Skagafjörður

Árið 2021: Á heimsvísu stendur Jurgen Klopp upp úr!

Áskell Heiðar Ásgeirsson svarar í dag ársuppgjörinu í Feyki. Kappinn býr í Túnahverfinu á Króknum og er framkvæmdastjóri 1238 : Baráttan um Ísland auk þess sem hann er stundakennari við Háskólann á Hólum og Bræðslustjóri og þá er nú sennilega ekki allt upp talið. Hann notar þessi þrjú orð til að lýsa árinu 2021: „Skin og skúrir.“
Meira

Gleðilegt nýtt ár

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samveruna á því liðna. Megi guð og gæfa fylgja ykkur á nýju ári.
Meira

Flugeldasýningar víða á Norðurlandi vestra

Það eru bara nokkrir tímar eftir af árinu 2021 en að þessu sinni mun gamla árið víðast hvar verða sprengt í loft upp með flugeldasýningum. Á Blönduósi verður þó kveikt í brennu en hún verður minni í sniðum en undanfarin ár og ekki ætlast til að fólk sæki þann viðburð.
Meira

Árið 2021: „Við bændur munum ekki sakna þurrkanna“

Nyrst á Skaga, út við ysta haf, býr Karen Helga Rabølle Steinsdóttir ásamt Jóni Helga manni sínum og tveimur ungum herramönnum. Þau búa nánar tiltekið í Víkum þar sem þau reka sauðfjárbú en Karen vinnur að auki á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd. Auk þess er hún sporðdreki. Feykir plataði hana til að gera upp árið 2021 sem hún lýsir svona í þremur orðum: „ Leið of fljótt.“
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk farandbikar Stefáns og Hrafnhildar

Í gær var Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur, fótboltakonu á Sauðárkróki, veittur farandbikar og skjöldur til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn var fyrst veittur fyrir um áratug og hefur sú athöfn farið fram jafnhliða úthlutun menningarstyrkja Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.
Meira

Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim

Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Meira

Covid sýnatökur um áramót

Opnunartími í Covid sýnatökur verður rýmkaður yfir áramótin á nokkrum starfsstöðvum HSN og þannig mögulegt að fara í hraðpróf á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki á gamlársdag og PCR próf sama dag auk 1. og 2. janúar.
Meira

Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira

Vænasta vetrarveður á gamlársdag en hvellur í ársbyrjun

Það er hið ágætasta vetrarveður á Norðurlandi vestra í dag eins og sést á myndinni sem hér fylgir sem tekin var upp úr tíu í morgun. Veður stillt og víða heiður himinn, frost frá tveimur og niður í tíu stig. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri á morgun, gamlársdag, en nánast um leið og nýtt ár gengur í garð skellur víða á norðaustanstormur en ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en á sunnudag.
Meira