Skagafjörður

Árni á Uppsölum dundar sér við smáhýsasmíði í bílskúrnum - Fullsetnar kirkjur og speglalagðir burstabæir

Árni Bjarnason, fyrrum bóndi á Uppsölum í Skagafirði, varð 90 ára sl. mánudag og fagnaði tímamótunum með fjölskyldu sinni á laugardaginn. Árni segist reyna að vera sperrtur og ekki er annað sjá en svo sé á meðfylgjandi mynd sem tekin var af kappanum sl. laugardag í bílskúrnum á Uppsölum. Þar unir hann sér vel við að smíða m.a. burstabæi og kirkjur.
Meira

Molduxar heimsóttu Garðinn hans Gústa

Um liðna helgi fór (h)eldri deild Íþróttafélags Molduxa frá Sauðákróki í skemmti- og menningarferð til Húsavíkur – ásamt Gilsbungum. Þeir kumpánar kíktu í leiðinni á Garðinn hans Gústa en garður þessi er veglegur körfuboltavöllur sem reistur hefur verið við Glerárskóla á Akureyri til minningar um Ágúst H. Guðmundsson sem segja má að hafi borið körfuboltalíf Akureyringa á herðum sér síðustu árin.
Meira

Hroki, öfund og reiði – Leiðari Feykis

„Guð býr í glötuninni amma,“ söng Megas forðum daga og jafnvel var hann í gaddavírnum líka. Þá get ég ekki annað en látið mér detta í hug að Guð sé einnig á Facebook. Og ef hann er á Facebook er Djöfullinn ekki langt undan, því þeir tveir eru meira teymi en við gerum okkur almennt grein fyrir.
Meira

Stóllinn 2021-2022 kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Vilja hreinsa Hróarsgötur

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings hefur óskað eftir leyfi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum, sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum.
Meira

Rithöfundakoma frestast

Áður auglýstri samkomu sem vera átti í Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki annað kvöld, miðvikudag, hefur verið frestað vegna fjölgunar Covid smita í sýslunni.
Meira

Tendrum ljós til minningar um Erlu Björk

Þann 2. nóvember síðastliðinn varð sá sorgaratburður að Erla Björk Helgadóttir í Varmahlíð féll frá í blóma lífsins. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Á morgun, miðvikudaginn 10. nóvember, hefði Erla Björk orðið 40 ára og til að minnast hennar og til stuðnings við fjölskyldu hennar mælast nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til þess að Skagfirðingar tendri ljós annað kvöld.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra er 10. nóvember

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn á netinu miðvikudaginn 10. nóvember á milli klukkan 15-17. Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem standa að Haustdeginum. „Það er komin ágætis hefð á að ferðaþjónustan á Norðurlandi vestra taki stöðuna „síðla hausts“ og velti upp ýmsu, sem er greininni mikilvægt. Þó að ekki hafi þótt ára fyrir samkomufund í þetta skiptið viljum við halda þessum góða sið,“ segir á vef SSNV.
Meira

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundaði með lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á dögunum fékk lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, góða heimsókn er almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kom til fundar með embættinu og öllum þeim aðilum og einingum sem á Norðurlandi vestra tengjast almannavörnum á einn eða annan hátt. Góð mæting var á fundinn og góður rómur að honum gerður, eftir því sem kemur fram á Facebook-síðu embættissins.
Meira

Reyna að koma í veg fyrir frekari smit hjá Lögreglunni

Mbl.is vakti athygli á því í morgun að heil vakt lögregluþjóna á Sauðárkróki hafi þurft að fara í sóttkví eftir að einn þeirra mætti til vinnu smitaður af Covid-19. Birgir Jónasson, lögreglustjóri, segir í sambandi við Feyki að verið sé að reyna að leysa málið innan þeirra vébanda og telur utanaðkomandi aðstoð ekki þurfa til.
Meira