Skagafjörður

Startkaplar óskast á stuðlausa Stóla!

Ágætur sigur gegn Hetti sl. mánudag reyndist gefa falska von um að Stólarnir væru búnir að hysja upp um sig eftir dapurt gengi í fyrstu umferðum Dominos-deildarinnar. Í gær fóru strákarnir okkar norður á Akureyri og því miður voru það heimamenn sem voru baráttuglaðari, betri og meiri töffarar. Eftir ágætan fyrri hálfleik fengu Stólarnir 36 stig á sig í þriðja leikhluta og varnarleikur liðsins efni í sorgarsöngva – eða gamanmál. Leikurinn var engu að síður spennandi allt til loka en niðurstaðan var 103-95 tap gegn Þór Akureyri.
Meira

Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.
Meira

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna framlengdur til 15. febrúar 2021

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna en markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsókna- og þróunarverkefni. Styrkir verða veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Meira

Keppt verður um VÍS BIKARINN í körfunni

Í dag var Tryggingafélagið VÍS kynnt til sögunnar sem nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og því ljóst að framundan verður barist um VÍS BIKARINN í bikarkeppni KKÍ. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. „KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í dag.
Meira

Eigendur hrossa minntir á að sjá þeim fyrir aðgangi að vatni

Matvælastofnun vekur athygli á því að vegna viðvarandi frostatíðar eru hrossahólf nú víða orðin vatnslaus og er breytinga ekki að vænta á næstu dögum. Því minnir stofnunin á skyldur eigenda og umráðamanna til að sjá hrossum á útigangi fyrir aðgangi að vatni eða snjó til að tryggja heilsu þeirra og velferð.
Meira

Hofstorfan nældi sér í sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gær. Þrjú lið kepptust um að komast í deildina í ár en einungis eitt sæti var laust. Það var Hofstorfan sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og mun því taka þátt í deildinni sem hefst 3. mars nk.
Meira

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úrgangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerðir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhagkerfi, þar sem hráefnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs framleiðsluferlis, þar sem vörur eru notaðar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun.
Meira

Snjóflóðahætta á Hofsósi liðin hjá

Ekki er lengur hætta á snjóflóði við Vesturfarasetrið á Hofsósi eftir að snjóhengjunni ofan við setrið var mokað í burtu með stórvirkum vinnuvélum. Í norðanhvassviðrinu sem geysaði í síðustu viku safnaðist mikill snjór í brekkuna ofan við Vesturfarasetrið. Lokað var fyrir umferð um svæðið eftir að stór sprunga, um 50 metra löng og fimm til sex metra djúp, kom í ljós sl. þriðjudagskvöld. Óttast var að ef hengjan færi af stað fylgdi snjórinn aftan við sprunguna á eftir og hefði þá valdið miklu tjóni.
Meira

Annar áfangi endurbóta á Sundlaug Sauðárkróks hafinn

Sagt er frá því á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar að framkvæmdir við stækkun Sundlaugar Sauðárkróks hófust um miðjan janúar og luku Vinnuvélar Símonar við jarðvegsframkvæmdir nýlega. Um 2. áfanga er að ræða í endurbótum og stækkun Sundlaugar Sauðárkróks en 1. áfangi var formlega tekinn í notkun í lok maí sl. Stefnt er að því að sundlaugin verði nýtt á Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki í ágúst 2022. 
Meira

Gaukar þú mat að garðfuglum? Fuglatalning um helgina

Hin árvissa Garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst á morgun 29. janúar og stendur til mánudagsins 1. febrúar en þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar. Velja má þann dag sem best hentar á þessu tiltekna tímabili. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að nú sé hart í ári hjá mörgum fuglum sem þreyja þorrann á landinu og eru fuglavinir hvattir til að gauka að þeim fóðri og fersku vatni reglulega.
Meira