Skagafjörður

Tillaga um hvatningu til atvinnuþróunar

Á tímum atvinnuleysis og samdráttar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og verðmætasköpun að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun, skapa nýjar tekjur og störf hratt.
Meira

Jólalag dagsins - Nei, nei, ekki um jólin

Um haustið 1984 gaf hinn goðsagnakenndi HLH flokkur út jólaplötuna Jól í góðu lagi og var önnur plata flokksins það árið því um vorið hafði sveitin sent frá sér hina geysivinsælu plötu Í rokkbuxum og strigaskóm. Mörg lög eru enn leikin af þessum tveimur plötum og má segja að Nei, nei, ekki um jólin sé enn meðal vinsælustu jólalaga landsins.
Meira

Fólk hvatt til að fresta för ef kostur er

Vegagerðin hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún hvetur almenning sem hyggur á ferðalög milli Borgarness og Akureyrar til að fresta för. Er það gert vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni og hafa valdið miklum skemmdum á bifreiðum og slysahættu.
Meira

Miklar hitasveiflur orsök tjörublæðinga

Tjörublæðingar eins og þær sem nú eru í stórum stíl á veginum frá Borgarfirði norður í Skagafjörð koma í kjölfar mikilla sveifla í hitafari síðustu daga. Blæðingar eru alþjóðlega þekktar en miklar hitasveiflur á skömmum tíma eins og oft einkennir íslenskt veðurfar gerir bikblæðingar af þessu tagi algengari hér en víða annars staðar. Þetta segir í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því í morgun.
Meira

Lokað í Kjarnanum á morgun

Vakin er athygli á því að lokað verður í Kjarnanum á Sauðárkróki á morgun, 16.desember, vegna vörutalningar. Opið er í verkstæðismóttöku.
Meira

Jólaferð smáframleiðenda

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni um Norðurland vestra þessa vikuna með viðkomu á níu stöðum allt frá Borðeyri og austur í Fljót. Smáframleiðendur, í samstarfi við Vörusmiðjuna BioPol á Skagaströnd, hafa verið á ferðinni um svæðið reglulega frá því í sumar og óhætt er að segja að þessi nýstárlegi verslunarmáti hafi mælst vel fyrir meðal íbúa enda er vöruúrvalið ótrúlega fjölbreytt.
Meira

Mikið tjón á bifreiðum vegna blæðinga í malbiki

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um land. Tilkynnt hefur verið um tjón á bifreiðum og segir í tilkynningu lögreglunnar að eitt umferðaróhapp megi rekja til þessara aðstæðna sem valda því að tjaran sest í munstur hjólbarðanna og aksturshæfni þeirra skerðist. Þá skapast einnig hætta af steinkasti frá bifreiðum sem á móti koma. Ökumenn eru því beðnir að hafa varann á, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.
Meira

Atvinnuleysisbætur hækka frá áramótum

Atvinnuleysisbætur munu hækka þann 1. janúar næstkomandi en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis og tekur hún gildi 1. janúar 2021.
Meira

Jólalag dagsins - Stúfur

Þvörusleikir kom í nótt til byggða en ekki tókst Feyki að finna neitt lag sem tileinkað er honum einum en í gær kom Stúfur og hann þekkja allir. Baggalútur samdi stórgott lag um þann ágæta jólasvein og var jólalag Baggalúts 2017. Lagið fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu– og Leppalúðason og á Bragi Valdimar Skúlason bæði lag og texta. Myndbandið var í höndum Hugleiks Dagssonar og fjöldi tónlistarmanna kom að undirleik og flutnigi lagsins.
Meira

Varað við tjörublæðingum í malbiki

Vegagerðin varar við verulegum tjörublæðingum í malbiki á vegum í Borgarfirði, Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Eru ökumenn því hvattir til að hægja vel á sér þegar þeir mæta öðrum bílum þar sem hætta getur skapast af steinkasti.
Meira