Helgi Rafn segir Stóla skora nóg og vörnin að smella – Grannaslagur á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.01.2021
kl. 13.51
Það gengur á ýmsu hjá karlaliði Tindastóls í körfuboltanum, þéttskipuð leikjadagskrá, tómar áhorfendastúkur, ósigrar á heimavelli, vont ferðaveður og flughálir þjóðvegir. Ekki var hægt að ferðast til Egilsstaða sl. sunnudag vegna ófærðar svo leik Stóla og Hattar var frestað um einn dag. Á leiðinni austur vildi ekki betur til en svo að Tindastólsrútan endaði utan vegar og var leiknum af þeim sökum frestað um þrjú korter. Sem betur fer fór hún ekki á hliðina og tjónið því ekkert.
Meira
