Skagafjörður

Látum hendur standa fram úr ermum

Við gerð fjárlaga fyrir árið 2020 var vitað að við værum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs og gjaldeyrissjóðs sterk og á þeim grunni gátu stjórnvöld byggt þegar Covid-19 skall á með öllum sínum óvæntu vandamálum. Það má ekki gleyma að vegna þessarar góðu stöðu var hægt að bregðast við þessari óvæntu krísu með öflugum hætti.
Meira

Bindin fram í febrúar

Í dag 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í níunda sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við hátíðleg tækifæri óháð kyni, aldri og starfi.
Meira

Ánægðust með upphlutinn á yngstu dótturina

Solveig Pétursdóttir á Hofsósi tók áskorun frá Kristínu S. Einarsdóttur í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? og sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinunm í 47. tbl. ársins 2018. Áhugi Solveigar á handavinnu kviknaði snemma og hefur hún unnið að mörgum tegundum handverks í gegnum tíðina. Solveig segir að sér þyki gott að vera með nokkur verkefni í vinnslu sem hægt er að grípa í eftir því hvað hentar hverju sinni og þegar hún svaraði spurningum þáttarins var hún með tvær peysur á prjónunum, aðra símunstraða í fjórum litum sem hún sagði þurfa alla hennar athygli og hina einfalda úr mohair, þægilega til að grípa í við sjónvarpið. Þar til viðbótar voru eitt og annað hliðarverkefni í takinu svo sem heklaðar tuskur og fleira.
Meira

Sveinbjörn Óli tók þátt í innanfélagsmóti ÍR - Bætti sig í 60m hlaupi og sigraði

Á dögunum var lítið innanfélagsmót haldið fyrir iðkendur ÍR og var það kærkomið á tímum Covid-19. Skagfirðingurinn Sveinbjörn Óli Svavarsson fékk þátttökurétt þar sem hann æfir með því félagi á meðan hann dvelur fyrir sunnan. Segist hann hafa fengið að fljóta með og keppa og þakkaði pent fyrir sig með því að sigra í 60 metra hlaupi og bætti hann auk þess sinn persónulega árangur.
Meira

Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.
Meira

Íþróttakeppnir sagan rakin áfram ásamt nokkrum orðum um mótsbrag fyrri tíðar og merkan brautryðjanda - Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur ég óska ykkur öllum góðs og gæfuríks árs, árið 2020 er nú horfið veg allrar veraldar og þótt alls ekki sé hægt að segja að allt sem því tengist þurfi endilega að hafa verið slæmt er heildarorðspor þess með eindæmum. Horfum þó vonglöð fram um veg á nýbyrjuðu ári og verður nú samantekt um sögu hestaíþrótta á Íslandi hér framhaldið en fyrst skal vikið ögn að mótsbrag fyrri ára.
Meira

Annað erfitt tap Tindastólsstúlkna

Tindastólsstúlkur sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn í dag í 1. deild kvenna í körfubolta. Heimastúlkur náðu snemma yfirhöndinni og stungu raunar gestina af strax í fyrsta leikhluta. Vonandi tekst að styrkja lið Tindastóls von bráðar því það er erfitt að fá ítrekað skelli. Lokatölur voru 90-48.
Meira

Hélt upp á Heiðubækurnar sem barn

Elsa Stefánsdóttir var gestur Bók-haldsins í 21. tölublaði síðasta árs. Þær eru ófáar bækurnar sem um hendur hennar fara en hún starfar sem bókavörður í skólabókasafninu á Hofsósi og við Hofsóssdeild Héraðsbókasafnsins. Elsa les einnig mikið og segir hún að skáldsögur verði oftast fyrir valinu þó ein og ein ævisaga slæðist með.
Meira

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira

Eðalfæri í Tindastólnum

Skíðaáhugamenn gætu gert margt vitlausara en að finna fjalirnar sínar og bruna upp á skíðasvæðið í Tindastólnum en þar er nú klassa skíðafæri og opið til níu í kvöld í blússandi fínu veðri – muna samt að klæða sig vel og ekki gleyma grímunum og passa upp á sóttvarnirnar!
Meira