins á dögunum og verður með sína heimahöfn á Siglufirði eins og kunnugt er. Það rifjaðist upp fyrir mörgum Skagfirðingnum að árið 2016 undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Landhelgisgæslu Íslands samkomulag um hafnarþjónustu fyrir varðskip á Sauðárkróki.
Meira