Margrét Rún í úrtakshópi U17 landsliðsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.01.2022
kl. 09.50
Margrét Rún Stefánsdóttir, sem var varamarkvörður Tindastóls í Pepsi Max deildinni síðasta sumar,hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman til æfinga dagana 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði. Margrét, sem er fædd árið 2005, hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.
Meira