Skagafjörður

Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

Undirrituð hefur lagt inn þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi ályktar að stefna skuli að flutningi höfuðstöðva RARIK á landsbyggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið.
Meira

Íbúar hvattir til að koma áherslum og sjónarmiðum sínum á framfæri

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. nóvemer var undir 54. dagskrárlið fyrri umræða fjárhagsáætlunar. Var hún samþykkt og vísað aftur til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.
Meira

Mesta hlutfallslega fjölgunin á árinu í Akrahreppi

Íbúum á Norðurlandi vestra hefur fjölgað um 1,2% eða um 86 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. desember 2020 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mest fjölgaði í Sveitarfélaginu Skagafirði eða um 54 einstaklinga en hlutfallsleg fjölgun varð mest í Akrahreppi, 2,4%
Meira

„Maður fær víst ekki allt sem maður vill“

Nú í vikunni varð ljóst, mörgum til talsverðra vonbrigða, að körfuboltinn hefur verið settur á ís fram yfir áramót og í raun algjörlega útilokað að spá fyrir um hvenær Íslandsmótið hefst á ný. Vonast hafði verið til að leyfi fengist til að hefja æfingar fyrri partinn í desember en KKÍ gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki yrði keppt frekar í körfubolta 2020. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni...“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Feykir hafði samband við Ingólf Jón Geirsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og spurði hann út í standið á körfuboltanum, leikmönnum og fjárhag deildarinnar.
Meira

Ekkert lát á norðanstorminum

Enn er óveður á landinu og eru vegir víða illfærir eða lokaðir af þeim sökum. Þá fellur skólahald og skólaskstur niður á nokkrum stöðum. Norðan stormurinn sem geysað hefur um landið frá því í gær heldur sínu striki og er vonskuveður víðast hvar með tilheyrandi röskun á samgöngum. Á Norðurlandi vestra eru margir vegir lokaðir eða ófærir. Fjallvegirnir um Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði eru lokaðir en á vef Vegagerðarinnar segir að verið sé að moka Öxnadalsheiði og takist vonandi að opna hana innan skamms.
Meira

Jólalag dagsins - Nú mega jólin koma fyrir mér

Jólaplatan Nú stendur mikið til varð sígild um leið og hún kom út fyrir jólin 2010 en nokkur lög hafa verið ansi vinsæl og Nú mega jólin koma fyrir mér kannski það sem þykir hvað best. Það er Sigurður Guðmundsson og Memfismafían sem hér flytja það skemmtilega lag.
Meira

Ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder

Sumarið 2016 var Björgvin nokkur Gunnarsson ráðinn til sumarafleysinga á Feyki og þeysti um Norðurland vestra og nágrannasveitir á KIA-bifreið sinni. Björgvin, telst til Fellsbæinga, er semsagt frá Fellabæ sem er í næsta nágrenni við Egilsstaði. Fyrir jólin stefnir Björgvin, sem nú býr í Hafnarfirði, á að gefa út sína sjöttu ljóðabók undir listamannsnafninu Lubbi klettaskáld. Bókin ber hið ágæta nafn Svolítið sóðalegt hjarta og þar eru ástir, ástarsorgir, sigrar og töp – og Tinder – í öndvegi.
Meira

Umdeilt frumvarp um hálendisþjóðgarð

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um hálendisþjóðgarð en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þjóðlendur í sameign þjóðarinnar innan miðhálendislínu verði gerðar að þjóðgarði. Mun þjóðgarðurinn ná yfir um 30% af Íslandi en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Hofsjökul og Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og Hveravelli.
Meira

Skagfirðingar hvattir til að fara sparlega með heitt vatn

Spáð er miklum vindi og lágu hitastigi næstu daga norðanlands og verður því óvenju kalt á svæðinu, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði en í veðuraðstæðum sem þessum reynir mikið á hitaveituna og eru íbúar hvattir til að fara sparlega með heitavatnið.
Meira

Blastaði Heimi þegar hann var nýkominn með bílprófið / SÆÞÓR MÁR

Ungur maður er nefndur Sæþór Már Hinriksson og kemur frá Syðstu-Grund í hinni skagfirsku Blönduhlíð. „Undanfarna mánuði er ég búinn að vera með stærstan part af sjálfum mér á Króknum, í Víðihlíðinni hjá tengdó, en hugurinn leitar alltaf heim í Blönduhlíðina,“ segir Sæþór sem er fæddur árið 2000 og hefur verið spilandi og syngjandi frá fyrstu tíð.
Meira