Skagafjörður

Styrkjum búsetu á landsbyggðinni

Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærður um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði. Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum verið að vinna, horfi ég til baka stoltur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum baráttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni.
Meira

Jólalag dagsins – Hvít jól

Það er kannski fullsnemmt að spá hvítum jólum núna en ekki er það útilokað samkvæmt langtímaspá Veðurstofunnar. En alla vega fylgir óskin með jólalagi dagsins Hvít jól sem þau Ellý Vilhjálms og Raggi Bjarna fluttu eftirminnilega á safnplötunni Hátíð í bæ: 48 íslensk jólalög sem kom út fyrir jólin 2003. Á þeirri plötu var safnað saman öllum þeim íslensku jólalögum sem einhvern tímann höfðu gert garðinn frægan í íslensku jólalagaflórunni, í gamla daga eða nýlega, á tvo hljómdiska.
Meira

Minkarækt í deiglunni í Héraðsdal II

Áætlað er að starf­semi hefjist á nýj­an leik í vetur í minka­hús­un­um í Héraðsdal II í Skagaf­irði. Það er Urðar­kött­ur ehf. á Syðra-Skörðugili sem hef­ur tekið hús­in á leigu og hef­ur þar rekst­ur með bak­trygg­ingu reyndra danskra minka­bænda. Einar Einarsson segir í samtali við Feyki að í vikunni hafi verið uppboð í Finnlandi þar sem hækkun hefði orðið á verði og skinnin hefðu selst. Það væru því líkur á bjartari tímum.
Meira

Sauðárkróksbakarí færir 6. bekkingum í Skagafirði Ofurhetjuna

Á stofujólunum í morgun fengu nemendur í 6. bekk í Árskóla afhenta bók að gjöf frá Sauðárkróksbakaríi, sem hvatningu til nemenda til lesturs yfir jólin. Um var að ræða bókina Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson grunnskólakennara og rithöfund og fjallar um krakka sem berjast við einelti. Þetta var gert í tilefni af 140 ára afmæli Sauðárkróksbakarís sem gefur raunar öllum nemendum 6. bekkja skólanna í Skagafirði bókina og þá fá öll skólasöfnin eintök af Ofurhetjunni.
Meira

Hjálparstarf kirkjunnar fær góða gjöf frá Varmahlíðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í morgun en að þessu sinni voru ekki hefðbundin pakkaskipti. Ákveðiðvar að bæði starfsfólk og nemendur létu gott af sér leiða með söfnun til góðgerðarmála. Fyrir valinu varð að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með gjöf til þeirra sem minna mega sín.
Meira

214 milljóna gjöf til uppbyggingar á skólamannvirkjum í Varmahlíð

Í gær fór fram stjórnarfundur Menningarseturs Skagfirðinga, sem áður hét Varmahlíðarfélagið, og þar ákvað stjórnin að leggja félagið niður þar sem hlutverk og áherslur þess hafa breyst í tímans rás. Sömuleiðis var ákveðið að allar eigur Menningarsetursins skyldu afhentar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem eru eftir sölu eigna, 214 milljónir.
Meira

Beðist velvirðingar á vandamálum tengdum kosningum

Í gær hófst kosning á Manni ársíns 2020 á Norðurlandi vestra hér á Feykir.is. Því miður hafa margir lent í vandamálum með að kjósa og er beðist velvirðingar á því. Vesenið er tæknilegs eðlis og vonumst við til að það verði leyst fljótt og örugglega.
Meira

Hálendisþjóðgarður vinstri grænna?

Umhverfisráðherra mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrirhugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og félagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en andstaða samstarfsflokka VG í ríkisstjórn er meiri en reiknað var með.
Meira

Jólalag dagsins – Björt jól

Jólalag dagsins er heimafengið en höfundur og flytjandi er hin mjög svo efnilega söngkona Ásdís Aþena Magnúsdóttir á Hvammstanga. Lagið samdi hún þegar hún var 11 ára en eftir mikla pressu frá foreldrum sínum ákvað Ásdís að klára lagið Björt jól sem hafði legið óklárað ofan í skúffu í fimm ár.
Meira

Ekki vísbendingar um fleiri smit

Matvælastofnun hefur tekið 3.947 sýni úr Tröllaskagahólfi frá því að fyrsta tilfelli riðu kom upp í hólfinu um miðjan október. Skiptast þau þannig að 170 sýni eru úr kindum sem felldar voru í tengslum við flutninga frá sýktum búum, 1.449 sýni eru úr sláturfé og 2.328 sýni úr fé sem skorið var niður. Frá þessu segir í frétt á vef Matvælasstofnunar.
Meira