Skagafjörður

Jómfrúrræða Eyjólfs Ármannssonar á Alþingi

Fyrr í mánuðinum flutti Eyjólfur Ármannsson jómfrúrræðu sína á Alþingi í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem nú er nýsamþykkt. Eyjólfur er sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins. Hann er 2. varaformaður fjárlaganefndar og 1. varaformaður allsherjar- og menntmálanefndar.
Meira

23 í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í hádeginu frá sér tilkynningu vegna Covid-bylgjunnar sem nú ríður yfir landið en smit hafa aldrei verið fleiri en nú um jólin. Brýnt er fyrir fólki að halda vöku sinni og sinna persónulegum sóttvörnum og er fólk hvatt til að halda lágstemmda hátíð nú um áramótin. Í smittöflu sem fylgir tilkynningunni kemur fram að 23 séu smitaðir á Norðurlandi vestra og 39 í sóttkví.
Meira

HSN á Sauðárkróki tekur við sjúklingum frá Landspítala

Greint var frá því í gær að Landspítalinn hafi verið settur á neyðarstig þar sem mikið álag hefur lengi verið þar innan húss og mjög vaxandi undanfarnar vikur, eftir því sem fram kemur á heimasíðu hans. Til að létta undir hefur verið ákveðið að flytja sjúklinga þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu m.a. á Sauðárkrók.
Meira

Ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun staðfest fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun fimm einstaklinga vegna smita af völdum Covid. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er þetta í þriðja sinn sem látið er reyna á lögmæti ákvörðunar sóttvarnalæknis um einangrun fyrir dómi, segir á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Flestar athugasemdir endurskoðaðs Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 komu frá fjáreigendum á Nöfum

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu. Alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum og voru langflestar þeirra í formi samhljóða bréfs frá frístundabændum á Nöfunum og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum sem einkum er ætlað undir golfvöll.
Meira

Samningar undirritaðir við Eðalbyggingar ehf. um gerð nýrrar viðbyggingar Ársala á Sauðárkróki

Í dag var undirritaður samningur við Eðalbyggingar ehf. (SG-Hús ehf.) um byggingu og hönnun séruppdrátta nýrrar viðbyggingar við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir og verkefnastjórnun var unnið af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Stefnt er á að taka fyrri áfanga hússins í notkun næsta vor.
Meira

Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga

Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Styttist í að markmið um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri náist í Skagafirði

Í frétt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sagði frá því nú fyrir jólin að á síðustu misserum hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert. Það á ekki ekki bara við í Skagafirði heldur um land allt. Svf. Skagafjörður hefur unnið að því að koma til móts við óskir um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri og segir í fréttinni að nú hilli undir að það markmið sé að verða að veruleika.
Meira