Skagafjörður

Vetrarsólstöður í dag

Vetrarsólstöður eru í dag á norðurhveli jarðar en frá þeim tíma tekur sól að hækka á lofti á ný. Á suðurhvelinu eru hins vegar sumarsólstöður.
Meira

Tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga felld

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið síðastliðinn föstudag og var það í fyrsta sinn sem landsþing fór fram í fjarfundi. Í frétt á vef sambandsins segir að ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ávarpað landsþingið og svarað spurningum landsþingsfulltrúa ásamt fjármála- og efnahagsráðherra. Áherslur sveitarstjórnarmanna voru sérstaklega á frumvarp sveitarstjórnarráðherra um breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem meðal annars er kveðið á um lágmarksíbúafjölda og um mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að halda úti lögbundinni þjónustu þar sem tekjur sveitarfélaga hafa skerst verulega í kjörfar covid-19.
Meira

Jólalag dagsins – Hátíð í bæ

Síðustu tvenn jól hafa verið haldnir tónleikar í Sauðárkrókskirkju til styrktar Fjölskylduhjálp Skagafjarðar. Þar hefur Elva Björk Guðmundsdóttir farið fremst í flokki ásamt fjölskyldu og vinum. „… en þar sem aðstæður leyfa það ekki núna, þá skelltum við í nokkur létt lög án fyrirvara skemmtum okkur konunglega en söknuðum ykkar,“ segir í Fésbókarfærslu tónleikahaldara.
Meira

Formaður ungra Framsóknarmanna stefnir á þing.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna gefur kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Lilja hefur verið formaður Sambands ungra Framsóknarmanna síðan 2018 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Hrólfsstaðaundrin - Úr Byggðasögu Skagafjarðar

Í Byggðasögu Skagafjarðar eru margir sögumolar sem fylgja samantekt um hverja jörð og margir afar skemmtilegir. Flestir eru gamlir en einn molinn er mjög forvitnilegur og gerist í nútímanum á bænum Hrólfsstöðum í Blönduhlíð þegar verið var að byggja nýja húsið. Ýmislegt átti sér stað á byggingatímanum sem erfitt er að útskýra en hægt er að lesa um það hér fyrir neðan.
Meira

Jólalag dagsins - Á Norðurpólinn

Jólalag dagsins varð á vegi undirritaðs á lendum Fésbókar. Þar er á ferðinni Hljómsveitin Smóking sem gefur sig út fyrir að vera hress hljómsveit með fjölbreytt lagaval, snyrtilegan klæðaburð og mikið stuð á þeim viðburðum sem leikið er á.
Meira

Tónlistarveisla beint í æð beint úr Bifröst í kvöld

Það styttist óðfluga í að ungt og sprækt tónlistarfólk þrammi á svið í Bifröst og streymi jólin heim til þeirra sem hlýða vilja. Tónleikarnir, sem Feykir hefur áður sagt frá, kallast Jólin heima og verður opnað fyrir streymið kl. 19:30. Streymið er hægt að nálgast á YouTube síðunni TindastóllTV eða á heimasíðunni tindastolltv.com.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi til morguns

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra og gildir hún til klukkan ellefu í fyrramálið, mánudaginn 21. desember. Í spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Reiknað er með talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Brátt hækkar sól

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð Stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur alltaf verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því einhver tærleiki og fegurð barnæskunnar og barnatrúarinnar.
Meira

Lá beint við að fara að vinna við áhugamálið

Fyrirtækið JRJ Jeppaferðir var stofnað þann 16. desember 1995 og eru því nákvæmlega 25 ár liðin frá stofnun þess. Eigandi og stofnandi fyrirtækisins er Jóhann R. Jakobsson sem hefur stýrt því frá upphafi. Feykir náði tali af Jóhanni í því skyni að forvitnast um starfsemi fyrirtækisins og tilurð þess.
Meira