Skagafjörður

„Fáum bara þvert nei frá Völsungi“

Feykir bar nokkrar spurningar undir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, í kjölfar þess að KSÍ ákvað að klára Íslandsmótið í knattspyrnu. Hann er á þeirri skoðun að það hefði átt að fluta það af, allavegana í neðri deildum. „Ég geri mér grein fyrir því sem liggur undir í Pepsi Max deildunum varðandi Evrópusæti en það eru miklir peningar sem liggja þar,“ segir Rúnar.
Meira

Stúka byggð við KS völlinn

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.
Meira

MAST staðfestir riðu á Stóru-Ökrum 1

Matvælastofnun hefur staðfest að riða hafi greinst í kind á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði en fréttir voru sagðar af grun í þá átt fyrir skömmu. Undirbúningur niðurskurðar fjár á bænum stendur nú yfir.
Meira

Lokaleikur Stólastúlkna áætlaður 8. nóvember 2020

Þá hefur KSÍ sett upp leikjaplan fyrir lokaumferðir Íslandsmótsins í knattspyrnu sem stefnt er á að fram fari í nóvember. Síðasta umferðin í Pepsi Max deild karla á að fara fram 30. nóvember en fjórum umferðum er ólokið í þeirri deild. Áætlað er að Stólastúlkur spili síðasta leik sinn í Lengjudeildinni sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00 á Króknum en Stólapiltar spila í 3. deildinni á Vopnafirði 7. nóvember og gegn Sandgerðingum hér heima laugardaginn 14. nóvember.
Meira

„Málið var misráðið, vanreifað og órannsakað“ - Sveinn Margeirsson sýknaður í „örslátrunarmálinu“

Sveinn Margeirsson, fv. forstjóri MATÍS og núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, hefur verið sýknaður í „örslátrunarmálinu“ svokallaða en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 20. október sl. Á Facebook-síðu sinni rifjar Sveinn upp helstu atriði sem hann telur skipta máli varðandi þetta óvenjulega mál, „sem varpar á margan hátt ljósi á úreltan hugsunarhátt eftirlitskerfisins á Íslandi og þá samtryggingu sem felst í greiðslum stórra „eftirlitsþega“ til eftirlitsstofnana.“
Meira

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS

Undirbúningur fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum er kominn af stað og hafa verið gefnir út keppnisdagar fyrir næsta tímabil. Þann 3. mars hefst veislan í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki með keppni í fjórgangi. Efstu lið síðasta tímabils unnu sér inn þátttökurétt sl. vor og þurfa þau að staðfesta fyrir 31.október hvort þau ætli sér að halda áfram. Eitt sæti er hins vegar laust og þurfa áhugasamir að skila inn umsóknum fyrir 15. nóvember á netfangið unnursigurpals@gmail.com.
Meira

Það er komin skekkja í deildirnar

Í gær ákvað Knattspyrnusamband Íslands að keppni í Íslandsmótum meistaraflokksliða yrði haldið áfram í nóvember, svo lengi sem grænt ljós verði gefið á knattspyrnuiðkun í kjölfar þriðju COVID-bylgjunnar. Segja má að ákvörðunin hafi komið á óvart en eftir því sem Feykir hafði hlerað þóttu meiri lýkur en minni á að mótið yrði flautað af. Kvennalið Tindastóls á því einn heimaleik eftir og ætti þá að geta tekið á móti bikarnum góða eftir nokkra bið. Það er hins vegar verra ástandið á körlunum, sem eiga eftir að spila tvo leiki, þar sem mikið hefur kvarnast úr hópnum og erlendir leikmenn horfið á braut.
Meira

Nafn vantar á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Í tilefni af opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð hefur Sveitarfélagið Skagafjörður auglýst eftir tillögum að góðu nafni á stöðina. Á heimasíðu þess eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að koma með hugmynd að nafni. Frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudeginum 30. okt. nk.
Meira

Ekkert bensín hjá Bjarna Har lengur

Eftir hartnær 87 ár hefur bensínsölu verið hætt hjá Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki og verið að fjarlægja tanka úr jörðu og dælu af stalli sínum framan við búðina. Kaupmaðurinn síungi, Bjarni Har, segir tilfinninguna dálítið óþægilega en hann býst við að hann muni jafna sig. „Þetta er langur tími: Ég hef verið þriggja ára þegar bensíndælan kom fyrst. Þetta hefur gengið vel en nú vill heilbrigðisfulltrúinn losa okkur við dæluna,“ segir Bjarni, ekki alveg sáttur.
Meira