Skagafjörður

Tæp milljón safnaðist á tónleikunum Jólin heima

Í gær var afrakstri tónleikanna Jólin heima sem haldnir voru í Bifröst á Sauðárkróki sl. sunnudagskvöld afhentur séra Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarpresti á Sauðárkróki, sem veitir Fjölskylduhjálp Skagafjarðar forstöðu. Tónleikarnir þóttust takast afar vel og söfnuðust alls 913.000 krónur. Gefur fyrirheit um aðra tónleika að ári.
Meira

Ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns?

Iðnaðarhampur er afar fjölhæf planta sem hefur oft verið umdeild. Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður í þeim tilgangi að framleiða vímuefni. Báðar þessar hampplöntur tilheyra sömu fjölskyldu en iðnaðarhampinn er ekki hægt að nota til vímuefnaframleiðslu af neinu tagi. Iðnaðarhampur var hagnýttur um aldaraðir í ýmsum tilgangi en féll í ónáð sökum þessarar tengingar. Nú er fólk að enduruppgötva þessa fjölhæfu plöntu og fyrstu skref gefa væntingar um spennandi framhald.
Meira

Jólalag dagsins – Saga úr Reykjavík

Lagið Saga úr Reykjavík er þýðing Braga Valdimars Skúlasonar á einu vinsælasta jólalagi síðari tíma Fairytale of New York með bresk-írsku keltnesku pönkhljómsveitinni The Pogues. Lagið er samið af Jem Finer og Shane MacGowan og kom upphaflega út á smáskífu 23. nóvember 1987 og síðar á plötu Pogues frá 1988 Ef ég ætti að falla frá náð með Guði.
Meira

Hvar liggur ábyrgðin?

Fyrir síðustu jól bárust fregnir af fjölskyldu á Hofsósi sem þurfti að yfirgefa húsnæði sitt vegna bensínleka úr tanki frá olíustöð N1 hinu megin við götuna. Þar láku mörg þúsund lítrar af eldsneyti í jarðveginn, en erfitt hefur verið að fá nákvæmar tölur á birgðahaldi frá N1, sem getur ekki talist traustvekjandi.
Meira

Birna Ágústsdóttir skipuð í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra frá 1. janúar næstkomandi.
Meira

Byggðastofnun kortleggur húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Var upplýsingum safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga og eru þær upplýsingar settar fram á korti sem finna má hér. Sagt er frá þessu í frétt á vef Byggðastofnunar.
Meira

Háskólinn á Hólum fær rannsóknarstyrk frá NordForsk

Fiskeldis – og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er þátttakandi í samnorrænu rannsóknarverkefni sem nýlega hlaut styrk frá NordForsk. NordForsk er rannsóknarsjóður sem heyrir undir Norræna ráðherraráðið en þar eru Eystrasaltslönd að auki. Fram kemur í frétt á Hólar.is að verkefninu er stýrt af Háskólanum í Gautaborg og meðal annarra þátttakenda er Háskólinn í Bergen, fóðurverksmiðjan Skretting og íslensku fiskeldisfyrirtækin Artic fish og Laxar fiskeldi. Heildarstyrkurinn er um 145 milljónir og koma um 29 milljónir í hlut Hólaskóla.
Meira

Notkun á bóluefni Pfizer heimiluð hér á landi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefninu Comirnaty frá BioNTech/Pfizer skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið ver einstaklinga gegn COVID-19 og er ætlað til notkunar hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Þar með geta bólusetningar gegn COVID-19 hafist hér á landi þegar bóluefnið verður tiltækt. Þetta kemur fram í frétt á vef Lyfjastofnunar.
Meira

Jólalag dagsins – Jólaklukkur

Það er nú varla hægt að vera með jólalög án þess að fá Hauk Morthens til að syngja eins og eitt lag. Jólalag dagsins heitir Jólaklukkur upp á okkar ylhýra mál og er að finna á jólaplötunni Hátíð í bæ sem kom út hjá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur fyrir jólin 1964. Á frummálinu heitir lagið Jingle Bells og er eitt þekktasta ameríska lag í heimi samið af James Lord Pierpont (1822–1893).
Meira

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira