Skagafjörður

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra þótti heppnast vel

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn miðvikudaginn 10. nóvember og fór fram á Zoom. Á vef SSNV segir að þetta hafi verið í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn og voru netgestir um 40 talsins. Flutt voru fimm áhugaverð erindi sem öll tæptu á efni tengdu greininni í ljósi núverandi stöðu og framtíðarhorfa að því leyti sem hægt er að ráða í þær.
Meira

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 – Sautján smitaðir á Norðurlandi vestra

Enn förum við halloka í baráttunni við vágestinn Covid-19 og í morgun ákvað ríkisstjórnin, í samráði við sóttvarnaryfirvöld, að herða þyrfti enn frekar á samkomutakmörkunum. Frá og með miðnætti verða almennar fjöldatakmarkanir miðaðar við 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi.
Meira

Heilbrigðisstofnunum úthlutað 350 milljónum króna til tækjakaupa og tæknilausna

Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að úthluta af safnliðum fjárlaga 270 milljónum króna til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og 80 milljónum króna til tæknilausna sem nýtast í þágu aldraðra sem búa heima en bíða eftir hjúkrunarrými og þurfa á mikilli þjónustu að halda. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 70 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Norðurlands 50 m.kr.
Meira

Birkir Blær gerir það gott í sænska Idolinu :: Elti skagfirskættaða kærustu til Svíþjóðar

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson hefur gert garðinn frægan í Svíþjóð þar sem hann hefur sungið sig inn í átta manna úrslitin í sænsku Idol söngvakeppninni. Birkir sagði frá því á Vísi að hann hefði flutt til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám og það hafi undið fljótlega upp á sig. Feyki barst ábending um Skagafjarðartengingu við téða kærustu, Rannveigu Katrínu Arnarsdóttur, og ákvað að senda línu til að forvitnast nánar um þeirra hagi í Svíþjóð.
Meira

Iðnaðarsigur í Síkinu

Tindastóll og Vestri mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöttu umferð Subway-deildarinnar. Gestirnir höfðu unnið einn af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en Stólarnir á fínu róli með fjóra sigra. Það voru því kannski flestir sem reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri heimamanna og svo virtist sem leikmenn Stólanna hefðu haldið það sjálfir því Ísfirðingar höfðu talsverða yfirburði til að byrja með. Þegar heimamenn trekktu upp vörnina fór að ganga betur og að lokum var ágætum sigri landað. Lokatölur 92-81 og Stólarnir í hópi þeirra fjögurra liða sem tróna á toppi deildarinnar.
Meira

Sinnir öllu sem til fellur og viðkemur landgræðslu á Norðurlandi vestra

Skógræktin og Landgræðslan óskuðu eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í haust og nú er komið að uppskerunni. Biðlað var m.a. til fólks á Norðurlandi vestra að safna fræi og nú hefur héraðssetrinu á Norðurlandi vestra borist heilmikið af birkifræi sem væntanlega á eftir að koma sér vel í íslenskri náttúru. Feykir lagði leið sína til Ingunnar Söndru Arnþórsdóttur, héraðsfulltrúa Landgræðslunnar, en aðsetur hennar er á Sauðárkróki.
Meira

Mótmæla harðlega hækkunum Póstsins

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, miðvikudaginn 10. nóvember 2021, mótmælir harðlega þeim hækkunum Póstsins sem settar eru á landsbyggðina með nýrri gjaldskrá sem tók gildi 1. nóvember sl.
Meira

Guðni á ferð og flugi, í Kakalaskála á sunnudaginn

Kynning verður á bókinni Guðni á ferð og flugi klukkan 14.00 sunnudaginn 14. nóvember í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði. Þangað mætir Guðni Ágústsson sjálfur og kynnir bókina ásamt Guðjóni Ragnari Jónassyni sem skrásetti hana. Auk þeirra félaga kemur Geirmundur Valtýsson með nikkuna svo búast má við skemmtilegri stund.
Meira

Utís menntaráðstefnan haldin á Sauðárkróki í sjötta sinn

Síðastliðinn föstudag fjölmenntu kennarar og skólastjórnendur á Utís menntaráðstefnuna á Sauðárkróki sem Ingvi Hrannar Ómarsson hefur veg og vanda af. Að þessu sinni mættu um 190 kennarar og skólastjórnendur frá u.þ.b. 70 skólum landsins til leiks en níu erlendir fyrirlesarar og þrír íslenskir voru með fyrirlestra og vinnustofur. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og tókst með miklum ágætum.
Meira

Skagafjörður var lýstur upp

Þau voru mörg ljósin sem loguðu í gærkvöldi til minningar um Erlu Björk Helgadóttur en nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra höfðu hvatt fólk til að lýsa upp Skagafjörðinn og heiðra þannig minningu Erlu Bjarkar og sýna um leið fjölskyldu hennar samhug. Sjá mátti á samfélagsmiðlum að Skagafjörður er víða – eins og komist var að orði – því það var ekki bara í Skagafirði sem fólk tendraði ljós í minningu hennar.
Meira