Skagafjörður

Frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur frestað

„Vegna Covid óvissuástands höfum við hjá Leikfélagi Sauðárkróks ákveðið að fresta sýningum á Ronju helgina 5.-7. nóvember,“ segir í tilkynningu frá LS.
Meira

Tíu mínútna standandi lófaklapp í lok frumsýningar

Óperan „Góðan daginn, frú forseti“ var frumsýnd laugardaginn 23. október í Grafarvogskirkju við frábærar undirtektir fjölmargra áhorfenda sem sóttu tónleikana. Óperan fjallar um líf og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur og tóku þátt um 90 manns í uppfærslunni.
Meira

Konur í fyrsta sinn til liðs við Rótarýklúbb Sauðárkróks

Allt er breytingum háð segir einhvers staðar. Rótarýklúbbur Sauðárkróks var stofnaður 1948 og félagar koma og fara eins og gengur. Í gær gengu þrír nýir félagar til liðs við klúbbinn. Þessi atburður er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að þetta er í fyrsta sinn í 73 ára sögu Rótarýklúbbs Sauðárkróks sem konur ganga í klúbbinn.
Meira

Enn herðir að vegna Covid

Ríkisstjórnin fundaði í morgun í kjölfar þess að nýr minnismiði barst heilbrigðisráðherra frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kjölfar töluverðrar uppsveiflu í Covid-smitum. Ákveðið var að herða á samkomutakmörkunum landsmanna og meginatriðin er að skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns og veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú.
Meira

Mild veður með umhleypingum í nóvember

Fimm félagar Veðurklúbbs Dalbæjar sáu um samantekt veðurupplýsinga að þessu sinni þar sem farið var yfir tunglkomu, músagang, tengsl við veður fyrsta vetrardag og margt fleira. Í fundargerð kemur fram að spámenn hafi einnig velt fyrir sér hvort rjúpnastofninn, sem er víst í sögulegu lágmarki núna, gæti eitthvað tengst veðrum undanfarin ár en sáu ekki endilega bein tengsl þar á milli.
Meira

Skipulag norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki auglýst

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta sömu götu. Markmiðið með tillögunni að deiluskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir alls fimmparhúsalóðum.
Meira

Linda Fanney nýr framkvæmdastjóri og stjórnarkona hjá Alor ehf.

Skagfirðingurinn Linda Fanney Valgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. Félagið er hátæknifyrirtæki sem var stofnað á árinu 2020 og vinnur að því að þróa og síðar framleiða umhverfisvænar álrafhlöður sem munu nýtast í það brýna verkefni að hraða orkuskiptum m.a. í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og annarri framleiðslu. Linda Fanney er frá Vatni í Skagafirði en faðir hennar, Valgeir Þorvaldsson, er stjórnarformaður og einn stofnenda félagsins.
Meira

Gætt´að hvað þú gerir maður! - Leiðari Feykis

Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem einnig mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliðafundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Meira

Fjölgun í öllum landshlutum - Norðvestlendingar orðnir 7426 talsins

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. en hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%.
Meira

Rabb-a-babb 204: Vivian

Nafn: Vivian Didriksen Ólafsdóttir. Starf / nám: Er starfandi leikkona. Hvernig nemandi varstu? Örugglega óþolandi, ætla að nota tækifærið og þakka gömlum kennurum fyrir kærleikann og þolinmæðina. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er snillingur að gera heilandi mat, þá meina ég mat sem bústar meltingarveg og þar af leiðandi ónæmiskerfið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er roooosalega hvatvís, það fer að verða soldið þreytt.
Meira