Skagafjörður

Kyndilmessa boðar ekki gott - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir febrúar

Í gær klukkan 14 mættu átta til fundar í Veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík til að spá fyrir veðri febrúarmánaðar. Samkvæmt skeyti spámanna voru fundarmenn almennt nokkuð sáttir við síðustu spá þó svo það hafi orðið heldur meira úr veðri en gert var ráð fyrir. Tunglið sem nú er ríkjandi kviknaði 13. janúar í norðaustri en næsta tungl kviknar í vestri þann 11. febrúar og nefnist það Góu-tungl.
Meira

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Tíu sækjast eftir því að komast á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 en póstkosning verður haldin dagana 16. febrúar - 13. mars nk. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins.
Meira

Markmiðið að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu

Á heimasíðu SSNV er sagt frá Hacking Norðurland sem er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi.
Meira

Héraðsvötnin brutu sér leið yfir varnargarð rétt framan Stokkhólma - Myndband

Betur fór en á horfðist er Héraðsvötn í Skagafirði fóru að flæða yfir varnargarð framan við Stokkhólma og ógnuðu bæði hrossum og byggingum. Brugðust ábúendur fljótt við og fengu verktaka til að fylla í skarðið svo ekki hlytist skaði af.
Meira

Fjölnet mun annast rekstur tölvukerfa NTÍ

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar. Um er að ræða alrekstur tölvukerfa, úttektir og öryggismál ásamt þjónustu við starfsmenn. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs NTÍ í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið.
Meira

Fylkisstúlkur reyndust sterkari á fótboltasvellinu

Fótboltastelpur Tindastóls léku æfingaleik við Fylki fyrir sunnan sl. sunnudag og urðu að láta í minni pokann gegn þaulreyndu Pepsi Max liði heimastúlkna sem sigraði 5-1. Stólastúlkur sýndu ágæta takta í fyrri hálfleik en lið Fylkis var þó 2-1 yfir í hálfleik. Þær létu svo kné fylgja kviði í síðari hálfleik.
Meira

Vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fv. varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi, búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.
Meira

Sigur í Þorlákshöfn eftir framlengingu

Það má kannski segja að Tindastólsmenn hafi verið komnir með bakið upp að vegg þegar þeir héldu í Þorlákshöfn í gær til að etja kappi við spútniklið Þórsara. Heimamenn voru á hörkusiglingu og höfðu gjörsigrað bæði lið ÍR og KR í leikjunum á undan á meðan Stólarnir hafa hafa verið hálf taktlausir. Það var því heldur betur ljúft að sjá strákana ná sigri eftir framlengdan háspennuleik en lokatölur voru 103-104.
Meira

Páll Ragnarsson látinn

Páll Ragn­ars­son, tann­lækn­ir á Sauðár­króki og formaður Ung­menna­fé­lags­ins Tinda­stóls til fjölda ára, lést á Land­spít­al­an­um 29. janú­ar sl. eft­ir skamm­vinn veik­indi, 74 ára að aldri.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag en þeir verða haldnir í öllum háskólum landsins fram til 5. febrúar. Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi, reynslusögur af rasisma, karlar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, áhrif COVID-19 á háskólanám, algild hönnun og heimildarmynd um intersex fólk er meðal þess sem í boði verður.
Meira