Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð heillar ekki byggðarráð Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
22.01.2021
kl. 15.09
Byggðarráð Skagafjarðar leggst gegn samþykkt frumvarps til laga um Hálendisþjóðgarð en tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis var tekinn fyrir á síðasta fundi ráðsins þar um en umsagnarfrestur er til 1. febrúar nk. Um afstöðu sveitarfélagsins er vísað til fyrri athugasemda sveitarfélagsins vegna málsins, síðast með sameiginlegri umsögn fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, við frumvarpsdrögin í janúar 2020.
Meira
