Skagafjörður

Margrét Pétursdóttir tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2020

Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 stendur nú yfir og hefur hlustendum staðið til boða að koma með tilnefningar undanfarnar vikur. Yfir hundrað ábendingar bárust um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið og hefur sérstök dómnefnd nú yfirfarið þær og valið úr tíu einstaklinga sem þóttu skara fram úr.
Meira

Gul veðurviðvörun í dag og á morgun

Nú er gul veðurviðvörun í gildi um allt land sem gildir til miðnættis annað kvöld. Gert er ráð fyrir vaxandi norðanátt, víða hvassviðri eða stormi eftir hádegi og jafnvel enn hvassara í vindstrengjum sunnanlands. Búist er við snjókomu á norðurhelmingi landsins og verður sums staðar talsverð ofankoma að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Meira

Jólalag dagsins - Alein um jólin

Þær Svala Björgvins og Ragga Gísla sungu lagið Alein um jólin í Jólagestum 2016. En eins og segir í textanum ætti enginn að þurfa að vera aleinn um jólin. Pössum upp á náungann og þá sem á stuðningi þurfa að halda og þá geta allir átt góð jól.
Meira

Mast telur líklegt að hjörð sé smituð og vill skera niður á Syðri-Hofdölum

Þrátt fyrir andmæli margra við niðurskurði á sauðfé á bænum Syðri-Hofdölum í Skagafirði telur Matvælastofnun líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni og því ekki verjandi að hverfa frá lögbundnum aðgerðum sem leitt getir til frekari útbreiðslu veikinnar.
Meira

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira

Dagatal að norðan - Kirkjan kemur til fólksins

Jóladagatölin eru af ýmsum toga sem fólk notar til að telja niður dagana fram að jólum. Kirkjan í Skagafirði ákvað að færa kirkjustarfið til fólksins með hjálp tækninnar og hafa útbúið skagfirskt jóladagatal þar sem „einn gluggi birtist á tölvuskjá“ á Facebooksíðu Kirkjunnar í Skagafirði hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jól. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kirkjan.is er þessu verkefni gerð góð skil og segir þar að svo heppilega vilji til að í Skagafirði séu kirkjurnar 24 talsins þar sem 24 dagar eru til jóla. Fólki sé boðið inn fyrir dyr til að taka þátt í stuttum bænastundum í skagfirskum kirkjum sem eru fallegar og margar hverjar gamlar.
Meira

Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Á vef SSNV kemur fram að áætlað sé að veita viðurkenninguna í annað sinn á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi næsta árs.
Meira

COVID-19: Forgangsröðun vegna bólusetningar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 en tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að við smíði reglugerðarinnar hafi verið horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum.
Meira

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Jólin heima – Tónleikar í beinni úr Bifröst

Einvalalið ungra listamanna í Skagafirði hófu æfingar sl. föstudag fyrir tónleika sem ætlunin er að halda síðustu helgina fyrir jól. Þeim verður streymt beint á Tindastóll TV og aðgengilegir öllum án endurgjalds. „Við ákváðum að halda þetta þar sem þetta er voða viðburðasnauður tími og samfélag sem fólk býr í núna,“ segir Jóhann Daði Gíslason einn skipuleggjanda tónleikanna.
Meira